Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. apríl 2009 15
OPNIR KYNNINGARFUNDIR
MEISTARANÁM
Í V I Ð S K I P T A D E I L D H R
ALÞJÓÐLEG SÝN – FRAMSÆKIÐ FÓLK – SKAPANDI UMHVERFI
Viðskiptadeild HR starfar í nánu samstarfi við erlenda háskóla og hefur sterk tengsl við atvinnu-
lífið. Við val á kennurum, sem flestir koma frá þekktum erlendum háskólum, er lögð áhersla á
framúrskarandi fræðilega þekkingu, góða kennsluhæfileika ásamt fjölþættri reynslu úr atvinnu-
lífinu. Markmiðið er að útskrifaðir nemendur verði gerendur, greinendur og gagnrýnendur. Þessu
markmiði er náð með jafnvægi á milli hagnýtra og fræðilegra verkefna í náminu.
• MBA, kl. 12:15 – 13:00
• MSc Í ALÞJÓÐAVIÐSKIPTUM, kl. 16:00
• MSc Í EVRÓPUFRÆÐUM Í SAMSTARFI VIÐ LAGADEILD HR, kl. 16:00
• MSc Í FJÁRMÁLUM FYRIRTÆKJA, kl. 17:00
• MSc Í FJÁRFESTINGARSTJÓRNUN, kl. 17:00
• MSc Í REIKNINGSHALDI OG ENDURSKOÐUN, kl. 17:30
• MSc Í STJÓRNUN REKSTRARBÓKHALDS, kl. 17:30
Nemendur í meistaranáminu verða á staðnum til skrafs og ráðagerða.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Staður: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofu 201
Stund: Miðvikudagurinn 22. apríl kl. 12:15 - 13:00 og 16:00 - 18:30
Viðskiptadeild HR býður til eftirfarandi kynningarfunda í dag:
H Á S K Ó L I N N Í R E Y K J AV Í K
R E Y K J A V I K U N I V E R S I T Y
Rúmur helmingur stærstu fyrirtækja á Íslandi ætlar að ráða í ný störf á þessu ári. Þar af reikna
80% þeirra með að ráða í framtíðarstarf og 70% þeirra ætla að ráða fólk til sumarstarfa. Þetta
kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Atvinnuþjónusta Háskólans í Reykjavík hefur látið gera.
Algengasta fræðasviðið sem fyrirtæki leita nú að er viðskiptafræði (56%).
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti fór á mánudag í
heimsókn í höfuðstöðvar leyniþjón-
ustunnar CIA í Langley í Virginíu.
Hann ávarpaði starfsfólkið og varði
þá ákvörðun sína að birta minnis-
blöð um yfirheyrslur á föngum.
Í minnisblöðunum koma fram
nákvæmar lýsingar á harkalegum
yfirheyrsluaðferðum, þar á meðal
svonefndri vatnsbrettaaðferð, sem
Eric Holder dómsmálaráðherra
hefur kallað pyntingar.
Michael V. Hayden, fyrrum yfir-
maður CIA, hefur gagnrýnt birt-
inguna. Vel komi sér fyrir óvini
Bandaríkjanna að vita hve langt
fangaverðir megi ganga.
Dick Cheney, fyrrverandi vara-
forseti Bandaríkjanna, segir einnig
birtingu minnisblaðanna mistök.
Hann hvetur CIA til að birta önnur
minnisblöð, þar sem fram kemur að
harkalegu aðferðirnar hafi skilað
ótvíræðum árangri.
Obama sagði hins vegar við
starfsfólk CIA að þótt starf þeirra
geti orðið erfiðara með því að neita
sér um að beita óvini pyntingum, þá
eigi það einmitt að vera keppikefli
Bandaríkjanna að framfylgja eigin
hugsjónum, „ekki bara þegar það
er auðvelt, jafnvel þegar við erum
óttaslegin og stöndum frammi fyrir
hættu, ekki aðeins þegar það er
hagkvæmt fyrir okkur.“ - gb
Barack Obama Bandaríkjaforseti ávarpar starfsfólk leyniþjónustu landsins, CIA:
Forsetinn varði birtingu minnisblaða
FORSETINN SPAUGAR Barack Obama lét ýmislegt flakka á fundi með starfsmönnum
CIA. Leon Panetta, yfirmaður leyniþjónustunnar, brosir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SJÁVARÚTVEGUR Heildartekjur
Loðnuvinnslunnar voru 4,4 millj-
arðar í fyrra, 44 prósentum meira
en árið áður. Hagnaður var 1,1
milljarður. Aðalfundur félagsins
var haldinn síðastliðinn föstudag
og var þá gerð grein fyrir þessu.
„Hluti af þessu er veiking krón-
unnar og svo höfum við reyndar
verið heppin með sölu á okkar
afurðum,“ segir Gísli Jónatansson
framkvæmdastjóri. Hann segir þó
þetta ár vera erfitt þar sem loðnu-
vertíð hafi brugðist og skorið hafi
verið niður í kolmunnaveiðum. Að
auki segir hann áform um aftur-
köllun veiðiheimilda setja starf-
semina í uppnám. - jse
Loðnuvinnslan:
Róður herðist
eftir gott ár
FJÖLMIÐLAR Nýr formaður Blaða-
mannafélags Íslands verður kjör-
inn á aðalfundi félagsins í kvöld.
Í kjöri eru Þóra Kristín Ásgeirs-
dóttir, varaformaður félagsins,
og Kristinn Hrafnsson.
Arna Schram, sem gegnt hefur
formennsku í félaginu undanfar-
in fjögur ár, gefur ekki kost á sér
til endurkjörs.
Kristinn og Þóra Kristín munu
kynna áherslumál á fundinum,
sem haldinn verður í húsakynn-
um Blaðamannafélags Íslands.
Sjálfkjörið hefur verið í embætt-
ið frá árinu 2003. - sh
Kosið um formann BÍ:
Þóra Kristín og
Kristján kljást
KRISTINN
HRAFNSSON
ÞÓRA KRISTÍN
ÁSGEIRSDÓTTIR
REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon
vill að borgin leysi til sín lóðir
sem Björgólfsfeðgar eiga í
Reykjavík. Hann hefur boðað til-
löguflutning þess efnis á næsta
borgarstjórnarfundi. Er þar horft
til lóða við Laugaveg þar sem
listaháskóli er fyrirhugaður og
Fríkirkjuveg 11.
Í tilkynningu Ólafs segir að
tilkoma risavaxins Listaskóla
við Laugaveg sé skipulagsslys
sem verði að afstýra. Þá sé mjög
ólíklegt að núverandi eigendur
Fríkirkjuvegar 11 geti staðið
við skuldbindingar sínar. Til að
vernda menningarsöguleg verð-
mæti eigi borgin að innkalla
eignirnar til sín gegn litlu sem
engu gjaldi. - kóp
Ólafur F. Magnússon:
Vill innkalla
lóðir Björgólfa
FRÍKIRKJUVEGUR 11 Ólafur vill að borgin
innkalli húsið til sín sem og lóðir við
Laugaveg þar sem listaháskóli er fyrir-
hugaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fjórir særðust
Fjórir danskir hermenn særðust þegar
bíll þeirra ók yfir vegsprengju í Afgan-
istan á sunnudagsmorguninn. Einn
þeirra særðist alvarlega.
DANMÖRK