Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 E N N E M M / S ÍA / N M 34 76 9 Nú er potturinn fjórfaldur og stefnir í 22 milljónir. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is Óvissan sem ríkir um Sparisjóða- bankann veldur áhyggjum í Nes- kaupstað líkt og annars staðar. Sparisjóður Norðfjarðar hefur verið mikilvægt fyrirtæki í bæjarfélaginu í hartnær 90 ár og er mörgum afar kær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur nýlega skorað á ríkisstjórn og Alþingi að standa vörð um sparisjóð- ina í landinu, enda séu þeir sér- staklega mikilvægir fyrir lands- byggðina og oftar en ekki verið burðarásar byggðarlaganna. Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarða- byggð, hefur bent á að sparisjóðirnir eru einu peningastofnanirnar í land- inu sem ekki er stýrt úr Reykjavík, auk þess sem þeir hafi í gegnum tíð- ina látið starfssvæði sín njóta vel- gengni sinnar. Ljóst er að fyrir bankahrunið var ýmislegt sem benti til þess að litlu sparisjóðirnir á landsbyggðinni heyrðu brátt sög- unni til, enda miðaði allt að hag- kvæmni stærðarinnar. Tíminn einn getur leitt í ljós hvernig sparisjóð- unum reiðir af.    Veturinn hefst ekki á rokkveislu Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi í félagsheimilinu Egilsbúð þetta árið eins og undanfarin 18 ár. Enginn rekstur er nú í Egilsbúð þar sem fráfarandi rekstraraðili óskaði eftir að losna undan samningi fyrr en til stóð og ekki hefur enn verið gerður samningur við nýtt fólk til að koma að rekstrinum. Auglýst var eftir áhugsasömum til að taka við rekstri félagsheimilisins, sem er í eigu Fjarðabyggðar. Fjórar umsóknir bárust og er nú unnið að því að meta umsækjendur. Bæjarbúar bíða spenntir eftir niðurstöðum.    Áhyggjufullir bæjarbúar velta því nú fyrir sér hvort rokkveislan verði slegin af þetta árið. Sigurjón Eg- ilsson hjá BRJÁN, sem er fram- kvæmdastjóri sýningarinnar í ár, segir að það séu óþarfa áhyggjur. Rokkveisla BRJÁN verður sett á svið þó að tímasetning verði önnur en hefð er fyrir. Hugsanlega verður farið af stað um leið og skýrist með nýja rekstraraðila í Egilsbúð, en einnig er inni í myndinn að tengja rokkveisluna jólahlaðborðunum. Ekkert hefur verið gefið upp um hvert þema sýningarinnar verður, enda ekki búið að ákveða það end- anlega að sögn Sigurjóns. Alla jafna skapast töluverð spenna á haustin þegar aðdáendur rokkveislnanna reyna að spá fyrir um hvert þemað verður. Nú virðast margir veðja á ABBA-sýningu í anda Mamma Mia sem hefur verið vinsæl meðal þjóð- arinnar undanfarnar vikur. Þema líkt og var árið 2003 þegar BRJÁN flutti Ensku úrvalsdeildina í rokki er ekki líklegt til vinsælda um þessar mundir.    Síldin kemur. Kærkominn kippur kom í síldveiðar um miðja þessa viku í Grundarfirði. Öll þrjú skip Síld- arvinnslunnar, Birtingur, Bjarni Ólafsson og Börkur fengu góðan afla sem nú hefur verið landað og eru skipin aftur farin á miðin. Börkur og Bjarni Ólafsson lönduðu alls um 1800 tonnum af vænni síld í Nes- kaupstað sem öll fer til frystingar á Evrópumarkað. Að sögn Karls Jó- hanns Birgissonar, rekstrarstjóra útgerðar hjá SVN, ríkir almennt bjartsýni með að síldveiðar séu að komast í sama horf og í fyrra sem var gott síldveiðár. NESKAUPSTAÐUR Kristín Ágústsdóttir fréttaritari Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Bjartsýni Síld er nú fryst af kappi í fullkomnu fiskiðjuveri SVN. ÚR BÆJARLÍFINU Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Fyrsta sjokkið kom þegareinn okkar fékk sms-skilaboð að heiman um aðríkið hefði keypt 75% hlut í Glitni,“ segir Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju. „Síð- an komu skilaboðin ein af öðrum – við fréttum af óöryggi almennings, neyðarlögunum og svo falli Lands- bankans og Kaupþings.