Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 58
22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
HANDBOLTI Ársþing HSÍ fer fram
í dag. Nýr formaður verður kjör-
inn þar sem Guðmundur Ágúst
Ingvarsson hefur ákveðið að stíga
til hliðar eftir áralanga setu í stóli
formanns.
Nýi formaðurinn er í raun sjálf-
kjörinn enda einn í framboði. Sá
heitir Knútur Hauksson og er for-
stjóri Heklu. Hann er einnig mikill
Framari og á tvær dætur sem spila
með meistaraflokki félagsins.
Knútur er mikill handbolta-
áhugamaður, hefur lengi gegnt
trúnaðarstörfum fyrir Fram og
var um tíma formaður handknatt-
leiksdeildarinnar. Hann sat einnig
í stjórn HSÍ í upphafi aldarinnar
og þekkir því til umhverfisins.
„Ég er fyrst og fremst að bjóða
mig fram þar sem það var mikið
leitað til mín um að taka starfið
að mér,“ sagði Knútur spurður um
ástæðuna fyrir framboði sínu en
hvað telur hann sig hafa fram að
færa í embættið?
„Ég hef mikla þekkingu á starfi
handknattleiksdeilda og hef líka
unnið hjá HSÍ. Hef reynslu í þess-
um málum. Svo hef ég mikinn
áhuga á handbolta ásamt því að
hafa mikla stjórnunarreynslu.“
Það verða líklega einhverjar
breytingar með nýjum formanni
en hvar ætlar Knútur að láta til
sín taka?
„Það munu koma nýjar áherslur
með mér. Það koma alltaf nýjar
áherslur með nýjum mönnum. Ég
held að handboltinn eigi mikið inni
enn þá. Það er búin að vera ákveð-
in þreyta í starfinu finnst mér og
það þarf að laga.
Ég held að það þurfi til dæmis
að nást ákveðin sátt á milli hreyf-
ingarinnar og fjölmiðla. Ég þarf
samt að vera í starfinu í smá tíma
áður en ég gef það sterkt út hvar
ég muni helst láta til mín taka,“
sagði Knútur.
Gríðarleg óánægja er innan
hreyfingarinnar með frammistöðu
RÚV sem á sýningarréttinn á
íslensku deildunum en sýnir ákaf-
lega takmarkað af leikjum. Hvar
stendur Knútur í því máli og hvað
vill hann gera í framhaldinu?
„Ég kom að því þegar þessir
sjónvarpssamningar voru gerð-
ir í upphafi aldarinnar. Þá reyndi
ég að koma á samstarfi milli sjón-
varpsstöðvanna með sýningar. Það
náðist ekki sátt um það.
Það þarf að skoða þetta mál vel
því það er ljóst að það þarf að sýna
meira frá handbolta. Ef það næst
ekki í gegnum RÚV þarf að skoða
aðrar leiðir. Þetta er eitt af stóru
málunum,“ sagði Knútur en það
verður verkefni nýrrar stjórnar
að skoða þessi mál.
Knútur vill ekki sjá breytingar
á deildarfyrirkomulaginu. „Ég
held að það væri ekki gott að
breyta aftur núna. Við verðum
að fá meiri reynslu á þetta kerfi,“
sagði Knútur, sem vill sjá betur
gert í útbreiðslumálunum. „Þar
hefur ekki verið staðið nógu vel
að málum.“
Knútur er harður Framari eins
og áður segir og hefur lengi verið
með líflegustu stuðningsmönn-
um félagsins. Lætur í sér heyra
úr stúkunni og dómararnir hafa
ósjaldan fengið að heyra það frá
honum.
„Ég sé mig ekki fyrir mér sitja
í heiðursstúkunni á landsleik og
horfa rólegur. Ég lifi mig gjör-
samlega inn í leikinn enda er hann
frábær,“ sagði Knútur og hló við.
Hann fylgdist með leik hjá stelp-
unum sínum í gærkvöldi, í síðasta
sinn sem óbreyttur áhorfandi.
Hann segir líklegt að hann muni
róast með nýjum titli.
„Einu sinni bannaði dóttir mín
mér að koma á leik nema ég myndi
þegja. Ég gat það ekki og sat því
heima næstu þrjá leiki. Þá kom
hún aftur og sagði að stelpurnar
vildu endilega fara að fá mig aftur
á leikina.
Auðvitað þarf að taka tillit til
embættisins og ég reikna með því
að láta af leiðbeiningahlutverki
mínu til dómara. Það verður samt
ekki auðvelt verk. Því get ég lofað,“
sagði Knútur Hauksson, tilvonandi
formaður HSÍ. henry@frettabladid.is
Mun láta af leiðbeininga-
hlutverki mínu til dómara
Knútur Hauksson mun taka við sem formaður HSÍ í dag. Hann er einn í fram-
boði. Knútur er mikill handboltaáhugamaður og segir það verða erfitt að
breyta hegðun sinni í stúkunni þar sem hann er oftar en ekki afar líflegur.
HANDBOLTI OG BÍLAR Knútur Hauksson er forstjóri Heklu og verður orðinn formaður HSÍ áður en dagurinn er allur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HANDBOLTI Ársþing HSÍ fer fram í
dag. Ekki er búist við miklu átaka-
þingi og fá stór mál á dagskrá. Rót-
tækasta tillagan kemur frá Vík-
ingi, sem vill fjölga í fimmtán liða
efstu deild og hafa úrslitakeppni
átta liða.
Það er engin nýlunda að lið sem
falla úr efstu deild freisti þess
að fjölga í deildinni en Víkingar
segja þetta ekki vera neitt væl
yfir falli.
„Því fer víðsfjarri. Ég get alveg
viðurkennt að við erum ekkert sér-
staklega bjartsýnir á að ná þessu
í gegn. Við viljum aftur á móti sjá
lausnir til framtíðar enda ganga
mótareglur HSÍ ekki upp til fram-
búðar,“ sagði Davíð Hjaltested hjá
Víkingi.
Haukar koma einnig fram með
tillögu þess efnis að reglum er
varða rétt til þingsetu verði breytt.
Haukar vilja sjá að þau félög sem
séu með mesta starfið fái flesta
þingfulltrúa. - hbg
Víkingar vilja fjölga í efstu deild karla í handboltanum:
Ekki bjartsýnir á að ná þessu í gegn
VILJA FJÖLGUN Falllið Víkings vill fjölga
verulega í efstu deild karla á næsta
tímabili.
skipta um dekk hjá Max1
Umfelgun og ný dekk á góðu verði
Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu
stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði.
Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig.
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Sparaðu, láttu
Ný sumardekk
Dekkjaskipti
Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00
www.velaland.is
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 577-4500
Vélaland sérhæfir sig í tímareimum.
Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu
á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um
tímareimina fyrir þig, á föstu verði.
Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti
Er tímareimin komin á tíma?
Fast verð hjá Vélalandi
Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu
núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma.
Verðdæmi um tímareimaskipti:
Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000
Heildarverð, varahlutur og vinna: 49.088 kr.
Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002
Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.925 kr.
Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001
Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.987 kr.
VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006
Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr.
Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005
Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr.
Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma
577-4500 og pantaðu tíma.
Óska eftir Porsche 911
helst blæjubíl og 4x4
en allt kemur til greina
Þeir sem eiga slíkan eðalgrip og vilja selja fyrir
gott verð hafi samband í gegnum tölvupóst
likarporsche@gmail.com
Skipholti 50b • 105 Reykjavík