Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 34
FELIX Bergsson og Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir syngja á tónleik-
unum Paris at Night ásamt sér-
stökum gesti sínum, Eddu
Þórarinsdóttur. Tónleikarnir verða í
Salnum í Kópavogi, 4. og 5. nóv-
ember og í Samkomuhúsinu á Ak-
ureyri 12. nóvember.
Paris at Night er byggt á ljóðum
Jacques Prévert og tónlist Joseph
Kosma og Karls Olgeirssonar. Þýð-
ingar ljóðanna eru eftir Sigurð Páls-
son. Kolbrún Halldórsdóttir er leik-
stjóri. Texti um Jacques Prévert
verður fluttur af Gerard Lemarquis.
Fjögurra ára draumur
Tónleikarnir byggjast á sýning-
unni Paris at Night sem sýnd var í
Borgarleikhúsinu árið 2004 við mikl-
ar vinsældir. „Hugmynd að þeirri
sýningu kviknaði eftir að Kolbrún
Halldórsdóttir gaf mér ljóðaþýð-
ingar Sigurðar Pálssonar á ljóðum
eftir Jacques Prévert,“ segir Felix
Bergsson. „Ljóðin höfðuðu strax
mjög mikið til mín og það varð
draumur okkar Kollu að búa til leik-
sýningu úr þessum ljóðum. Við kom-
umst að því að Joseph Kosma, Ung-
verji sem bjó í Frakklandi, hafði
samið gríðarlega fallega tónlist við
ljóðin. Við Kolla fengum Jóhönnu
Vigdísi í verkefnið með okkur og
Karl Olgeirsson sá um tónlistar-
stjórn og úr varð þessi leiksýning
Paris at Night sem gekk fyrir fullu
húsi. Þegar sýningum lauk áttum við
aðstandendurnir þann draum að
setja hana upp aftur og hafa hana þá
í tónleikaformi og það er einmitt það
sem við erum að gera núna.“
Eins og fiskur í vatni
Felix Bergsson ber mikið lof á
samstarfsfólk sitt: „Þýðingar Sig-
urðar Pálssonar á ljóðum Prévert
eru frábærar. Jóhanna Vigdís er
eins og fiskur í vatni þegar kemur að
flutningi á þessari tónlist, hún er
fædd til að syngja þessi lög. Hljóm-
sveitarstjórinn Karl Olgeirsson hef-
ur svo samið nýja tónlist við nokkur
ljóða Prévert sérstaklega fyrir þessa
tónleika og það er mikill fengur að
þeim. Það er okkur líka sérstök
ánægja að Edda skuli hafa þekkst
boð okkar um að vera þátttakandi í
sýningunni. Hún hefur sést alltof lít-
ið á sviði undanfarin ár og það er frá-
bært að hafa hana innanborðs.“
Í góðum félagsskap
Edda Þórarinsdóttur syngur þrjú
lög í sýningunni, eitt þeirra er eftir
Charles Dumont við ljóð eftir Edith
Piaf en Edda lék og söng hlutverk
Edith Piaf hjá Leikfélagi Akureyrar
á sínum tíma. „Ég sá Paris at Night í
Borgarleikhúsinu fyrir fjórum árum
og varð yfir mig hrifin. Mér finnst ég
í alveg sérlega góðum félagsskap í
þessari sýningu,“ segir Edda. „Fyrir
fjórum árum þekkti ég lítið ljóð eftir
Prévert, en núna hef ég verið að
grúska í ljóðum hans og hann er
stórkostlega skemmtilegur. Ljóð
hans eru lýsandi og leikhúsleg og
það er nauðsynlegt að sýna tilfinn-
ingar í túlkunum á þeim.“
Um Piaf-lagið sem Edda syngur á
tónleikunum segir hún: „Þetta Edith
Piaf-lag sem ég syng heyrist ekki
mjög oft, en er flott og dramatískt.
Það liggja ekki margir textar eftir
Piaf en þennan samdi hún eftir að
hafa misst stóru ástina í sínu lífi,
hnefaleikarann Marcel Cerdan, í
flugslysi. Textinn er ákall til hans og
er þýddur af Þórarni Eldjárn fyrir
Edith Piaf-sýninguna sem ég söng í
á Akureyri árið 1985. Það var gríð-
arlega vel sótt sýning og ég vona að
það fólk sem þar var mæti aftur
núna og rifji upp kynnin af Piaf.“
París og Prévert
Felix Bergsson, Edda Þórarinsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngja á
tónleikunum Paris at Night Verða bæði á höfuðborgarsvæðinu og norðan heiða
Morgunblaðið/Kristinn
Edda og Felix „Mér finnst ég í alveg sérlega góðum félagsskap í þessari sýningu,“ segir Edda.
