Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 24
MARKAÐURINN 22. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Algjör ládeyða er á millibanka- markaði og hafa engin viðskipti verið með krónur síðan á fimmtu- dag í síðustu viku. Seðlabankinn hefur þó látið sjá sig á gjaldeyris- markaði annað veifið. Gengisvísi- tala krónunnar hefur sveiflast ná- lægt 221 stigi í vikunni. Dollar kostaði 129,6 krónur um hádegisbil í gær og evra 167,4 krónur. Dollarinn, sem hefur ekki verið dýrari í krónum síðan í byrj- un desember, hefur styrkst um 7,6 prósent gagnvart evru frá ára- mótum. Vísbendingar eru um að sú þróun geti haldið áfram, sam- kvæmt upplýsingum frá gjaldeyr- isborði Íslandsbanka. Krónan hefur ekki verið veik- ari síðan í janúar. - jab Enginn vill krónurnar „Reksturinn er traustur og við höfum gert mikið til að styðja við bakið á verslunum hér,“ segir Helgi M. Magnússon, fram- kvæmdastjóri eignarhaldsfélags Smáralindar. Í uppgjöri félagsins er tekið fram að það uppfylli ekki kröfur lánasamninga um rekstrarhlutföll sem veiti lánardrottnum heim- ild til gjaldfellingar lána. Helgi segir breytingu hlutfallanna mjög litla og skrifast nær alfarið á fall krónunnar. Viðræður um endur- fjármögnun vegna rúmlega 5,3 milljarða króna skuldabréfa á gjalddaga í september gangi vel þótt þeim sé ekki lokið. Endur- fjármögnunin er óháð stöðu fé- lagsins, enda ákveðin fyrir fimm árum þegar lánasamningurinn var gerður, að sögn Helga. Félagið tapaði 4,3 milljörðum króna 2008 samanborið við 155,5 milljóna hagnað 2007. Eigið fé nam 2.145 milljónum króna í lok síðasta árs samanborið við 6.450 milljónir króna ári fyrr þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um rúmt prósent milli ára. Eigin- fjárhlutfallið stóð í um 32 prósent- um í árslok. Mest munar um verðmatsbreyt- ingu sem skilaði neikvæðri af- komu upp á tvo milljarða króna samanborið við 119 milljónir ári fyrr og gengishrun krónunnar sem jók verulega skuldastöðu fé- lagsins í erlendri mynt. - jab Í SMÁRALIND Rekstur Smáralindar er traustur, segir framkvæmdastjóri eignar- haldsfélags verslunarmiðstöðvarinnar. Smáralind vantar 5,3 milljarða Vika Frá ára mót um Alfesca 0,0% -21,4% Bakkavör -5,1% -55,0% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank -3,6% -0,8% Icelandair 0,0% -62,4% Marel 2,2% -34,2% Össur -2,7% -9,0% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 221 Úrvalsvísitalan OMXI6 649*Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn Miðað við almennar verðskrár símafyrirtækja má gera ráð fyrir að dulin verðhækkun felist í breyttri gjaldtöku eftir lengd símtala. Póst- og fjarskipta- stofnun (PFS) vekur athygli á þessu á vef sínum. „Þegar símtal hefst er fyrst tekið upp- hafsgjald. Þá um leið er einnig gjald- fært fyrir lágmarkslengd. Þegar lág- markslengd er liðin er gjaldfært fyrir hvert byrjað tímabil. Tímabil lág- markslengdar og tímabils er táknað í gjaldskrá með tveimur tölum með deilistriki á milli. Til dæmis þýðir tímamælingin 60/10 að lágmarks- lengdin miðast við 60 sekúndur og síðan er gjaldfært fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur eftir það. Notandi sem talar í 62 sekúndur greiðir þannig upphafsgjald, lág- markslengd 60 sekúndur og 10 sek- úndur þar til viðbótar, þó hann hafi einungis notað 2 sekúndur af þess- um 10,“ segir á vef PFS. Bent er á að í mars hafi Síminn breytt tímamælingum sínum úr 60/10 í 60/60 og Vod- afone fari sömu leið í maí. „Samkvæmt þessu nýja fyrirkomulagi við tímamælingu sím- tala er aldrei rukkað fyrir minna en 60 sekúndur og eftir það fyrir hverjar byrjaðar 60 sekúndur, þar sem áður voru hverjar byrj- aðar 10 sekúndur. Það hefur í för með sér að símtöl sem eru lengri en 60 sekúndur munu nú hækka í verði, að öðru óbreyttu,“ segir PFS og bendir á að eftir breytinguna megi gera ráð fyrir að í hverju símtali sé að með- altali greitt fyrir 30 ónotaðar sek- úndur í stað fimm sekúndna áður. „Meðalsímreikningur gæti hækk- að yfir 10 prósent í verði miðað við almenna verðskrá.