Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 37
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003
UNGT, BLINT OG
SJÓNSKERT FÓLK
Samfélag, sjálf og skóli
Hvernig tekst ungt, blint og
sjónskert fólk á við daglegt líf í
samfélagi sem gerir ráð fyrir að
allir hafi fulla sjón? Í þessari bók
er kynnt fyrsta íslenska rannsóknin
sem leitar svara við þeirri spurn-
ingu. Bókin byggist á rannsókn Helgu Einarsdóttur með
blindu og sjónskertu fólki á aldrinum 16 til 26 ára á því
að vera „öðruvísi“ í íslensku samfélagi. Bókin veitir
einstaka innsýn í veröld þeirra. Í umfjöllun sinni
samþættir Helga persónulega, faglega og fræðilega
þekkingu, innblásin af baráttuanda fyrir jafnrétti,
mannréttindum og samfélagsþátttöku blinds og
sjónskerts fólks.
Helga Einarsdóttir
Kilja. 128 bls.
ÚTLENDINGURINN
Tvímála útgáfa
Skáldsagan Útlendingurinn eftir
Albert Camus kom fyrst út í
Frakklandi árið 1942. Þar segir frá
skrifstofumanninum Meursault sem
fær sér kaffi og sígarettu við kistu
látinnar móður sinnar vegna þess að
honum þykir kaffi gott og langar
að reykja. Við jarðarförina er hann þjakaður af hita og
brennandi sól en finnur ekki til sorgar. Þegar hann
verður svo manni að bana í óbærilegu sólskini er hann
dæmdur fyrir að hafa jarðað móður sína með hjarta
glæpamanns. Þetta fræga skáldverk kemur hér út í nýrri
þýðingu Ásdísar R. Magnúsdóttur ásamt eftirmála um
höfundinn og verk hans.
Ásdís R. Magnúsdóttir þýddi
Kilja. 360 bls.
ÁSTIN Á TÍMUM ÖMMU
OG AFA
Bréf og dagbækur Bjarna
Jónassonar – kennara,
sveitarhöfðingja og samvinnumanns
í Húnaþingi á öndverðri 20. öld
Ástarsaga hjóna rakin í gegnum
fjölda bréfa Bjarna til Önnu konu
sinnar og dagbækur hans frá árunum
1908-1926. Bréf Bjarna og dagbækur segja ekki aðeins
sögu þeirra hjóna heldur draga einnig upp lifandi mynd
af lífi alþýðufólks til sveita og íslensku samfélagi þess
tíma.
Anna Hinriksdóttir
Kilja. 220 bls.
S ý n i s b ó kí s l e n s k r a ra l þ ý ð u m e n n i n g a r
14
A N N A H I N R I K S D Ó T T I R
[ B r é f o gd a g b æ k u rB j a r n a J ó n a s s o n a rk e n n a r a ,s v e i t a r h ö f ð i n g j ao g s a m v i n n u m a n n sí H ú n a þ i n g i áö n d v e r ð r i 2 0 . ö l d ]
ÁSTIN
Á TÍMUM
Ö M M U OGAFA
ÚTLENDINGURINN
L’Étranger
Tvímála útgáfa á íslensku og frönskuÍslensk þýðing: Ásdís R. Magnúsdóttir
Albert Camus
V Æ N T A N L E G A R B Æ K U R
HVAÐ ERU VÍSINDI
Í bókinni er fjallað um svör við
ýmsum áleitnum spurningum
um vísindi: Eru vísindi
skynsamleg? Ef þau eru það,
hvað gerir þau skynsamlegri en
aðra starfsemi mannsins. Hvað
merkir að eitthvað sé "vísindalega
sannað"? Hvað gerir eina
vísindakenningu "betri" en aðra? Einnig er rætt um ýmis
lykilhugtök vísindaheimspeki, eins og skýringar, líkur,
tilleiðslu og kenningar. Þá er gerð grein fyrir helstu
kenningum nokkurra merkustu vísindaheimspekinga 20.
og 21. aldar eins og Rudolfs Carnap, Karls Popper,
Thomas S. Kuhn, Pauls K. Feyerabend, Imre Lakatos,
Larry Laudan og Joseph Sneed. Höfundur er prófessor í
heimspeki við Háskóla Íslands.
