Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 64

Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Félaga minn einn dreymdi um að vera uppreisnarseggur. Þar sem hann var við nám í Verslunar- skólanum gerði hann marga til- raunina í þá áttina. Þrátt fyrir ágætis tilburði verður að segj- ast eins og er að hans verður ekki minnst sem uppreisnarleiðtoga. Hámarki náði hann líklega í upp- reisn sinni gegn einum kennaran- um. Sá átti ekki skap við félaga minn og snupraði hann reglulega. Þá sat kunninginn með náms- bók opna, krepptan hnefa á bak við hana og löngutöng upp í loft. Stundum í heilan tíma. Ef kennar- inn hins vegar nálgaðist féll bókin niður og réttist úr öllum fingrum. NOKKRAR auglýsingar þessa dagana minna mig á þennan félaga minn. Þar hafa einhverjir tekið sig til og tekið orð og upplýsing- ar úr samhengi og birta tilteknum stjórnamálamönnum og -öflum til háðungar. Þetta eru með öðrum orðum neikvæðar auglýsingar, en slíkt þekkist vel í Bandaríkjunum. Allar eru þær nafnlausar, hvort sem um ræðir heilsíðuauglýsing- ar í blöðum eða vefsíður. Í raun má flokka þann her fólks sem fer um ýmis spjallsvæði og eys svívirð- ingum á báðar hliðar undir dul- nefni í sama flokk. AÐ VEGA úr launsátri heitir þetta og þeir sem það stunduðu voru álitnir aumingjar og heiglar. Þeir þorðu ekki að mæta öðrum á jafn- réttisgrunni. Þeir óttuðust and- stæðinginn svo að þeirra ráð var leyndin. Öðruvísi náðu þeir ekki að koma höggi á andstæðinginn. EITT SINN þótti orðheppni og rök- festa dáð hér á landi. Vel heppnað- ar vísur héldu nafni manna á lofti og góð tilsvör einnig. Menn stóðu og féllu með því sem þeir sögðu, því orðstír deyr aldrei, hveim er sér góðan getur. Þetta vissu forfeður vorir. Sumir voru svo orð- hvassir að þeir eirðu trauðla hér á landi. Jón Ólafsson ritstjóri þurfti í þrígang að yfirgefa land vegna ádeilu sinnar. En hann stóð við orð sín, skammaðist sín ekki fyrir þau og tók afleiðingum gjörða sinna. ÉG HEITI Gestur og ég kem frá Hæli, étið þér skít og verið þér sælir, sagði einn forfaðir minn eitt sinn við fulltrúa yfirvaldsins fyrir nokkur hundruð árum. Ekki datt honum í hug að dyljast bak við nafnleysið þó hann þekktist ekki í kaupstaðnum. Slíkt var einfald- lega ekki gert, því slíkt gera auð- vitað bara þeir sem skammast sín fyrir skoðanir sínar eða þora ekki að gangast við þeim. Vegið úr launsátri Í dag er miðvikudagurinn 22. apríl 112. dagur ársins. 5.31 13.26 21.23 5.07 13.11 21.18 H E I L S U R Ú M 20-30% AFSLÁTTUR AF SVEFNSÓFUM Einn stæðsti og glæsilegastisvefnsófa-sýningarsalur landsins VERÐ FRÁ 37.840 kr. 20-30% AFSLÁTTUR AF FJÖLSTILLANLEGUM HEILSURÚMUM (2x80x200) Hægt er að velja um no kkrar gerðir af heilsudýnum VERÐ FRÁ 199.000 kr. Með öllum keyptum rúmum er 25% AFSLÁTTUR af öllum vörum í mjúku deild Rekkjunnar 25% AFSLÁTTUR! HEILSUKODDAR FRÁ 7.900 kr. SÆANGURFATNAÐUR FRÁ 5.300 kr. Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16 30% AFSLÁTTUR!Leður rúmstæði meðlaxex heilsudýnu(160x200)Verð 247.180 kr. NÚ FRÁ 173.026 kr.35% AFSLÁTTUR! Þrýstijöfnunar- svampsrúm Queen size (153x203) Verð 165.500 kr. NÚ 107.575 kr. ÞÝSTIJÖFNUNARSVAMPUR A R G H ! 0 4 0 4 0 9

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.