Morgunblaðið - 03.11.2008, Side 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008
HVERT fór gjaldeyririnn? Ráða-
menn þessarar þjóðar æða heims-
hornanna á milli með fríðu föruneyti
– það er búið að valta yfir íslenskan
iðnað og til að vera
viss um að jarða hann
vel eru húsin helst
rifin og vélarnar
sendar úr landi.
Þar geta Íslend-
ingar með háþróaða
siðferðiskennd lærða
í skólum notað börn og aðra til að
þræla fyrir lítinn pening.
Þessir þrælar munu eiga gjaldeyri
þegar Íslendingar sitja uppi með
handverksfólk sem er hætt að vinna,
verksmiðjur sem er búið að stroka út
– og álver.
Fréttaflutningur hér er eitthvað
brenglaður.
Í Noregi er farið að segja upp fólki
sem vinnur í álverum eftir 8 ára starf
því eftir það eru mjög margir sem
greinast með krabbamein eða æxli í
höfði.
Þeir sem ráðamenn hér sleikja skó-
sólana á fá svo mikil völd vegna þess
að búið er að rústa innlendum iðnaði
til að fá að vinna í álveri – að þeir vilja
skipa fyrir í sveitarstjórnum – annars
fari þeir.
Og þeir hafa farið, eins og herinn
hér, og skilið eftir sviðna jörð, veik-
indi og skít.
Og eftir sitja heimamenn atvinnu-
lausir.
Þetta kemur ekki í fréttum.
Ef á að taka stór erlend lán hér til
að losa um ok skuldara vegna óvit-
anna sem stjórna þurfum við annað
fólk til að fara með þá fjármuni.
Bæði í ríkisstjórn og í Seðla-
bankastjórn.
Hefur þetta fólk enga menntun og
engan metnað fyrir þjóðina?
Það er bara að leika sér með sjálf-
stæði okkar sem við missum fljótlega
ef þessir tvístígandi hræddu menn og
konur sem vilja ekki láta aðra sjá
skítinn undir teppinu fá að ráða.
Ögmundur Jónasson og tveir þýsk-
ir hagfræðingar gætu komið þjóð-
arskútunni á réttan kjöl aftur.
Burt með þjófana, ferðagarpana,
sendiráðin og hjálpina við vanþróuð
ríki.
Við erum með vanþróaða spillta
stjórn.
Hendum henni út úr musterinu!
Það má spara gjaldeyri og við vær-
um betur komin með útflutning en
innflutning. Einhverra hagur réð því
að þegar beðið var um kjöt frá nátt-
úruhreinu Íslandi þá var ekki hægt
að flytja það út. Sambandið þurfti að
fylla frystigeymslur sem þeir leigðu
út og svo fór kjötfjallið svokallaða á
haugana. Það er ekki hægt að lækka
orku til þeirra sem vilja rækta, bara
til álvera. Við getum ræktað hveiti og
bygg, hafra, hvað sem er. Það er bara
ekki á stefnuskrá þeirra sem vilja
flytja inn mengaða vöru frá öðrum
sem engin skýring er gefin á hvaðan
kemur eða hvar er framleidd.
Heilbrigðiskerfið margrómaða er í
rúst. Sjúklingar og eldri borgarar
sem, afsakið, komu þessum dekur-
dýrum upp, mega éta það sem úti
frýs!
Spillingin hér er svo augljós að
hana sjá allir. Nú er tími virkilegra
átaka og það strax.
ERLA MAGNA
ALEXANDERSDÓTTIR,
snyrtifræðingur/spámiðill.
Má segja
sannleikann?
Eftir Erlu Mögnu Alexandersdóttur
FORYSTUMENN í samtökum atvinnulífs, iðnrekenda og verkalýðshreyf-
ingar hafa að undanförnu tekið sér forystu í að leiða íslenska þjóð inn í Evr-
ópusambandið. Vissulega er öllum þessum mætu mönnum frjálst að hafa
skoðanir á þessu máli en ég dreg stórlega í efa umboð þeirra til að tala hér
fyrir munn sinna aðildarsamtaka og aðildarfélaga.
