Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.10.2008, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagðist aðspurður skora á íslenska auðmenn að flytja heim til Íslands þá peninga sem þeir ættu erlendis. Þetta sagði Geir í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær- kvöld. „Það væri auð- vitað mjög æski- legt ef menn gerðu það af fúsum og frjálsum vilja. Ég hef reyndar alltaf talið að það væri óeðlilegt að menn væru að flytja peningana sína til út- landa og koma sér fyrir í öðrum lög- sögum, ef svo mætti segja. Bæði skiptir það máli vegna skatttekna og þess að taka þátt í að byggja upp okk- ar þjóðfélag. Þannig að ég held að það sé eðlileg ósk til manna,“ sagði Geir. Spurður út í það hvort hann væri tilbúinn að skora á íslenska auðmenn, líkt og hann skoraði á útflytjendur að koma með gjaldeyri til landsins, sagði Geir: „Ég myndi skora á þá líka, að þeir kæmu hingað heim.“ Að mati sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins þurfa Íslendinga á um 760 milljarða króna fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. Sjóð- urinn mun, ef samningar nást, leggja fram 240 milljarða en eftir er að fjár- magna 480 milljarða. Aðspurður sagði Geir að Seðlabanki Íslands hefði í gær, þegar ósk íslenskra yfirvalda um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn lá fyrir, sent bréf til Norður- landanna, Evrópska seðlabankans og Bandaríkjanna. „Við höfum ástæðu til að halda að í það minnsta hafi Norð- urlöndin áhuga á að koma inn í þetta með okkur. Það hefur legið fyrir af þeirra hálfu að þau væru okkur mjög vinveitt og vildu leggja okkur lið, en vildu gjarn- an tengja það samstarfi okkar við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Síðan eru auðvitað viðræður í gangi við Rúss- ana,“ sagði Geir. silja@mbl.is Heim með féð  Forsætisráðherra skorar á auðmenn að flytja peninga heim til Íslands og taka þátt í því að byggja upp þjóðfélagið að nýju Geir H. Haarde LIÐSMENN danska varðskipsins Vædderen notuðu í gær tækifærið og æfðu þyrlubjörgun úr sjó á ytri höfn- inni í Reykjavík. Skipverjar hafa til umráða öfluga Lynx-þyrlu. Ekki er verra að hann blási, það gerir æf- inguna bara betri því að björgun þarf oft að sinna í vondu veðri. Híft á ytri höfninni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BÚAST má við einhverjum hækk- unum á áfengi og tóbaki um mán- aðamótin í ljósi gengisbreytinga. Birgjar sjá ÁTVR fyrir vörum og hafa ekki verið vandkvæði í þeim efnum að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Skattar vega þungt í verðmynd- un á áfengi. Ef tekið er dæmi af verðmyndun á 750 millilítra rauð- vínsflösku þá eru skattar, þ.e. áfengisgjald og virðisaukaskattur, um 58% af útsöluverði, innkaups- verð 33% og álagning ÁTVR að meðaltali um 9%. Áfengisgjald er miðað við styrkleika alkóhóls og er föst krónutala. Áfengisgjaldið hækkað? Reiknað var með því í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár, að áfengisgjald og tóbaksgjald yrðu hækkuð um 11,5% í ársbyrjun 2009. Áætlað er að áfengisgjald skili 8,9 milljörðum króna í rík- issjóð á næsta ári og tóbaksgjald 4,3 milljörðum króna. Aukning hefur verið í sölu áfengis það sem af er þessu ári. Nemur aukningin um 500 þúsund lítrum eða 6,6%. Heldur hægði á henni í september og það sem af er októbermánuði. Það sem af er ári hefur verið samdráttur í sölu á tóbaki. Búist við hækkun á tóbaki og áfengi                             "" # $ "            ÞEIM fjölgar með hverjum deg- inum sem skrá sig atvinnulausa. Á aðeins tveimur vikum hefur atvinnu- lausum t.d. fjölgað um 900 manns. Fjölgunin meðal karla er mun meiri á þessu tímabili en meðal kvenna. Samráðsnefnd félags- og trygg- ingamálaráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins hefur mótað til- lögur til að sporna gegn vaxandi at- vinnuleysi. Í þeim felst meðal annars hvati fyrir atvinnurekendur til að lækka starfshlutfall starfsmanna sinna fremur en að grípa til uppsagna. Miðað er við að réttur fólks til tekju- tengdra atvinnuleysisbóta verði auk- inn og jafnframt að tekjur launa- fólks fyrir hlutastarf skerði ekki atvinnuleysisbætur eins og verið hefur. Þetta kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, á ársfundi Alþýðu- sambandsins á fimmtudag. aij@mbl.is Atvinnulausum hefur fjölgað um 900 á undanförnum tveimur vikum      % &     &'                 !     !"  #  $  $  % () *%  #                     #     +                #             ,  #         Mun meiri fjölgun er í hópi karla á atvinnuleysiskrá BÚAST má við að yfirstandandi fjármálakreppa verði ofarlega á baugi á þingi Norðurlandaráðs, sem hefst í Helsinki í Finnlandi á mánudag, að sögn Árna Páls Árna- sonar, formanns Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Þingið stendur dagana 27.-29. október. Árni Páll segir að á mánu- dag verði fundur forsætisráðherra og leiðtoga stjórnarandstöðu- flokka. „Þeir munu ræða hnattvæð- ingu í ljósi fjármálakreppunnar. Svo verður fundur utanríkisráð- herra á þriðjudeginum og almenn- ar umræður á miðvikudeginum,“ segir Árni Páll. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði um áramót og gegnir henni í eitt ár. Kreppan rædd í Helsinki ÍSLAND hefur löngum verið meðal dýrustu landa í heimi en fyrir út- lendinga sem fá t.d. útborgað í evr- um eða dönskum krónum hefur Ísland sjaldan verið eins ódýrt og ein- mitt nú og það hafa er- lendir ferða- menn óspart nýtt sér undanfarnar vikur. Í verslun 66° norður í Banka- stræti, þar sem ferðamenn eru tíð- ir gestir, hefur veltan aukist um 40-50% miðað við október í fyrra. Ninna Hafliðadóttir, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs 66°, bendir á að vegna gengisfalls krón- unnar hafi verð í íslenskum krón- um lækkað um 50%. Þar að auki fái útlendingar virðisaukaskatt endurgreiddan. Aðspurð segir hún að vörurnar hafi engan veginn hækkað í takt við lækkandi gengi enda væri ekki hægt að bjóða Ís- lendingum upp á slíkt. Líklega næmi hækkunin 8-15%. Frostið á gjaldeyrismarkaði hef- ur ekki haft teljandi áhrif á 66° norður, ekki síst vegna þess að fyr- irtækið framleiðir sjálft fatnað í verksmiðju í Lettlandi. runarp@mbl.is Ferðamenn rífa út 66°

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.