Fréttablaðið - 22.04.2009, Síða 52

Fréttablaðið - 22.04.2009, Síða 52
 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Þorgeir Ástvaldsson út- varpsmaður söng lag sem hann gerði frægt í byrjun 9. áratugarins – Fjólublátt ljós við barinn – á árshátíð 365 og ætlaði allt um koll að keyra. „Já, fjólublátt ljós við barinn. Þetta voru einkunnarorð árshátíð- arinnar, allt fjólublátt þarna inni. Lagið var tekið upp árið 1981 og ég söng það einu sinni opinberlega og svo aldrei eftir það,“ segir Þor- geir Ástvaldsson – útvarpsmaður, sem á sokkabandsárum sínum var kallaður Toggi í Tempó. Árshátíð 365 var haldin á laugar- dag og var eitt atriða upptroðsla Þorgeirs sem söng Fjólublátt ljós við barinn. Ætlaði allt um koll að keyra og er mál manna að þarna hafi hápunktur skemmtunarinnar verið. Þorgeir gefur í sjálfu sér ekki mikið út á það en segir að sér hafi verið vel tekið. „Ég var búinn að afskrifa þetta lag fyrir löngu en einhverra hluta vegna hefur þetta lifað. Ég hef dóttur mína fyrir því að þetta heyrist hér og þar mörg- um árum síðar. Og þá þetta fjólu- bláa ljós enn blikkandi á börum þó ég sé löngu búinn að slökkva það.“ Og atriðið var frábært. Dóttir Þor- geirs, Eygló, og vinkonur hennar úr listdansskólanum dönsuðu og sungu bakraddir. „Þær tóku þetta bara prófessjónal og gamli maður- inn elti. Nú er það svo að hærurn- ar eru orðnar hvítar og þær varð að dekkja eitthvað. Þá var sett einhver þriggja daga sukkáferð á skeggrótina og svo setti maður bara upp gamlan djammhatt sem ég átti inni í skáp og þá var þetta komið,“ segir Þorgeir sem gaf sér nokkurn tíma í undirbúning. Seg- ist ekki vilja standa í svona nema vanda sig og taka það þá alla leið. Stuðmenn spiluðu undir og þar er einmitt Eyþór Gunnarsson. Lagið er eftir Gunnar Þorsteins- son við texta Þorsteins Eggerts- sonar. „Eyþór spilaði inn á lagið á sínum tíma og hann er þvílíkur límheili að hann spilaði þetta kór- rétt uppá nótu.“ Ein ástæða þess að Þorgeir hefur ekki sungið þetta lag opinberlega er sú að textinn er ótrúlegt orðasafn yfir gjálífi og vonlaust að læra það utan að. „Svo hefur röddin dökknað. Ég var í stuði árið 1981 og gat sungið það hátt. Jú, það þurfti að lækka það eitthvað en við skulum ekki tala um hversu mikið.“ jakob@frettabladid.is Togga í Tempó vel fagnað við glæsilega endurkomu TOGGI OG HEMMI Mál manna er að hápunktur skemmt- unarinnar hafi verið þegar Þorgeir Ástvaldsson tók Fjólublátt ljós við barinn. Ekki þurftu svo áhorfendur að kvarta þegar Hemmi Gunn steig á svið og söng Einn dans við mig. M YN D IR /SIG U R JÓ N Arnold Schwarzenegger hyggst heiðra fyrrverandi mótleikkonu sína, Jamie Lee Curtis, fyrir fram- lag hennar til góðgerðarmála. Arn- old og Jamie léku saman í einni bestu hasarmynd seinni tíma, True Lies, en í henni er að finna eitt frægasta atriði Arnolds, þegar hann bjargar spúsu sinni úr brenn- andi bílflaki á þyrlu. Verðlaunin sem Jamie hlýtur nefnast Courage to Care og fær hún þau afhent á sérstökum gala- kvöldverði á Beverly Hilton-hótel- inu hinn 9. maí. Jafnframt verður gefinn sérstakur gaumur að sjúk- lingum á Barnaspítala Los Angel- es-borgar auk þess sem starfsfólk spítalans verður heiðrað. Arnold heiðrar Jamie Lee HEIÐRAR VINKONU SÍNA Arnold Schwarzenegger hyggst heiðra mótleikkonu sína, Jamie Lee Curtis, fyrir framlag hennar til góðgerðarmála. NORDICPHOTOS/GETTY 20% afs láttur af toppgr æjum fyr ir glugga flvottinn Ármúla 23 • Reykjavík Sími: 510 0000 Mi›ási 7 • Egilsstö›um Sími: 470 0000 Brekkustíg 39 • Njar›vík Sími: 420 0000 Grundargötu 61 • Grundarfir›i Sími: 430 0000 - hrein fagmennska! GLUGGAfiVOTTASKINN/SKAFA Visa Versa gluggaflvottaskinn/skafa – 20% fljótlegra a› nota flvottaskinn og gluggaflvöru í einu áhaldi. Til í tveimur stær›um. Au›velt a› festa á skaft til a› framlengja. Til í tveimur stær›um. HREINIR OG GLERFÍNIR GLUGGAR GLUGGAfiVOTTASÁPA Gluggaflvottasápan sem fagma›urinn notar. HIFLO fiVOTTAKÚSTUR HiFlo flvottakústur – samanstendur af 10 m slöngu, bursta me› stillanlegum li›, sápuskammtara og 64 umhverfisvænum sáputöflum. Hægt er a› kaupa mismunandi lengdir á sköftum (fylgja ekki me›). GLUGGAfiVARA Gluggaflvara me› flægilegu griphandfangi. Endurbætt gúmmí sem skilur engar rákir eftir sig. Au›velt a› festa á skaft til a› framlengja. Til í flremur stær›um. E N N E M M /S ÍA /N M 28 06 7 Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.