Fréttablaðið - 22.04.2009, Page 48
28 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 22. apríl 2009
➜ Tónleikar
Queen tribute-bandið Killer Queen
heldur tvenna tónleika á Græna hattin-
um við Hafnarstræti 96 á Akureyri. Fyrri
tónleikarnir hefjast kl. 20 en þeir seinni
kl. 23.
17.00 Á Players við Bæjarlind í Kópa-
vogi verður trúbadora bjórkvöld þar sem
fram koma Matti papi, Pálmi Sighvats
og Sigurjón Brink.
20.00 Eydís Ýr Ros-
enkjær víóluleikari
verður með tónleika
í Salnum við Hamra-
borg í Kópavogi. Á
efnisskránni verða
m.a. verk eftir Beet-
hoven, Bach og Hind-
emith.
20.00 Karlakórinn Þrestir verður með
vortónleika þar sem þemað er „Ástir
og örlög“, í Hafnarborg við Strandgötu í
Hafnarfirði. Séstakur gestur tónleikanna
er Sigrún Hjálmtýsdóttir.
20.00 Erla Jónatansdóttir verður með
tónleika í hátíðarsal FÍH við Rauðagerði
27. Þar flytur hún kunn dægurlög í
eigin útsetningum og annarra ásamt
hljómsveit sem skipuð er Jóhanni
Ásmundssyni, Daða Birgissyni, Jóhanni
Hjörleifssyni, Berki Birgissyni, Ólafi Hólm
og Samúel Jóni Samúelssyni. Aðgangur
er ókeypis og eru allir velkomnir.
21.00 Tónleikahópurinn
Oki Doki stendur fyrir
tónleikum á Karamba
við Laugaveg. Fram
koma hljómsveitirnar
Miri og Ljósvaki.
21.00 Eberg heldur
útgáfutónleika á
Sódómu Reykjavík
við Tryggvagötu.
➜ Opnanir
16.00 Sýning um kvenna-
blöð og kvennatímarit verð-
ur opnuð í Þjóðarbókhlöð-
unni við Arngrímsgötu 3.
➜ Hönnun og tíska
21.00 Tískusýning útskriftar-
nemenda í fatahönnun við Listaháskóla
Íslands verður í Listasafni Reykjavíkur
við Tryggvagötu. Aðgangur ókeypis og
allir velkomnir.
➜ Sýningar
Sex listamenn hafa opnað sýningar í
START ART listamannahúsi við Laugaveg
12b; Lena Boel, Dagrún Matthías-
dóttir, Sigurlín M. Grétarsdóttir,
Joseph Henry Ritter, Ragnheiður
Ragnarsdóttir og Margrét Jónsdóttir.
Opið þri.-lau. kl. 13-17.
➜ Málþing
17.00 Málþing verður í Listasafni
Íslands um skiplag höfuðborgarsvæð-
isins í tengslum við verk Þórðar Ben
Sveinssonar á sýningunni „Nokkrir
vinir“. Nánari upplýsingar á www.
listasafn.is. Listasafn Íslands, Fríkirkju-
vegi 7.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Grétar Þór Eyþórsson flytur
erindið: „Hvert stefnir í kosningunum
25. apríl“ á Félagsvísindatorgi Háskólans
á Akureyri, stofu 201, Sólborg við
Norðurslóð.
➜ Handverk
Á miðvikudögum milli kl.
16 og 18 er handverks-
kaffi í Bókasafni Kópa-
vogs við Hamraborg 6a.
Þar býðst fólki að skoða
blöð og bækur tengdar
handavinnu, föndri og
listum og boðið er upp
á tilsögn fyrir þá sem
þurfa. Allir velkomnir,
heitt á könnunni og
aðgangur ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Baltasar Kormákur, Vigdís
Finnbogadóttir og Blái
hnötturinn eftir Andra
Snæ Magnason leiddu hóp
íslenskra listamanna sem
hertóku finnsku borgina
Vasa á íslenskri menningar-
hátíð um helgina.
„Ég er mjög hreykin af okkar
fólki, okkur var svo vel tekið og
það var mikið skrifað um þessa
menningar hátíð í finnskum fjöl-
miðlum,“ segir Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Hún var stödd í Danmörku þegar
Fréttablaðið náði tali af henni en
Vigdís er verndari hátíðarinnar.
Óhætt er hægt að segja að íslensk-
ar listir hafi hertekið finnsku
borgina Vasa um helgina en þá
fór þar fram íslensk menningarhá-
tíð. Leikritið Blái hnötturinn eftir
Andra Snæ Magnason í leikstjórn
Stefáns Sturlu Sigurjónssonar
var sýnt auk þess sem Leikfélag
Akureyrar sýndi Falið fylgi sem
Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir.
