Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 1

Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 1
M Á N U D A G U R 3. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 301. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 37 ÆRINGJARNIR Í SPRENGJUHÖLLINNI VIÐ HÖFUM ALLTAF VERIÐ MEÐ GÓÐ PLÖN FIÐURFÉ Í FÖGRU HÚSI Hænsni eru góð búbót í kreppunni Einhverri sögulegustu kosningabaráttu á síðari tímum í Bandaríkjunum lýkur á morgun þegar forsetaframbjóðendurnir Barack Obama og repúblikaninn John McCain bíða örlaga sinna. Eins og kunnugt er hafa hvítir karlar gegnt embætti Bandaríkjaforseta allt frá dögum George Washington, sem fyrstur gegndi þessu valdamesta embætti heims á árunum 1789-97. Með sigri myndi blökkumaðurinn Obama því rjúfa eina rótgrónustu hefð stjórnmálanna og í ljósi sögunnar eru lögregluyfirvöld nokkurra stórborga við öllu búin, fari svo að hann tapi. | 16 AP Álag Barack Obama á kosningafundi í Cleveland í Ohio í gær. Mikið hefur mætt á honum og John McCain, forsetaefni repúblikana, síðustu daga. Tugþúsundir sjálfboðaliða taka þátt í kosningasmölun. TAUGATITRINGUR OG HÁSPENNA Óttast að upp úr sjóði fari svo að Obama tapi AÐALEIGENDUR 365 hafa ekki lengur áhuga á að standa við samninginn um að Fréttablaðið sameinist Árvakri, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Þetta varð ljóst eftir að 365 samþykkti á fundi sínum síðdeg- is í fyrradag að Rauðsól, félag í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, keypti fjölmiðlahluta 365 út úr félaginu fyrir 1,5 milljarða króna og tæki yfir skuldir upp á um 4,4 millj- arða. Heildarskuldir 365 nema 11 millj- örðum, skv. heimildum Morgunblaðsins, þar af um 5,2 milljörðum í Landsbankanum. Samkvæmt samningi um sameiningu Ár- vakurs, Fréttablaðsins og Pósthússins sem greint var frá 10. október sl., á 365 hf. að koma inn í hluthafahóp Árvakurs með 36,5% hlut. Í samningnum er gert ráð fyrir að skuldir sem Fréttablaðið og Pósthúsið taki með sér úr 365 nemi 2,8 milljörðum. Í kaupsamningi Rauðsólar á fjölmiðla- hluta 365, sem Landsbankinn hefur enn ekki staðfest, er ráðgert að Rauðsól yfirtaki aðrar skuldir upp á um tvo milljarða króna. Vonlitlar einingar og miklar skuldir Stjórn 365 samþykkti tilboði Rauðsólar með öllum greiddum atkvæðum nema einu en Árni Hauksson greiddi atkvæði gegn til- lögunni og sagði sig síðan úr stjórn félagsins í kjölfarið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins beindist aðalgagnrýni hans að því að verið væri að taka kjarnastarfsemina út úr félaginu en skilja vonlitlar einingar og mikl- ar skuldir eftir í 365. | 2 Ekki lengur áhugi Í HNOTSKURN » Um 60% aftekjum 365 á fyrri helmingi þessa árs komu frá fjölmiðla- hlutanum. » Tap 365 áfyrri árs- helmingi var 2,2 milljarðar. Jón Ásgeir vill kaupa fjölmiðla 365 ÍÞRÓTTIR Elísabet Gunnarsdóttir, nýráðinn þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, reiknar með því að fá íslenska leikmenn þangað og hana langar til að taka við þjálfun ís- lenska landsliðsins. Elísabet er á leiðinni á nýjar slóðir Tindastóll frá Sauðárkróki vann góðan sigur í Njarðvík í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Stjarnan sigraði Skallagrím með yfirburðum og Grindvíkingar héldu sinni sig- urgöngu áfram og lögðu Þór. Tindastóll sigraði í Ljónagryfjunni Badmintonsamband Íslands hefur sagt landsliðsþjálfaranum upp störfum vegna fjárskorts. Hann hættir störfum rétt áður en lands- liðið fer í sitt eina verkefni í vetur. Landsliðsþjálfara sagt upp störfum Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is MEÐAL þess sem komið hefur í ljós við skoðun á efnahagsreikningum bankanna sem nýlega fóru í þrot, Glitnis, Kaupþings og Landsbank- ans, eru „stórfelldar stöðutökur gegn íslensku krónunni“ eins og heimildarmaður Morg- unblaðsins komst að orði. Hann vildi ekki koma fram undir nafni en sagði það hafa komið á óvart hversu háum fjárhæðum fjárfestinga- félög, innlend og erlend, hafi verið tilbúin að veðja á að íslenska krónan myndi veikjast. Flestir samninganna eru milli tveggja aðila á markaði sem bankarnir hafa milligöngu um. Um er að ræða útgáfu afleiðutengdra skulda- bréfa, í flestum tilfellum, þar sem ávöxtunin vex eftir því sem krónan veikist. Heildarupphæð þeirra samninga sem bank- arnir höfðu milligöngu um nemur að minnsta kosti 5 til 6 milljörðum dollara, það er 600 til 720 milljörðum króna að núvirði, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Ósannað að viðskiptin hafi haft óeðlileg áhrif Viðskipti sem þessi, þar sem ávöxtun fjár er tengd gengi gjaldmiðla, eru algeng og í fullu samræmi við lög og reglur. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur ekkert komið fram sem sanna þykir að fjárfestingafélög, sem veðj- uðu á veikingu krónunnar, hafi haft óeðlileg áhrif á gjaldeyrismarkað. Það fer gegn laga- ákvæðum sem eiga að verja markaðinn fyrir óeðlilegum áhrifum á hann. Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli það sem af er ári. Gengisvísitalan var 119 í upphafi árs en er nú rúmlega 207, samkvæmt skráðu gengi Seðlabanka Íslands. Nokkurrar óvissu gætir þó um raunverulega stöðu krónunnar þar sem gjaldeyrisviðskipti hafa gengið treglega síðan bankarnir voru yfirteknir af skilanefndum Fjármálaeftirlitsins (FME). Endurskoðunarfyrirtækin KPMG, Price Waterhouse Coopers og Deloitte vinna nú að tvenns konar athugunum á málum bankanna. Annars vegar mati á sannvirði eigna og skulda þeirra og hins vegar hvort eitthvað óeðlilegt eða eftir atvikum ólöglegt hafi átt sér stað mán- uðum og vikum áður en þeir fóru í þrot. Skýrslu um þá athugun verður skilað til FME og stjórn- ar skilanefnda bankanna þegar henni lýkur. KPMG skoðar stöðu Glitnis, Price Water- house stöðu Kaupþings og Deloitte stöðu Landsbankans. Veðjuðu á veikingu krónunnar  Samningar um stöðutöku gegn krónunni nema að minnsta kosti 600 til 720 milljörðum króna  Kemur á óvart hversu háar fjárhæðir innlend og erlend fjárfestingarfélög lögðu undir Í HNOTSKURN »Afleiða er samningur þar sem upp-gjörsákvæði byggist á breytingu á tilteknu tímabili, s.s. á vöxtum, gengi, verðbréfaverði eða hrávöru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.