Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 20

Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 20
20 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hafiði séð hlekkina sem læsast um ökkla Portúgala þegar þeir staulast til þrælkunarvinnu sinnar á ökrunum í morgunsárið? Hafiði séð blóðrisa bök Svía þegar þeir strita myrkranna á milli í fabrikkunum undir hvössum augum varðmanna með hnúta- svipur? Hafiði séð sultarsvipinn á hinum útjöskuðu aðframkomnu Finnum þegar þeir gjóta löngunarfullir augum í austurátt til hinna frjáls- bornu og feitu nágranna sinna í Rússlandi? Hafiði séð flótta- og skelfingar- svipinn á niðurbrotnum þing- mönnum hinna fornu Breta er þeir tínast í halarófu til að greiða atkvæði eins og glottandi harðleit- ir kommissarar Evrópusambands- ins hafa fyrirlagt? Engin paradís á jörð Ekki það? Hafiði ekki séð neitt af þessu? Það er þá undarlegt, því mjög á þessa lund eru lýsingar andstæðinga Evrópusambandsins á hlutskipti þeirra þjóða sem glap- ist hafa inn í það skelfilega apparat kúgunar og ófrelsis. Þó auðvitað ýki ég svolítið. En nei, auðvitað hafiði ekki séð neitt af þessu. Einfaldlega af því að hræðsluáróðurinn gegn Evrópu- sambandinu er nákvæmlega það – hræðsluáróður og annað ekki. Evrópusambandið er ekki paradís á jörð. Það eru hags- munasamtök sem sýsla með til- tekin atriði í lífinu en láta önnur afskiptalaus. Og ég skal trúa ykkur fyrir því að mér leiðist Evrópusambandið. Drepleiðist. Að fimbulfamba og reglugera Ég vildi svo gjarnan vera laus við að þurfa einu sinni að leiða hug- ann að einhverjum möppudýrum suður í Brussel og hvað þau eru að fimbul famba og reglugera. Og ég vildi líka óska að íslensk stjórnmálaumræða þyrfti ekki að snúast um steingelt ESB-röfl næstu misseri og jafnvel ár. Því við þurfum að gera svo margt. Við þurfum að skapa okkur sið- ferðilegan grunn til að reisa hið nýja samfélag okkar á. Við þurfum að finna leiðir til að útrýma atvinnuleysinu sem allra allra fyrst. Við þurfum að ganga úr skugga um að sanngirni og velferð einkenni samfélagið í ríkari mæli en var síðustu árin. Við þurfum að standa þétt við bak þeirra sem rannsaka jafnt pólitískar sem pen- ingalegar orsakir hrunsins. Við þurfum að taka höndum saman, við þurfum að hjálpast að. Og við þurfum að mála orðið réttlæti á ennið á okkur svo við gleymum því ekki aftur. Við sumt af þessu getur aðild að ESB hjálpað okkur, ef sú aðild hentar okkur þá í heild, en fyrst og fremst verðum við að gera þetta sjálf. Frjálsir til að gera skandala Og það sem mest fer í taugarnar á mér varðandi mögulega aðild að ESB, það er hræðslan. Hræðslan og sannfæringin um að um okkur gildi eitthvað allt annað en alla aðra í Evrópu. Það er ekkert þrælahald í Portú- gal. Verkamenn eru ekki ófrjálsir í Svíþjóð. Hungur ríkir ekki í Finn- landi. Og breskir þingmenn eru nákvæmlega jafn frjálsir að því að gera skandala og þeir hafa alltaf verið. En hér sitjum við og erum svo undur móttækileg fyrir röddum sem vilja telja okkur trú um að um okkur gegni allt öðru máli en aðrar þjóðir Evrópu. Við verðum fátæk, arðrænd, kúguð, fyrirlitin, hædd og smáð ef við göngum til liðs við samtök sem nálega allar aðrar þjóðir Evrópu keppast um að ganga í. Ekki vera svona hrædd Ég ítreka: Evrópusambandið er ekki paradís á jörð. Það gæti meira að segja komið í ljós við aðildarvið- ræður að kostnaður af aðild væri meiri en ávinningurinn. Sá kostn- aður þarf þá reyndar að vera mikill og hár, því ávinningurinn verður óhjákvæmilega eftirsóknar verður – almennilegur gjaldmiðill og stór- aukinn stöðugleiki á alla lund. En látum svo vera, ef