Morgunblaðið - 03.11.2008, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 26. nóvember í 24
nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum frábær sértilboð á Roque Nublo,
Dorotea, Parquesol og Liberty, nokkrum af allra vinsælustu gististöðum
okkar á Kanarí. Gríptu tækifærið og
njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað við góðan aðbúnað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kanarí
Frábær ferð - 24 nætur
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
frá kr. 89.990
26. nóvember
Verð kr. 89.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í búð/smáhýsi á
Parquesol eða Dorotea 26. nóv. í 24 nætur.
Gisting á Liberty, Parque Cristobal og Roque
Nublo kostar kr. 5.000 aukalega.
Ótrúleg sértilboð á gistingu!
Frábær staðsetning!
Tapar ríkið á afsláttum?
Mikill afsláttur á dýrum lyfjum Sjúklingar halda áfram að taka lyfin eftir að
þeir útskrifast en afsláttur gildir ekki utan spítalans Leið til markaðssetningar
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
LYFJAFYRIRTÆKI hafa undanfarið boðið Land-
spítalanum gríðarlegan afslátt á dýrum lyfjum og
við fyrstu sýn er líklegt að menn álykti að með því
spari ríkið sér háar fjárhæðir. En ekki er allt sem
sýnist.
Afslátturinn veldur því m.a. að sjúklingum eru
frekar gefin hin dýrari lyf (sem eru ódýr á spít-
alanum vegna afsláttarins) en vaninn er sá að sjúk-
lingar halda áfram að taka sömu lyf eftir að þeir
hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Afslátturinn
gildir hins vegar ekki í apótekum og lyfin eru því
margfalt dýrari þar en á spítalanum. Í ljósi þess að
um 85% af lyfjum er ávísað á apótek má leiða að því
líkur að afslátturinn til Landspítalans leiði í raun til
hærri lyfjakostnaðar fyrir ríkið.
Stutt á spítalanum en lengi á lyfjum
Sigurður Guðmundsson, fráfarandi landlæknir,
fjallar um þetta í dreifibréfi sem hann skrifaði fyrir
helgi. Í dreifibréfinu mælist landlæknir til að sjúk-
lingar séu útskrifaðir á ódýrasta lyfi úr hverjum
lyfjaflokki, án tillits til þess hvaða lyf þeir fengu á
sjúkrahúsinu, ef engar sérstakar ástæður mæla
gegn því.
Í dæminu hér til hliðar er fjallað um lyf sem
lækka blóðfitu en fólk með veikindi sem henni
tengjast eru alla jafnan fremur stutt inni á spítölum
en lengi á blóðfitulækkandi lyfjum. „Maður spyr
sig, hver er hinn raunverulegi ávinningur fyrir
heildarkostnað þjóðarinnar, hvort sem það er hið
opinbera eða einstaklinga, þegar svona er í pottinn
búið? Þeirrar spurningar þarf að spyrja,“ sagði Sig-
urður í samtali við Morgunblaðið.
En telur embættið að tilgangurinn með að bjóða
svo mikinn afslátt sé sá að lyfjunum sé þá frekar
ávísað eftir að spítalavist lýkur?
„Við vitum það ekki. En það verður samt sem áð-
ur að segja að auðvitað býður manni það í grun, að
þetta sé leið til markaðssetningar á lyfjum sem eru
að mestu notuð utan spítala en stundum er lyfja-
meðferðin hafin inni á sjúkrahúsum. Og já, þetta er
sem sagt leið til markaðssetningar,“ sagði Sigurður.
LUNGNASJÚKDÓMAR taka mikinn toll af heilsu þjóðarinnar.
Langflest ótímabær dauðsföll má rekja til illkynja æxlis í barka,
berkju og lunga, en þessir sjúkdómar eru að stórum hluta afleiðing
af reykingum. Á eftir lungnasjúkdómum eru það heilaæðasjúk-
dómar og umferðarslys sem orsaka flest ótímabær dauðsföll.
Í Talnabrunni, tölfræðisamantekt Landlæknisembættisins,
kemur fram að árið 2007 létust 29,7 karlar af hverjum 100.000 íbú-
um af völdum lungnakrabbameins en 23,9 konur. Athygli vekur að
Ísland er eina landið í Evrópu þar sem tíðni lungnakrabbameins er
nær jöfn hjá báðum kynjum. Baráttan gegn ótímabærum dauðs-
föllum gengur þó vel á Íslandi og er nefnt sem dæmi í Talnabrunni
að dauðsföll vegna astma 1-14 ára barna voru nánast óþekkt á
tímabilinu 1981-2005 og sama gilti um botnlangabólgu eða kviðslit
1-74 ára. Þetta sýnir að heilbrigðisþjónustan nær að bregðast við
slíkum tilfellum tímanlega. Dánartíðni af völdum leghálskrabba-
meins hefur að sama skapi lækkað jafnt og þétt frá 1981 og eins
hefur orðið umtalverð fækkun á banaslysum í umferðinni.
