Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 41
Sprengjuhöllin heldur útgáfu-
tónleika vegna plötunnar nýju í
Íslensku óperunni, þriðjudaginn
11. nóvember.
Og Bergur botnar:
„Mig langar ekki til að gera neitt
nema að því tilskildu að ég standi við
það og fylgi því eftir – í riti sem
ræðu,“ segir hann. „Það var búinn að
vera þessi andi í gangi hjá íslenskum
hljómsveitum, „Ja … þeir hlusta bara
sem vilja hlusta,“ sem er gott fyrir
sinn hatt. En ég held að það séu þús-
undir manna þarna úti sem þarf bara
að ganga upp að og segja: „Hlustaðu
á mig!“ Ekki misskilja mig, við lítum
ekki á okkur sem einhverja bjarg-
vætti rokksins. Við erum ekki veru-
leikafirrtir. En með þessa nýju tíma
... ég var a.m.k. búinn að horfa of
lengi á tónlist sem sundraði fólki frek-
ar en sameinaði. Það var voða kúl að
fíla þetta og þetta og mikil gjá á milli
þessara hópa. Mér finnst þvert á móti
fallegt ef tónlist nær að sameina
þessa hópa alla – og það var það sem
við lögðum upp með frá byrjun.“
arnart@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 B.i. 16 ára
MAX PAYNE kl. 10:10 B.i. 16 ára
HAPPY GO LUCKY kl. 8 LEYFÐ
BANGKOK DANGEROUS kl. 10:10 B.i. 16 ára
HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 6 - 8 LEYFÐ
NIGHTS IN RODANTHE kl. 6 LEYFÐ
EAGLE EYE kl. 8 B.i. 16 ára
HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ
SEX DRIVE kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
BURN AFTER READING kl. 10:10 Síðasta sýn. B.i. 16 ára
ÍSLENSKT TALSÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
HÖRKUSPENNANDI MYND
FRÁ STEVEN SPIELBERG MEÐ
SHIA LABEOUF Í AÐALHLUTVERKI.
ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA!
RICHARD GERE ÁSAMT
DIANE LANE FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI FALLEGU ÁSTARSÖGU.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA
-L.I.B.TOPP5.IS
-T.S.K - 24 STUNDIR
-ÁSGEIR J. - DV
MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR!
SÝND Í KEFLAVÍK
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND AFTUR Í TAKMARKAÐAN TÍMA
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK
ÞIÐ ráðið hvort þið trúið því eða
ekki, en margir textar og lög á
plötunni eru undir sterkum
áhrifum frá Brúsa frænda,
Bruce Springsteen. Snorri og
Bergur eru forfallnir aðdáendur
og standa linnulaust í því að
kristna félaga sína. Það sem
heillar er sú sterka rómantík og
þeir brostnu draumar sem leika
um plötur eins og Born to Run
og Darkness on the Edge of
Town.
„Ég sendi einu sinni innblásið
bréf til Bergs um hversu stór-
kostleg Born to Run væri,“ segir
Snorri. „Ég var með tárin í aug-
unum. Þetta er það sem kallast
að verða „brucified“.“ Þá var
Bergur einu sinni rekinn út af
bar fyrir að tala stanslaust um
Bruce Springsteen.
Umslag plötunnar vísar þann-
ig í þennan hetjubundna rómans
og textar við lögin „Draumur í
„D““, „Vegurinn“ og „Á meðan
vatnið velgist“ eru undir beinum
áhrifum frá kveðskap Stjórans.
Sprengjó og
Springsteen!?
Galdur Sprengjuhöllin stenst
ekki kynngimagnaða töfra
Bruce Springsteen frekar en
aðrir.
ENGU er líkara en að bandarískir
hrollvekjuhugmyndasmiðir séu í
þann veginn að leggja upp laupana.
Craven, Carpenter og allt það ágæta
gengi sem færði unnendum þessarar
kvikmyndagreinar ómælda gæsahúð
á ofanverðri öldinni sem leið, er
þagnað að mestu. Skástu hrollvekj-
urnar að vestan í dag eru ann-
aðhvort gerðar af innfluttum leik-
stjórum, endurgerðir erlendra
mynda eða hvort tveggja.
Quarantine, eða Sóttkví, er engin
undantekning, byggð á [Rec], vin-
sælum, spánskum hrolli, eftir þá
Jaume Balagueró, Luiso A. Berdejo
og Paco Plaza. Hann hlaut fína dóma
og framboðið á hryllingsmynda-
markaðnum virðist aldrei fullnægja
eftirspurninni þar vestra og nú er
endurgerðin komin í allri sinni kvöl
og pínu.
Söguhetjurnar eru fréttamað-
urinn Angela (Carpenter) og Scott
(Harris), tökumaðurinn hennar.
Þeim er fengið verkefni, sakleys-
islegt á yfirborðinu, að fylgja eftir
slökkviliðsmönnum við störf sín í
húsalengju í miðborginni, þaðan hef-
ur borist hjáparbeiðni um neyðarlín-
una. Ófögur sjón blasir við er frétta-
mennirnir koma í húsið, íbúarnir
haga sér undarlega, fyrr en varir er
byggingin einangruð, svo virðist
sem óhugnanleg drepsótt sé kviknuð
innandyra.
Við erum komin á kunnuglegar
slóðir sviðsetta heimildarhrollsins,
sem skaust upp á vinsældalistann í
myndum eins og The Blair Witch
Project allt til Cloverfield. Kvik-
myndatakan er viðvaningsleg, með
handheldri tökuvél, sem gefur Quar-
antine hrátt, „trúverðugt“ yfirbragð.
Leikstjórnin er býsna þétt og leik-
urinn kemur notalega óvart. Jafnvel
gamla, góða Rade Sherbedzija
bregður fyrir, sem jafnan er ótví-
ræður kostur. Hrottaleg mynd en
spennandi, ógnvekjandi og óvænt.
Ófögnuður
í miðborginni
KVIKMYND
Laugarásbíó, Smárabíó, Borg-
arbíó Akureyri
Quarantine
bbbnn
Leikstjóri: John Erick Dowdle. Aðalleik-
arar: Jennifer Carpenter, Jay Hernandez,
Steve Harris, Rade Sherbedzija. 85 mín.
Bandaríkin. 2008.
Sæbjörn Valdimarsson
Quarantine „Hrottaleg mynd en spennandi, ógnvekjandi og óvænt.“