Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 BRESKI rithöfundurinn Ian McEwan hefur nú ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ítölsk- um kollega sínum Roberto Saviano. Sá hefur mátt þola hótanir frá mafí- unni í Napólí, sem gengur undir nafninu Camorra, eftir að hann skrifaði bók sem afhjúpaði glæpa- starfsemi hennar. McEwan er þar með kominn í hóp 200.000 manna sem hafa lýst yfir stuðningi við Sav- iano. Í hópnum eru fjölmargir rithöf- undar og annað þekkt fólk, t.d. þau Günther Grass, Mikhail Gorbachev, Dario Fo, Elfriede Jelinek, Des- mond Tutu, Martin Amis, Jonathan Franzen, Chuck Palahniuk, og Paul Auster. „Ég geri engan greinarmun á Camorra og ákveðnum öfgatrúar- hópum sem reyna að koma í veg fyr- ir umræðu með hótunum um of- beldi,“ var haft eftir McEwan í The Guardian. Þar sagðist hann vonast til þess að undirskriftirnar „hvettu ítölsk stjórnvöld til þess að taka mál- ið alvarlega. Þetta snýst um grund- vallaratriði tjáningarfrelsis og mannréttinda.“ Saviano hefur síðustu tvö árin not- ið lögregluverndar á Ítalíu, en eftir að hótanir bárust um að til stæði að myrða hann fyrir jól sagðist hann ætla að flýja land. Í grein sem birtist í ítölsku blaði sagðist hann mjög þakklátur fyrir stuðning kollega sinna og hrærður yfir þeim kærleik og samstöðu sem honum væri sýnd. Bók Saviano ber nafnið Gómorra og hefur selst vel að undanförnu. Kvikmynd byggð á henni hefur verið lögð fram til Óskarsverðlauna fyrir hönd Ítalíu. McEwan styður Saviano Morgunblaðið/Kristinn Ian McEwan Hvetur ítölsk stjórn- völd til þess að taka málið alvarlega. Á MORGUN heldur Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari tónleika í Laugaborg í Eyjafirði. Á efnisskrá er meistara- stykki franska tónskáldsins Oliviers Messiaen „Vingt reg- ards sur ĺenfant Jésus“ eða „Tuttugu tillit til Jesúbarns- ins“. Verkið sem er frá árinu 1944 samanstendur af tuttugu hugleiðingum tónskáldsins um frelsarann og þykir það eitt af stórbrotnustu píanóverkum 20. aldarinnar. Anna Guðný er fyrsti íslenski píanistinn sem hefur leikið verkið í heild sinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 15. Tónlist Oliver Messiaen norðan heiða Anna Guðný Guðmundsdóttir TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Galleríi Fold klukkan þrjú í dag, önnur eftir Hauk Dór og hin eftir Huldu Vilhjálmsdóttur. Haukur Dór hélt sína fyrstu sýningu á Mokka 1962. Að námi loknu vann hann jöfnum höndum sem málari og ker- amiker, en hefur nú alfarið snúið sér að málverkinu. Á fjörutíu ára ferli hefur Haukur Dór sýnt reglulega á Íslandi og erlendis. Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1971 og lauk BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2000. Hún hefur verið athafnasöm í list sinni og hefur sýnt á fjölmörgum einka- og samsýningum. Myndlist Haukur og Hulda sýna í galleríi Fold Hulda Vilhjálmsdóttir FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur í dag málþing undir yfirskriftinni „Tengsl upplýsingar og rómantíkur í ís- lenskri hugmyndasögu“ í fyr- irlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.00 og flutt verða fimm erindi, meðal annarra „Um framfara- hugmyndir á síðari hluta 19. aldar og rætur þeirra“ eftir Halldór Bjarnason og „Að virkja rómantíkina: Rök og rökleysa í Draumalandi Andra Snæs Magnasonar“ eftir Helgu Birgisdóttur. Útdrættir úr erindum verða aðgengilegir