Fréttablaðið - 22.04.2009, Síða 27
AF NETINUEFNI BLAÐSINS
Efnahagsmál
MIÐVIKUDAGUR 22. apríl 2009
Árið í ár verður líklega það versta í sögu alþjóðahag-
kerfisins frá því í síðari heims-
styrjöld en Alþjóðabankinn
býst við tveggja prósenta sam-
drætti. Jafnvel þróunarlönd sem
gerðu allt rétt – og mörkuðu sér
mun skynsamlegri efnahags- og
eftirlitsstefnu en Bandaríkin –
fara ekki varhluta af ástandinu.
Í Kína verður líklega áfram hag-
vöxtur, en í ljósi snarminnkandi
útflutnings verður hann talsvert
undir þeim ellefu til tólf prósent-
um sem hann hefur verið undan-
farið. Að óbreyttu mun kreppan
steypa allt að 200 milljónum til
viðbótar í örbirgð.
Heimurinn leggist á eitt
Alþjóðakreppan krefst alþjóða-
viðspyrnu, en því miður eru við-
brögðin bundin við þjóðríki. Hvert
ríki reynir að ráðast í björgunar-
aðgerðir sem eiga fyrst og fremst
að hafa áhrif á landsvísu en ekki
heimsvísu. Ríki taka mið af eigin
hagkerfi þegar þau meta umfang
björgunaraðgerðanna og huga að
hagvexti og atvinnu heima fyrir.
Þar sem björgunaraðgerðir í
einu ríki koma oft öðrum ríkjum
til góða (sérstaklega smáum og
opnum hagkerfum) er líklegt að
umfang og skipulag aðgerðanna
verði minna og lélegra en annars,
sem er einmitt ástæðan fyrir því
hvers vegna er þörf á samræmd-
um aðgerðum á heimsvísu.
Þetta, ásamt öðru, er boðskapur
Sérfræðinganefndar Sameinuðu
Þjóðanna um heimskreppuna –
sem ég veiti formennsku – sem
kynnti SÞ bráðabirgðaniðurstöður
sínar á dögunum.
Þörf á fleiri lánastofnunum en
AGS
Í skýrslu nefndarinnar er tekið
undir með mörgum ályktunum á
fundi tuttugu stærstu iðnríkjanna,
en lagt til að lengra verði gengið
í málefnum þróunarlanda. Það er
til dæmis almenn sátt um að flest
ríki verði að grípa til björgunar-
aðgerða (skyndilega eru allir
orðnir Keynes-sinnar) en mörg
þróunar lönd hafa ekki tök á að
ráðast í slíkar aðgerðir og alþjóð-
legar lánastofnanir geta ekki
hlaupið undir bagga með þeim.
En til þess að lenda ekki í ann-
arri skuldakreppu þarf að útdeila
vissu magni peninga, jafnvel mjög
miklu, í formi styrkja. Í fortíðinni
hefur slík aðstoð verið háð ítar-
legum „skilmálum“, sem ganga
oft út á niðurskurð og samdrátt
– þvert á það sem við þörfnumst
núna – og þvinga fram afnám á
regluverki og eftirliti, sem er ein-
mitt rót þeirra vandræða sem við
erum í núna. Víða í heiminum er
það álitið smánarlegt að þurfa að
leita á náðir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, af augljósum ástæðum.
Óánægjan er ekki aðeins bundin
við lánþegana heldur einnig mögu-
lega lánardrottna. Í dag er lausa-
fé helst að finna í Asíu og Mið-
Austurlöndum. En hví ættu ríki
í þeim heimshluta að láta fé af
hendi rakna til stofnana þar sem
þau hafa lítið um málin að segja og
hafa oftsinnis keyrt fram stefnu
sem gengur þvert á gildi ríkja í
Asíu og Mið-Austurlöndum?