Á hinn bóginn hefur tíðni langvinnrar lifrabólgu, eða skorpu-
lifrar, aukist meðal karla á árunum 1981-2007. Samanborið við ná-
grannalöndin hefur hér alltaf verið mjög lág dánartíðni af völdum
þessara sjúkdóma og er því talið nauðsynleg að fylgjast með þess-
ari þróun og hvort hún tengist breyttum áfengisneysluvenjum.
Lungnakrabbi er helsta or-
sök ótímabærra dauðsfalla
Banaslysum í umferðinni hefur
fækkað en skorpulifur aukist
Í DREIFIBRÉFI landlæknis eru
blóðfitulækkandi lyf tekin sem
dæmi en eftirtalin lyf hafa sömu
eða sambærilega virkni. Í yfirgnæf-
andi meirihluta tilvika skiptir það
ekki máli fyrir sjúklinginn hvaða
lyf hann fær.
Í bréfinu kemur fram að lyfjafyr-
irtæki veiti 20% afslátt af ódýrasta
lyfinu, simvastatin (Sivacor), 90%
afslátt af atorvastatin (Sarator) og
95% af rosuvastatin (Crestor).
Með afslættinum verður kostn-
aður spítalans við innkaup á lyfj-
unum áþekkur en verðmunur úr
apóteki er á hinn bóginn verulegur,
annars vegar tæplega fimmfaldur
en hins vegar tæplega tífaldur.
Landspítalanum ber skylda til að
bjóða lyfjakaup út og taka lægsta
tilboði.
Fimm- eða tí-
faldur munur
HÆKKANIR á óverðtryggðum
vöxtum inn- og útlána tóku gildi 1.
nóvember hjá Glitni, Nýja Kaup-
þingi og Nýja Landsbanka. Hækk-
anirnar eru gerðar í beinu fram-
haldi af stýrivaxtahækkun
Seðlabankans um 6 prósentustig.
Bankarnir breyta vöxtunum mis-
munandi mikið. Yfirdráttarvextir
einstaklinga eru nú 28% hjá Glitni
en 24,7% í Nýja Kaupþingi og
hækka um 3%. Þar gildir sama
hækkun um vexti á óverðtryggðum
veltureikningum, en vextir á óverð-
tryggðum sparnaðarreikningum
hækka um 6% hjá Nýja Kaupþingi.
Hjá Nýja Landsbankanum eru vext-
ir af yfirdráttarlánum og reik-
nignslánum fyrirtækja 26% og
26,50% af yfirdráttarlánum ein-
staklinga.
Vextir bank-
anna hækka
mismikið
ELDUR kom upp í tveimur hraðbátum í Báta-
smiðju Guðmundar í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldurinn
glatt og var sérstakur viðbúnaður hafður þar
sem möguleiki var á eiturgufum úr brennandi
plastinu. Að sögn slökkviliðsins er annar bát-
urinn sennilega ónýtur en hinn slapp minna
skemmdur. Þá skemmdist einnig nálæg bifreið
vegna hitans sem stafaði af eldinum. Upptök
eldsins eru ekki kunn eins og er en talið er úti-
lokað að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Ekki
er ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða.
Hraðbátar skíðloguðu í Hafnarfirðinum
Eldtungur stóðu sjö til átta metra í loft upp
Morgunblaðið/Golli
ÓTÍMABÆR dauðsföll eru þau dánarmein
sem ætti að vera hægt að koma í veg fyrir
með bættri heilbrigðisþjónustu og auknum
forvörnum, s.s. gegn reykingum.
Í Talnabrunni segir að rýni í heilbrigð-
istölfræði sé mikilvæg til að móta forvarna-
stefnu og ákvarða hvar þurfi að efla viðbrögð
heilbrigðisþjónustunnar eða fræðslu til al-
mennings. Tölur um dánarmein ársins 2007
þykja almennt ekki gefa sérstakt tilefni til
aðgerða nema ef vera skyldi vegna lungna-
og lifrarsjúkdóma.
Í alþjóðlegum samanburði er með-
alævilengd Íslendinga mjög há og dánartíðni
því að sama skapi lág. Þannig er dánartíðni
íslenskra karla 18% undir meðaltali og ís-
lenskra kvenna 12% undir meðaltali. Fram
kemur að í þessum samanburði er tíðnin sér-
staklega lág hjá íslenskum körlum 30 ára og
eldri, en hjá konum er hún um eða yfir með-
altali þjóðanna eftir 45 ára aldur. una@mbl.is
Dánartíðnin undir meðaltali
UM 70 björgunarsveitarmenn frá
Borgarnesi, Akranesi, Varmalandi
og Reykholti voru kallaðar út í
gærkvöldi til að leita að rjúpna-
skyttu við Beilárheiði við Langa-
vatn á Mýrum. Maðurinn var við
veiðar ásamt félaga sínum en skil-
aði sér ekki í bíl þeirra á tilsettum
tíma. Hann datt inn og út úr tal-
stöðvarsambandi við björgunar-
sveitarmenn en fannst að lokum
ómeiddur rétt fyrir miðnætti.
Rjúpnaskytta
villtist af leið