Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ALLT útlit er fyrir að forsetafram- bjóðandinn og repúblikaninn John McCain þurfi á kraftaverki að halda eigi honum að takast að snúa við öruggu forskoti demókratans Bar- acks Obama í nokkrum lykilríkjum, nú þegar aðeins tíu dagar eru þar til stóri dagurinn rennur upp 4. nóv- ember nk. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru á fimmtudag hefur Obama tveggja stiga forskot í Ohio og Pennsylvaníu. Sigri hann í Ohio á hann góða möguleika á að verða for- seti, en McCain þarf að vinna upp bilið í Pennsylvaníu og sækja fram í fleiri ríkjum. Tölfræðilegir möguleikar Mc- Cains eru því ekki miklir og það verður því athyglisvert að sjá hverju það mun skila honum að hafa setið svo gott sem einn að kastljósi fjöl- miðlanna í tæpa tvo daga. Obama gerði þannig hlé á kosn- ingafundum sínum á fimmtudag til að verða við sjúkrabeð ömmu sinn- ar, Madelyn Dunham, á Hawaii, sem er sögð er mjög alvarlega veik eftir mjaðmagrindarbrot. Dunham gekk Obama um margt í móðurstað á unglingsárum hans á Hawaii og kvaðst Obama ekki vilja gera sömu mistökin og hann gerði með því að ferðast ekki í tæka tíð til móður sinnar áður en hún lést af völdum krabbameins árið 1995. Obama, sem hefur átt það til á stjórnmálaferli sínum að halda fyr- irlestra, ekki kosningaræður, hefur legið undir ámæli um að vera fjar- lægur frambjóðandi og hafa verið leidd rök að því að þessi ákvörðun hans kunni að styrkja ímynd hans, með því að draga fram persónuleg gildi og áherslu á mikilvægi fjöl- skyldunnar í lífi hvers og eins. Dýr fatasmekkur Óvíst er hvort McCain muni tak- ast að færa sér þetta hlé í framboði andstæðings síns í nyt, ekki síst í ljósi fregna um að repúblikanar hafi varið sem nemur rúmum 18 millj- ónum íslenskra króna í fatnað, skartgripi og hársnyrtingu til handa varaforsetaefninu Söru Palin. En sú staðreynd að skartið var ekki af ódýrara taginu þykir ganga þvert á þá ímynd Palin að þar fari venjuleg „íshokkímóðir“ sem sé óspillt af stjórnarelítunni í Washington. Til að bæta gráu ofan á svart hef- ur komið í ljós að í embættistíð hennar sem ríkisstjóri Alaska juk- ust opinber útgjöld um 31%, þvert á þá ímyndarsmíði að hún sé íhalds- maður sem vilji lágmarka ríkisút- gjöld. Þá má leiða líkur að því að fréttir af áframhaldandi hruni á fjármála- mörkuðum yfirskyggi tilraunir framboðs McCains til að útmála Obama sem sósíalista og aðvaranir um að nái hann sigri verði demó- kratar í lykilstöðu í Hvíta húsinu og báðum þingdeildum í Washington. Ber þar ef til vill hæst að 123 milljarða dala aðstoð þingsins til tryggingarisans AIG mun að óbreyttu renna til þurrðar á næstu dögum.                     !           "    # $  % " &    ' (" ) ' #*  +   ,                                                                      61 0-     ! "#$" #  %& '  (&  "'' )* ' (    & )+,  (    73%898: ; (*<: ; 1=/ / /& 002>.-  *              , #  ./"       "       #  *    " "    0        -      - !   "    "  "  !         - - - - - - - -     -  $*  -  $*  John McCain þarf á kraftaverki að halda Dýr fatasmekkur Söru Palin vekur athygli á lokasprettinum Reuters Á ferðinni McCain pantar jarðarberjakrás í Plant City, Flórída, í fyrradag. Los Angeles Times. | Rúmri milljón tonna af Alaska-ufsa hefur verið landað í Alaska á ári hverju á sama tíma og veiðar á öðrum fisktegund- um, svo sem þorski, hafa hrunið í Bandaríkjunum og 80% af öllu fisk- meti, sem selt er í landinu, eru flutt inn. Loftslagsbreytingarnar í heimin- um gætu þó orðið til þess að ufsa- veiðarnar í Alaska heyrðu brátt sög- unni til. Aukinn sjávarhiti hefur orðið til þess að ufsi og fleiri fiskteg- undir í Beringshafi hafa fært sig norður á bóginn. Alaska-ufsinn er að breytast í Rússa-ufsa, synda inn í fiskveiðilögsögu Rússlands í leit að fæðu, og óttast er að það leiði til fisk- veiðideilu milli stjórnvalda í Banda- ríkjunum og Rússlandi. „Þetta mál snýst um matvælaör- yggi og líkurnar á að það valdi póli- tískum deilum eru mjög miklar,“ sagði Andrew Rosenberg, prófessor við New Hampshire-háskóla og fyrr- verandi aðstoðarframkvæmdastjóri bandarísku sjávarútvegsstofnunar- innar National Marine Fisheries Service. „Samskipti okkar við Rússa eru ekki góð fyrir.“ bogi@mbl.is Alaska-ufsinn rússneskur? NÁMSMENN í Róm mótmæla áformum ríkisstjórnar Ítalíu um að minnka útgjöldin til menntamála um a.m.k. 456 milljónir evra á næsta ári og 7,83 milljarða á fjórum árum. Námsmennirnir sögðu í gær að mótmæl- unum yrði haldið áfram þótt stjórnin hefði hótað að beita lögreglu ef þeir trufluðu kennslu í skólunum. Reuters Sparnaðaráformum mótmælt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIÐ verðfall varð á verðbréfa- mörkuðum í Asíu og Evrópu í gær og miklar sveiflur á markaði vestan- hafs. Lækkunin í Tókýó var 9,6%, 10,6% í Seoul og 8,3% í Hong Kong. Í London var lækkunin 5%, París 3,5% og í Frankfurt 5%. Margir óttast heimskreppu, eitt af því sem ýtti undir óttann var að 0,5% samdráttur varð í þjóðarframleiðslu Breta á þriðja ársfjórðungi. Ráðamenn landsins spá nú langvarandi sam- drætti. Mikill órói einkennir á ný fjár- málamarkaði heimsins og hefur ekki dugað að seðlabankar og ríkisstjórn- ir hafi dælt milljörðum dollara inn á markaðinn síðustu vikurnar, segir á vefsíðu BBC. Gengi evrunnar lækk- aði í gær og hefur ekki verið lægra gagnvart dollara í tvö ár, breska pundið féll meira á einum degi en gerst hefur frá 1992. Hefur það ekki verið lægra gagnvart dollara í sex ár. Á vefsíðu The Telegraph í Bret- landi í gær er skýrt frá því að skulda- tryggingarálag á rússnesk skulda- bréf sé komið í 1.123 stig, „hærra en hjá Íslendingum þegar þeir leituðu aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum“. Blaðið segir að tilraunir Ungverjalands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu til að fá neyðarlán hjá IMF hafi komið af stað hættulegri keðju- verkun í A-Evrópu; skuldatrygg- ingaálag Úkraínu sé nú 2.800 stig. Fjármálakreppan í Rússlandi verði stöðugt erfiðari, segir blaðið og sérfræðingar séu ekki vissir um að landið ráði við að ábyrgjast erlendar skuldir rússneskra fyrirtækja, alls um 530 milljarða dollara. En svig- rúmið sé þó mikið, ríkið eigi álíka mikla fjárhæð í erlendum gjaldeyri vegna aukinna tekna af olíu- og gas- sölu síðustu árin. Mikil lækkun á mörkuðunum Skuldatryggingarálag snarhækkar í ríkjum austanverðrar Evrópu Í HNOTSKURN »Viðskipti voru stöðvuð á báð-um stærstu verðbréfamörk- uðum Moskvu í gær og hefjast ekki aftur fyrr en á þriðjudag. »Fjárfestar reyna nú að losnavið hlutabréf af ótta við hnattræna kreppu og reyna að festa fé sitt í traustari eignum. »Fátt er um jákvæðar fréttiren samt bent á að bankar virðist nú ekki lengur jafn smeykir. Vextir á milli- bankalánum lækkuðu lítillega. Verðfall Áhyggjufullir verð- bréfasalar í Hong Kong í gær. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.