Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 18
18 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Segja má að menn hafi búið sig undir það að Evrópumál- in yrðu kosningamál í næstu kosningum sem fyrirhugað- ar voru til Alþingis árið 2011. Efnahagshrunið breytti hins vegar öllu og boðað var til kosn- inga í vor. Strax eftir hrun nefndi Samfylk- ingin aðild að Evrópusambandinu sem leið Íslendinga úr kreppunni. Ríkisstjórnin hafði ekki á stefnu- skrá að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu, en við breyttar aðstæður þrýsti Samfylkingin á að stjórnin tæki af skarið og sækti um aðild. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði að landsfundur tæki á málunum, en áður en til þess kom sprakk stjórn- in. Nú eru kosningar eftir fjóra daga og Evrópumálin eru aftur komin á dagskrá. Gera má ráð fyrir ákvörð- unum í þeim efnum við stjórnar- myndun. En hver er samþykkt stefna flokkanna í Evrópumálum? Fréttablaðið kynnti sér samþykktir og stefnu framboðanna. Evrópusambandið er svarið Hvað Samfylkinguna varðar ligg- ur afstaðan ljós fyrir. Flokkurinn telur að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu strax að lokn- um kosningum. Niðurstöðu aðildar- samninga eigi síðan að bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er ekki ný stefna hjá flokkn- um, því hann fór í mikla vinnu í málaflokknum sem lauk árið 2002. Efnahagshrunið hefur hins vegar ýtt Evrópumálum ofar á dagskrá hjá flokknum. Á kynningarfundi um stefnu flokksins í vel- ferðar- og atvinnu- málum sagði vara- formaðurinn, Dagur B. Eggertsson, að aðild að Evrópusambandinu væri undir- staða velferðar hér á landi. Samfylkingin lítur þannig á aðild að Evrópusambandinu sem leið þjóðarinnar út úr kreppunni. Því sé brýnt að hefja sem fyrst aðildarviðræður, ástandið verði að laga sem fyrst. „Samfylkingin telur að kost- irnir við aðild séu svo margir og ótvíræðir að sjálfsagt sé að láta reyna á það í samningaviðræðum við sambandið hvort hægt er að ná viðunandi samningum um mála- flokka sem tengjast mikilvægum þjóðarhagsmunum, svo sem stjórn fiskveiða og fyrirkomulagi land- búnaðarmála,“ segir á heimasíðu flokksins. Evra án aðildar Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því á landsfundi flokksins í febrú- ar að aðild að Evrópusamband- inu nú væri þjóðinni til hags- bóta. Hagsmunum hennar væri best borgið utan sam- bandsins. Flokkurinn leggur, reyndar líkt og aðrir flokkar, áherslu á að yfirráð yfir auðlind- um landsins séu tryggð. Í stjórnmálaályktun lands- fundar var einnig samþykkt að flokkurinn vildi verja sjálfstæði Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn slær varnagla þegar kemur að mögu- legum aðildarviðræðum. „Kom- ist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokks- ins að fara skuli fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra mark- miða og samningskrafna. Niður- staða úr hugsanlegum viðræðum við Evrópusambandið skal borin undir þjóðina.“ Flokkurinn telur þannig að bera eigi undir þjóðina hvort sækja eigi um aðild að sambandinu. Niður- staða viðræðna verði síðan einnig borin undir þjóðina. Bjarni Benediktsson formaður hefur kynnt hugmynd flokksins í gjaldeyrismálum. Hún gengur út á það að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að í lok efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins geti Íslendingar tekið upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Tvöföld atkvæðagreiðsla Vinstrihreyfingin grænt framboð er á móti því að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Flokkur- inn telur að hugsanlegir ávinn- ingar af aðild réttlæti ekki fram- sal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar. Þróa eigi samskipti við Evr- ópusambandið um viðskipti og sam- vinnu, meðal annars á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. „Hagsmunir fjár- magns og heimsfyrir- tækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of,“ segir í samþykktum flokks- ins. Hann hafnar þannig beinlínis aðild að sambandinu. Í aðdraganda stjórnarskipta opnaði Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður, hins vegar á það að flokkurinn gæfi eftir í Evr- ópumálum. Það yrði þannig borið undir þjóðina hvort farið yrði í aðildarviðræður. Niðurstaða þeirra viðræðna yrði síðan einnig borin undir þjóðaratkvæði. Steingrímur J. Sigfússon formaður hefur ítrek- að þessa afstöðu flokksins. Vinstri græn eru þannig sam- mála Sjálfstæðisflokknum hvað þetta varðar. Haldin verði tvöföld atkvæðagreiðsla, annars vegar um aðildarviðræður og hins vegar um niðurstöðu þeirra. Viðræður með skilyrðum Framsóknarflokkurinn hefur það á stefnuskránni að farið verði í aðildar viðræður við Evr- ópusambandið. Niður- staða þeirra verði síðan borin undir þjóðina í þjóðar atkvæðagreiðslu. Flokkur inn hefur hins vegar skilgreint nokkur skilyrði sem ekki verði vikið frá í aðildarvið- ræðum. Meðal þeirra skilyrða sem flokkurinn setur eru að ein- hliða úrsagnarréttur sé tryggð- ur, Íslendingar hafi einir veiði- rétt innan fiskveiðilögsögunnar og fiskveiðistjórnun verði innan- ríkismál Íslendinga, fæðuöryggi verði tryggt, viðurkennt að íslensk- ur landbúnaður sé heimskauta- landbúnaður og framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð. Þá vill flokkurinn að Íslendingar hafi varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt þeirra sem hafa lögheimili á Íslandi til að eiga ráð- andi hlut í jörðum og lóðum hér á landi. Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningu við Evrópska seðlabankann þar til evran verði tekin upp og tekið verði tillit til stöðu íslensks efna- hagslífs við umbreytingu peninga- mála. Að lokum telur Framsóknar- flokkurinn að setja eigi ákvæði um varðstöðu um íslenska þjóðmenn- ingu, þjóðtungu og þjóðhætti. Þá verði íslenska viðurkennt sem eitt af opinberum tungumálum sam- bandsins. Engar viðræður Frjálslyndi flokkurinn hafnar aðild að Evrópusambandinu og telur að ekki eigi að sækjast eftir við ræðum við sambandið. Flokkurinn telur brýnasta verkefn- ið nú að endur reisa íslenskan efna- hag á eigin forsendum. Þar muni góð tengsl við vina- og nágranna- þjóðir reynast best. Stefna flokks- ins í utanríkismál- um byggist á því að standa vörð um sjálf- stæði þjóðarinnar og friðsamlega sambúð við aðrar þjóðir. Frambjóðendur flokksins hafa talað gegn því að um of sé einblínt á aðild að Evrópusambandinu sem lausn á þeim vanda sem steðjar að þjóðinni. Fráleitt sé að líta á málið sem kosningamál, enda eigi ákvörðun um það að liggja hjá þjóðinni. Þá telur flokkurinn að við munum búa við íslensku krónuna enn um stund. Viðræður og atkvæðagreiðslu Borgarahreyfingin telur að hefja eigi viðræður við Evr- ópusambandið. Þjóðin fái þannig skilmála sem hún fái að kjósa um. Í stefnuskrá hreyfingar- innar er reyndar ekki minnst á Evrópusambandið. Í svörum sem fulltrúar og frambjóðendur hafa gefið má sjá að hreyfingin vill fara í viðræður. Þá telur hreyfingin nauðsynlegt að taka upp annan gjald- miðil. Borgarahreyfingin er fyrst og fremst með nokkur skýrt afmörkuð kosningamál. Hún hefur það á stefnuskrá sinni að leggja sjálfa sig niður þegar þau nást, eða ljóst verði að ekki verði af því. Almannaþing ráði Lýðræðishreyfingin telur að kanna eigi hvað sé í boði frá Evrópusam- bandinu, hvaða kostir og gall- ar séu við aðild. Einstök atriði verði síðan lögð fyrir þjóðina í gegnum Almannaþing og þjóð- in kveði þannig upp sinn úrskurð um hvort samningurinn sé hagstæður eða ekki. Almannaþing er hug- mynd hreyfingarinnar um rafrænt Alþingi þar sem þjóðin sjálf geti kosið um hin ýmsu mál. Hvað gjaldeyris- málin varðar telur hreyfingin að fá eigi færustu hag- fræðinga heims til landsins og skoða hvaða raunhæfu möguleik- ar eru á að innleiða nýjan gjald- miðil hér á landi. Tafið fyrir aðild? Tilraunir ríkisstjórnarinnar til breytinga á stjórnarskrá á nýyfirstöðnu þingi fóru út um þúfur. Stjórnarskránni var í engu breytt, ekki einu sinni því ákvæði sem kveður á um hvernig henni verði breytt. Það þýðir að um mögulega aðild Íslands að Evr- ópusambandinu gildir það sama og áður; rjúfa þarf þing og nýtt þing að staðfesta þær breytingar sem gera þarf á stjórnarskránni til að aðild verði að veruleika. Velta má fyrir sér hvort það tefur fyrir aðild, verði hún upp á teningnum. Hvort stjórnmálamenn séu tilbúnir til þess að stytta kjör- tímabil sitt annað kjörtímabillið í röð. Eða hvort þetta þýði að aðild geti ekki orðið að veruleika fyrr en eftir að kjörtímabilinu lýkur. Úr því verður ekki skorið hér. Málamiðlun Líkt og sést á þessari umfjöllun eru Samfylkingin, Framsóknar- flokkurinn, Borgarahreyfing- in og Lýðræðishreyfingin á því að fara eigi í aðildarviðræður. Vinstri græn og Sjálfstæðis- flokkurinn vilja að þjóð- in ákveði hvort farið verði í þær viðræður í þjóðar- atkvæðagreiðslu, en telja að landið eigi að standa utan sambandsins. Frjálslyndi flokk- urinn er á móti aðild. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir hyggi á áframhaldandi samstarf, fái þeir umboð til þess frá þjóðinni. Það er því ljóst að málamiðlana er þörf eigi að samrýma stefnu Vinstri grænna og Samfylkingar. Óljóst er hvort Samfylkingin sættir sig við tvöfalda atkvæðagreiðslu sem besta kostinn sem hún nái fram í stjórnarmyndunarviðræðum. Slíkt gæti reynst nauðsynlegt eigi for- ystumenn Vinstri grænna að geta staðið að aðildarviðræðum sem þeir í raun eru á móti. Hvort Evrópumálin verði örlagavaldur næstu stjórnar kemur í ljós innan fárra daga. 2009 Málamiðlun um Evrópumálin Ljóst er að málamiðlunar er þörf í Evrópumálum ætli stjórnarflokkarnir að starfa áfram að loknum kosningum. Framboðin sjö til Alþingis hafa ólíka sýn á málaflokkinn og hvort nú sé rétti tíminn til þess að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. GJALDMIÐILLINN Þeir sem helst tala fyrir Evrópuaðild sjá helsta kostinn í gjaldmiðlinum, evrunni. Evrópusambandið er aftur orðið kosningamál og ef marka má ummæli forystumanna stjórnmálaflokkanna undanfarið er ljóst að ekki bíður auðvelt verk þeirra sem semja eiga um nýja stjórn. NORDICPHOTOS/AFP Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Ferðabox Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.