Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 23

Morgunblaðið - 25.10.2008, Page 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ALLT útlit er fyrir að forsetafram- bjóðandinn og repúblikaninn John McCain þurfi á kraftaverki að halda eigi honum að takast að snúa við öruggu forskoti demókratans Bar- acks Obama í nokkrum lykilríkjum, nú þegar aðeins tíu dagar eru þar til stóri dagurinn rennur upp 4. nóv- ember nk. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru á fimmtudag hefur Obama tveggja stiga forskot í Ohio og Pennsylvaníu. Sigri hann í Ohio á hann góða möguleika á að verða for- seti, en McCain þarf að vinna upp bilið í Pennsylvaníu og sækja fram í fleiri ríkjum. Tölfræðilegir möguleikar Mc- Cains eru því ekki miklir og það verður því athyglisvert að sjá hverju það mun skila honum að hafa setið svo gott sem einn að kastljósi fjöl- miðlanna í tæpa tvo daga. Obama gerði þannig hlé á kosn- ingafundum sínum á fimmtudag til að verða við sjúkrabeð ömmu sinn- ar, Madelyn Dunham, á Hawaii, sem er sögð er mjög alvarlega veik eftir mjaðmagrindarbrot. Dunham gekk Obama um margt í móðurstað á unglingsárum hans á Hawaii og kvaðst Obama ekki vilja gera sömu mistökin og hann gerði með því að ferðast ekki í tæka tíð til móður sinnar áður en hún lést af völdum krabbameins árið 1995. Obama, sem hefur átt það til á stjórnmálaferli sínum að halda fyr- irlestra, ekki kosningaræður, hefur legið undir ámæli um að vera fjar- lægur frambjóðandi og hafa verið leidd rök að því að þessi ákvörðun hans kunni að styrkja ímynd hans, með því að draga fram persónuleg gildi og áherslu á mikilvægi fjöl- skyldunnar í lífi hvers og eins. Dýr fatasmekkur Óvíst er hvort McCain muni tak- ast að færa sér þetta hlé í framboði andstæðings síns í nyt, ekki síst í ljósi fregna um að repúblikanar hafi varið sem nemur rúmum 18 millj- ónum íslenskra króna í fatnað, skartgripi og hársnyrtingu til handa varaforsetaefninu Söru Palin. En sú staðreynd að skartið var ekki af ódýrara taginu þykir ganga þvert á þá ímynd Palin að þar fari venjuleg „íshokkímóðir“ sem sé óspillt af stjórnarelítunni í Washington. Til að bæta gráu ofan á svart hef- ur komið í ljós að í embættistíð hennar sem ríkisstjóri Alaska juk- ust opinber útgjöld um 31%, þvert á þá ímyndarsmíði að hún sé íhalds- maður sem vilji lágmarka ríkisút- gjöld. Þá má leiða líkur að því að fréttir af áframhaldandi hruni á fjármála- mörkuðum yfirskyggi tilraunir framboðs McCains til að útmála Obama sem sósíalista og aðvaranir um að nái hann sigri verði demó- kratar í lykilstöðu í Hvíta húsinu og báðum þingdeildum í Washington. Ber þar ef til vill hæst að 123 milljarða dala aðstoð þingsins til tryggingarisans AIG mun að óbreyttu renna til þurrðar á næstu dögum.                     !           "    # $  % " &    ' (" ) ' #*  +   ,                                                                      61 0-     ! "#$" #  %& '  (&  "'' )* ' (    & )+,  (    73%898: ; (*<: ; 1=/ / /& 002>.-  *              , #  ./"       "       #  *    " "    0        -      - !   "    "  "  !         - - - - - - - -     -  $*  -  $*  John McCain þarf á kraftaverki að halda Dýr fatasmekkur Söru Palin vekur athygli á lokasprettinum Reuters Á ferðinni McCain pantar jarðarberjakrás í Plant City, Flórída, í fyrradag. Los Angeles Times. | Rúmri milljón tonna af Alaska-ufsa hefur verið landað í Alaska á ári hverju á sama tíma og veiðar á öðrum fisktegund- um, svo sem þorski, hafa hrunið í Bandaríkjunum og 80% af öllu fisk- meti, sem selt er í landinu, eru flutt inn. Loftslagsbreytingarnar í heimin- um gætu þó orðið til þess að ufsa- veiðarnar í Alaska heyrðu brátt sög- unni til. Aukinn sjávarhiti hefur orðið til þess að ufsi og fleiri fiskteg- undir í Beringshafi hafa fært sig norður á bóginn. Alaska-ufsinn er að breytast í Rússa-ufsa, synda inn í fiskveiðilögsögu Rússlands í leit að fæðu, og óttast er að það leiði til fisk- veiðideilu milli stjórnvalda í Banda- ríkjunum og Rússlandi. „Þetta mál snýst um matvælaör- yggi og líkurnar á að það valdi póli- tískum deilum eru mjög miklar,“ sagði Andrew Rosenberg, prófessor við New Hampshire-háskóla og fyrr- verandi aðstoðarframkvæmdastjóri bandarísku sjávarútvegsstofnunar- innar National Marine Fisheries Service. „Samskipti okkar við Rússa eru ekki góð fyrir.“ bogi@mbl.is Alaska-ufsinn rússneskur? NÁMSMENN í Róm mótmæla áformum ríkisstjórnar Ítalíu um að minnka útgjöldin til menntamála um a.m.k. 456 milljónir evra á næsta ári og 7,83 milljarða á fjórum árum. Námsmennirnir sögðu í gær að mótmæl- unum yrði haldið áfram þótt stjórnin hefði hótað að beita lögreglu ef þeir trufluðu kennslu í skólunum. Reuters Sparnaðaráformum mótmælt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIÐ verðfall varð á verðbréfa- mörkuðum í Asíu og Evrópu í gær og miklar sveiflur á markaði vestan- hafs. Lækkunin í Tókýó var 9,6%, 10,6% í Seoul og 8,3% í Hong Kong. Í London var lækkunin 5%, París 3,5% og í Frankfurt 5%. Margir óttast heimskreppu, eitt af því sem ýtti undir óttann var að 0,5% samdráttur varð í þjóðarframleiðslu Breta á þriðja ársfjórðungi. Ráðamenn landsins spá nú langvarandi sam- drætti. Mikill órói einkennir á ný fjár- málamarkaði heimsins og hefur ekki dugað að seðlabankar og ríkisstjórn- ir hafi dælt milljörðum dollara inn á markaðinn síðustu vikurnar, segir á vefsíðu BBC. Gengi evrunnar lækk- aði í gær og hefur ekki verið lægra gagnvart dollara í tvö ár, breska pundið féll meira á einum degi en gerst hefur frá 1992. Hefur það ekki verið lægra gagnvart dollara í sex ár. Á vefsíðu The Telegraph í Bret- landi í gær er skýrt frá því að skulda- tryggingarálag á rússnesk skulda- bréf sé komið í 1.123 stig, „hærra en hjá Íslendingum þegar þeir leituðu aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum“. Blaðið segir að tilraunir Ungverjalands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu til að fá neyðarlán hjá IMF hafi komið af stað hættulegri keðju- verkun í A-Evrópu; skuldatrygg- ingaálag Úkraínu sé nú 2.800 stig. Fjármálakreppan í Rússlandi verði stöðugt erfiðari, segir blaðið og sérfræðingar séu ekki vissir um að landið ráði við að ábyrgjast erlendar skuldir rússneskra fyrirtækja, alls um 530 milljarða dollara. En svig- rúmið sé þó mikið, ríkið eigi álíka mikla fjárhæð í erlendum gjaldeyri vegna aukinna tekna af olíu- og gas- sölu síðustu árin. Mikil lækkun á mörkuðunum Skuldatryggingarálag snarhækkar í ríkjum austanverðrar Evrópu Í HNOTSKURN »Viðskipti voru stöðvuð á báð-um stærstu verðbréfamörk- uðum Moskvu í gær og hefjast ekki aftur fyrr en á þriðjudag. »Fjárfestar reyna nú að losnavið hlutabréf af ótta við hnattræna kreppu og reyna að festa fé sitt í traustari eignum. »Fátt er um jákvæðar fréttiren samt bent á að bankar virðist nú ekki lengur jafn smeykir. Vextir á milli- bankalánum lækkuðu lítillega. Verðfall Áhyggjufullir verð- bréfasalar í Hong Kong í gær. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.