Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 28

Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 28
 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR2 Verðtrygging Tveir hagfræðingar, Gunnar Tómasson og Guðmundur Ólafsson, hafa skipst á skemmti- legum andskotum um verðtrygg- inguna og leyfi ég mér að bæta þar einum við. Þegar verðtryggingin var samþykkt á Alþingi, fyrir þrjá- tíu árum, stóð valið milli þess að stjórnmálamenn hættu afskipt- um sínum af vöxtum og gæfu þá frjálsa eða tækju upp verðtrygg- ingu. Stjórnmálamennirnir voru greinilega ekki tilbúnir til þess að gefa eftir af áhrifum sínum og því varð niðurstaðan það snjall- ræði að innleiða verðtryggingu fjármagns. Þar með hófust líklega þau mestu og afdrifaríkustu ríkis- afskipti af peningamálum sem þekkst hafa utan hins kommún- íska hagkerfis tuttugustu aldar. Frá árinu 1980 hafa tveir gjald- miðlar verið í notkun á Íslandi – verðtryggð og óverðtryggð króna. Þeir sem nota verðtryggðu krón- una eru þeir sem hafa átt og lánað peninga. Þeir sem hafa tekið verðtryggðu krónurnar að láni hafa hins vegar þurft að greiða með óverðtryggðri krónu. Á þrjátíu ára tímabili verð- tryggðrar krónu hefur sú óverð- tryggða tapað 3.250% af kaup- mætti sínum! Þetta misræmi milli verðtryggðrar og óverðtryggðrar krónu hefur líklega leitt til mestu og grímulausustu eignatilfærslu Íslandssögunnar. Það þekkist trúlega hvergi í heiminum að ríkisvaldið hafi með jafn umfangsmiklum hætti bein afskipti af kaupmætti lánsfjár- magns og hér á landi. Hvernig í ósköpunum er líka hægt að rétt- læta það með skynsemisrökum að eingöngu peningar sem eru lánað- ir skuli verðtryggðir en ekki þeir sem notaðir eru til þess að greiða lánið? Það er einfaldlega ekki hægt og því verður að leita skýr- inga í pólitískum hagsmunum. Ríkið, sem er stærsti útgefandi verðtryggðra pappíra, ákveður með stuðningi Alþingis að tryggja í bak og fyrir þá sem vilja lána því peninga, þeir sem borga eru nefnilega alltaf þeir sömu – skatt- greiðendur! Aðferðin við að mæla verðbæt- ur lánsfjármagns er svo kapítuli út af fyrir sig. Reiknilíkönum er beitt til þess að reikna út hinar aðskiljanlegustu vísitölur til verð- bóta, allt eftir því hvað er vinsæl- ast eða hentugast á hverjum tíma. Fjörlegt ímyndunarafl ræður svo samsetningunni og heitinu á þess- um verðbótaútreikningum, svo sem vísitala neysluverðs eða láns- kjaravísitala eða vísitala greiðslu- jöfnunar, sem er sú nýjasta. Einhverjir hafa haldið því fram að enginn muni lána okkur peninga nema að þeir séu verðtryggðir. Þetta er eins rangt og það getur verið. Það er alltaf hægt að fá lán- aða peninga í frjálsum hagkerfum. (Ástæðan fyrir því að ekkert fæst lánað á Íslandi í dag hefur ekk- ert með verðtryggingu að gera, eins og flestir væntanlega vita). Þá segja fræðin að raunvextir, en það eru vextir umfram verðbólgu, séu alltaf hærri á óverðtryggðum lánum en verðtryggðum. Þessi kenning stenst ekki þrjátíu ára reynslu okkar Íslendinga. Fyrstu tíu ár verðtryggingarinnar (þeim sem Guðmundur Ólafsson sleppir í sínum pistli) voru verðtryggðir raunvextir 5,6 prósentustigum hærri en óverðtryggðir! Skemmti- legust er þó hrossakenning Guð- mundar en hún er á þá leið að láni Guðmundur mér tíu hross, vilji hann fá þau aftur til baka. Ég get fullvissað Guðmund um að hann fengi þau öll aftur, þó að ég sé honum ósammála um verðtrygg- inguna. Hins vegar gæti ég ekki lofað honum að hann myndi geta gert það sama við peningaseðil sem hann lánaði mér, þrátt fyrir að pappírinn væri prentaður af Seðlabanka Íslands. Höfundur hefur áður fjallað um verðtryggingu og gefur út frítt fréttabréf um fjármál heimil- anna á www.spara.is. Andskotarnir og verðtryggingin INGÓLFUR H. INGÓLFSSON félagsfræðingur Málefnaleg fátækt hefur ríkt í umræðu um nýsköpun hér á landi í aðdraganda þessara kosn- inga. Þó eru tækifærin fjölmörg. Nægir þar að nefna ný tækifæri á sviði heilbrigðisþjónustu. Í byrj- un apríl var kynnt skýrsla rituð af dr. Vilhjálmi Lúðvíkssyni sem ber yfirskriftina „Heilsa og hag- sæld með nýsköpun“. Hana má finna á vef Rannís, www.rann- is.is. Þar