Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 41

Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 41
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 22. APRÍL 2009 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Hugbúnaðarfyrirtækið Applicon hefur verið útnefnt besti sam- starfsaðili hugbúnaðarrisans SAP á Norðurlöndum. Um er að ræða innra val SAP sem er í samstarfi við fjölda fyrirtækja. Applicon er í eigu Nýherja en starfsmenn fyrirtækisins eru um 220 talsins í fimm löndum. Stærstu starfstöðvarnar eru á Ís- landi og í Danmörku og starfa um 80 manns í hvoru landi. Þá starfar á þriðja tug starfsmanna hjá App- licon í Svíþjóð og 10 í Bretlandi. Yfirlýst markmið Applicon er að verða eitt öflugasta ráðgjafar- fyrirtæki Norður-Evrópu á sviði SAP-hugbúnaðar, en SAP var stofnað árið 1972 og hefur verið leiðandi í þróun á samþættum viðskiptahugbúnaði. Fyrirtækið er eitt umsvifamesta fyrirtæki heims þegar kemur að viðskipta- hugbúnaðarlausnum og þriðji stærsti sjálfstæði hugbúnaðar- framleiðandinn í heiminum. Um 37 þúsund manns starfa hjá SAP í yfir 50 löndum. - óká SAP hampar Applicon FRÁ GULLVOTTUN 2007 Frá staðfestingu á „gullvottun“ Applicon sem samstarfsaðili SAP árið 2007. Per Falck Jensen, frá Applicon A/S, Jens Bager, framkvæmdastjóri hjá SAP A/S, og Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri Applicon. Frumtak hefur keypt hlut í birgðastýringarfyrirtækinu AGR - Aðgerðagreiningu fyrir hundrað milljónir króna. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins í sprotafyrirtæki á árinu. Ekki liggur fyrir hversu stór hluturinn er en hann er ár- angurstengdur. Hin fjárfesting Frumtaks fyrir jafn háa upp- hæð var í hugbúnaðarfyrirtæk- inu Trackwell í febrúar. AGR var stofnað árið 1998 í framhaldi af rannsóknarverkefn- um við verkfræðideild Háskóla Íslands og hefur undanfarin ár þróað aðferðir og hugbúnað fyrir alþjóðlegan markað. Helsta afurð AGR er AGR In- ventory Optimiser sem innleitt hefur verið hjá yfir 50 fyrir- tækjum í ellefu löndum. Þróunar- vinna félagsins hefur alfarið farið fram hérlendis í samstarfi við fyrirtæki í vörudreifingu, framleiðslu og verslun. Helstu markaðssvæði AGR eru í Evrópu. Fyrirtækið rekur tvær skrifstofur undir merkjum AGR í Bretlandi og Danmörku. „Sjóðurinn hefur nú sett veru- legar fjárhæðir í tvö fyrirtæki sem eru að vinna að markaðs- setningu erlendis og eiga að skila árangri innan þriggja til fimm ára. Fjárfesting í litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem þessum flýtir fyrir endur- reisn okkar ef allt gengur eftir,“ segir dr. Eggert Claessen, fram- kvæmdastjóri Frumtaks, sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum sem vænleg þykja til vaxtar og útrásar. - jab EGGERT CLAESSEN Framkvæmdastjóri Frumtaks segist vænta mikils af þeim fyrirtækjum sem sjóðurinn fjárfestir í. MARKAÐURINN/ANTON Frumtak fjárfestir í AGR 100 milljóna króna fjárfesting fyrir hlut sem ekki er vitað hvað verður stór. Þrjú fyrirtæki úr Viðskiptasmiðj- unni – hraðbraut nýrra fyrir- tækja, sem Klak – Nýsköpunar- miðju atvinnulífsins rekur í sam- starfi við Háskólann í Reykjavík og fleiri, voru verðlaunuð á aðal- fundi félagsins á föstudaginn var. Dagurinn markaði jafnframt lok annarar annar fyrirtækjanna í Viðskiptasmiðjunni. Fyrirtækið E-label, sem sér- hæfir sig í klæðnaði og vörum fyrir nútímakonur, hlaut verð- laun fyrir besta árangurinn á fyrstu önn en fyrirtækið hefur á námstímanum gjörbreytt starf- semi sinni, opnað heildsölu í London í Bretlandi og á í samn- ingaviðræðum við stóran dreif- ingaraðila þar í landi. Þá hlaut hugbúnaðarfyrirtækið Trackwell verðlaun fyrir góðan árangur á annarri önn og In Spirit of Ice- land hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi viðskiptaáætl- un og spennandi verkefni. Fyrir- tækið hjálpar einstaklingum að ná hámarksárangri í lífinu og jafnvægi milli líkama, hugar og anda. - jab Þrjú fyrirtæki verðlaunuð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.