Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 40
MARKAÐURINN 22. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR6
S K O Ð U N
Hér áður fyrr svaraði almenn-
ingur hvatningu hins opinbera að
leggja atvinnulífinu til fjármagn
með kaupum á hlutabréfum gegn
skattaafslætti og stuðla þannig
að uppbyggingu sterks atvinnu-
lífs. Lögð var áhersla á að horfa á
þessa fjárfestingu sem langtíma-
fjárfestingu sem skilaði ávinningi
til lengri tíma litið.
Þúsundir Íslendinga urðu við
þessari hvatningu og hafa fjár-
fest í hlutabréfum og stuðluðu
þannig að uppbyggingu atvinnu-
lífsins. Nú er þessi langtímafjár-
festing í flestum tilvikum horfin
og enn einu sinni gerðist það að
glatast geymt fé.
Hætt er við að nokkur tími líði
þar til almenningur á Íslandi setur
sparnað sinn í hlutabréf og ekki
virðast bankarnir burðugir til
fjármögnunar atvinnulífsins.
Erlendar fjárfestingar hér á
landi geta því skipt miklu fyrir
endurreisn atvinnutækifæra.
FLESTIR ERU SAMMÁLA
UM AÐ KRÓNAN DUGI EKKI
Til þess að laða að erlenda aðila
til atvinnuþátttöku þurfa ákveðn-
ir þættir að vera til staðar og er
stöðugleiki bæði pólitískur og
efnahagslegur mjög mikilvægur.
Hvorugt er til staðar sem stendur
en vonandi kemst á pólitískur stöð-
ugleiki að loknum kosningum en
efnahagslegur stöðugleiki er ekki
í sjónmáli og þrátt fyrir að kosn-
ingar séu eftir fáeina daga þá eru
engar skýrar línur fyrirséðar.
Flestir eru sammála um að ís-
lenska krónan gangi ekki lengur
í opnu hagkerfi heimsins en ekki
eru allir sammála um það
hvað skuli þá taka við.
Sumir vilja bíða þar til
eitthvað gerist af sjálfu
sér sem er
eins og
að stinga hausnum í sandinn og
hvorki horfa né hlusta á það sem
er að gerast.
Aðrir hafa hvatt til þess að leita
að lausnum m.a. með því að kanna
hvaða möguleikar felast í fullri
aðild að ESB. Í þessum hópi eru
forsvarsmenn Samtaka verslun-
ar og þjónustu og Samtaka iðnað-
arins.
Eins og fram kemur á meðfylgj-
andi mynd eru rúmlega 100.000
störf eða um 58 prósent allra
starfa í verslun, þjónustu og iðn-
aði, um 65.000 eða 36 prósent í op-
inberri starfsemi og um 10.000 eða
6 prósent í sjávarútvegi og land-
búnaði.
Enn hefur ekki komið til fækk-
unar starfa í opinberri starfsemi,
sjávarútvegi og landbúnaði því má
ljóst vera að hrunið í atvinnulíf-
inu hefur verið í þjónustu og iðn-
aði og getur átt eftir að þyngjast
enn frekar.
SKÝR SVÖR FÁST Í VIÐRÆÐUM
UM EVRÓPUSAMBANDSAÐILD
Velgengni atvinnulífsins og at-
vinnuleysi haldast í hendur og því
er mikilvægt að hlusta á ábending-
ar þeirra atvinnugreina sem hafa
skapað flest atvinnutækifæri á
liðnum árum.
Samtök verslunar og þjónustu og
Samtök iðnaðarins hafa ítrekað á
síðastliðnu ári hvatt stjórnmála-
menn til að hefja undirbúning og
viðræður við ESB um fulla aðild
Íslands og upptöku evru í fram-
haldi af því. Með því skapast nauð-
synlegur stöðugleiki, vextir lækka
og verðtrygging hverfur og hægt
verður að hefja enduruppbyggingu
atvinnulífsins.
Með þessu er ekki verið að gera
lítið úr ábendingum sjávarútvegs
og landbúnaðar en þeir eins og
aðrir þurfa að fá skýr svör um
áhrif aðildar og þau svör fást ekki
nema í formlegum viðræðum við
ESB allt annað eru getgátur.
Þ R Ó U N S T A R F A E F T I R A T V I N N U G R E I N U M
Þjónusta án stjórnsýslu,
fræðslu- og heilbirgism.
Landbúnaður
Fiskveiðar og
fiskiðnaður
Iðnaður, veitur og
mannvirkjag.
Stjórnsýsla, fræðslu-,
heilbrigðis- og félagsjón.
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón
Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur-
inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með
Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
Hverjir eiga að ráða Evrópuferðinni?
Reynir
Kristinsson
formaður
Evrópunefndar
Samtaka verslunar
og þjónustu.
O R Ð Í B E L G
VIÐ EVRÓPUKORT Myndin er tekin í Rúmeníu um það bil sem landið gekk í Evrópusambandið. Greinarhöfundur segir mikilvægt að
hlustað sé á ákall atvinnulífs hér á landi og skýrra svara leitað um áhrif aðildar að Evrópusambandinu. MARKAÐURINN/AP
Góðar ljósmyndir segja meira en þúsund orð. Það
sem meira er, þær tala öll tungumál reiprennandi.
Fagleg ljósmyndun er því afar mikilvæg þeim, sem
halda vilja úti árangursríkum vefsíðum.
Ljósmyndir eru órjúfanlegur þáttur í uppbygg-
ingu vefsíðna. Þær segja sögu um fyrirtækið
sjálft, vöru þess og þjónustu, og veita texta við-
eigandi stuðning. Góðar ljósmyndir eru hverri vef-
síðu til bóta, en slæmar myndir vekja vísast upp
neikvæð viðbrögð gesta.