Ekki kosnir í pólitík
Fulltrúar og stjórnir í þeim samtökum sem hér um ræðir eru
í fæstum tilvikum kjörin til starfa út frá afstöðu til almennra
þjóðmála. Hér er um að ræða hagsmunasamtök sem ætlað er
að verja hag viðkomandi hópa innan þess ramma sem Alþingi
og ríkisstjórn skapa. Um almenna afstöðu til þjóðmála er að-
eins kosið í alþingiskosningum. Mikill minnihluti almennra
launþega kemur að kjöri forystumanna stóru heildarsamtaka
launamanna og sama á reyndar við í hópi okkar atvinnurekenda í landinu.
Því fer fjarri að hagsmunir okkar og skoðanir séu einsleitar í þessum efnum
og staðreyndin er sú að umrædd félög hafa sum hver fyrst og fremst tengsl
við sína aðildarmenn í gegnum skattheimtu félagsgjalda.
ESB sökkvandi skip?
Einu almennu kosningarnir þar sem tekist er á um þessi mál eru kosningar
til Alþingis. Og það er engin tilviljun að meirihluti alþingismanna vill líkt og
þjóðin sjálf standa vörð um fullveldi og frelsi landsins. Mál þetta er mun
stærra en svo að hægt sé að horfa á það í þröngu samhengi og út frá stund-
arhagsmunum. Mjög margt bendir til þess að Evrópusambandið sé sökkv-
andi skip þó svo að vissulega valdi stærðin því að það sökkvi heldur hægar en
okkar ágæta land. Að sama skapi er mjög líklegt að stærðin geri það verkum
að Evrópusambandið verði mjög lengi að ná sér á strik á nýjan leik en smæð-
in og sveigjanleikinn er okkar styrkleiki. Það er einnig umhugsunarvert að
þau Evrópulönd sem best standa eru löndin sem eru utan ESB, Noregur og
Sviss. Þar er atvinnuleysi til muna minna en almennt gerist á ESB-svæðinu
og hagvöxtur meiri.
Tækifæri
Tækifæri okkar liggja ekki hvað síst í samningum og viðskiptum við þjóðir
utan ESB, t.d. við Kína, Indland og Rússland. Sem sjálfstæð þjóð höfum við
miklu meira aðdráttarafl og sveigjanleika t.d. í fríverslunarsamningum. Slík-
ir samningar eru á döfinni m.a. við Kína og geta þeir opnað alveg nýjar dyr
fyrir land og þjóð svo fremi að við höfum burði til að hugsa út fyrir rammann
og vilja til að bjarga okkur á eigin forsendum. Að vonast til þess að til að
mynda Bretar og Danir séu betri kostur til að gæta hagsmuna Íslendinga við
samningaborð í Brussel heldur en landsmenn einir og sér lýsir mikilli minni-
máttarkennd. Að vonast til að Íslendingar muni hafa afgerandi áhrif í kokt-
eilboðum í Brussel þannig að hagmunir okkar vegi þyngra en annarra þjóða,
lýsir hins vegar vafasömu mikilmennskubrjálæði.
Að lokum
Rétt er að fram komi að greinarhöfundur er atvinnurekandi, m.a. með evr-
ulán hjá einhverjum þeirra félaga sem hann tengist og rekur. Stundarhags-
munir vegna þeirra lánveitinga réttlæta hins vegar ekki að fórna heilli þjóð á
altari ESB.
Sjálfskipaðir ESB-leiðtogar
Eftir Benedikt Gísla Guðmundsson
Höfundur er atvinnurekandi.
NÚ VELTA margir fyrir sér hvar eigi að leita hjálpar
í þeim vanda sem þjóðin hefur ratað í. Hvernig má end-
urreisa traust og virðingu hennar og ýmissa stofnana
samfélagsins?
