Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 6

Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 6
6 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR að með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins“ voru mánaðarlaun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hækkuð um 50%. Þegar vinstri stjórnin tók við 1. febrúar síðastliðinn, var Steingrímur J. Sigfússon þegar búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Hann talar eins og lögin hafi verið sérstakur „ósómi“. Ekki hefur hann þó séð ástæðu til að endurgreiða það sem hann hefur fengið greitt vegna „ósómans“. Vissir þú ... Vefþjóðviljinn STJÓRNMÁL Nítján eru á stofnfé- lagalista áhugamannafélagsins Við erum sammála. Félagið hefur auglýst í dagblöðum og á netinu þar sem fólk er hvatt til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við aðild að Evrópusambandinu. Meðal stofnfélaga eru Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðing- ur, Benedikt Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri CCP, og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins. Enn hefur ekki verið greitt fyrir auglýsingar félagsins, en Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda félagsins, segir að unnið sé að því að afla fjár frá einstaklingum og fyrirtækjum til að greiða kostnað við auglýsing- ar, fundi og vefsíðu. Farið verði eftir sömu viðmiðum og í lögum um stjórnmálaflokka, og fram- lögum hærri en 300 þúsund krón- ur hafnað. Jón segir að æskilegast væri að fá marga smáa styrki frá þeim einstaklingum sem hafi skráð sig á lista á vefsíðunni sammala.is. Þar höfðu um það bil níu þúsund skrifað undir yfirlýsingu um stuðning við aðild að ESB í gær. Jón segir auglýsingar félagsins ekki hugsaðar sem stuðningsyfir- lýsingu við ákveðinn stjórnmála- flokk. Aðild að ESB sé umdeild í öllum flokkum. Pólitískar skoð- anir stofnfélaga félagsins jafnt þeirra sem hafi skráð sig á vef- síðu félagsins séu afar mismun- andi og gangi þvert á flokka. - bj Nítján nöfn eru á lista yfir stofnfélaga í áhugamannafélaginu Við erum sammála: Afla fjár hjá almenningi og fyrirtækjum ÁHERSLUR Sjö þeirra einstaklinga sem styðja málstað áhugamannafélagsins Við erum sammála kynntu afstöðu sína á opnum fundi í Iðnó í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UTANRÍKISMÁL Bresk stjórnvöld hafa sett sér þá stefnu að gera það sem í þeirra valdi stendur til að sjá til þess að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði frágeng- inn innan árs, ef íslensk stjórnvöld tækju ákvörðun um aðildarumsókn. Þetta hefur Ólafur Elíasson, fulltrúi Indefence-hóps- ins, eftir hátt- settum fulltrúa breska utanríkis- ráðuneytisins. Ólafur segir að þegar Indefence- hópurinn afhenti breskri þing- nefnd undir- skriftalistann sem hann safn- aði á heimasíðu sinni til að mót- mæla beitingu breskra hryðju- verkalaga gegn íslenskum bönk- um og stjórn- völdum, hafi þet ta komið fram. Á þeim fundi hafi það komið Indefence-mönnum á óvart að þegar þeir ítrekuðu fordæmingu sína á þessum umdeildu aðgerðum breskra stjórnvalda, hafi þeir full- trúar bresku ríkisstjórnarinnar sem fyrir svörum urðu beint talinu að því hvað Bretar gætu gert til að liðka fyrir inngöngu Íslands í Evr- ópusambandið. Andrew Dalgliesh, yfirmaður stefnumótunarskrifstofu innan breska utanríkisráðuneytis ins um Evrópumál (Head of European Strategy Group), hefði sagt að kæmi fram aðildarumsókn frá Íslandi myndu bresk stjórnvöld gera það sem í þeirra valdi stæði til að sjá til þess að lokið yrði við gerð aðildar- samnings á innan við ári. Í