Erlendur Jónsson
Kilja. 242 bls.
LEGENDS & LANDSCAPE
Í seinni tíð hafa sjónir beinst í
síauknum mæli að
sviði þjóðsagna í fortíð og nútíð og
þeim upplýsingum sem þær veita
um sagnafólkið, það samfélag sem
það bjó í, viðhorf þeirra og umhverfi
þess. Bók þessi er samantekt erinda
sem flutt voru á fimmtu
ráðstefnununni um þjóðfræði kelta, norrænna manna og
eystrasaltslanda, sem haldin var í Reykjavík árið 2005 og
veitir mikilvæga sýn á hvernig fræðimenn nálgast
viðfangsefnið í nútímanum. Hér er að finna framlag
margra fremstu fræðimanna á sviðinu frá Írlandi,
Bretlandi, Norðurlöndum, Eistlandi og Bandaríkjunum.
Hér er drepið á margvísleg viðfangsefni þjóðsagna, allt
frá kenningum og virkni til sögulegrar og
félagslegrar greiningar, hefðbundnar rannsóknir
einstakra tilfella og greiningar á þeim aðferðum sem
beitt var til að safna fyrstu þjóðsögunum, skrá þær og
gefa út til varðveislu þjóðararfs.
Terry Gunnell sá um útgáfuna
Kilja. 352 bls.
PENNY FOR YOUR
THOUGHTS
Í þessari bók er horft gagnrýnum
augum á helstu goðsagnir
viðskiptaheimsins um uppbyggingu
og rekstur fyrirtækja. Bókin er
skemmtilega uppsett sem handbók
með lýsandi dæmum úr atvinnulífinu
og eru niðurstöður hennar byggðar á
viðamiklum rannsóknum á fyrirtækjum í skapandi rekstri
á Norðurlöndunum.
Bókinni er ætlað að gefa ráð um rekstur og vöxt með því
að deila reynslu innan nokkurra fyrirtækja af fjármögnun
og skipulagningu fjarhagslegrar framtíðar þeirra. Sýnt er
fram á hvernig hægt er að byggja upp fyrirtæki í góðum
rekstri og vera jafnframt skapandi. Rannsóknin sem bókin
byggist á er styrkt af Norræna nýsköpunarsjóðnum. Hann
hefur undanfarin ár lagt áherslu á að styðja verkefni sem
efla skapandi atvinnustarfsemi á Norðurlöndum.
Margrét Sigrún Sigurðardóttir ofl.
ritstjórar
Kilja. 220 bls.
RITHÖFUNDUR ÍSLANDS
Listamaðurinn og
rithöfundurinn Hallgrímur
Helgason hefur verið
áberandi í íslensku menningar-
og fjölmiðlalífi. Hann hefur sent
frá
sér ljóð, skáldsögur og leikrit, auk
fjölmargra greina og pistla um
margvísleg málefni sem lýsa sterkum skoðunum hans á
íslenskri menningu og samfélagi. Í þessu verki er
fjallað um skáldskaparferil hans og sjónum þá einkum
beint að skáldsögunum Þetta er allt að koma, 101
Reykjavík, Höfundi Íslands, Roklandi og Herra alheimi,
auk þess sem vikið er að ljóðasafni hans og leikritinu
Skáldanótt. Verkin eru skoðuð í ljósi hugmynda um
höfundarímyndina, bókmenntahefðina og karnívalið
svo fátt eitt sé nefnt, auk þess sem fjölbreytileg staða
Hallgríms í menningarlífinu er könnuð.
Alda Björk Valdimarsdóttir
Kilja. 228 bls.
N Ý L E G A R B Æ K U R
ALMENNINGSFRÆÐSLA Á ÍSLANDI 1880-2007
I. OG II. BINDI
Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007 í ritstjórn Lofts Guttormssonar
hefur verið valin besta fræðibók ársins 2008 af Upplýsingu, Félagi
bókasafns- og upplýsingafræða.