á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.old. Fræði Tengsl upplýsingar og rómantíkur Í Þjóðarbókhlöðu Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SÝNINGIN Orð Guðs hefst í Lista- safninu á Akureyri í dag, en þar eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar. Hugmyndin er að færa trúarlega umræðu inn í ís- lenskan samtíma og á öðrum vett- vangi en fólk er vant, að sögn Þóru Þórisdóttur sýningarstjóra. Listasafnið á Akureyri hefur markað sér sérstöðu meðal íslenskra safna að mati Þóru, með því að leyfa sér á stundum að fara ótroðnar slóð- ir; að taka púlsinn á samfélaginu: „Hannes er eiginlega alveg sér á báti. Hann er svo næmur fyrir tíð- arandanum. Í gamla daga var þetta kallað spádómsgáfa!“ segir Þóra og vísar til Hannes Sigurðssonar, for- stöðumanns safnsins, sem hóf að skipuleggja sýninguna fyrir mörg- um mánuðum – en Þóru þykir hún eiga einkar vel við í dag. Ekki skotgrafahernaður Þóra segir að lagt hafi verið upp með að finna listamenn sem unnið hafi verk í skapandi samræðu við kristna kenningu, táknmál hennar og trúarhefð. „Þá var lögð áhersla á að forðast að þema sýningarinnar yrði vettvangur skotgrafahernaðar gegn kristni, að sýningin hefði hlut- laust yfirbragð hefðbundinnar kirkjulistar eða félli í farveg þeirrar hugmyndafræði að alla trú beri að sama brunni.“ Hún segir alla þátttakendur í sýn- ingunni hafa mikinn áhuga á trú- málum og segir viðfangsefnið afar spennandi nú þegar ýmis grundvall- argildi eru aftur ofarlega á baugi í kjölfar bankakreppunnar. „Nú er það allt í einu fjölskyldan sem aftur skiptir mestu máli; kenn- ingar Krists eru orðnar meira spennandi en þegar kapítalisminn var á fullri ferð. Sýningin fjallar um Orðið, um Jesú sem boðar upprisu, kærleika, samhjálp og fyrirgefn- ingu. Og það að sýningin á sér stað innan listastofnunar en ekki kirkju- stofnunar gefur ákveðið svigrúm; við höfum listrænt frelsi til tjáningar um kristna trú og kristna kenningu. Það er enginn prestur sem getur sagt mér hvað ég má og hvað ekki.“ Þóra segir að listastofnanir í heild sinni hafi ekki síður en trúarstofn- anir verið bundnar við kreddur ým- iss konar og þrátt fyrir að listhefð síðustu aldar kalli alltaf eftir ein- hverju nýju og áhugaverðu þá hafi verið settar upp ákveðnar línur sem megi helst ekki stíga yfir. „Það má kannski segja að við séum að leiða saman tvo dauðvona hesta, trúna og listina.“ Vert er að geta þess að hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri er boðið að taka þátt í formi leið- sagnar þar sem tækifæri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eða aðgreiningar eftir þörfum. Þóra segir ýmsa trúa því að Ísland sé stjórnstöð sem elur upp mikla menn. „Að við séum sérstök. Öðru- vísi en aðrir. Og það getur vel verið rétt. En þá vill oft verða stutt í þjóð- ernishyggjuna og hið góða verður slæmt með einu blaki. Við erum „stórust“ en svo minnst, ríkust en allt í einu skuldugust. Getum allt einn daginn en trúum svo allt í einu að við getum ekkert og séum ný- skriðin út úr moldarkofunum.“ Þegar upp er staðið verður kannski betra fyrir Íslendinga,“ seg- ir hún, „að fallið er svona mikið en ekki bara hálft; við gerum stærstu mistökin og verðum kannski leiðtog- ar í því að rétta úr kútnum.“ Málþing um sýninguna verður haldið dag í Ketilhúsinu og hefst kl. 13.00 en sýningin kl. 15.00. Með puttann á púlsinum Vekja spurningar um ýmsa þætti kristinnar trúar í Listasafninu á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Síðasta kvöldmáltíðin Franski listamaðurinn Etienne de France við verk sitt sem verður á sýningunni Orð Guðs, sem hefst á Akureyri í dag. Eftir Gunnhildi Finnsdóttir gunnhildur@mbl.is „ÞAÐ er þannig með málverkin að það er erfitt að vinna þau innan ákveðins ramma því þau eru svo frek að þau taka alltaf af manni stjórn- ina,“ segir myndlistarmaðurinn Guðrún Kristjánsdóttir sem opnar sýningu í Galleríi Ágúst í dag klukk- an fjögur þar sem hún sýnir vídeó- verk og málverk. Guðrún hefur unn- ið að myndlist í þrjá áratugi og notað ýmsa miðla til þess að koma hug- myndum sínum á framfæri. „Hvert málverk er svo sjálfstætt, að það er erfitt að láta það lúta að þeirri hugmynd sem maður er að vinna með. Að þessu leyti láta aðrir miðlar betur að stjórn.“ Guðrún vinnur jöfnum höndum í ólíka miðla og hefur verið að blanda vinnuaðferðum þeirra saman. „Ég vinn lítil málverk í þaula út frá klipp- um í náttúrunni. Ég set mér verk- efni og reyni að vinna innan ákveð- ins ramma og ég er að vinna í þessa miðla jöfnum höndum, ég geri vídeó, ljósmyndaseríur og málverkaseríur. Ég er að leika mér að því að vinna vídeóin eins og málverk og mál- verkin eins og vídeó. Ég tek litla ramma úr umhverfinu og ég er að hugsa um þetta alltumlykjandi um- hverfi okkar með öllum þessum um- hleypingum, svo síbreytilegt og kvikt. Ég er að draga fram þessi sí- breytilegu form og upphefja þau og segja: Sjáið þið hvað við erum með fallegar myndir allt í kringum okk- ur, takið eftir þeim og reynið að ráða í þær.“ Vídeóverkin ná út fyrir hefð- bundið sýningarrými í galleríinu. „Ég er að varpa þeim hérna á gluggana í galleríinu. Á þessum árs- tíma, um leið og það fer eitthvað að skyggja þá varpast myndin bæði á glerið og í allavega skuggum inn og út og á stéttina. Sá sem gengur hjá fær þá þessi tákn á sig.“ Frek málverk taka stjórnina Morgunblaðið/Ómar Gallerí Ágúst „Ég er að hugsa um þetta alltumlykjandi umhverfi okkar með öllum þessum umhleypingum, svo síbreytilegt og kvikt.“ Guðrún Kristjánsdóttir sýnir í Galleríi Ágúst Hverjir sýna á Akureyri og hvað? Frakkinn Etienne de France sýnir verk þar sem þema kvöldmáltíð- arinnar, hins sígilda viðfangsefnis trúarlegrar listar á Vesturlöndum, er látið spegla veruleika samtímans. Sýnt verður nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörð þar sem hugað er að ímynd og vilja Guðs í gagnvirku samtali við áhorfendur sem eru hvattir til að draga upp eigin hugmynd um Guð. Leitin að gralinum á Kili er viðfangs- efni Jeannette Castioni og sett í samhengi við spurningar um fjár- sjóð, leyndardóma og leitina að sannleikanum. Ólöf Nordal sýnir innsetninguna Volto santo eða hina heilögu ásjónu þar sem Kristsmyndin er skoðuð í samhengi við sauðfjármenningu Ís- lendinga, með tilliti til lambsins, hirðisins og ekki síst forustusauð- arins. Aðrar heilagar táknmyndir kristninn- ar hvað varðar sköpunarkraft Guðs og manna eru túlkaðar í verkum Þóru Þórisdóttur með sérstöku tilliti til kvennaguðfræði og veruleika heil- ags anda. Bænin sjálf, svar mannsins við ákalli Guðs mun fá sinn sess á sýningunni þar sem Arnaldur Máni Finnson býð- ur upp á óvenjulega aðstöðu til bænahalds og íhugunar. S&S „Ég var bara að fara út með ruslið og það var hálka á pallinum þannig að ég flaug á hausinn.“48 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.