“ Önnur fyrirtæki en Síminn og Vodafone hafa ekki tilkynnt PFS um breytingar á tímamælingum. Tal hefur notað fyrirkomulagið 60/60 og Nova 30/30. - óká SÍMTÆKI Póst- og fjarskiptastofnun vekur á vef sínum athygli á rétti neyt- enda til að fá endurgjaldslaust sundur- liðun símatala. Á grundvelli slíkra gagna geti þeir svo valið þá áskriftarleið sem hagkvæmust er fyrir þá. Símtöl dýrari eftir breytingar Greitt er fyrir 30 ónotaðar sekúndur. Kostnaðaraukningin er 10 prósent. Óli Kristján Ármannsson skrifar Tap fjármálafyrirtækja vegna alþjóðlegu lausafjár- kreppunnar gæti numið 4,1 þúsundi milljarða Banda- ríkjadala, eða 516 þúsund milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) um fjármálastöðugleika. Horft er til af- skrifta og útlánataps á árunum 2007 til 2010. Í skýrslu AGS kemur fram að fjármálakerfi heims- ins verði áfram undir miklu álagi um leið og fjár- málakreppan dýpki og nái til heimila, fyrirtækja og fjármálakerfa bæði í þróuðum löndum og nýmark- aðsríkjum. „Samdráttur í heimshagkerfinu reynir á efnahagsreikninga banka um leið og eignir halda áfram að rýrna í verði. Þetta ógnar eiginfjárstöðu bankanna og hefur enn frekari fælingarmátt á ný útlán,“ segir í skýrslunni. Bent er á merki um að umfangsmiklar aðgerðir til stuðnings einkafyrirtækjum og opinberir aðgerða- pakkar séu að skila sér í auknu jafnvægi. „Til þess að viðhalda jákvæðri þróun þarf samt að koma til markviss og skilvirk stefnumörkun ríkisstjórna og samhæfing alþjóðlegra aðgerða.“ Með þeim hætti megi byggja á ný upp traust á fjármálafyrirtækjum heimsins og koma á jafnvægi á mörkuðum. „Helsta áskorunin er að rjúfa vítahring minnkandi umsvifa fjármálakerfisins og efnahagssamdráttarins.“ Til þess að koma fjármálakerfinu á ról á ný eru ríki ekki sögð mega hika við að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja með fjárframlagi, jafnvel þótt það þýði yfirtöku ríkisins að hluta eða öllu leyti. Tímabundin aðkoma ríkisins megi þó ekki vera með öðrum formerkjum en að koma til aðstoðar og koma eigi fjármálafyrirtækjunum aftur í einkaeigu jafn- skjótt og auðið verði. Meðal þátta sem fjallað er um í skýrslunni er sam- spil skuldatryggingarálags (e. CDS spread) fjár- málafyrirtækja og þjóðríkja. Eðli skuldatryggingar- álagsins hafi breyst í fyrrahaust þegar ríki tóku í auknum mæli að ábyrgjast stærstu fjármálafyrir- tæki landa sinna. „Á Írlandi lækkaði skuldatrygg- ingarálag banka og nálgaðist álag ríkisins eftir að tilkynnt var um að ríkið gengist í ábyrgðir fyrir bankana. Svipað ferli átti sér stað í Bretlandi.“ Um leið er bent á að ferlið gæti átt sér stað með öfug- um formerkjum sem myndi leiða til vítahrings þar sem hærra skuldatryggingarálag á fjármálafyrir- tæki kallaði á hækkun á álag ríkisins og öfugt. „Í sumum aðstæðum (svo sem á Íslandi) getur þessi vítahringur stigmagnast að því marki að getuleysi ríkisins til að bjóða fullnægjandi tryggingar fyrir bankarekstur landsins leiðir til samhliða áfalla bæði fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins.“ GORDON BROWN OG DOMINIQUE STRAUSS-KAHN For sætis- ráðherra Breta og framkvæmdastjóri Alþjóð agjaldeyrissjóðsins ræðast hér við um leið og þeir ganga inn í ráðstefnusal Excel mi- stöðvarinnar í Lundúnum þar sem G20-fundurinn fór fram í byrjun mánaðarins. MARKAÐURINN/AP Ríkisstjórnir verði djarfari í aðgerðum AGS segir ríkisstjórnir ekki mega hika við að taka yfir fjár- málafyrirtæki. Ísland sagt dæmi um varasaman vítahring. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á beiðni Teymis um heim- ild til nauðasamninga. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningunum. Á hluthafafundi Teymis í fyrra- dag var samþykkt að færa hluta- fá alveg niður úr rétt rúmum þremur milljörðum króna. Jafn- framt var samþykkt að hækka það aftur um fjórar milljónir að nafn- verði. Einkahlutafélögin Endi ehf. og Botn ehf. sem bæði eru í eigu lögfræðiþjónustunnar Fulltingis skrifuðu sig fyrir hlutafénu. - jab Teymi leitar nauðasamninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.