Gömul saga af afgreiðslu alþjóðlegs
lánasjóðs á hjálparbeiðni frá þjóð sem
var í vanda, ekki ósvipað og við erum nú
í, rifjaðist upp fyrir mér á dögunum:
Nefnd sérfræðinga vó og mat rök með og
á móti því að verða við beiðni sem fyrir
lá. Var þessari þjóð treystandi? Gæti
sjóðurinn varið áhættuna sem fylgdi því
að veita lánið? Þyngst á metunum til stuðnings jákvæðu
svari var ábending um að þrátt fyrir slæma stöðu og
ófarir hefði þessi smáþjóð ríka sjálfsvirðingu sem lýsti
sér í því að hún byggi vel að menningarstofnunum sín-
um: Glæsileg sinfóníuhljómsveit, þjóðarleikhús, listasöfn
og útvarp bæru þessari menningarviðleitni þjóðarinnar
vitni. Þessi lýsing gæti átt við um Ísland.
Þetta og fleira flaug í gengum hugann á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands í þéttsetnu Háskólabíói um
síðustu helgi. Líklega hafa margir verið fegnir að dreifa
huganum frá fréttum fjölmiðla af hruni og ráðleysi. Ekki
er hér ætlunin að ræða þá atburðarrás sem leiddi til þess
að hætt var við Japansferð hljómsveitarinnar á síðustu
stundu, en þjóðin þáði með þökkum boð sveitarinnar og
fyllti Háskólabíó í þrígang á jafn mörgum dögum. Ég
vona að hljómsveitin hafi fundið þann einhug, stuðning
og þakklæti sem bjó í huga áheyrenda, þótt fjölmiðlar
(nema ríkisútvarpið) hafi ekki fundið ástæðu til að gera
þessum sérstöku listviðburðum skil sem vert væri.
Nú hefst brátt ný uppbygging þar sem lærdóm á að
draga af því sem gerst hefur. Hvernig ætlum við að
sanna okkur á ný og vinna aftur tiltrú á alþjóðavett-
vangi?
Ætli mat umheimsins og traust muni ekki ráðast líkt
og í dæminu hér að framan, af því hver forgangsmál
okkar eru, fyrir hvaða gildi við stöndum. Skyldu þættir
eins og menning, fegurð, umhverfi og sjálfbær þróun og
hvernig að þeim þáttum er búið skipta máli þegar að því
endurmati kemur?
SIGURSVEINN MAGNÚSSON,
Seilugranda 12, Reykjavík.
Traust, virðing og menning þjóðar
Eftir Sigursvein Magnússon
RÁÐAMENN íslensku þjóð-
arinnar og seðlabankastjórar!
Nú eruð þið búnir að jarða mig,
fjölskyldu mína, vini og aðra ætt-
ingja með fáránlegum áætlunum,
eða réttara sagt skorti á réttum
viðbrögðum við kreppunni. Stýri-
vaxtahækkunin er bara legsteinar
á leiðin okkar. Grafskriftin væri
trúlega: Létust vegna heimsku
stjórnvalda og aumingjaskapar!
Nú ætla ég að gera sangjarna
kröfu á ykkur: Skilið þeirri launa-
hækkun sem þið fenguð í sumar og
það strax! Það er auðvelt fyrir
ykkur að segja okkur að allir eigi
að taka eitthvað á sig og að við
verðum bara að bíta í það súra. Þið
sem eruð með á aðra milljón á
mánuði! Þið leikið ykkur að þessu
blindandi og getið leyft ykkur að
bruðla hlæjandi.
Margir eru með laun á bilinu
120.000-230.000 – hvernig í ósköp-
unum eigum við að geta tekið þetta
á okkur? Það er að segja ef við er-
um svo heppin að halda vinnunni!
Og drífið ykkur í að laga eft-
irlaunafrumvarpið strax!
Brjálaður og gjaldþrota
Íslendingur.