Margar þær umbætur sem
AGS og Alþjóðabankinn hafa lagt
til – og munu hafa mikil áhrif á
hvernig yfirmenn þessara stofn-
ana eru valdir – virðast loksins
í sjónmáli. En þær taka tíma og
kreppan bíður ekki. Það skiptir
þess vegna sköpum að aðstoð-
in komi víðar að en frá AGS, til
dæmis innanlandsstofnunum.
Hægt er koma nýjum lánastofn-
unum á fót, á forsendum sem
eiga betur við á 21. öldinni. Væri
það gert fljótt og vel (sem ég tel
mögulegt) gætu slíkar stofnanir
orðið mikilvægar í dreifingu
styrkja og fjármagns.
Verndarstefnan blífur
Á fundi tuttugu stærstu iðn-
ríkja heims í nóvember 2008 for-
dæmdu leiðtogar ríkjanna vernd-
arstefnu og skuldbundu sig til að
grípa ekki til slíkra ráðstafana.
Illu heilli leiddi rannsókn Alþjóða-
bankans í ljós að sautján af þess-
um tuttugu ríkjum hafa gripið til
einhvers konar verndarstefnu, til
dæmis Bandaríkin, en í björgunar-
aðgerðum þeirra eru ákvæði um að
leggja áherslu á að kaupa banda-
ríska framleiðslu.
Það er hins vegar alkunna að
niðurgreiðslur og ívilnanir geta
verið allt eins skaðlegar og tollar
– og jafnvel enn ósanngjarnari, því
ríkari ríki hafa frekar efni á þeim
en þau fátæku. Hafi einhvern tím-
ann verið til jafningjagrundvöllur
á hinu alþjóðlega markaðstorgi er
honum ekki lengur fyrir að fara;
hinar gríðarlegu niðurgreiðslur
sem Bandaríkin hafa gripið til
hafa raskað öllu og ekki víst að því
verði snúið við.
Jafnvel fyrirtæki í háþróuðum
iðnríkjum, sem hafa ekki fengið
niðurgreiðslur, eru engu að síður
með ósanngjarnt forskot; þau
geta tekið meiri áhættu en önnur
fyrirtæki, vitandi að ef allt fer á
versta veg verður þeim reddað.
Þær pólit ísku hvatir sem liggja að
baki niður greiðslum og ríkistrygg-
ingum eru vissulega skiljanlegar,
en ríkari löndin verða að átta sig á
afleiðingum gjörða sinna á heims-
vísu og reyna að bæta þróunar-
löndum skaðann á einhvern hátt.
Nýtt gjaldeyrisforðakerfi
Ein af mikilvægustu tillögum sér-
fræðinganefndarinnar er stofnun
alþjóðlegs efnahagsráðs, sem sæi
ekki aðeins um að marka alþjóðlega
efnahagsstefnu heldur líka að meta
yfirvofandi vandamál og koma
auga á gloppur í kerfinu. Eftir því
sem kreppan dýpkar standa mörg
lönd til dæmis frammi fyrir gjald-
þroti. Það eru hins vegar ekki til
nein úrræði til að bregðast við slík-
um vanda málum.
Gjaldeyrisforðakerfi heimsins,
sem byggist á dollaranum, er á
fallandi fæti. Kína hefur lýst yfir
áhyggjum og seðlabankastjóri þar
í landi tekið undir með sérfræð-
inganefndinni um að það sé þörf
á gjaldeyrisforðakerfi í annarri
mynt. Nefndin heldur því fram
að þetta mál – sem Keynes vakti
fyrstur máls á fyrir meira en 75
árum – skipti sköpum fyrir kröft-
uga og stöðuga endurreisn efna-
hagslífsins.
Slíkum umbótum verður ekki
hrint í framkvæmd á einni nóttu.
En þær munu aldrei eiga sér stað
nema við hefjumst handa núna.
