Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 22. apríl 2009 3 Minjasafnið á Akureyri slær á morgun upp fjölskylduhátíð í tilefni sumardagsins fyrsta, sem bæjarbúar jafnt sem aðkomu- fólk ætti að geta notið. „Við ætlum að fagna sumar- komunni, en kannski hefur aldrei verið meiri þörf á því en eftir þennan erfiða vetur,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, þar sem sannkölluð fjölskyldustemn- ing mun ríkja á morgun, sumar- daginn fyrsta. Blásarasveit Tón- listarskólans á Akureyri blæs sumarið inn með lúðraþyt og bæj- arstjórinn, Sigrún Björk Jakobs- dóttir, veitir fyrirtækinu Rafeyri sérstakar þakkir fyrir hjartalaga tákn í Vaðlaheiðinni, sem hefur yljað bæjarbúum um hjartarætur í vetur. „Þá ætlum við að veita börnum færi á því að ganga til kosninga. Öll gögn verða fyrir hendi og tvær kjördeildir á staðnum, fyrir sjö ára börn og yngri og átta til sautján ára,“ segir Haraldur og bætir hlæjandi við að ekki sé þó um hefð- bundnar kosningar að ræða; þær snúist ekki um stjórnmál heldur verði kosið um yfirskrift á sumar- sýningu safnsins sem helguð er lífi barna. Þá munu útileikir skipa vegleg- an sess á hátíðinni og að auki gefst börnum færi á að fara í hestvagna- ferð og mála sjálfsmyndir, sem verða síðan settar upp á safninu í tilefni af deginum. Lummuangan og kakóilmur munu fylla vit gesta og gangandi og verða veitingarn- ar reiddar fram í boði Stoðvina safnsins. Dagskráin hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 16. Nánar á www.akureyri.is. - rve ÍT Ferðir býður upp á ferð á Knattspyrnuskóla Bobby Charlton í Englandi 31. júlí til 10. ágúst. „Þegar hafa 75 ungmenni skráð sig í ferðina og því um tuttugu sæti laus,“ segir Hörður Hilmarsson, framkvæmdastjóri ÍT Ferða, og bætir við að slíkar ferðir séu vin- sælar fermingargjafir. „Nú þegar fótboltaliðin ferðast minna hefur orðið meira um að einstaklingar og vinahópar taki sig saman og fari í slíka ferð,“ segir Hörður. ÍT Ferðir hafa boðið upp á þessar ferðir frá árinu 2001 en íslensk ungmenni hafa sótt þessi námskeið frá árinu 1994. „Krakkarnir æfa þarna fótbolta tvisvar til þrisvar á dag við bestu aðstæður. Svo fara þau að skoða einhvern af völlum stóru félag- anna, Anfield eða Old Trafford, og fara á einn fótboltaleik,“ útskýrir Hörður en krakkarnir fá að auki fræðslu um mataræði og sálfræði íþróttanna. Hörður segir ferðina bæði henta fyrir stráka og stelpur enda sé hlutfall kynjanna nokkuð jafnt meðal þeirra ungmenna sem þegar hafa skráð sig. Ferðin á vegum ÍT Ferða verður farin dagana 31. júlí til 10. ágúst en námskeiðið er fyrir stelpur og stráka á aldrinum þrettán til sautj- án ára. Líkt og undanfarin ár verða tvær „fótboltamömmur“ með í för. Þær Anna og Hanna sem fylgt hafa hópunum við góðan orðstír. Nánari upplýsingar um ferðirn- ar er að finna á vefsíðunni www. itferdir.is. - sg Fótboltaskóli fyrir stelpur og stráka Krakkarnir fá að æfa fótbolta við bestu aðstæður og að auki fræðslu um matarræði og sálfræði íþróttanna. MYND/ÚR EINKASAFNI Börnum gefinn kostur á að kjósa Víst er ástæða fyrir orðinu far- angur þar sem þungar tösk- ur geta svo sannarlega angrað mann. Hér á eftir fara nokk- ur góð ráð til að pakka létt og rétt. Sniðugt er að breiða úr öllu sem taka skal með í ferðina á rúmið eða stofugólfið. Þannig fæst góð yfirsýn yfir hlutina og auðveldara verður að tína í burtu óþarfa. Hugsaðu um hvers þú getur verið án í stað þess að hugsa um hvað gæti komið sér vel. Veltu líka fyrir þér hvaða vörur þú getur keypt á ferða- laginu. Svitalyktareyðir og hár- sápa fást til dæmis víða. Pakkið fyrir bestu hugsanlegu aðstæður, ekki þær verstu. Yfir- leitt má redda sér ef eitthvað kemur upp á. Sniðugt getur verið að pakka fatnaði í lofttæmdar umbúðir sem fást til dæmis í Rúm- fatalagernum og þannig verður umfang þeirra mun minna auk þess sem þau blotna ekki á leiðinni og krumpast síður. Ef farið er á framandi slóðir getur myndast raki í ferðatöskunni sem bleytir innihaldið. Annars er gott að hafa sem minnst af fatnaði meðferðis og þvo þá frekar á leiðinni. Gott er að velja dökkan og léttan fatnað sem þornar auðveldlega og heldur sér vel. Á ferðamannatímanum er víða umburðarlyndi gagnvart afslapp- aðri klæðaburði, til dæmis á tón- leikum og sýningum. Ef þið kaup- ið fatnað eða aðra hluti á ferðum ykkar má oft minnka umfangið með því að henda umbúðum og merkimiðum. Ef ferðast er með bakpoka er sniðugt að fylla hann ein- ungis að tveimur þriðju svo að pláss sé fyrir nesti og minjagripi. Síðan er ágætis ráð að prófa að ganga með pokann og sjá hvort hann sé nokkuð of þungur. hrefna@frettabladid.is Að pakka létt og rétt Á ferðalögum er síst til góða að burðast með þungar og fyrirferðarmiklar töskur. Fínn mælikvarði á hversu vant fólk er að ferðast er hversu vel því tekst að komast af með sem minnstan og léttastan farangur. Ekki borgar sig að ferðast með of mikinn farangur þar sem það getur verið lýjandi. Ýmislegt verður í boði fyrir fjölskyldur á hátíð Minjasafnsins á Akureyri á morgun: Hestvagnaferðir, listsköpun, útileikir og margt fleira. MYND/ÚR EINKASAFNI Í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a Grindavík, sumardaginn fyrsta 23. apríl frá kl. 15-17 Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi á Grænlandi fjallar um hreindýr á Grænlandi og í Noregi. Stefán er mikill ævintýramaður. Hann hefur búið á Grænlandi í mörg ár og rekur þar stórt hreindýrabú. Hér er því um einstakt tækifæri að fræðast um hreindýr og hreindýrabúskap. Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja mun fjalla um sögu hreindýra á Reykjanesskaga. Hugmyndir eru um að koma upp hreindýrastofni á Reykjanesskaga. Vonandi verða fjörugar umræður á eftir. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir. Í Salthúsinu, veitingahúsi er boðið upp á hreindýrasteik á góðu verði, sjá www.salthusid.is Þjóðháttakynningin er liður í menningar- og viðburðadagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar ´09. Athugið að um breytta dagsetningu er að ræða 23. apríl í stað 2. maí sjá viðburðadagskrá á www.grindavik.is Nánari upplýsingar gefur Sigrún Jónsd. Franklín, verkefnastjóri • gsm 6918828 • sjf@internet.is www.sjfmenningarmidlun.is Þjóðháttakynning, hreindýrabúskapur Njótum góðra stunda... Grindavík... góður bær!Aug l. - S ta p a p re n t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.