Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2009 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Hugbúnaðarfyrirtækið Applicon hefur verið útnefnt besti sam- starfsaðili hugbúnaðarrisans SAP á Norðurlöndum. Um er að ræða innra val SAP sem er í samstarfi við fjölda fyrirtækja. Applicon er í eigu Nýherja en starfsmenn fyrirtækisins eru um 220 talsins í fimm löndum. Stærstu starfstöðvarnar eru á Ís- landi og í Danmörku og starfa um 80 manns í hvoru landi. Þá starfar á þriðja tug starfsmanna hjá App- licon í Svíþjóð og 10 í Bretlandi. Yfirlýst markmið Applicon er að verða eitt öflugasta ráðgjafar- fyrirtæki Norður-Evrópu á sviði SAP-hugbúnaðar, en SAP var stofnað árið 1972 og hefur verið leiðandi í þróun á samþættum viðskiptahugbúnaði. Fyrirtækið er eitt umsvifamesta fyrirtæki heims þegar kemur að viðskipta- hugbúnaðarlausnum og þriðji stærsti sjálfstæði hugbúnaðar- framleiðandinn í heiminum. Um 37 þúsund manns starfa hjá SAP í yfir 50 löndum. - óká SAP hampar Applicon FRÁ GULLVOTTUN 2007 Frá staðfestingu á „gullvottun“ Applicon sem samstarfsaðili SAP árið 2007. Per Falck Jensen, frá Applicon A/S, Jens Bager, framkvæmdastjóri hjá SAP A/S, og Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Applicon. Frumtak hefur keypt hlut í birgðastýringarfyrirtækinu AGR - Aðgerðagreiningu fyrir hundrað milljónir króna. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins í sprotafyrirtæki á árinu. Ekki liggur fyrir hversu stór hluturinn er en hann er ár- angurstengdur. Hin fjárfesting Frumtaks fyrir jafn háa upp- hæð var í hugbúnaðarfyrirtæk- inu Trackwell í febrúar. AGR var stofnað árið 1998 í framhaldi af rannsóknarverkefn- um við verkfræðideild Háskóla Íslands og hefur undanfarin ár þróað aðferðir og hugbúnað fyrir alþjóðlegan markað. Helsta afurð AGR er AGR In- ventory Optimiser sem innleitt hefur verið hjá yfir 50 fyrir- tækjum í ellefu löndum. Þróunar- vinna félagsins hefur alfarið farið fram hérlendis í samstarfi við fyrirtæki í vörudreifingu, framleiðslu og verslun. Helstu markaðssvæði AGR eru í Evrópu. Fyrirtækið rekur tvær skrifstofur undir merkjum AGR í Bretlandi og Danmörku. „Sjóðurinn hefur nú sett veru- legar fjárhæðir í tvö fyrirtæki sem eru að vinna að markaðs- setningu erlendis og eiga að skila árangri innan þriggja til fimm ára. Fjárfesting í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þessum flýtir fyrir endur- reisn okkar ef allt gengur eftir,“ segir dr. Eggert Claessen, fram- kvæmdastjóri Frumtaks, sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum sem vænleg þykja til vaxtar og útrásar. - jab EGGERT CLAESSEN Framkvæmdastjóri Frumtaks segist vænta mikils af þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í. MARKAÐURINN/ANTON Frumtak fjárfestir í AGR 100 milljóna króna fjárfesting fyrir hlut sem ekki er vitað hvað verður stór. Þrjú fyrirtæki úr Viðskiptasmiðj- unni – hraðbraut nýrra fyrir- tækja, sem Klak – Nýsköpunar- miðju atvinnulífsins rekur í sam- starfi við Háskólann í Reykjavík og fleiri, voru verðlaunuð á aðal- fundi félagsins á föstudaginn var. Dagurinn markaði jafnframt lok annarar annar fyrirtækjanna í Viðskiptasmiðjunni. Fyrirtækið E-label, sem sér- hæfir sig í klæðnaði og vörum fyrir nútímakonur, hlaut verð- laun fyrir besta árangurinn á fyrstu önn en fyrirtækið hefur á námstímanum gjörbreytt starf- semi sinni, opnað heildsölu í London í Bretlandi og á í samn- ingaviðræðum við stóran dreif- ingaraðila þar í landi. Þá hlaut hugbúnaðarfyrirtækið Trackwell verðlaun fyrir góðan árangur á annarri önn og In Spirit of Ice- land hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi viðskiptaáætl- un og spennandi verkefni. Fyrir- tækið hjálpar einstaklingum að ná hámarksárangri í lífinu og jafnvægi milli líkama, hugar og anda. - jab Þrjú fyrirtæki verðlaunuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.