Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ARKITEKTAR hafa verið afskap- lega eftirsóttir í uppsveiflu undan- farinna ára enda hefur aldrei í Ís- landssögunni verið byggt jafn mikið af húsum. Nú finna þeir óþyrmilega fyrir niðursveiflunni því samkvæmt könnun Félags sjálfstætt starfandi arkitekta stefnir í að 75% starfsfólks á mörgum arkitektastofum hafi ver- ið eða verði sagt upp og í sumum til- vikum missa enn fleiri vinnuna. Skelfur svolítið í hnjánum Einn þeirra arkitekta sem hafa fengið uppsagnarbréf er Gunnþóra Guðmundsdóttir hjá VA arkitektum. Eiginmaður hennar, Michael Erich- sen, starfar einnig sem arkitekt hér á landi og hefur ekki fengið tilkynn- ingu um uppsögn. Ástandið veldur þeim skiljanlega áhyggjum. „Við er- um bæði hjónin arkitektar þannig að maður skelfur nú svolítið í hnján- um,“ sagði Gunnþóra í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnþóra og Michael kynntust í Danmörku þar sem þau námu fagið. Þegar bæði höfðu lokið námi fluttust þau til Íslands, það var árið 2006, og keyptu sér íbúð í Reykjavík. Bæði fengu vinnu og mikið var að gera, að sögn Gunnþóru. Mjög hafi legið á mörgum verkefnum og fólk verið óþreyjufullt að sjá hvernig húsin myndu líta út. „Það var svo mikil uppsveifla, allir að byggja og selja og allt þetta. En nú þegar allt er stopp, ja, þá er bara skrúfað algjörlega fyr- ir.“ Gunnþóra hefur verið í fæðingar- orlofi og var að hefja störf að því loknu. Nú tekur við þriggja mánaða uppsagnarfrestur. „Ég veit ekki hvað tekur við eftir þennan tíma en maður reynir að vera bjartsýnn og vonast eftir því að hjólin fari eitthvað að snúast,“ sagði hún. „Við viljum gefa þessu tíma, að þetta jafni sig að- eins, þótt það taki auðvitað einhverja mánuði eða ár.“ Gunnþóra hefur heyrt að nokkrir starfsbræður hennar og -systur ætli að freista þess að fá vinnu í útlönd- um, batni ástandið hér á landi ekki fljótlega. Helst á þetta við um fólk sem á erlendan maka. Gunnþóra bendir á að fólki í þeirri stöðu reynist auðveldara að flytjast utan því þá hafi þau fjölskyldu og vini í seiling- arfjarlægð en þurfi ekki að byrja al- gjörlega upp á nýtt. Gunnþóra og Michael vilja frekar búa hér á landi. Leikskólarnir eru frábærir og gott að ala upp börn. „Við viljum búa hér. Hér hefur okk- ur liðið vel,“ sagði hún. Úr uppsveiflu og mikilli vinnu í algjört stopp „Ég veit ekki hvað tekur við eftir þennan tíma“ Morgunblaðið/Frikki Tími „Við erum bæði hjónin arkitektar þannig að maður skelfur nú svolítið í hnjánum,“ segir Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt. Í HNOTSKURN » Listaháskóli Íslands hófað bjóða upp á BA-nám í arkitektúr árið 2002 og út- skrifuðust fyrstu nemend- urnir þremur árum síðar. » Nú stundar 51 nemdandinám í arkitektúr við skól- ann. » Samkvæmt könnun meðalarkitektastofa stefnir í að 75% starfsfólks á arkitekta- stofum verði sagt upp störfum um mánaðamótin. » Í sumum tilvikum verður90% starfsfólks sagt upp. » Um 280 arkitektar voruað störfum í landinu í fyrra og nóg var að gera, eins og undanfarin ár. MIKIL funda- höld hafa verið hjá Samtökum atvinnulífsins vegna efnahags- ástandsins í landinu undan- farnar vikur. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að þar hafi flestir þeir hlutir sem verið hafi í umræðunni undanfarið verið uppi á borðinu. „Við höfum fjallað mikið um gjaldeyrisviðskiptin, málefni Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, peninga- markaðssjóðina, gjaldmiðlaskipta- samninga, opinberar framkvæmd- ir, atvinnumál og fleira,“ segir Vilhjálmur. Mikil vanskil erlendis Einna brýnast að mati SA sé að koma viðskiptum milli Íslands og annarra landa í eðlilegt horf. „Íslensk fyrirtæki hafa unnvörp- um lent í vanskilum erlendis og hafa ekki getað komið greiðslum til landsins fyrir þær vörur og þjón- ustu sem þau hafa verið að selja,“ segir hann. Úr þessu verði að bæta. „Við höfum fylgst með þessu og ýtt eftir því að eitthvað gerðist og komið upplýsingum á framfæri um það sem hefur verið að.“ elva@mbl.is Fyrirtæki unnvörpum í vanskilum Vilhjálmur Egilsson Afar brýnt að viðskipti komist í eðlilegt horf Mán til mið 10–18.30, fim 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.