Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 22
22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
Heilbrigðisvísindi
Styrkir til rannsókna í 7. Rannsóknaáætlun ESB
Markmið áætlunarinnar er styrkja rannsóknaverkefni er stuðla að bættri heilsu
íbúa Evrópu og efla samkeppnishæfni heilbrigðisgeirans og fyrirtækja tengdum honum.
Dagskrá:
Heilbrigðisvísindaáætlun 7. Rannsóknaáætlunar ESB
Indriði Benediktsson, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB
Reynsla af þátttöku í samstarfsverkefnum innan heilsu- og lífvísindaáætlana ESB
Prófessor Ingileif Jónsdóttir, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Háskóla Íslands
og Íslenskri erfðagreiningu.
Aðstoð í boði fyrir umsækjendur
Elísabet M Andrésdóttir, alþjóðasviði Rannís
Fundarstjóri
Katrín Valgeirsdóttir, Rannís
Vinsamlegast sendið tilkynningu um þátttöku á netfangið rannis@rannis.is
Boðið verður upp á stutta einstaklingsfundi með Indriða Benediktssyni eftir hádegi.
Áhugasamir geta pantað tíma hjá Rannís í síma 515 5800, eða á rannis@rannis.is.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
2007-2013Kynningarfundur á vegum Rannísföstudaginn 24. apríl
Grand Hótel Reykjavík 9:00-11:00
UMRÆÐAN
Sighvatur Björgvins-
son skrifar um Evr-
ópumál
Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða
allt frá kosningunum
1995 – hafa Íslendingar
þráttað um kost og löst
þess að ganga til aðildarviðræðna
við Evrópusambandið. Umræð-
an hefur ávallt fallið í sama farið.
Skipst hefur verið á gagnkvæm-
um fullyrðingum um hver niður-
staðan yrði. Aldrei hefur mátt
láta á reyna. Aldrei mátt ganga
úr skugga um hvað rétt sé. Bara
gapað upp í vindinn.
Ef öll umræða á Íslandi hefði
verið á þessa bókina lærð hefði
Ísland aldrei gerst aðili að neinu
fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei
tekið þátt í EFTA. Aldrei notið
góðs af EES. Íslenska þjóðin væri
enn að þræta. Enn að skiptast á
gagnkvæmum fullyrðingum. Enn
að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn
getað tekið af skarið.
Sífellt fleirum verður nú ljóst,
að áframhaldandi þráseta og þver-
girðingsháttur mun óhjákvæmi-
lega kosta þjóðina annað áfall,
sem hún mun ekki rísa undir.
Þrætubókarlistin mun reynast
Íslendingum dýrkeyptari en svo
að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki
hægt lengur að drepa málunum á
dreif. Við getum ekki gert okkur
að athlægi erlendis með heimóttar-
skap eins og þeim að ætla að fá
alþjóðastofnanir til þess að ganga
erinda okkar í mörkun peninga-
stefnu, um að taka upp norska
krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi
sem gjaldmiðil. Nógu margir
gera nú grín að íslensku þjóðinni
svo það bætist ekki ofaná að láta
líka hlægja að heimóttarskapnum.
Við verðum að fá að vita
kost og löst, ekki með því
að halda áfram að skiptast
á gagnkvæmum og inni-
haldslitlum fullyrðingum
heldur með því að fá lagt á
borðið hvaða niðurstöðum
við getum náð. Af hverju
má það ekki? Við hvað eru
menn hræddir? Eftir fjór-
tán ár gapandi upp í vind-
inn?