Ritverkið sem er í tveimur bindum er fyrsta heildaryfirlitið sem
samið hefur veriðum vöxt og viðgang almenningsfræðslu á Íslandi
á 20. öld, bæði skyldunáms og almenns framhaldsnáms. Hér er
lögð áhersla á að rekja þróun skólafræðslu í tengslum við almenna
þjóðfélags- og hugmyndaþróun. Sérstaklega er leitast við að sýna
hvaða takmörkunum almenn skólafræðsla var háð á hverjum tíma og
hvernig ný viðhorf og kröfur almennings og skólamanna,
þjóðfélagsaðstæður og opinberar aðgerðir hafa skapað hið viðamikla
skólasamfélag samtímans.
Í rökstuðningi matsnefndar segir meðal annars: Almenningsfræðsla á Íslandi stenst strangar fræðilegar
kröfur. Skrár ritsins er vel unnar og gefa verkinu aukið gildið. Tilvísanir til heimilda eru til fyrirmyndar og
heimildaskrár eru vandaðar. Bókin er ríkulega myndskreytt og myndir falla vel að innihaldi. Vandað er til
pappírs og bókbands og allur frágangur er til mikillar fyrirmyndar. Bókin er einstök heimild fyrir þá sem
vilja kynna sér heildstæða skólasögu á Íslandi frá síðari hluta 19. aldar og fram til dagsins í dag.
Loftur Guttormsson ritstjóri ofl.
Kilja. 1012 bls.
Valin
besta
fræðib
ók
ársins
2008
af Upp
lýsing
u,
Félagi
bókas
afns-
og
upplý
singa
fræða
.
SVO FAGURGRÆNAR OG FRJÓSAMAR
TILNEFND TIL ÍSLENSKU ÞÝÐINGARVERÐLAUNANNA 2008
SMÁSAGNASAFN MEÐ SÖGUM FRÁ ÞREMUR EYRÍKJUM Í KARÍBAHAFI: KÚBU, PÚERTÓ RÍKÓ OG
DÓMINÍSKA LÝÐVELDINU. Í SAFNINU ERU SÖGUR EFTIR ÞEKKTA RITHÖFUNDA FRÁ TUTTUGUSTU ÖLD.
SÖGURNAR SPANNA 20. ÖLDINA OG VORU VALDAR MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ GEFA YFIRSÝN YFIR HELSTU
STRAUMA OG HÖFUNDA ALDARINNAR. ÞÆR ERU FJÖLBREYTTAR AÐ EFNI OG GERÐ OG VARPA LJÓSI Á
SÖGU OG LÍF FÓLKS Á SYSTUREYJUNUM ÞREMUR. SÖGURNAR FJALLA UM ÞRÆLA, BYLTINGAR,
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU, KÚGUN, HARÐSTJÓRN, ÁST, SAMKYNHNEIGÐ, STÖÐU KVENNA, SJÁLFSÍMYND OG
MARGT FLEIRA. KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR OG ERLA ERLENDSDÓTTIR VÖLDU OG ÞÝDDU SÖGURNAR.
AUK ÞESS SKRIFA ÞÆR INNGANG UM SÖGU LANDANNA OG SMÁSÖGUNNAR ÞAR Á TUTTUGUSTU ÖLD.
KRISTÍN GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR OG ERLA ERLENDSDÓTTIR VÖLDU OG ÞÝDDU
KILJA 320 BLS.
SJÓNARMIÐ BARNA
og lýðræði í leikskólastarfi
Með rannsóknum á þroska og
námi barna hefur verið sýnt fram á að ung
börn búa yfir mikill getu og eru fær um að láta
í ljós koðanir sínar á málefnum sem þau varða.
Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er viður-
kenndur réttur barna til að hafa áhrif á tilveru
sína og að á þau sé hlustað. Þetta hefur leitt itl
aukinnar áherslu á lýðræði í skólastarfi þar
sem raddir barna hafi hljómgrunn og virðing
er borin fyrir sjónarmiðum þeirra og hæfni til
að taka ákvarðanir.
Ritstjórar Jóhanna
Einarsdóttir/Bryndís
Garðarsdóttir
Kilja. 164 bls.