Mikilvægt er að hafa myndefni á hverri undir-
síðu vefjarins og í réttu hlutfalli við lengd texta.
Myndir þurfa að vera í góðri upplausn og af réttu
sniði (jpg, png, gif), settar á réttan stað á síðunni
og tengdar textanum. Mikilvægt er að merkja (e.
tag) myndir og nefna þær lýsandi nöfnum.
Hafa skal í huga, að litasamsetning sé hófleg,
svo myndir verði ekki þungamiðja síðunnar. Slíkt
er aðeins merki um rýrt efnisinnihald.
Ef vefstjórar hafa ekki yfir góðu myndasafni
að ráða er góð latína að kaupa aðgang að mynda-
bönkum á vefnum. Forðast skal að hirða mynd-
ir af öðrum vefsíðum til notkunar á fyrirtækja-
vefjum, nema tekið sé þar fram að slíkt sé heim-
ilt og myndirnar séu nauðsynlegar. Vefsíður eru
andlit fyrirtækja og því er mikilvægt að vanda til
verka. Ef spurningar vakna, bendum við lesend-
um á að leita til sérfræðinga, því mestur árangur
næst með fagmennsku í fyrirrúmi.
V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A
www.8 . is
Jón Traust i Snor rason
f ramkvæmdast jó r i
A l l ra Át ta ehf .
Góðar myndir eru gulls ígildi
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dag-
setningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverkaárásir
voru gerðar á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að
miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn
voru þó ekki gerðar hryðjuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjár-
festingarbankinn Lehman Brothers var farinn á hausinn.
Fall Lehman hafði víðtæk áhrif á fjármálamörkuðum heimsins.
Hafi verið siglt á milli ísjaka fram að þeim tíma þá lagðist við þetta
algjört frost yfir fjármálamarkaði. Hér komu áhrifin fram í því að
Glitnir missti fótanna í fjármögnun. Eftirleikurinn er þekktur og
endaði með hruni íslenska fjármálakerfisins.
Alþjóðlega lausafjárkreppan og
vandræði sem hlutust af undirmáls-
lánum í Bandaríkjunum eru hins
vegar ekki nema hluti af þeim þátt-
um sem aukið hafa á vandkvæði í fjár-
mála- og efnahagsstjórn hér á landi.
Ísland var þegar á leiðinni inn í
krefjandi samdráttarskeið og búið
var að birta ófáar greinar og skýrsl-
ur um möguleika þjóðarinnar á að ná
„mjúkri lendingu“ áður en hagvöxt-
ur gæti tekið við sér á ný. Uppgangur
hafði enda verið hér gífurlegur, með
þenslu af völdum stóriðju, skatta-
lækkana og gegndarlausrar úthlut-
unar á byggingarsvæðum sem verk-
takar af öllum stærðum og gerðum
gleyptu við án þess að nokkur virt-
ist hafa hugsun á því að velta fyrir
sér hver væri í raun byggingarþörf-
in í landinu. Er þar engu minni synd
en að verða fótaskortur í áhættumati
á fjármálamörkuðum og nærtækara
að finna sökudólga þar fyrir vand-
ræðagangi í íslensku efnahagslífi,
en að horfa til sökudólga undirmáls-
lánakreppunnar í Bandaríkjunum.
Þarna bera margir ábyrgð, stjórn-
málamenn, embættismenn sveitar-
stjórna, forsvarsmenn í fjármála-
fyrirtækjum og þeir sem svo í fram-
kvæmdirnar réðust.
Vera kann hins vegar að í öllum hamförum fjármálakerfisins frá
því í fyrrahaust og áhyggjum fólks af verðmæti húsnæðis síns, hafi
menn misst sjónar á því að hér er við gjaldeyriskreppu að fást ofan
á öll önnur vandræði. Þó er úrlausn í peningamálum þjóðarinnar og
trúverðug stefna í þeim efnum í raun forsenda þess að hægt verði
að greiða úr öðrum flækjum. Hér verður ekki hafin uppbygging á
ný nema að til þess fáist fjármagn og það verður dýrt, ef ekki ill-
mögulegt að fá, náist ekki að vinna til baka tiltrú á efnahagsstjórn
landsins á erlendri grundu.
Núverandi fyrirkomulag peningamála í umhverfi gjaldeyrishafta
er til bráðabirgða. Um það er ekki deilt. Spurningin sem ríður á að
svara er hvað á að taka við þessu bráðabirgðaástandi. Nú dugar ekki
að hafna hinum og þessum hugmyndum, um leið og menn vilja af-
nema gjaldeyrishöft og lækka stýrivexti, án þess að fylgi trúverð-
ugar skýringar á því hvernig það eigi að gera. Raunhæfir kostir
sem við blasa eru ekki margir.
Vissulega skekja landið afleiðingar heimskreppu á fjár-
málamörkuðum. Staðan er þó hvergi alvarlegri en hér.
Gjaldeyriskreppan
eykur á allan vanda
Óli Kristján Ármannsson
Alþjóðlega lausa-
fjárkreppan og vand-
ræði sem hlutust
af undirmálslánum
í Bandaríkjunum
eru hins vegar ekki
nema hluti af þeim
þáttum sem aukið
hafa á vandkvæði í
fjármála- og efna-
hagsstjórn hér á
landi. Ísland var
þegar á leiðinni inn í
krefjandi samdráttar-
skeið og búið var að
birta ófáar greinar
og skýrslur um
möguleika þjóðar-
innar á að ná „mjúkri
lendingu“.