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar vann í lok níunda ára-
tugarins eftirminnilegan sigur á
óðaverðbólgunni með þjóðarsáttar-
samningunum. Alþýðuflokkurinn
sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur
var þeirrar stærðar, að það þurfti
sterk rök fyrir því að halda ekki
því samstarfi áfram eftir kosning-
arnar 1991. Þau sterku rök voru,
að án þess að skipta um ríkis-
stjórn var aðild Íslands að EES
í sjálfheldu og væri það enn. Ef
Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið
því samstarfi lokið hefði Ísland
aldrei hafið samningaviðræður
um aðild að Evrópska efnahags-
svæðinu. Landsmenn væru þá
enn að rífast um hvort leita ætti
slíkra samninga eins og þeir hafa
þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti
að spyrjast fyrir um kjör Íslands
hjá Evrópusambandinu.
Þegar Samfylkingin var stofn-
uð kynnti hún sig sem valkost
við Sjálfstæðisflokkinn. Loks
væri kominn flokkur, sem gæti
náð þeirri stærð að geta axlað
stjórnar forystu í samkeppni við
Sjálfstæðis flokkinn. Annað hvort
Samfylkingin eða Sjálfstæðis-
flokkurinn – um það stæði valið.
Hvaða rök voru þá fyrir því að
ganga til stjórnarsamstarfs við
Sjálfstæðisflokkinn árið 2007?
Sömu rök og réðu valinu eftir
kosningarnar 1991 – að einung-
is þannig gæti Samfylkingin náð
sérstöku baráttumáli sínu í höfn?
Evrópumálunum. Það héldum við
margir. Við héldum að sátt hefði
náðst milli forystumanna um að
leiða það mál til lykta á kjörtíma-
bilinu. Eða voru það meginrökin
að koma bara í veg fyrir að aðrir
aðrir flokkar en Samfylkingin
veldust til stjórnarsetu? Tím-
inn virðist nú hafa svarað þeirri
spurningu. Hvað annað stendur
eftir? Það svar er mér ekki að
skapi. Svo er um fleiri af mínum
félögum.
Samfylkingin stendur ekki leng-
ur nánast ein í afstöðu til Evrópu.
Hún hefur fengið liðsinni atvinnu-
lífsins og samtaka launafólks við
þá stefnu að leita eftir viðræðum
við Evrópusambandið. Allir þessir
aðilar gera sér ljósa grein fyrir því
að það er orðið lífsspursmál fyrir
þjóðina að láta á það reyna strax
hvaða skilmála Íslendingar geta
fengið sæki þeir um aðild að Evr-
ópusambandinu og að þjóðin fái
svo að taka afstöðu til þeirra skil-
mála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef
Samfylkingin ekki situr við sinn
keip, ef hún selur þetta baráttumál
sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir
kosningar þá er aðild sú, sem ég
átti að stofnun hennar, ein mestu
mistök sem ég hef gert á mínum
stjórnmálaferli. Svo einfalt er það.
Svo skýrt.
Höfundur stóð sem formaður
Alþýðuflokksins að stofnun
Samfylkingarinnar.
Nú verða orð að standa!
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
UMRÆÐAN
Jakobína Ingunn
Ólafsdóttir skrifar um
kosningar
Tvær þjóðir búa í dag á Íslandi. Það er ann-
ars vegar litla klíkusam-
félagið sem hefur arðrænt
þjóðina og hins vegar hinir
arðrændu sem horfa fram á neyð ef
ekki er gripið til rótækra ráðstaf-
ana.
Við vöknuðum upp við vondan
draum. Kosningaloforð Sjálfstæðis-
flokks um traust efnahagslíf og lof-
orð Samfylkingar um jöfnuð sner-
ust í andhverfu sína. Í viðskilnaði
þeirra var efnahagslíf í rúst og
ójöfnuður á Íslandi sá mesti í hinum
vestræna heimi.
Ég hitti ríkan mann í gær og
spurði hvað hann ætlaði að kjósa.
„Ég þarf að verja mitt“ sagði hann.
Þannig hugsar sá fámenni hópur
sem lifir í allsnægtum. Þetta er
það sem er honum efst í huga núna.