34 Menning
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008
THE Photographers’ Gallery í
London hefur tilkynnt hvaða fjórir
listamenn sem vinna með ljós-
myndamiðilinn,
hafa verið valdir
til að keppa um
hin eftirsóttu
verðlaun,
Deutsche Börse
Photography
Prize.
Listamenn-
irnir, sem dóm-
nefnd valdi úr
hópi tilnefndra
listamanna, eru hinn breski Paul
Graham, Emily Jacir frá Palestínu
og hin bandarísku Tod Papageorge
og Taryn Simon.
Paul Graham er tilnefndur fyrir
bókina A Shimmer of Possibility,
Jacir fyrir innsetningu sína á síðasta
Feneyjatvíæringi, Papageorge er
tilnefndur fyrir sýninguna Passing
Through Eden – Photographs of
Central Park í Michael Hoppen
Gallery, og Simon fyrir sýninguna
An American Index of the Hidden
and Unfamiliar í The Photograph-
ers’ Gallery.
Sýning á verkum þeirra verður
opnuð í galleríinu í febrúar og við lok
sýningarinnar verður tilkynnt hver
hlýtur verðlaunin, um fimm milljónir
króna.
Einar Falur Ingólfsson og Katrín
Elvarsdóttir voru meðal listamann-
anna sem tilnefndir voru til verð-
launanna, fyrst íslenskra ljósmynd-
ara.
Fjögur
keppa um
Deutsche
Börse-verð-
launin
Taryn Simon
BLÚSKVÖLD Blúsfélags
Reykjavíkur verða haldin
fyrsta mánudag í hverjum
mánuði á Rósenberg við
Klapparstíginn í vetur. Kvöldið
í kvöld er engin undantekning,
en þá verður blásið til sér-
stakra hátíðartónleika í tilefni
af fimm ára afmæli Blúsfélags-
ins. Veislan hefst kl. 21 og
munu nokkrir af velunnurum
félagsins koma fram á tónleik-
unum. Í tilkynningu segir að þetta verði „blús-
kvöld aldarinnar“ og eru allir hvattir til að mæta.
Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað hinn 6. nóv-
ember árið 2003 á Kaffi Reykjavík, en forsprakki
þess er Halldór Bragason.
Tónlist
Fimm ára afmæli
Blúsfélagsins
Halldór Bragason
ENDURMENNTUN Háskóla
Íslands verður með nokkur
áhugaverð menningar-
námskeið á dagskrá á næstu
dögum og vikum og hefst eitt
þeirra í kvöld. Þar mun dr. Vil-
borg Auður Ísleifsdóttir, sagn-
fræðingur, fjalla um eðli sið-
skiptanna. Í námskeiðinu
verður aðdragandi siðskipt-
anna gerður að umræðuefni.
Siðskiptin eru öðrum þræði
gagnger stjórnskipunarbreyting, sem hafði áhrif
á efnahagskerfi og félagskerfi íslensks samfélags.
Nauðsynlegt er að athuga efnahagskerfi og
stjórnkerfi miðalda úti í Evrópu og þróun kaþ-
ólsku kirkjunnar. Nánar á endurmenntun.hi.is.
Námskeið
Aðdragandi og
eðli siðskiptanna
Vilborg Auður
Ísleifsdóttir
SÝNINGIN Handverk og
hönnun hefur staðið yfir í Ráð-
húsi Reykjavíkur um helgina,
en henni lýkur í dag. Um er að
ræða sýningu á íslensku hand-
verki, listiðnaði og hönnun, en
þetta er þriðja árið í röð sem
sýningin er haldin. Sérstök val-
nefnd valdi 54 einstaklinga til
þátttöku á sýningunni, en um-
sóknir voru fjölmargar.
Á sýningunni eru það lista-
mennirnir sjálfir sem kynna vörur sínar. Þetta er
kjörið tækifæri fyrir almenning að kynna sér fjöl-
breytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun. Op-
ið er í dag frá kl. 10 til 19 og aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar eru á handverkoghonnun.is.