Skilið launa-
hækkuninni
* ÉG ER reið stjórnmálamönnum – öllum íhöldunum –
sem hafa komið okkur á kaldan klaka með galgopaskap og
löngun til að spila með alþjóðastrákum og -stelpum – við
skulum ekki gleyma stelpunum. Mér er nákvæmlega
sama hvort um er að ræða Davíð Oddsson eða Jón Baldvin
Hannibalsson sem sigldi Davíð til valda á
sinni fræknu skútu – eða eigum við að
segja lekabyttu – til Viðeyjar, Valgerði
Sverrisdóttur sem vildi bara ál og gerði
sér ekki grein fyrir að hún var að gefa
málverkasafn þjóðarinnar með Lands-
bankanum, Geir Haarde sem horfði á
gjöfina afhenta – með bros á vör, Halldór
Ásgrímsson sem hannaði kvótann – gott
að eiga góða að á Hornafirði, Ingibjörgu Sólrúnu sem
kyssir helst Kondólísu Ræs, Samfylkingarliðið allt hitt
sem ekki ber ábyrgð, hvorki á orðum né athöfnum – en er
svo gott inn við beinið, bara að Evrópubandalagið komi nú
til bjargar – ekkert getur þetta sjálft, Björn Bjarnason
sem sér einu lausnina að láta byssubófa gæta liðsins þegar
um allt þrýtur – hef reyndar aldrei vitað annað en byssu-
bófar passi bara glæpahyski – hef ekki skipt um skoðun á
því.
* Ég er ekki einungis reið heldur fyrirlít ég liðið sem er
búið að rúa okkur inn að skinninu – og glottir við tönn.
Hvort heldur það situr í London eða Osló, sveimar í há-
loftum, siglir á höfunum heitu, horfir yfir víða velli Suður-
landsins eða eðallaxveiðiár með eigin glýju í augum. Fyr-
irlitning mín er algjör. Peningaliðið sjálft, sem notaði
okkur sem pant. Sléttgreiddir bankagaurar – ó Doktor
Jekyll/Mister Hide, í felum í Noregi? Eða hlunkarnir, sem
maður veit ekki hvort þurfi svona stór hús vegna þess að
bumban er orðin svona stór og undirhökurnar svona
margar – ekkert pláss í venjulegu húsi? Eða skúturnar og
þoturnar – sérhannaðar – hvað er að ykkur, haldið þið
virkilega að við ætlum að borga þetta allt endalaust? Ég
spyr mig stundum: Var allt liðið með nefið í einni stórri
kókdollu?
* Ég fyrirlít ásýnd forsætisembættisins, sem ekki ein-
ungis hefur dillað sér í einkaþotum íslenskra og rúss-
neskra auðmanna heldur hrósað í hástert öllu ofangreindu
gengi. Þörfnumst við þessarar ásýndar? Ég svara – nei!
* Sérfræðingarnir – ekki gleyma þeim – álitsgjafarnir,
bankaeftirlitsgúrúarnir og fjölmiðlamógúlarnir – hver
hefur ekki hossað hverjum? Ég spyr – fyrir hvað og
hvern? Er engin ábyrgð til?
* En hvað er til ráða? Eigum við að leita lausna hjá
þeim sem komu okkur í vandræðin? Er það skynsamlegt?
Eigum við að hringja í greiningardeildir að morgni og
spyrja: Hvernig verður ástandið í dag, hverjum skal
treyst á morgun?
Ég tel ekki. Við þurfum smátíma til að hugsa, hugsa
saman, skipuleggja okkur til þess að við leitum ekki til
fyrsta lukkuriddarans, hvort heldur í karl- eða kvenlíki,
sem býður sig fram.
Tökum okkur smátíma til að pæla – saman, hendum svo
hyskinu burt og gerum þetta! Sjálf! Það eru ýmsir
traustsins verðir til að taka forystu fyrir því að ganga ekki
sama glötunarveginn og genginn hefur verið. Hugum að
því!
Að binda trúss við hyski gefur ekki góða raun
Efitr Birnu Þórðardóttur
Höfundur er framkvæmdastjóri Menningarfylgdar Birnu,
stundum titluð blaðamaður.
Nú tekur Icesave-málið, nýjan
hring og ekki þykir skrítið að við
sauðsvartur almenningur áttum
okkur ekki alveg á stöðunni. Björg-
ólfur yngri segir eitt og Davíð útfar-
arstjóri segir annað. Þrátt fyrir hvað
Björgólfarnir hafa hingað til sagt um
efnahagsstjórnina og gjaldmiðilinn,
þá keyptu þeir samt Landsbankann.