©Project Syndicate.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Heimskreppan og þróunarlönd
JOSEPH E. STIGLITZ
prófessor við Col-
umbia-háskóla og
nóbelsverðlaunahafi
í hagfræði
Illu heilli leiddi rannsókn Al-
þjóðabankans í ljós að sautján
af þessum tuttugu ríkjum hafa
gripið til einhvers konar vernd-
arstefnu, til dæmis Bandaríkin, en í björgun-
araðgerðum þeirra eru ákvæði um að leggja
áherslu á að kaupa bandaríska framleiðslu.
Í ESB til að auka
sjálfstæðið
Línan: „við látum ekki embættis-
menn í Brussel stjórna okkur“,
er mjög óheppilega valin. Aðild
Íslands að Evrópusambandinu
snýst nefnilega um það að við
Íslendingar getum haft áhrif á
okkar eigin löggjöf. Eins og stað-
an er nú telur Evrópusambandið
að Ísland taki upp 75% af löggjöf
þeirri sem embættismenn í
Brussel semja. Við höfum nánast
ekkert um okkar eigin mál að
segja. Ef Bjarna er alvara með því
að hann vilji ekki láta „embætt-
ismenn í Brussel stjórna okkur,“
ætti hann að lýsa yfir fylgi við
aðild að Evrópusambandinu.
Árni Snævarr
arni.eyjan.is
Íslenska sérstaðan
Þeir vilja að Ísland verði eina
ríkið í sögu ESB til að sækja um
aðild án þess að hafa þingvilja
fyrir aðild. Þegar þessu ákafafólki
er bent á þá mögulegu mála-
miðlun að hægt væri að komast
fram hjá þessu með því að
ríkisstjórn verði sér úti um beint
umboð með þjóðaratkvæða-
greiðslu - þá þykir það asnalegt
og ómögulegt. Fólkið er víst svo
vitlaust að það myndi ekki skilja
slíkar kosningar. Þess í stað þykir
betra að fara sér-íslenska leið
og gera hlutina öðruvísi en allar
aðrar Evrópuþjóðir.
Stefán Pálsson
kaninka.net/stefan
Lækkum leiguna
Ég talaði í fyrradag við konu sem
á verslunarhúsnæði við Lauga-
veg. Nokkur pláss eru í leigu,
nokkur ekki. En leigan er svo
lág að hún stendur ekki undir
fasteignagjöldum. Þetta er kaldur
veruleiki sem allir verða að skilja.
Þetta eru reyndar líka aðstæður
sem allir leigutakar ættu að geta
nýtt sér, þeir ættu að prófa að
biðja sína leigusala um lækkun
og segja upp óhagstæðum vísi-
tölubundnum leigusamningum.
Salvör Gissurardóttir
salvor.blog.is
Íslenska sérstaðan
Eitthvað er skrítið og ósiðlegt
við, að einn flokkur með rúmt
fjórðungsfylgi ætli að þvinga
fram Evrópuaðild. Auðvitað tekst
slíkt ekki, en frekja og yfirgangur
Evrópusinna Samfylkingarinnar
sker í augu. Hvergi hefur gerzt,
að einn minnihlutaflokkur setji
í gang aðildarferli. Hvergi hefur
gerzt, að einn minnihlutaflokkur
setji það í gang gegn vilja
meirihluta þjóðar. Fyrst verður
Samfylkingin að selja okkur hug-
myndina. Hún hefur ekki einu
sinni selt hugmyndina um við-
ræður, hvað þá um aðild. Slíkur
flokkur er ekki í nokkru standi til
að gera kröfu um Evrópuaðild að
forsendu stjórnarmyndunar.
Jónas Kristjánsson
jonas.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
HÖFUÐSTÖÐVAR GENERAL MOTORS Greinarhöfundur varar við verndarstefnu og niðurgreiðslum á borð við þær sem bandarísk
stjórnvöld hafa gripið til, til dæmis gagnvart bílaframleiðendum. NORDICPHOTOS/AFP