Sýning
Handverk og
hönnun í Ráðhúsinu
Ráðhús
Reykjavíkur
Jacques Prévert fæddist árið 1900 og
lést árið 1977. Ljóð hans eru gríð-
arlega vinsæl í Frakklandi og eru
kennd í skólum. Lög hafa verið gerð
við mörg ljóða Préverts. Fjölmargir
listamenn hafa sungið texta hans inn
á plötur, þar á meðal Yves Montand,
Edith Piaf og Joan Baez.
Prévert skrifaði kvikmynda-
handrit, þar á meðal handrit Les enfants du paradis sem Marcel Carné leik-
stýrði og er af mörgum talin meðal bestu kvikmynda allra tíma. Ljóðabók
hans Parole kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar árið 1987 undir
heitinu Ljóð í mæltu máli.
Gríðarlega vinsæll
STEINUNN Soffía Skjenstad
sópransöngkona hlaut þriðju verð-
laun í hinni alþjóðlegu Joseph Su-
der ljóðasöngskeppni sem fram
fór í Nürnberg í Þýskalandi 10.-
12. október. Þar tók Steinunn þátt
ásamt þýska píanistanum Evu
Barta og hlutu þær 2.100 evrur að
launum.
„Þetta gekk vel. Æfinga-
tímabilið var erfitt en þegar á
hólminn er komið ýtir maður öllu
öðru til hliðar og nýtur þess að fá
að gera tónlist fyrir fólk,“ segir
Steinunn. Verðlaunin gætu opnað
henni dyr í tónlistarheiminum þó
ekkert sé fast í hendi. „Skipu-
leggjendur reyna að útvega manni
tónleika í framhaldinu, en ég hef
ekkert heyrt ennþá.“
Það besta sem í henni býr
Keppnin, sem fram fer annað
hvert ár, er ætluð söngvurum 35
ára og yngri og leggur áherslu á
ljóð þýska tónskáldsins Joseph
Suder sem og þýsk sönglög frá 20.
öld. Tilgangur keppninnar er að
hvetja unga söngvara til að kynna
sér þýskan ljóðasöng á 20. öld og
fór hún fyrst fram árið 1994. „Ég
söng lög eftir Suder og sam-
tímamenn hans, Richard Strauss
og önnur minna þekkt tónskáld.
Ég reyndi að velja verk sem passa
röddinni minni og setja saman
fjölbreytt og gott prógramm. Ég
vildi sýna það besta sem í mér
býr,“ segir Steinunn.
Í vetur stundar Steinunn fram-
haldsnám í ljóðasöng í Hamborg,
Þýskalandi ásamt Evu Barta und-
ir leiðsögn Burkhard Kehring. Það
er nóg að gera hjá henni á næst-
unni í námi og starfi. „Það eru
tónleikar framundan, en síðan er
ekkert langtímaplan, nema að
ljúka námi og reyna að koma sér
áfram. Það er hér í Þýskalandi
sem helsti markaðurinn fyrir
ljóðasöng er. Það er mikið um að
vera hér og þetta er mjög al-
þjóðlegt, sem útlendingur fær
maður alveg tækifæri líka.“
Á verðlaunapalli í ljóðasöngkeppni
Þriðja sæti Steinunn Soffía.
Í HNOTSKURN
»Steinunn lauk B.Mus.-gráðu í söng frá Listahá-
skóla Íslands undir leiðsögn
Elísabetar Erlingsdóttur.
» Í vor útskrifaðist hún meðmastersgráðu í óperusöng
frá Síbelíusarakademíunni í
Helsinki.
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Studs Terkel lést á heimili sínu í
Chicago á föstudaginn, 91 árs að
aldri.
Terkel hlaut
Pulitzer-
verðlaunin árið
1985 fyrir bók
sína The Good
War, en bókin
samanstendur að
mestu af viðtölum
við hermenn í síð-
ari heimsstyrj-
öldinni, og að-
standendur þeirra.
„Faðir minn lifði löngu, fullnægj-
andi, viðburðaríku, stormasömu en
mjög góðu lífi,“ sagði sonur Terkels í
yfirlýsingu.
Auk ritstarfanna var Terkel út-
varpsmaður í Chicago í fjörutíu ár.
Þá fékkst hann einnig nokkuð við
leiklist.
Studs Terk-
el látinn
Studs Terkel