Fréttablaðið - 22.04.2009, Síða 23
Reynir Kristinsson
Hverjir eiga
að ráða
Evrópuferðinni 6
Frumtak
Keypti fyrir 100
milljónir í AGR
7
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Ársfundur Seðlabankans
Hamfarirnar
í fyrra voru
erfiðar
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
F R É T T I R V I K U N N A R
Miðvikudagur 22. apríl 2009 – 16. tölublað – 5. árgangur
Aukin bjartsýni | Gengi evru
styrktist gagnvart helstu við-
skiptamyntum í gær eftir að
þýska ZEW-væntingarvísitalan
benti til að fjárfestar þar í landi
væru bjartsýnni um horfur í efna-
hagslífi en í fyrri mánuði. Vísital-
an hefur ekki verið jákvæð í tvö
ár.
Lágir stýrivextir | Seðlabankar
Indlands og Svíþjóðar lækkuðu
stýrivexti um fjórðung úr pró-
sentustigi og hafa þeir aldrei
verið lægri. Stýrivextir á Indlandi
eru nú 4,75 prósent en í Svíþjóð
0,5 prósent.
Skoða neyðarsjóðinn | Sérstak-
ur eftirlitsmaður með neyðarsjóði
bandarískra stjórnvalda fyrir þar-
lend fyrirtæki tilkynnti í gær að
hann væri að skoða tuttugu og sex
mál sem tengist sjóðnum og geti
talist brotleg.
Verðbólgan niður | Verðbólga
mældist 2,9 prósent í Bretlandi
í mars. Þetta er 0,3 prósentu-
stiga lækkun frá fyrri mánuði og
skrifast á lækkun á raforkuverði
og eldsneyti. Verðbólgan er eftir
sem áður nokkuð yfir tveggja
prósentustiga verðbólgumörkum
Englandsbanka.
„Flugfélagið er að vinna að því
að tryggja sér flugrekstrarleyfi
í Danmörku vegna þess að Ísland
stendur utan Evrópusambands-
ins,“ segir Jón Karl Ólafsson, for-
stjóri flugfélagsins Primera Air.
Félagið hefur fram til þessa
flogið héðan til Svíþjóðar og
þaðan til Tyrklands. Tyrkir eru
nú í þann mund að loka fyrir þau
félög sem standa utan ESB en
fljúga til landsins frá þriðja landi.
„Við teljum að stjórnvöld í Egypta-
landi og Tyrklandi séu að undir-
búa samninga sem þessa við ESB.
Við verðum ekki sjálfkrafa hluti
af því. Það er vandamál sem við
verðum að bregðast við, annars
lokumst við inni,“ segir Jón Karl.
Hann bætir við að íslensk stjórn-
völd hafi staðið sig vel í samninga-
gerð við önnur ríki. En um leið og
harðnaði í ári hafi allar samninga-
umleitanir orðið erfiðari.
Tvær flugvélar Primera hafa
verið fluttar út og munu þær
fljúga þaðan með farþega til
þeirra landa sem hafa samið með
þessum hætti við ESB.
Um fjögur hundruð manns
vinnur hjá Primera, þar af sjá um
sextíu manns um daglegan rekst-
ur hérlendis. Ekki stendur til að
breyta því. - jab
Gera út frá
Danmörku
Á SKRIFSTOFUNNI Jón Karl Ólafsson var
áður forstjóri Icelandair Group en stýrir nú
Primera Air. MARKAÐURINN/GVA
VIÐSKIPTI
Eitt uppgjör – betri yfi rsýn
Nýttu kosti þess að hafa allt á einum stað.
Hafðu samband við okkur í síma 560 1600
eða tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð
í færsluhirðingu fyrir öll greiðslukortaviðskipti.
Græna
prentsmiðjan
4-5
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Frá því lög um gjaldeyrishöft tóku gildi í lok nóv-
ember síðastliðins hefur sex málum verið vísað til
rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna
gruns um brot á þeim.
Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Mark-
aðarins kemur fram að málin séu enn til skoðun-
ar hjá eftirlitinu.
„Rétt er að taka fram að reglur um íslenska gjald-
miðilinn og gjaldeyrismál heyra undir Seðlabanka
Íslands. Í lögum um gjaldeyrismál númer 87/1992,
samanber lög númer 134/2008 kemur fram að vakni
grunur um brot gegn lögunum skuli Seðlabanki Ís-
lands, eða eftir atvikum lögreglan, tilkynna Fjár-
málaeftirlitinu um það,“ segir í svari FME.
Tekið er fram að ef slíkar rannsóknir eftirlitsins
leiði til þess að grunur um brot sé staðfestur geti
slíkum málum lokið hjá Fjármálaeftirlitinu með
stjórnvaldssektum, með sátt eða með því að Fjár-
málaeftirlitið vísi málum til lögreglu, eða eftir at-
vikum til sérstaks saksóknara.
Áréttað er að brot gegn lögunum og reglum sett-
um á grundvelli þeirra sæti aðeins opinberri rann-
sókn að undangenginni kæru FME til lögreglu.
Í lögunum kemur fram að rúmur refsirammi sé
vegna brota gegn þeim. Þannig geta sektir sem
lagðar eru á einstaklinga numið frá 10 þúsund krón-
um til 20 milljóna króna. Sektir á lögaðila geta
svo numið frá 50 þúsund krónum til 75 milljóna
króna.
„Við ákvörðun sekta skal meðal annars tekið til-
lit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi,
samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ít-
rekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvalds-
sektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins
og eru þær aðfararhæfar,“ segir í lögunum, en sekt-
irnar renna í ríkissjóð.
Greint var frá því í Markaðnum fyrir viku að enn
væru brestir í gjaldeyrishöftunum sem hér hefur
verið komið á, þrátt fyrir að reglur um gjaldeyris-
viðskipti hafi verið hertar í byrjun þessa mánaðar.
Heimildir blaðsins herma að útflytjendur hafi í ein-
hverjum tilvikum samið beint við erlenda eigendur
krónubréfa um eigendaskipti á bréfunum. Opinber
gögn um að eigendaskipti hafi orðið á krónubréfum
liggja þó ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá
Seðlabankanum eru slík viðskipti óheimil.
Svein Harald Øygard seðlabankastjóri upplýsti
á ársfundi bankans síðastliðinn föstudag að Seðla-
bankinn hafi nú hert enn frekar eftirlit sitt með
því að farið sé að settum reglum um gjaldeyrisvið-
skipti. Unnið sé að því að koma á fót í bankanum
nýrri eftirlitseiningu og verið sé að breyta reglum
á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um
meint óleyfileg viðskipti.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði
einnig orð á mikilvægi gjaldeyrishaftanna í ræðu
sinni á ársfundi bankans og kvað lykilatriði að
ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Það er því
ófyrirgefanlegt þegar fyrirtæki og einstaklingar
fara á svig við þær reglur og þau gjaldeyrishöft sem
við höfum neyðst til þess að setja,“ sagði hún.
Sex málum hefur
verið vísað til FME
Fjármálaeftirlitið rannsakar sex mál þar sem grunur leikur á
brotum á lögum um gjaldeyrisviðskipti. Sektir vegna brota
geta numið allt að 20 milljónum króna fyrir einstaklinga.