Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 14
14 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
TÚLÍPANATÍÐ Blómaræktandi í Köln í
Þýskalandi hugar að túlípönum sem
blómstra í regnbogans litum á akri
hans, baðaðir hlýjum geislum megin-
landsvorsólarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK Borgarlögmaður átelur
vinnubrögð samgönguráðuneytis-
ins vegna úttektar þess á því hvort
eðlilega væri staðið að innheimtu
fasteignagjalda í borginni. Sam-
gönguráðuneytið komst að því að
borgin mætti fela sérstökum inn-
heimtuaðila innheimtu fasteigna-
gjalda og fela þeim að setja á gjald
vegna vanskila.
Í minnisblaði borgarlögmanns
til borgarráðs eru vinnubrögð
ráðuneytisins átalin og það sagt
ekki huga að grunnreglum stjórn-
sýsluréttar um rannsóknarskyldu
og andmælarétt. Ráðuneytið hafi
tekið ákvörðun um að taka málið
upp að eigin frumkvæði og ekki
kallað eftir athugasemdum Reykja-
víkurborgar um málið. Þannig hafi
ráðuneytið ekki getað tekið upp-
lýsta ákvörðun, enda hafi það ekki
haft öll gögn um málið.
Rannsóknin sneri einnig að sam-
komulagi borgarráðs við Moment-
um ehf. og Gjaldheimtuna ehf.
Það samkomulag var ekki stað-
fest í borgarstjórn, en ráðuneytið
kemst að því að það hafi ekki verið
nauðsynlegt.
Ráðuneytið gerði hins vegar
athugasemdir við það að skuldara
sé gert að greiða ákveðinn hundr-
aðshluta af höfuðstól í innheimtu-
kostnað. Borgarlögmaður bendir
hins vegar á nýja reglugerð við-
skiptaráðuneytisins og að gjald-
skrá Momentum sé hóflegri en þar
kveður á um. - kóp
Borgarlögmaður átelur vinnubrögð samgönguráðuneytisins:
Innheimta gjalda talin eðlileg
RÁÐHÚS Samgönguráðuneytið telur
samninga við innheimtufyrirtæki um
innheimtu fasteignagjalda eðlilega.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
FINNLAND, AP Dmítrí Medvedev,
forseti Rússlands, er nú í
tveggja daga opinberri heim-
sókn í Finnlandi. Hann hitti
Törju Halonen, forseta Finn-
lands, í gær fyrir utan forseta-
höllina í Helsinki.
Medvedev ætlar að nota heim-
sóknina til að ræða viðskipti,
orku og önnur málefni við
finnska leiðtoga. Medvedev og
Halonen ræddu í gær mörg mál,
þar á meðal fyrirætlanir um
gasleiðslu milli Rússlands og
Þýskalands.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Medvedev kemur til Finnlands.
- ghs
Medvedev í Finnlandi:
Orkumál í
brennidepli
... í nýjum umbúðum
Sama góða CONDIS bragðið ...
LÁTTU OKKUR
LÉTTA ÞÉR BYRÐINA
N1 Þjónustustöðvar
Kerruleiga N1 býður úrval af vönduðum
kerrum. Verðskrá og nánari upplýsingar
er að finna á www.n1.is
3%
3% afsláttur í formi
Safnkortspunkta
Sími 440 1000
TÖKUM NOTUÐ VEL MEÐ FARIN HJÓL UPPÍ NÝ
SKIPTIMARKAÐUR
MEÐ NOTUÐ REIÐHJÓL
19.995
44.995
64.995
BARNAHJÓL
VERÐ FRÁ
EFNAHAGSMÁL Sjálfstæðisflokkurinn
ætlar að skapa skilyrði fyrir tuttugu
þúsund ný störf til dæmis með því að
greiða fyrir orkufrekum iðnaði svo
sem álverum, gagnaverum, álþynnu-
verksmiðju og kísilflöguverksmiðju.
Með þeim aðgerðum ætti afkoma
ríkisins að batna um sextíu millj-
arða. Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi Sjálfstæðisflokksins í gær.
Á fundinum lýsti Bjarni Bene-
diktsson, formaður flokksins, yfir
mikilli furðu á því að Percy Wester-
lund, sendiherra Evrópusam-
bandsins (ESB) gagnvart Íslandi
og Noregi, skyldi blanda sér inn í
stjórnmálaumræðuna hér á landi en
hann blés á hugmyndir sjálfstæðis-
manna á mánudag um að Íslend-
ingar tækju upp evru án þess að
ganga í Evrópusambandið. Stefna
flokksins í gjaldeyrismálum kveð-
ur nefnilega á um að kanna mögu-
leika á upptöku evru í lok efnahags-
áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Íslands og í sátt og samvinnu við
Evrópusambandið.
Tryggvi Þór Herbertsson, sem
skipar annað sæti flokksins í Norð-
austurkjördæmi, sagði að þrátt fyrir
orð Westerlunds væri möguleikinn
fyrir hendi, umræða á alþjóðavett-
vangi væri mikil um það hvort litl-
um löndum í nágrenni stórra gjald-
miðlasvæða yrði gert kleift að taka
upp gjaldmiðilinn á því svæði. Þau
nefndu ekki dæmi um þá umræðu
en sögðu tilhneiginguna vera að
snúast á þessa leið.
Auk Tryggva og Bjarna var Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir,vara-
formaður flokksins, á fundinum og
ítrekuðu þremenningarnir að ekki
stæði til að hækka skatta. Vilja þau
lækka greiðslubyrði heimila tíma-
bundið um fimmtíu prósent, afnema
stimpilgjöld og bjóða langtíma lán
án verðtryggingar. jse@frettabladid.is
Sjálfstæðisflokkur vill greiða fyrir orkufrekum iðnaði:
Ætla að til verði
20 þúsund ný störf
FRÁ FUNDINUM Í GÆR Tryggvi Þór, Bjarni og Þorgerður Katrín kynntu tillögur
Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum í Valhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
■ Afnema stimpilgjöld
■ Virkja skattkerfið til að hvetja
fjárfesta
■ Veita skattafslátt til fyrirtækja sem
ráðast í nýsköpunar- og þróunar
verkefni
■ Gera eigendum og starfsfólki kleift
að eignast hlut í fyrirtækjunum
■ Fjármálafyrirtækjum boðið að færa
húsnæðislán bankanna til Íbúðalána
sjóðs
■ Heimilum boðið að minnka
greiðslubyrði tímabundið um 50
prósent og bjóða þeim óverðtryggð
lán
■ Skapa skilyrði fyrir 20 þúsund ný störf
NOKKRAR TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA