Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.10.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagðist aðspurður skora á íslenska auðmenn að flytja heim til Íslands þá peninga sem þeir ættu erlendis. Þetta sagði Geir í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær- kvöld. „Það væri auð- vitað mjög æski- legt ef menn gerðu það af fúsum og frjálsum vilja. Ég hef reyndar alltaf talið að það væri óeðlilegt að menn væru að flytja peningana sína til út- landa og koma sér fyrir í öðrum lög- sögum, ef svo mætti segja. Bæði skiptir það máli vegna skatttekna og þess að taka þátt í að byggja upp okk- ar þjóðfélag. Þannig að ég held að það sé eðlileg ósk til manna,“ sagði Geir. Spurður út í það hvort hann væri tilbúinn að skora á íslenska auðmenn, líkt og hann skoraði á útflytjendur að koma með gjaldeyri til landsins, sagði Geir: „Ég myndi skora á þá líka, að þeir kæmu hingað heim.“ Að mati sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins þurfa Íslendinga á um 760 milljarða króna fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. Sjóð- urinn mun, ef samningar nást, leggja fram 240 milljarða en eftir er að fjár- magna 480 milljarða. Aðspurður sagði Geir að Seðlabanki Íslands hefði í gær, þegar ósk íslenskra yfirvalda um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn lá fyrir, sent bréf til Norður- landanna, Evrópska seðlabankans og Bandaríkjanna. „Við höfum ástæðu til að halda að í það minnsta hafi Norð- urlöndin áhuga á að koma inn í þetta með okkur. Það hefur legið fyrir af þeirra hálfu að þau væru okkur mjög vinveitt og vildu leggja okkur lið, en vildu gjarn- an tengja það samstarfi okkar við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Síðan eru auðvitað viðræður í gangi við Rúss- ana,“ sagði Geir. silja@mbl.is Heim með féð  Forsætisráðherra skorar á auðmenn að flytja peninga heim til Íslands og taka þátt í því að byggja upp þjóðfélagið að nýju Geir H. Haarde LIÐSMENN danska varðskipsins Vædderen notuðu í gær tækifærið og æfðu þyrlubjörgun úr sjó á ytri höfn- inni í Reykjavík. Skipverjar hafa til umráða öfluga Lynx-þyrlu. Ekki er verra að hann blási, það gerir æf- inguna bara betri því að björgun þarf oft að sinna í vondu veðri. Híft á ytri höfninni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BÚAST má við einhverjum hækk- unum á áfengi og tóbaki um mán- aðamótin í ljósi gengisbreytinga. Birgjar sjá ÁTVR fyrir vörum og hafa ekki verið vandkvæði í þeim efnum að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Skattar vega þungt í verðmynd- un á áfengi. Ef tekið er dæmi af verðmyndun á 750 millilítra rauð- vínsflösku þá eru skattar, þ.e. áfengisgjald og virðisaukaskattur, um 58% af útsöluverði, innkaups- verð 33% og álagning ÁTVR að meðaltali um 9%. Áfengisgjald er miðað við styrkleika alkóhóls og er föst krónutala. Áfengisgjaldið hækkað? Reiknað var með því í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár, að áfengisgjald og tóbaksgjald yrðu hækkuð um 11,5% í ársbyrjun 2009. Áætlað er að áfengisgjald skili 8,9 milljörðum króna í rík- issjóð á næsta ári og tóbaksgjald 4,3 milljörðum króna. Aukning hefur verið í sölu áfengis það sem af er þessu ári. Nemur aukningin um 500 þúsund lítrum eða 6,6%. Heldur hægði á henni í september og það sem af er októbermánuði. Það sem af er ári hefur verið samdráttur í sölu á tóbaki. Búist við hækkun á tóbaki og áfengi                             "" # $ "            ÞEIM fjölgar með hverjum deg- inum sem skrá sig atvinnulausa. Á aðeins tveimur vikum hefur atvinnu- lausum t.d. fjölgað um 900 manns. Fjölgunin meðal karla er mun meiri á þessu tímabili en meðal kvenna. Samráðsnefnd félags- og trygg- ingamálaráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins hefur mótað til- lögur til að sporna gegn vaxandi at- vinnuleysi. Í þeim felst meðal annars hvati fyrir atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall starfsmanna sinna fremur en að grípa til uppsagna. Miðað er við að réttur fólks til tekju- tengdra atvinnuleysisbóta verði auk- inn og jafnframt að tekjur launa- fólks fyrir hlutastarf skerði ekki atvinnuleysisbætur eins og verið hefur. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, á ársfundi Alþýðu- sambandsins á fimmtudag. aij@mbl.is Atvinnulausum hefur fjölgað um 900 á undanförnum tveimur vikum      % &     &'                 !     !"  #  $  $  % () *%  #                     #     +                #             ,  #         Mun meiri fjölgun er í hópi karla á atvinnuleysiskrá BÚAST má við að yfirstandandi fjármálakreppa verði ofarlega á baugi á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst í Helsinki í Finnlandi á mánudag, að sögn Árna Páls Árna- sonar, formanns Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Þingið stendur dagana 27.-29. október. Árni Páll segir að á mánu- dag verði fundur forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðu- flokka. „Þeir munu ræða hnattvæð- ingu í ljósi fjármálakreppunnar. Svo verður fundur utanríkisráð- herra á þriðjudeginum og almenn- ar umræður á miðvikudeginum,“ segir Árni Páll. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði um áramót og gegnir henni í eitt ár. Kreppan rædd í Helsinki ÍSLAND hefur löngum verið meðal dýrustu landa í heimi en fyrir út- lendinga sem fá t.d. útborgað í evr- um eða dönskum krónum hefur Ísland sjaldan verið eins ódýrt og ein- mitt nú og það hafa er- lendir ferða- menn óspart nýtt sér undanfarnar vikur. Í verslun 66° norður í Banka- stræti, þar sem ferðamenn eru tíð- ir gestir, hefur veltan aukist um 40-50% miðað við október í fyrra. Ninna Hafliðadóttir, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs 66°, bendir á að vegna gengisfalls krón- unnar hafi verð í íslenskum krón- um lækkað um 50%. Þar að auki fái útlendingar virðisaukaskatt endurgreiddan. Aðspurð segir hún að vörurnar hafi engan veginn hækkað í takt við lækkandi gengi enda væri ekki hægt að bjóða Ís- lendingum upp á slíkt. Líklega næmi hækkunin 8-15%. Frostið á gjaldeyrismarkaði hef- ur ekki haft teljandi áhrif á 66° norður, ekki síst vegna þess að fyr- irtækið framleiðir sjálft fatnað í verksmiðju í Lettlandi. runarp@mbl.is Ferðamenn rífa út 66°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.