gær fengu svo Indefence-menn í hendur bréf sem Caroline Flint, Evrópumálaráðherra í bresku ríkis stjórninni, skrifaði Austin Mitchell, formanni Íslandstengsla- nefndar breska þingsins, hinn 19. mars síðastliðinn. Bréfið var liður í undirbúningi Mitchells fyrir fund- inn með Indefence-mönnum og er svar við fyrirspurn hans til breska utanríkisráðuneytisins um tengsl Íslands við Evrópusambandið, eink- um að því er varðar sameiginlegu fiskveiðistefnuna. Í bréfinu ítrekar Flint þá áður fram komnu afstöðu bresku stjórn- arinnar, að hún myndi „fagna og styðja sterklega“ ESB-aðildar- umsókn Íslands. Til að svara spurningu Mitchells um sameiginlegu sjávarútvegs- stefnuna sérstaklega nefnir Flint að „aðgangur að fiskimiðum“ yrði væntanlega stórt atriði, og vísar til þeirra tvíhliða samninga sem í gildi eru milli Íslands og ESB um karfa- veiði og veiðar úr öðrum flökku- og deilistofnum. Hún tekur hins vegar fram, að hún sé ekki í aðstöðu til að segja neitt til um það fyrirfram hvað felast myndi í aðildarviðræðum við Ísland á sviði sjávarútvegs- mála. Frá breskum bæjardyrum séð sé það spurning um að „bíða og sjá hvað Íslendingar fara fram á og meta þá hvernig bregðast skuli við með tilliti til breskra hagsmuna.“ audunn@frettabladid.is Bretar sagðir vilja liðka fyrir ESB-aðild Bresk stjórnvöld vilja liðka fyrir því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu, sæki Íslendingar um. Fulltrúar Indefence-hópsins, sem var tjáð þetta á fundi í London, telja Breta vilja með þessu sýna yfirbót vegna beitingar hryðjuverkalaga. FRÁ FUNDINUM Í LONDON Í miðju má sjá þá Andrew Dalgliesh, yfirmann stefnumót- unarskrifstofu innan breska utanríkisráðuneytisins um Evrópumál, og Austin Mitchell, formann Íslandstengslanefndar breska þingsins. MYND/INDEFENCE.IS CAROLINE FLINT ÓLAFUR ELÍASSON MENNTUN „Ég vona að það séu allir af vilja gerðir til að leysa þetta, annars verður bara hrun í tón- skólakennslu í Reykjavík,“ segir Sigurður Sævarsson, formaður Samtaka tónlistarskóla í Reykja- vík. Sigurður segir að skilaboð frá borginni, um tólf prósenta niður- skurð á framlagi til tónlistar- skóla, frá og með 1. janúar þessa árs, komi skólastjórunum í opna skjöldu. „Þetta er niðurskurður aftur í tímann og við getum ekki hagrætt eftir á, ekki nema með því að senda börnin heim,“ segir hann. Sigurður rifjar upp að hinn 14. janúar hafi fulltrúar borgarinnar fundað með skólastjórunum. Þá hafi verið tilkynnt um niðurskurð- inn, en það hafi verið sameiginleg- ur skilningur allra skólastjóra sem sátu fundinn að til niðurskurðar- ins kæmi frá og með 1. september næsta. „Við getum ekki brugðist við fyrr en í september, þegar nýtt skólaár hefst,“ segir Sigurður. Hann segist vongóður um að þetta sé misskilningur. Jafnvel fulltrú- um meirihlutans, sem hann hafi heyrt í, hafi komið þetta á óvart. „Það verður fundur um þetta á föstudaginn og ég er að vona að þar leysist þetta af sjálfu sér,“ segir hann. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra. - kóþ Formaður Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík um niðurskurð aftur í tímann: Varar við hruni í tónlistarkennslu SIGURÐUR SÆVARSSON Segir viðbúið að fjöldi nema þurfi að hverfa frá námi og kennarar missi atvinnu sína, verði framlag til skólanna skorið niður aftur í tímann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN Ertu búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? Já 66% Nei 34% SPURNING DAGSINS Í DAG Eru nafnlausar auglýsingar skaðlegar lýðræðinu? Segðu skoðun þína á Vísi.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.