Verkið var sýnt á íslensku en með
sænskum texta. Blái hnöttur-
inn hefur fengið frábæra dóma
í finnskum fjölmiðlum og sumir
hafa jafnvel gengið svo langt að
telja það eitt besta leikverkið sem
sett hefur verið upp fyrir börn og
fullorðna um árabil.
Auk þess var opnuð vegleg
listasýning í listasafninu Kundsi
þar sem margir af fremstu lista-
mönnum þjóðarinnar sýndu verk
sín. Meðal þeirra má nefna Ólaf
Elíasson, Olgu Bergmann, Ragnar
Kjartansson og svo var Georg
Guðni með heilan sal undir verk
sín. Þá var listamaðurinn Vignir
Jóhannesson með gjörning en hann
hannaði einnig leikmyndina við
Bláa hnöttinn. Þá sat kvikmynda-
leikstjórinn Baltasar Kormákur
fyrir svörum hjá kvikmyndaþyrst-
um Finnum en um þessar mundir
er verið að sýna fjórar kvikmyndir
hans í Vasa. „Baltasar fór á kostum
og ræddi um kvikmyndir sínar og
lífið og tilveruna. Ég hefði ekki
viljað missa af því,“ segir Vigdís
en fullur salur beið spenntur eftir
því að sjá Mýrina, sem slegið hefur
rækilega í gegn. Vigdís átti vart
orð yfir það hversu vel íslensku
listamennirnir hefðu staðið sig.
„Það er ómetanlegt að eiga svona
rödd og það er mikill styrkur sem
býr í listinni því hún er tímalaus en
um leið bergmál af nútímanum.“
Vigdís segist hafa fundið fyrir
miklum samhug meðal Finna sem
gengu í gegnum svipaða hluti og
Íslendingar á tíunda áratug síð-
ustu aldar. „Þeir höfðu mikinn
áhuga á því hvernig okkur gengi
að takast á við okkar erfiðleika.
Það er aðdáunarvert hvernig þeim
tókst að ráða fram úr atvinnuleysi
hjá sér en það gerðu þeir með því
að hafa trú á sjálfum sér. Ég held
að við Íslendingar getum lært
mikið af þeirra hugsunarhætti,
að glata aldrei trúnni og eyða
ekki orkunni í reiði og særindi,“
útskýrir Vigdís. „Reiði er einhver
mesti óvinur sem við getum átt
og hún afvegaleiðir alla skapandi
hugsun.“ freyrgigja@frettabladid.is
Íslendingar hertóku Vasa
FÓR Á KOSTUM Baltasar Kormákur fór á kostum í finnsku borginni Vasa þegar hann ræddi um kvikmyndagerð sína, lífið og
tilveruna. Mýrin var síðan sýnd fyrir fullu húsi.
VERNDARI HÁTÍÐARINNAR Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari íslensku menningar-
hátíðarinnar í Vasa og hér er hún við opnun umfangsmikillar listsýningar í Kundsi-safninu.
2009
Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16
Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700
Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is
Viltu vera vinur Gerðubergs? Kíktu á www.facebook.com!
Sumardaginn fyrsta 23. apríl kl. 14
Alli Nalli og tunglið
Möguleikhúsið sýnir leikrit byggt á sögum
Vilborgar Dagbjartsdóttur. Fyrir áhorfendur á aldrinum 1-7 ára
www.moguleikhusid.is
Aðgangseyrir kr. 1.500
Brúðusýning
Leikbrúðulands
Draumsýnir
Magnús H. Gíslason
í Boganum
Vissir þú...
að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur,
fundi, námskeið og veislur. Salir og fundarherbergi
fyrir 8-120 manns. gerduberg.is og galleryfiskur.is
25. & 26. apríl kl. 14
Ég og umhverfi mitt Sýning þátttakenda á
ljósmyndanámskeiði Cinziu D’Ambrosi. Þátttakendur
kynna heimildavinnu sína og ljósmyndir sem sýna
persónulega túlkun á umhverfi þeirra og samfélagi
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak
Þrettándakvöld
Sædýrasafnið
Creature - gestasýning
Skoppa og Skrítla í söng-leik
Eterinn
Kardemommubærinn
Þjóðleikur - leiklistarhátíð á Egilstöðum 24.–26. apríl
Ég heiti
Rachel Corrie
Aukasýning vegna fjölda áskorana:
Sunnudaginn 26. apríl, kl. 20
í samstarfi við Ímagyn
Miðasala er hafin.
Miðasala er í síma 568 8000
og á borgarleikhus.is
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
– Mest lesið