Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 8
8 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR BRUSSEL Á fundi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Evrópusam- bandsríkjanna 27 í Lúxemborg í dag leggur framkvæmdastjórn sam- bandsins fram svonefnda grænbók sem hefur að geyma tillögur henn- ar að endurskoðun sameiginlegr- ar fiskveiðistefnu ESB. Meðal þess sem lekið hefur út um innihald til- lagnanna er átak í að draga úr veiði- getu fiskveiðiflota aðildarríkjanna og að útgerðarmenn skuli fá meira að segja um stjórnun fiskveiða. Samkvæmt því sem fram kom í vefmiðlum í gær, sem höfðu komist yfir eintak af grænbókinni, segir í henni að um þrjátíu prósent allra fiskistofna í lögsögu aðildarríkj- anna sæti svo miklu veiðiálagi að hætta sé á að þeir hrynji. Þar er ennfremur slegið föstu, að þrátt fyrir víðtæka endurskoð- un stefnunnar árið 2002 sé reyndin sú að „ofveiði, of mikil veiðigeta, miklar niðurgreiðslur, lítið efna- hagslegt álagsþol og dvínandi afla- magn“ einkenni veruleikann sem fiskistofnar og útgerðir innan ESB búi við. Áttatíu og átta prósent fiski- stofna í lögsögu ESB-ríkjanna sæta veiðiálagi sem er ekki sjálfbært til lengri tíma litið; með öðrum orðum, veiðiálagið er meira en náttúruleg endurnýjun stofnanna stendur undir. Auk þess segir að meirihluti þess afla sem veiddur er af vissum stofnum, þar á meðal Norðursjávarþorski, sé ókynþroska undirmálsfiskur. Framkvæmdastjórnin kemst að þeirri niðurstöðu að útgerðarmenn stæðu uppi með meiri ávinning með því að draga úr veiðum uns fiskistofnar ná sér aftur á strik – en kerfið sé þannig uppbyggt að skammtímahagnaður sé aðaldrif- kraftur þess. Í flestum strandríkjum ESB er veiðigeta fiskiskipaflotans enn margfalt meiri en nemur sjálfbæru veiðiþoli fiskistofnanna. „Eingöngu með því að koma á jafnvægi milli veiðigetu og veiðiþols getum við komið á sameiginlegri fiskveiði- stefnu sem tryggir félags- og efnahagslegan ávinning til fram- tíðar,“ hefur fréttavefur BBC eftir Utu Bellion, sem stýrir því sviði alþjóðlegu umhverfisverndarsam- takanna Pew sem sinnir málefnum sjávar í ESB. Að beiðni framkvæmdastjórnar ESB hefur sjávarútvegsráðuneyti Íslands tilnefnt Stefán Ásmunds- son í fjölþjóðlega ráðgjafarnefnd sem vinnur að endurskoðun sam- eiginlegu fiskveiðistefnunnar. Hin endurskoðaða stefna á að taka gildi árið 2013. audunn@frettabladid.is Nær þriðjungi fiski- stofna hætt við hruni Í tillögum framkvæmdastjórnar ESB að endurskoðun sameiginlegrar fiskveiði- stefnu sambandsins, sem kynntar verða í dag, segir að 30 prósent fiskistofna í lögsögu aðildarríkjanna sæti alvarlegri ofveiði. Snarminnka verði veiðigetuna. © GRAPHIC NEWS Tillögur um að draga verulega úr veiðigetu Minnka verður til muna veiðigetu fiskiskipaflota ESB-ríkja til að stuðla að endurreisn fiskistofna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svonefndri Grænbók framkvæmda- stjórnar ESB um endurskoðun sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB sem kynnt verður í dag. Fiskveiðifloti ESB Fjöldi skipa: 86.152 Brúttólestir: 1.866.194 Bretland 6.554 205.800 Írland 2.038 69.719 Belgía 100 19.007 Portúgal 8.581 106.560 Malta 1.147 10.902 Ítalía 13.680 196.199 Holland 829 146.773 Danmörk 2.898 73.483 Slóvenía 182 898 Kýpur 1.171 5.392 Grikkland 17.344 88.396 Búlgaría 2.538 8.371 Rúmenía 439 1.735 Litháen 221 50.478 Lettland 832 42.038 Eistland 962 17.447 Finnland 3.233 16.417 Svíþjóð 1.491 41.895 Pólland 832 40.978 Þýskaland 1.812 68.999 Frakkland 7.926 198.671 Spánn 11.342 455.945 Heimild: Framkvæmdastjórn ESB Mynd: Getty Images VINNUMARKAÐUR Atvinnuástandið í fluginu fer snarbatnandi þessa dag- ana. Icelandair hefur ráðið aftur 28 flugmenn úr þeim hópi sem sagt var upp í fyrrahaust. Flestar flug- freyjurnar sem urðu atvinnulaus- ar í nóvember hafa verið ráðnar aftur tímabundið eða fengið loforð um vinnu í sumar. Gengið hefur verið frá samning- um milli Icelandair og Air Finland um leiguflug og færast sjö flug- menn til og fara í leiguflug fyrir Air Finland í fjóra mánuði og skapa þá um leið rými fyrir jafnmarga hér heima. Sex flugmenn hefja síðan störf hjá Icelandair um miðj- an maí og fimmtán í byrjun júní. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður FÍA, segir að ráðning- arnar fari eftir verkefnastöðunni hverju sinni. Flugmenn vonist til að þetta sé allt að koma og fleiri fái vinnu á næstu vikum og mánuðum en „við erum orðnir alvanir þessum sveiflum,“ segir Jóhannes. Ástríður Ingólfsdóttir, varafor- maður Flugfreyjufélags Íslands, segir að verulega hafi ræst úr atvinnuástandi hjá flugfreyja. „Yfir heildina er staðan þannig að flest- ir sem voru í uppsögn síðasta haust hafa fengið tímabundna ráðningu aftur í sumar,“ segir hún. Icelandair hafði sagt upp 133 flugfreyjum og Iceland Express níu. Flugfélag Íslands þurfti ekki að segja neinum upp í haust og lét nægja að ráða ekki nýja. Félagið mun ráða eitthvað af afleysinga- fólki í sumar. - ghs FLUG 28 flugmenn hafa verið endur- ráðnir til Icelandair. Atvinnuástandið fer snarbatnandi hjá flugmönnum og flugfreyjum í sumar: Flugmenn og flugfreyjur endurráðin Andans mál, upplestur og almenn gleði! Menningarhátíð VG Í kvöld, síðasta vetrardag, verður haldin menningarhátíð Vinstri grænna kl. 21.30 í kosningamiðstöð okkar Tryggvagötu 11. Gestir kvöldsins: Bragi Ólafsson Bryndís Björgvinsdóttir Einar Már Guðmundsson Guðrún Eva Mínervudóttir Haukur Már Helgason Ingibjörg Haraldsdóttir Kristín Svava Tómasdóttir Thor Vilhjálmsson Þorsteinn frá Hamri – og að sjálfsögðu frambjóðendur VG. Kynnir kvöldsins Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Léttar veitingar. Allir velkomnir! – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út apríl 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 100 g. 15% afsláttur NICOTINELL tyggjó, Classic og Fruit. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 58 28 0 4 /0 9 Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Hjólafestingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.