Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 1

Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 22. apríl 2009 — 95. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓN ÞÓR BJARNASON Renndi sér á snjóbretti niður Mælifellshnjúk • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS Hátíðarmessa og kaffi Prestsbakkakirkja á Síðu hefur þjónað sóknar- börnum sínum í 150 ár. Í tilefni af því fer þar fram hátíðar- og afmælis- messa á morgun. TÍMAMÓT 24 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Sú ferð sem er í ferskustu minni er sú nýjasta, ganga á Mælifells-hnjúk og brun á bretti niður,“ segir Skagfirðingurinn og ævintýra-maðurinn Jón Þór Bjarnason. Síð-astliðinn sunnudag vakti vekjara-klukkan hann um fimmleytið og eftir kjarngóðan morgunm t láha f í góðu skyggni sjáist af toppnum um allt land, eða til ellefu sýslna. „Sólin skein skært þennan morg-un en þeir sem enn voru syfjað-ir vöknuðu fljótt þegar suðaustan vindsperringurinn klappaði okkhressileg á stund þarna einn, horfði yfir og leyfði kyrrðinni að streyma inn í sálina. Ég spennti svo sæll á mig snjóbrettið og náði að renna mérnokkrar ferðir áð Á snjóbretti niður Mæli-fellshnjúk í SkagafirðiJón Þór Bjarnason ferðamálafræðingur hefur úr mörgu eftirminnilegu að velja þegar hann er beðinn um ferðasögu, meðal annars Kínaheimsókn, brettabruni í Austurríki og veiði og eggjatöku í Drangey. „Mjöllin beið okkar ósnortin og við náðum að renna okkur nánast alla leið niður að bíl,“ segir Jón Þór, sem hér sést kampakátur í skagfirsku fjalllendi. MYND/JÓN ÞÓR BJARNASON FERÐANEFND ÍFHK stendur fyrir ferð á Nesjavelli 16. til 17. maí. Boðið verður upp á trúss og hver kemur með sitt nesti á grillið. Sjá www.fjalla-hjolaklubburinn.is. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Nýsköpun og sprotastarf Sendu persónul eg fermingarskeyt i á www.postur.is VERÐ 890 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 9 – 0 4 1 5 Skrifar handrit eftir Draugaslóð Ottó Geir vinnur nú að einu skemmtilegasta verkefni sem hann hefur tekið að sér. FÓLK 42 ÓLAFUR HELGI ÞORKELSSON Skorar á Gillz Formaður mótanefndar PSÍ býður landsliðsfyrirliðanum á mótaröðina. FÓLK 42 LOGI BERGMANN Klárar stjórnmálafræðina Skrifar lokaritgerð um kosningahegðun FÓLK 42 Sorgleg örlög Rubiönu Slegist um Slumdog-stjörnu á götum Mumbai. FÓLK 34 2 5 4 8 5 VATNSVEÐUR Í dag verða víðast stífar austlægar áttir, 10-20 m/s, hvassast allra syðst og vestast. Lægir með kvöldinu. Rigning víða um land eftir hádegi en styttir upp syðra seint í dag og léttir heldur til. VEÐUR 4 FANGAFLUG Þrír menn sem handteknir voru um borð í skútunni Sirtaki voru í gær fluttir frá Egilsstöðum á Selfoss með flugvél Flug- málastjórnar og farið með þá á Litla-Hraun. Komið var með skútuna að landi á Eskifirði í gærmorgun. Sjá síðu 4 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nýr formaður HSÍ Knútur Hauksson mun taka við formennsku hjá HSÍ í dag. Hann mun hætta að gefa dómurum leiðbeiningar úr stúkunni. ÍÞRÓTTIR 38 VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME) hefur til rannsóknar sex mál vegna gruns um að farið hafi verið í kringum gjaldeyrishöftin sem komið var á í lok nóvember síðast- liðins. Samkvæmt lögum um gjaldeyris- viðskipti getur málunum lokið hjá FME með stjórnvaldssekt, sátt eða að málinu verður vísað áfram til lögreglu eða sérstaks saksókn- ara. Brot gegn lögunum sæta hins vegar ekki opinberri rannsókn nema að FME leggi fram kæru. Samkvæmt upplýsingum frá FME er það annað hvort Seðlabankinn eða lögregla sem vísa málum til stofnun- arinnar til frekari rannsóknar. Sektir sem leggja má á einstakl- inga vegna