Þetta er staðreynd. Önnur stað-
reynd er að þeir hirtu þann hagnað
sem varð til af rekstri bankans í
mörg ár. Mér finnst svolítið eins og
þeim finnist að við, fólkið, eigum nú
að vorkenna greyjunum sem misstu
bankann sinn. Í þriðja lagi, þá var
hugmyndin um einkavæðinguna á
Landsbankanum að nýir eigendur
tækju ábyrgðina á rekstri hans, ekki
bara þegar vel viðraði.
Björgólfarnir eru núna eftir á að
benda á að krónan hafi verið veik og
að ríkisstjórnin hafi ekki staðið sig
og að þessi eða hinn hafi getað gert
betur, en eftir stendur samt þetta:
Þið stjórnuðuð í hvaða átt bankinn
fór, þar var enginn annar að verki!
Það var enginn sem hreinlega krafð-
ist þess að bankinn stækkaði og
stækkaði, þar var um að kenna ykk-
ar eigin græðgi, þið vilduð meira. Og
nú eigum við að borga og ykkur
finnst það sjálfsagt. Talandi um sið-
blindu. Finnst ykkur þetta bara allt í
lagi?
ÓSKAR STEINN GESTSSON,
Kópavogsbraut 14, Kópavogi.
Ice-slave
Eftir Óskar Stein Gestsson
STÓRMERKILEG sú umræða sem skýtur upp
kollinum í tíma og ótíma að ekki sé rétti tíminn að
stokka upp og fjarlægja forustuvarga sem hafa lagt
líf þjóðar í rúst. Bullað um hvíta bók sem aldrei get-
ur orðið hvít því drullug fingraför munu setja mark
sitt á letrið.
Ástæðan er séríslenskt fyrirbrigði. Hér á landi
hefur það aldrei viðgengist að nokkur maður axli
ábyrgð gerða sinna. Það er mikið feimnismál á
landi voru að saka annan um að axla ábyrgð, og er
með ólíkindum hvað menn komast upp með, án
þess að taka pokann sinn.
málið í enda júní þegar varptíma lyki er ég hrædd-
ur um að afleiðingar hefðu orðið skelfilegar, ekkert
varp að ári, sviðnar varplendur og flutningur kolla
til annarra varplanda.
Nei, það verður að fjarlægja vargana strax svo
friður komist á, ekki má það bíða, því annars verður
auðn.
Varp verður ekki enduruppbyggt meðan vargar
valsa um. Ég er ekki að leggja til að sömu aðferðum
verði beitt á pólitíska varga og ég notaði á vargana í
mínu varpi. En ég get þó sagt áhugasömum til fróð-
leiks að þetta vargaár sem ég er að vitna í lágu átta
minkar og einn refur. Hékk þessi ófögnuður lengi
vel uppi á snúru og tók sig nokkuð vel út.
SIGURÐUR HALLDÓRSSON,
Nú er okkur boðið uppá að ekki sé rétti tíminn að
láta menn axla ábyrgð og stokka upp í kjölfar
þeirra hörmunga sem við erum í núna. Gæti komið
til greina að kíkja á það seinna segja spekingarnir.
Nýjasta uppákoma eins vargs að viðhalda óráð-
síu og spillingu að gauka að nýsettum bankastjóra
Kaupþings hins nýja ofurlaunum. Ráðherrar koma
af fjöllum og vita ekkert í sinn haus. Enginn ábyrg-
ur. Fjármálaeftirlit, Seðlabanki, stjórnmálamenn
og fleiri hafa brugðist, en eru enn við stjórnvölinn.
Það hefði ekki þótt góð ákvörðun þegar vargar
herjuðu á æðarvarpið hjá mér og lögðu allt í rúst
með þeim hrikalegu afleiðingum að þegar loksins
tókst að koma öllum vörgunum til feðra sinna hafði
varpið rýrnað um 70%. Ef ég hefði nú ekki axlað
ábyrgð en tjáð mínum kollum að ég myndi athuga
Vargar í varpi
Eftir Sigurð Ó. Halldórsson