Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 42
Háværar raddir voru um það í byrjun árs að fjárfestingarbank- inn Straumur væri að höndla með krónur utan landsteina framhjá gjaldeyrishöftunum með þeim afleiðingum að gengi hennar styrktist ekki líkt og stefnt var að með gjaldeyris- r e g l u n u m . Straumsmenn þrættu fyrir gjörninginn og sögðu bankann þvert á móti laða að erlent fjár- magn í gegnum endurreisnar- sjóðinn Fönix. Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur Straums í byrjun mars, starfsemin er nú lítil sem engin og Fönix heyrir sögunni til. Lítið hefur hins vegar dregið úr falli krónunnar. Gengi hennar er fimmtán prósentum lægra en þegar Straumur var tekinn yfir. 550 3,8 49umsóknir bárust Alcoa-Fjarðaáli um sumar-starf hjá fyrirtækinu. Ráðið verður í sextíu tímabundnar stöður, en umsóknarfrestur um sumarstarf hjá fyrirtækinu rann út um miðja síðustu viku. prósenta lækkun varð á íbúðaverði milli febrúar og marsmánaðar samkvæmt mælingu fasteigna- skrár. Íbúðaverð hefur ekki lækkað jafnmikið milli mánaða síðan byrjað var að reikna vísitölu íbúðaverðs árið 1994. þúsund milljarða króna rýrnun hefur orðið á eignum hundrað ríkustu Rússanna, sam- kvæmt nýbirtum lista Forbes. Eignir þeirra hafa í heimskreppunni rýrnað um 73 pró- sent, eða um 380 milljarða Bandaríkjadala. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Rangur sökudólgur? Áður en Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur Straums í byrjun mars var staða bank- ans almennt talin sterk ef frá voru skildir stórir gjalddagar. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Straumsmenn velti sumir fyrir sér hvort bankinn hafi farið offari í að gera upp lán. Hann hefði ef til vill átt að reyna að sema um viðlíka lánakjör hjá Seðlabankanum vegna endurhverfra viðskipta og VBS og Saga Capital gerðu. Telja sumir að hugsanlega hefði mátt bjarga bankan- um frá þroti með ráðum sem þessum. Ef út í það er farið hefði svo sem margt mátt gera öðruvísi til að forða Íslandi frá e f n a h a g s - hruni ... Hvað ef...? Nærtækasta dæmið í saman- burði við íslensku krónuna hefur verið nýsjálenski dollar- inn, jafnvel þótt Nýsjálendingar séu yfir fjórar milljónir talsins. Þar hefur verið fjárfest í kíví- bréfum, líkt og jöklabréfum hér, og fleiri samlíkingar má draga. Nýja-Sjáland er eyríki og þar er töluverð jarðskjálftavirkni, hverir og eldfjöll. Þá herma nýj- ustu fregnir úr dagblaðinu New Zealand Herald að nýsjálenskur þingmaður hafi nú verið dreg- inn þar fyrir rétt, sakaður um mútur og spillingarmál. Einhver kynni að velta fyrir sér hvort þeir ættu að líta til okkar sem dæmis um það sem koma skal, eða við þeirra. Vilji svo ólík- lega til að einhver hafi fjárfest í nýsjálenskum bönkum ætti sá hinn sami fjárfestir ef til vill að hugsa sinn gang. Eyríkin ekki ósvipuð? Vandaður panill fyrir loft og veggi. Fæst einnig rakaþolinn. Margar breiddir. Mörg viðarútlit. Gott úrval frágangslista. Meister panill kemur með nót og tappa á fjórum hliðum. Passar í öll rými íbúðarinnar. Komið og skoðið úrvalið í sýningarsal okkar að Ármúla 29 Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.