“ Sjö íslenskir prestar voru í ferð- inni sem farin var á vegum Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga og segir Sigfús Kristjánsson, prestur í Hjallakirkju, þetta óneitanlega hafa verið svolítið sérstakt. „Við vorum á stað sem þekkir raunverulega fá- tækt, en vorum samt í þetta góðu sambandi við umheiminn.“ Hann bætir við að lítið hefði þýtt að segja fregnir af bankakreppunni á Íslandi, í augum margra heimamanna hefðu þeir nefnilega verið stóreignamenn. „Þeirra fátækt gengur meira út á að geta skrapað saman fyrir mat fyr- ir fjölskylduna á hverjum degi. Enn sem komið er er ekki þannig ástatt með fólk á Íslandi og það setur hlut- ina óneitanlega í dálítið annað sam- hengi.“ Gsm-möstur víða sjáanleg Um 300.000 manns búa í Pokot- héraði og eru nú rúm 30 ár liðin frá því að Íslendingar byrjuðu að taka þátt í kristniboði á svæðinu. „Þetta hefur skilið mikil ummerki eftir sig í samfélaginu,“ segir Ólafur og nefnir bæði skóla og kirkjusöfnuði, auk þess sem vera trúboðanna hafi breytt viðhorfi heimamanna til hlut- skiptis kvenna og menntunar stúlkna. „Með hópnum var Kjartan Jóns- son sem starfaði þarna sem kristni- boði í 12 ár og fyrir tilstilli hans komumst við nær heimamönnum en við hefðum getað sem hefðbundnir ferðamenn.“ Ólafur segir fjölda gsm-mastra á svæði þar sem hvorki væri að finna rennandi vatn né raf- magn óneitanlega hafa stungið í stúf. „Inni á milli söluskúranna í Propoi sem seldu ristaðan maís, við- arkol og fleiri nauðsynjar, var að finna sölustaði símafyrirtækja sem seldu bæði inneignir og rafmagns- hleðslur í síma. Það má því segja að verið sé að gsm-væða frumskógana og það var athyglisvert að sjá þann hag sem símafyrirtækin sáu sér í því.“ Pokot er gjöfult hérað og því hafa allir nóg að borða, en fátæktin er engu að síður mikil. „Þetta er allt annar heimur,“ segir Sigfús. „Hér heima er oft rætt um slæmt ástand vega á Vestfjörðum. Þeir eru hins vegar hátíð miðað við vegina þarna úti. Þar er fólk að kljást við þau vandamál að geta ef til vill ræktað matvæli, en koma þeim síðan ekki á markað af því að vegurinn er ekki til staðar.“ Íslendingar geti því verið þakklátir fyrir hve traustir innviðir samfélags okkar séu. „Maður sá vel þarna úti að lífs- gæði fólks og hamingja eru ekki bundin við veraldlegar eignir eða stöðu í samfélaginu,“ segir Ólafur. Þess vegna stendur það líka upp úr hvað fólkið var glatt, ánægt og snyrtilegt og börnin fín þrátt fyrir fátækt og erfiðisvinnu.“ Æðruleysi og styrkur Þeir segja vissulega hafa tekið á að fylgjast úr fjarlægð með hruninu hér heima. „Þó ástand fjármála- markaða væri kannski jafn slæmt og það hljómaði er heim var komið, þá var ástandið á fólkinu betra en frétt- ir gáfu til kynna,“ segir Sigfús og Ólafur tekur í sama streng. „Mér finnst fólk sýna meira æðruleysi og styrk heldur en fyrstu fréttir gáfu til kynna, þó að maður viti auðvitað að það er erfitt framundan hjá mörgum sem ef til vill hafa tapað miklu.“ Einhver fjölgun virðist líka hafa orðið í þeim hópi sem tekur þátt í kirkjustarfi í kjölfar fjármálakrepp- unnar og segist Sigfús þannig hafa orðið var við töluverða fjölgun í messum og barnastarfi Hjallakirkju. Lífsgæðin ekki bundin við veraldlegar eignir Þó að hvorki væri að finna rafmagn né renn- andi vatn í þorpinu Propoi í Pokot-héraði í Kenýa, áttu íslensku prestarnir sem þar voru á ferð í litlum vandræð- um með að fylgjast með fjármálakreppunni heima fyrir. Ljósmynd/ Sigfús Kristjánsson Í góðum félagsskap Ólafur Jóhannsson og Bolli Pétur Bollason í hópi barna sem sækja kirkju í Pokot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.