brota á gjaldeyrishöftum geta numið frá 10 þúsund krónum til 20 milljóna króna. Sektir á félög og fyrirtæki hlaupa svo á 50 þúsund krónum til 75 milljóna króna. Þótt ekki hafi nema sex málum verið vísað til eftirlitsins til þessa má lesa úr orðum Sveins Haralds Øygard seðlabankastjóra á árs- fundi bankans fyrir helgi að þeim kunni að fjölga. Hann segir bank- ann hafa hert enn frekar eftir- lit með því að farið sé að settum reglum og unnið sé að því að koma á fót nýrri eftirlitseiningu í bank- anum. - óká / sjá Markaðinn Tugmilljóna sektir geta legið við brotum á lögum um gjaldeyrisviðskipti: FME með sex mál í rannsókn SKOÐANAKÖNNUN Sjálfstæðis- flokkurinn tapar tíu prósentu- stigum frá kosningum í Suður- kjördæmi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Kjörfylgi Sjálfstæðis- flokksins var 36,0 prósent, en flokkurinn mælist nú með 25,8 prósenta fylgi. Samfylking og Vinstri græn bæta hins vegar við sig um fimm prósentustigum hvor flokkur. 31,8 prósent segist nú myndu kjósa Samfylkingu, sem fékk 26,8 prósent atkvæða 2007. 16,6 prósent styðja Vinstri græn, sem fengu 9,9 prósent atkvæða í síð- ustu kosningum. - ss / sjá síðu 16 Suðurkjördæmi: Samfylking með mest fylgi FÓLK „Við önnum varla eftirspurn og þó er hjólatímabilið rétt að byrja fyrir alvöru,“ segir Heiðar Ingi Ágústsson, eigandi ferða- og útivistarverslunarinnar Everest, sem hefur tekið upp á þeirri nýj- ung að selja notuð hjól. Að hans sögn eru notuðu hjólin tekin upp í ný, yfirfarin á verk- stæði verslunarinnar og svo seld aftur. „Við gerðum þetta með skíðin í vetur. Það mæltist mjög vel fyrir svo við ákváðum að prófa þetta með hjólin líka,“ segir Heiðar og bætir við að eftirspurn sé langmest eftir barnahjólum, enda vaxi börn fljótt upp úr hjólum sínum. - hhs / sjá Allt Verslunin Everest í Skeifunni: Notuðu hjólin vinsæl nýjung VINSÆL Notuðu hjólin eru eftirsótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UTANRÍKISMÁL Bretar vilja bæta fyrir það tjón sem þeir ollu Íslendingum þegar þeir beittu þá hryðjuverkalögum í bankahrun- inu, með því að liðka fyrir ESB- aðild Íslands. Þetta segir Ólafur Elíasson, fulltrúi Indefence-hópsins, hafa verið skilning sinn á fundi með breskri þingnefnd og fulltrúum bresku ríkisstjórnarinnar. Þegar Indefence-menn hafi á fundinum fordæmt beitingu hryðjuverkalaganna hafi fulltrúar bresku stjórnarinnar svarað með því að ræða um hvað Bretar gætu gert til að liðka fyrir inngöngu Íslands í ESB. Andrew Dalgliesh í breska utanríkisráðuneytinu hafi sagt að Bretar myndu reyna að sjá til þess að Ísland kæmist inn á einu ári. Í gær barst svo hópnum bréf frá Evrópumálaráðherra Breta, Caroline Flint, þar sem ítrekað er að Bretar myndu „styðja sterk- lega“ umsókn Íslands. Í fréttaskýringu í blaðinu í dag kemur fram að ljóst sé að núver- andi stjórnarflokkar þurfi að komast að málamiðlun í Evrópu- málum, ætli þeir að starfa áfram eftir kosningar. Afstaða Samfylkingarinnar er skýr; sækja beri um aðild að ESB. VG hefur hins vegar hafnað aðild að ESB en rætt um tvöfalda atkvæðagreiðslu, þannig að kosið yrði fyrst um hvort ræða ætti við Evrópu. Þetta hefur Sjálfstæðis- flokkur einnig gert. Frjálslyndi flokkurinn er á móti viðræðum en önnur framboð, Framsókn, Borgarahreyfing og Lýðræðishreyfingin, vilja sækja um. - kóþ, aa, kóp / sjá síðu 6 og 18 Bretar hjálpi Íslandi inn í ESB á mettíma Fulltrúum Indefence-hópsins var tjáð að Bretar myndu liðka fyrir aðild Íslands að ESB þegar hópurinn fordæmdi beitingu hryðjuverkalaga. Reynt yrði að koma landinu inn á einu ári. Ríkisstjórnin þarf að koma sér saman um Evrópumál.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.