Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 38
 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Kosningar 1) Ímyndaðu þér að við værum orðin að háþróuðum vits- munaverum. 2) Ímyndaðu þér að allir tækju ákvarðanir út frá almannahags- munum en ekki sérhagsmun- um. 3) Ímyndaðu þér að fólk myndi aldrei gera neitt sem skaðaði aðra. 4) Ímyndaðu þér þá að við gætum samið okkar eigin stjórnar skrá þar sem sanngirni, réttlæti og kærleikur yrðu höfð að leiðarljósi. 5) Ímyndaðu þér þá þingræði þar sem þingmenn gengju ekki erinda sérhagsmuna heldur færu eftir því sem væri sann- gjarnt, réttlátt og skynsamlegt að gera í almannaþágu. 6) Ímyndaðu þér þá að auð- menn væru tilbúnir til að færa náttúruauðlindir landsins aftur til þjóðarinnar. 7) Ímyndaðu þér þá að valda- stétt landsins risi upp gegn tóm- læti sínu gagnvart þjóðinni, léti sér annt um almenning og gæfi eftir vald sitt yfir fólki. 8) Ímyndaðu þér þá að hægt væri að ganga strax til ESB aðildarviðræðna og fá úr því skorið hvað aðildin fæli í sér. Og svo myndi almenningur ákveða í kosningum, með hliðsjón af þeim upplýsingum og almanna- hag að leiðarljósi, hvort skyn- samlegt sé að ganga í bandalag með þjóðum heims. 9) Ímyndaðu þér þá að þeir sem græddu á fölskum upp- gangi bankakerfisins, og voru að meira eða minna leyti ábyrgir fyrir bankahruninu, myndu skila ágóða sínum til þjóðfélags- ins og gera grein fyrir og biðjast afsökunar á hegðun sinni. 10) Ímyndaðu þér þá að ráð- herrar, þingmenn og emb- ættismenn landsins myndu viðurkenna sekt sína í falli bankakerfisins og bæðust afsök- unar á afglöpum sínum og spill- ingu. 11) Ímyndaðu þér þá að almenningur gæti að fullu fyrir- gefið þeim sem biðjast afsökun- ar og áttað sig á sinni ábyrgð á því að allt fór eins og það fór. 12) Ímyndaðu þér þá að öll fyrirtæki landsins myndu fyrst og fremst taka tillit til hags- muna almennings og viðskipta- vina og svo hluthafa við alla ákvarðanatöku um arðsemi. 13) Ímyndaðu þér þá að allar upplýsingar séu aðgengilegar almenningi, hvort sem það er hjá einkafyrirtækjum eða opin- berum fyrirtækjum. Að fólk haldi ekki neinu leyndu sem aðrir mega ekki vita, að fólk hætti að segja ósatt og að fólk láti ekki eitthvað ósagt við ein- hvern. 14) Ímyndaðu þér þá að á Íslandi væru til hlutlausir fréttamiðlar, þar sem frétta- fólk væri vel menntað, upplýst, fylgdi sinni eigin sannfæringu og byggi við starfsöryggi. Þar sem fróðleikur og upplýsingar um það sem best er vitað væri aðaláhersla fjölmiðilsins. 15) Ímyndaðu þér þá að við myndum gera allt til að nýta náttúruauðlindir landsins en þó með því ófrávíkjanlega skilyrði að ekki megi menga náttúruna og virða verði fólk og dýr við alla ákvarðanatöku. 16) Ímyndaðu þér þá að hægt Ímyndaðu þér væri að setja á flatan niðurskurð á skuldir fólks. Að lántakendur, lánadrottnar og almenningur myndi hver axla sína ábyrgð. 17) Ímyndaðu þér þá að Ísland myndi aldrei fara í stríð við aðrar þjóðir, nema ef valdhafar níðast á fólki þeirrar þjóðar eða til að verja friðsama þjóð frá yfirgangi annarrar þjóðar. Að aldrei nokk- urn tímann megi sérhagsmunir íslensku þjóðarinnar ráða því að ákveðið sé að fara í stríð við aðrar þjóðir. 17) Ímyndaðu þér svo að allar aðrar þjóðir færu að okkar for- dæmi. Þið gætuð haldið því fram að ég sé draumóramaður en ég er ekki einn um þessa sýn. Vöxtur vitundarinnar er frumforsenda jákvæðs hagvaxtar. Byrjum á okkur sjálfum og spyrjum; ef allir í veröldinni hegðuðu sér og hugs- uðu eins og ég, yrði ég ánægður með ástand heimsins? Að kjósa er hegðun og á bak við þá hegð- un er hugsun. Kjósum nú fólk sem hefur glæstustu framtíð okkar að leiðar ljósi eða í það minnsta vísi að henni. Af ávöxtunum munum við þekkja þá. HAFSTEINN HAFSTEINSSON lögfræðingur Ímyndaðu þér þá þingræði þar sem þingmenn gengu ekki erinda sérhagsmuna heldur færu eftir því sem væri sanngjarnt, réttlátt og skynsamlegt að gera í almannaþágu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.