kostnaður- inn verður of hár, þá skal ég fyrst- ur manna greiða atkvæði á móti aðild. Lofa því hér með! En það er þvílík fásinna að grípa ekki fyrsta tækifæri til að komast að því hvort aðild að þessum klúbbi geti hentað okkur, að ég get eigin- lega ekki skilið það. Það hlýtur að vera eintómri hræðslu um að kenna, hræðslu við umheiminn stóra. En við þurfum ekki að vera svona hrædd, við höfum ekkert að óttast, það eru engir hlekkir. Höfundur er ritstjóri. ILLUGI JÖKULSSON Í DAG | Hafiði séð hlekkina? Evrópusambandið UMRÆÐAN Árni Páll Árnason skrifar um hug- myndir Sjálfstæðisflokksins um upptöku evru Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á lands- fundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjós- enda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótil- greindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönn- um slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópu- stefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljan- leg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokks- ins: 1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekk- ert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni. 2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hug- myndin í blaðagreininni byggir á að aðildar- ríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina? 3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmeta- kennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðis- manna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður. Flokkur á harðahlaupum ÁRNI PÁLL ÁRNASON Forgangsverkefnin Hún var dökk myndin sem dregin var upp í leiðara Tímans, málgagni Framsóknarflokksins, í gær: „Heimilin eru hvert af öðru að fara í greiðslu- þrot og átján þúsund manns eru án atvinnu í landinu,“ skrifar leiðarahöf- undur, Birkir Jón Jónsson, sem telur að nú sé kominn tími til aðgerða í stað málalenginga. Á sömu opnu er viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins og oddvita á framboðslista í Reykjavík norður, sem gerir meðal annars grein fyrir hvaða mál hann ætlar að setja í forgang: „Ég hef ekki einu sinni náð að sinna tölvupóstinum og á mörg hundruð ósvöruð tölvubréf í pósthólfinu mínu. Það verður forgangsverkefni að bæta úr því strax eftir kosningar,“ segir Sig- mundur Davíð. Aðgerðirnar sem þola enga bið verða því líklega að bíða aðeins lengur ef Framsókn kemst í ríkisstjórn, rétt á meðan formaðurinn grisjar tölvupóstinn. Stóru málin á oddinn Enn um Framsókn. Ungir fram- sóknar menn auglýsa nú á strætóskýlum helstu ástæður fyrir því að fólk eigi að kjósa Framsóknarflokkinn í alþingis- kosningum á laugardag. Ein af ástæðunum sker sig frá öðrum, það er: Lægra verð á getnaðarvörnum. Óákveðnum hlýtur að snarfækka við þetta. Dalalíf Ríkissjónvarpið tók upp innslag fyrir kosningavöku sína á laugardaginn í gær þar sem formenn stjórnmála- flokkanna eru sýndir við hefðbundin landbúnaðarstörf. Jóhanna Sigurðar- dóttir klippti rósir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mjólkaði kýr, Guðjón Arnar Kristjánsson markaði lömb en Steingrímur J. Sigfússon færði rúllur. Bjarna Benediktssyni var hins vegar falið það verk að draga á eftir sér taðdreifara. Þau kunna að nota mynd- málið á RÚV. bergsteinn@frettabladid.is Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 25. apríl 2009. Kjörfundur hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kjörstaðir í Árborg: • Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi • Grunnskólinn á Stokkseyri • Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka Nánari upplýsingar um skiptingu kjósenda á kjörstaði má fi nna á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar www.arborg.is og í Dagskránni og Sunnlenska fréttablaðinu. Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd. Aðsetur yfi rkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi. Sími: 480 5834 Yfi rkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar Auglýsing um kjörfund í alþingiskosningum í Sveitarfélaginu Árborg B jargföst trú Evrópusinna er að hagsmunum Íslands og íslenskra heimila sé best borgið innan Evrópusam- bandsins. Það er ekki nýtilkomin skoðun, sem byggð er á ástandi mála í dag, eftir hrun íslenska efnahagslífsins og íslensku krónunnar, heldur hefur staðan í dag eflt þá skoðun að íslenskum heildarhagsmunum sé betur borgið innan hins evrópska samfélags. Fyrir kosningarnar 2003 og aftur fyrir kosningarnar 2007 var því sorglegt hversu lítið vægi Evrópumálin fengu. Viðkvæðið var að það væri enginn „makker“, enginn mögu- legur meirihluti á þingi fyrir því að skoða Evrópusambandsaðild og því þýddi ekkert að ræða slíkt eða krefjast þess að Evrópumál- in kæmust á dagskrá. Þau komust ekki á dagskrá því þau voru ekki á dagskrá og flokkarnir komust upp með slíkan málflutning. Forsendur þessa breyttust síðasta október. Reyndar hófst breyt- ingin á viðhorfinu mun fyrr síðasta ár, með hruni krónunnar. Krafan um stöðugan gjaldmiðil knúði umræðuna áfram meðal atvinnulífsins og fleiri heimili fundu fyrir því á sínu eigin skinni hve erfitt það er að treysta á hina íslensku krónu, sem minnkaði bara að verðgildi, en samt varð alltaf dýrara og dýrara að fá hana lánaða. Eftir eilítið fum og fuður á landsfundum fyrr á árinu leit út fyrir að enn einar kosningarnar yrði viðkvæðið að ekki væri líklegur Evrópusinnaður meirihluti á þingi og því væru Evrópu- mál ekki á dagskrá. Sem betur fer hafa raddir flestra flokka, með nokkrum hávaða, bent á að slíkur málflutningur gangi ekki í dag; möguleg aðild að Evrópusambandinu sé einfaldlega eitt af brýn- ustu hagsmunamálum kjósenda í dag. Allir flokkar virðast átta sig á þessu í dag, þannig að enginn þeirra er í hatrammri baráttu gegn aðildarviðræðum. Vinstri græn munu ekki standa í vegi fyrir „lýðræðislegum vilja“ og „lýðræðislegum farvegi“. Hvernig svo sem túlka ber þau orð. Sjálfstæðismenn vilja reyna aðrar leiðir fyrst, eins og að taka upp evru einhliða. Þegar búið er að útskýra fyrir þeim nógu oft að slíkt stendur Íslendingum ekki til boða mun flokkurinn mögu- lega hverfa á raunhæfari mið með upptöku evru eftir aðild, líkt og Bjarni Benediktsson talaði um hér í Fréttablaðinu fyrir ekki svo löngu. Þau voru reyndar einkennileg viðbrögð sjálfstæðismanna við því að Evrópusambandið hafnaði þeirri hugmynd að Ísland gæti tekið upp evru í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Einn þing- maður flokksins talaði meira að segja um að sendiherra ESB væri að blanda sér í innanríkismál og kosningabaráttu hér á landi. Það hlýtur að vera einhver misskilningur hjá þingmanninum að Evr- ópusambandið hafi ekkert um það að segja hvaða lönd geti tekið upp gjaldmiðil Evrópusambandsríkja og hver ekki. Að taka upp gjaldmiðil annars ríkis, án þess að það valdi milliríkjadeilu, getur ekki verið innanríkismál. Hvað þá að það geti verið innanflokks- mál. Það er einnig misskilningur hjá hluta flokksins að telja að Evrópuhagsmunirnir felist í því eingöngu að taka upp nýja mynt. Þrátt fyrir þessi villuljós eru Evrópumál loksins komin á dag- skrá sem alvöru kosningamál. Loksins. Evrópumál á hvers manns vörum: Loksins orðið kosningamál SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.