kemur fram að helstu fram- farir samtímans felast í því að þekking úr meginstraumum vís- inda- og tækniþróunar sameinast og til verða nýir möguleikar sem ekkert þekkingarsvið gat skapað eitt og sér. Þetta á sérstaklega vel við um nýjungar á sviði heilbrigðis- þjónustu þar sem samruni þekk- ingar á sviði líf- og læknavísinda, upplýsingatækni, efnistækni og ýmissa greina verkfræði skapar um þessar mundir frjósama upp- sprettu nýjunga og nýsköpunar. Þekkingarlegar aðstæður hér á landi virðast hagstæðar til að slíkt samspil þekkingarsviða geti skilað áhugaverðum nýjung- um. Með samtengingu upplýs- ingatækni og nýrrar þekkingar í erfðalæknisfræði og kerfislíf- fræði er lagður grunnur að betri árangri í hefðbundnum lækn- ingum með tilkomu heildstæðra þekkingarbrunna á hinum ýmsu sérgreinasviðum heilbrigðis- vísinda sem byggjast á hrað- virkri vinnslu mikils magns upp- lýsinga. Allmörg íslensk fyrirtæki starfa á sviði mannerfða- og læknisfræði, upplýsingatækni, líftækni, efnistækni, lyfjafræði og stoðtækjagerðar og í nánum tengslum við sérfræðinga í heil- brigðisvísindum. Hér eru mikil tækifæri til nýsköpunar í þágu heilbrigðisþjónustu með alþjóð- lega markaðsmöguleika. Tillögur hafa komið fram um að: • Stjórnvöld marki stefnu um að efla nýsköpun á grundvelli samvinnu milli opinberra aðila innan heilbrigðisgeirans og fyrir- tækja sem tengjast þekkingar- lega þessum fyrirferðarmikla þjónustugeira. • Sett verði sérstök lög um raf- rænar sjúkraskrár er heimili aðgang og greiða samtengingu sjúkraskráa einstaklinga til að auka öryggi sjúklinga þegar þeir leita til heilbrigðisstofnana. • Hlutverk Landspítala verði endurskoðað þannig að það styðji betur við rannsóknir og nýsköp- un. • Stofnaðir verði sem fyrst tækni- og vísindagarðar með til- heyrandi þjónustu fyrir sprota- fyrirtæki sem tengjast heilbrigð- isgeiranum. • Við undirbúning að bygg- ingu nýs tæknivædds sjúkrahús verði íslenskum fyrirtækjum gefið tækifæri til að þróa nýjar tæknilegar lausnir í samvinnu við starfslið heilbrigðiskerfisins með alþjóðlega markaðsmöguleika að leiðarljósi. Að auki eru tillögur um að stutt verði við rannsóknir og nýsköpun á Íslandi þannig að: • Sett verði lög um heimild til skattafrádráttar vegna kaupa fjárfesta á hlutafé í sprotafyrir- tækjum með hliðstæðum hætti og áður giltu um hlutafjárkaup almennings. • Tekin verði upp heimild til aukafrádráttar frá skatti vegna kostnaðar fyrirtækja af fjárfest- ingu í rannsóknum og þróunar- starfi og heimild til endurgreiðslu í formi neikvæðrar skattgreiðslu á meðan fyrirtæki eru ekki rekin með hagnaði. Erum við tilbúin að nýta okkur þessi tækifæri til nýsköpunar? Ný tækifæri í nýsköpun Nýsköpun SVANA HELEN BJÖRNSDÓTTIR verkfræðingur og forstjóri Stika Með samtengingu upplýsinga- tækni og nýrrar þekkingar í erfðalæknisfræði og kerfislíf- fræði er lagður grunnur að betri árangri í hefðbundnum lækningum ... Stjórnmálamennirnir voru greinilega ekki tilbúnir til þess að gefa eftir af áhrifum sínum og því varð niðurstaðan það snjallræði að innleiða verðtryggingu fjármagns. €UROBOXX Fyrirtækja þjónusta PÖNTUNARSÍMI 550 4111 Færanlegur mynt- bakki með átta hólfum sem heldur allt að €233.90. Svampur í loki heldur €vrunum föstum við flutning. Færanlegur €vrubakki með fjórum hólfum auðveldar samantekt seðla. Skýrar merkingar og víxlraðað mynthólf auðvelda talningu og samantekt á €vrunum. Merkingar auðvelda samantekt mynthólka. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT EYRARVEGI 21 SELFOSSI - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK FRÁBÆR TILBOÐ TILBOÐ FULLT VERÐ 139.995 104.995 TILBOÐ FULLT VERÐ 99.995 59.995 Toshiba 32AV500PG 32” LCD breiðtjald með 1366x768 upplausn, Progressive Scan, 20.000:1 dýnamískri skerpu, Active Vision LCD ofl. Toshiba 19DV550PG 19” LCD Sjónvarp með innb. DVD spilara, HD-READY, 1440x900 punkta upplausn, 1000:1 skerpu, Nicam Stereo DTS hljóðkerfi, Analog mót- takara, HDMI, Component, Composite og Analog Audio, Scart og PC(VGA, S-Video og heyrnatólstengi. 19 TOMMUR MEÐ DVD SPILARA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.