Þeir flokkar sem hafa verið við völd
síðustu átján ár hafa þegið rausnar-
legar gjafir frá þeim sem kallaðir
hafa verið ýmsum nöfnum, útrásar-
víkingar, kvótagreifar, auðmenn
eða kjölfestufjárfestar. Valdhaf-
arnir sem áttu að þjóna almenn-
ingi gengu erinda auðvaldsins. Þeir
sköpuðu lagaumhverfi sem gerðu
fámennum hópi manna kleift að
ræna almenning, komu upp skil-
virkri vanhæfni í eftirlitsstofn-
unum og spilltu dómsvaldinu með
klíkuráðningum. Framkoma vald-
hafanna var sýndarleikur og tryggð
þeirra við almenning engin. Leyni-
makk, mútuþægni og blekkingar
varð hið viðtekna í stjórnarráðinu.
Það er krafa Frjálslynda flokks-
ins að þjóðin verði leyst undan oki
spilltra stjórnmálamanna. Erfið-
leikarnir sem framundan eru krefj-
ast nýrrar hugsunar. Tryggja þarf
eignarhald þjóðarinnar á auðlind-
unum, t.d. fiskimiðum, fallvötn-
um, jarðvarma, vatnsréttindum
og að arðsemi vegna nýtingu auð-
linda skili sér til þjóðarinn-
ar. Ofríki, forræðishyggja,
höft og einokun hafa drepið
niður frumkvæði, nýsköp-
un, frumkvöðlastarf og
nýliðun í atvinnugreinum.
Bætt lagaumhverfi, afnám
hafta, aukin færni í eftir-
litsstofnunum og sann-
gjörn verðlagning, t.d. á
orku til bænda og smáiðn-
aðar byggir undir frjálsa
atvinnusköpun í byggðum landsins
og eykur atvinnu í þjónustugrein-
um á höfuðborgarsvæðinu. Kjósum
nýtt og óspillt fólk sem vill vinna
fyrir almenning á þing. Gerum nýja
stjórnarskrá sem tryggir aðhald í
stjórnmálum og mannréttindi
borgaranna.
Gríðarlegur niðurskurður hjá
hinu opinbera blasir við. Það verður
að tryggja að þeir sem minna mega
sín, þ.e. börn, aldraðir og öryrkjar
líði ekki fyrir niðurskurðinn. Nýjar
aðstæður krefjast þess að við tökum
afstöðu til þess hvers konar samfé-
lagi við viljum búa í og við verð-
um að vera virkir þátttakendur í
mótun nýs samfélags. Viðskilnað-
ur fyrri ríkisstjórnar er þannig að
það eru ekki til miklir fjármunir
til uppbyggingar. Þess vegna verð-
um við að hugsa hvernig getum við
bætt mannlífið án mikils tilkostnað-
ar og hvernig getum við byggt upp
atvinnulífið án þess að steypa börn-
um okkar í óviðráðanlegar skuldir.
Hagstjórn á Íslandi þarf að miða
að því að gera samfélagið sjálf-
bært um flesta hluti vegna þess að
allur innflutningur eykur erlend-
ar skuldir þjóðarbúsins sem aftur
eykur vaxtaáþján og skuldabyrði
til frambúðar. Þetta vilja þeir sem
lifa í vellystingum ekki skilja og
þetta vilja þeir sem hafa hagnast
af innflutningi ekki sjá að verði að
veruleika vegna þess að hagsmun-
ir þeirra eru ekki með þjóðinni eða
börnum okkar. Frjálslyndi flokkur-
inn er flokkur fólksins.
Höfundur skipar 2. sæti Frjáls-
lynda flokksins í Reykjavík
suður.
Tvær þjóðir í einu landi
JAKOBÍNA INGUNN
ÓLAFSDÓTTIR
Samfylkingin stendur ekki
lengur nánast ein í afstöðu
til Evrópu. Hún hefur fengið
liðsinni atvinnulífsins og sam-
taka launafólks við þá stefnu
að leita eftir viðræðum við
Evrópusambandið.