Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008
Brezk stjórnvöld hafa látið í þaðskína að hin makalausu ummæli
brezkra ráðamanna um íslenzk
stjórnvöld 8. október síðastliðinn og
álíka fjarstæðukennd ákvörðun
þeirra um að beita hryðjuverkalög-
um til að frysta eignir Landsbank-
ans sama dag, hafi verið byggð á
símtali milli þeirra Árna M. Mathie-
sen fjármálaráðherra og Alistairs
Darling, fjármálaráðherra Bret-
lands.
Frétt, höfð eftirheimildum í
brezka fjár-
málaráðuneyt-
inu, birtist á
fréttavef Morg-
unblaðsins,
mbl.is, 9. október
og kom þar fram
að Darling hefði
skilið Árna þann-
ig að íslenzk stjórnvöld hygðust ekki
bæta breskum sparifjáreigendum,
sem áttu innstæður á reikningum
Icesave í Bretlandi, tap sitt.
Nú hefur útskrift af þessu samtalibirzt opinberlega bæði í íslenzk-
um og brezkum fjölmiðlum og eng-
inn þarf lengur að fara í grafgötur
um hvað þar var sagt. Enginn sem
lesið hefur útskriftina, sem nálgast
má m.a. á mbl.is, getur dregið þá
ályktun af samtalinu að Árni hafi
gefið í skyn að Ísland myndi ekki
standa við skuldbindingar sínar um
að tryggja innstæður á Icesave-
reikningum Landsbankans.
Hvers vegna lýsti Alistair Darlingþví þá yfir að „hvort sem þið
trúið því eða ekki“ ætlaði Ísland
ekki að standa við skuldbindingar
sínar? Þau ummæli urðu m.a. til þess
að Kaupþing riðaði til falls.
Og hvers vegna beittu brezkstjórnvöld hryðjuverkalögum
gegn vina- og bandalagsríki sínu?
Bretar skulda Íslandi bæði skýr-ingar og afsökunarbeiðni.
Alistair Darling
Ástæðulaus árás
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
!
""#!"#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$ $ $ $
$
*$BC
! "
#$
%&"
$
*!
$$B *!
%&' ( #
#' #
)*
<2
<! <2
<! <2
% (
" #+
,#-!".
CD!-
62
% &"
# '
$ $$
$
%
&"
B
( )
* $ *&"
+
'
$, *
-
$
'
$
.
*
#$
"'
"
" , "
&" /0""#
"#)
!)#+
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
FÉLAGS- og tryggingamálaráð-
herra, Alþýðusamband Íslands og
Samtök atvinnulífsins hafa farið þess
á leit við Staðlaráð Íslands að það
hafi umsjón með gerð staðals sem
notaður verði til að sannreyna hvort
launa- og starfsmannastefna stofn-
ana og fyrirtækja samræmist stefnu
um launajafnrétti kynja og jafnrétti
við ráðningar og uppsagnir. Atvinnu-
rekendur sem uppfylla skilyrði stað-
alsins geta síðan fengið formlega
vottun á því að launa- og starfs-
mannastefna þeirra samræmist lög-
um um jafnrétti kynjanna.
Í lögum um jafna stöðu og jafnan
rétt kvenna og karla sem samþykkt
voru fyrr á árinu er ákvæði til bráða-
birgða um að félags- og trygginga-
málaráðherra skuli, í samvinnu við
aðila vinnumarkaðarins, sjá til þess
að þróað verði sérstakt vottunarkerfi
fyrir framkvæmd stefnu um launa-
jafnrétti og framkvæmd stefnu um
jafnrétti við ráðningar og uppsagnir.
Vonir standa til þess að staðallinn
verði atvinnurekendum stuðningur
og hvatning til þess að uppfylla
ákvæði laga um jafnan rétt karla og
kvenna. Þeir muni sjá ávinning í því
að fela óháðum vottunaraðilum út-
tekt á launa- og starfsmannastefnu
sinni á kerfisbundinn hátt.
Staðlar til að sannreyna jafnrétti
Atvinnurekendur geta fengið formlega vottun á launajafnrétti kynjanna
Í HNOTSKURN
»Niðurstaða viðræðna fé-lagsmálaráðuneytis, ASÍ
og SA var sú að fela Staðlaráði
Íslands umsjón með gerð jafn-
réttisstaðals.
»Miðað er við að hann verðitekinn í notkun í byrjun
árs 2010.