Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 44

Morgunblaðið - 03.11.2008, Page 44
MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 308. DAGUR ÁRSINS 2008 Þjóðleikhúsinu Macbeth »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Félög veðjuðu á að krónan myndi veikjast  Stórfelld stöðutaka gegn íslensku krónunni er meðal þess sem komið hefur í ljós við skoðun á efnahags- reikningum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Heildarupphæð samninganna sem bankarnir höfðu milligöngu um nemur að minnsta kosti 600-720 milljörðum króna. » Forsíða Dýrt fyrir sjúklinginn  Boð lyfjafyrirtækja um gríðar- legan afslátt af dýrum lyfjum fyrir Landspítalann kunna að hljóma sem sparnaður í fyrstu. Tilboðið getur hins vegar reynst sjúklingnum dýrt er heim er komið, þar sem afsláttur lyfjafyrirtækjanna gildir ekki utan spítalans. » 4 Rjúpunum fjölgar  Minna veiðiálag er talið ástæða þess að talsvert meira er nú af rjúpu á Norðurlandi og Austurlandi en var í fyrra. Ný náttúruleg uppsveifla kann þó einnig að vera að hefjast. » 8 Getum lært af Finnum  Stuðningur við hátækniiðnaðinn, nýsköpunar- og sprotafyrirtæki reyndist Finnum vel í bankakrepp- unni 1990-1994. Umsókn um Evr- ópusambandsaðild og stuðningur við velferðarkerfið komu sér þó ekki síður, að sögn Stefáns Ólafssonar fé- lagsfræðings. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Móðuharðindi? Forystugreinar: Finnska leiðin | Vágestur atvinnuleysis Ljósvaki: Allt í lagi með markaðinn UMRÆÐAN» Þegar væntingar rætast Ójöfnuður Nú er ég reiður Skilið launahækkuninni Heitast 10°C | Kaldast 3°C Suðvestan 8-15 metrar á sekúndu og skúrir en léttskýjað á Norðaustur- og Aust- urlandi. » 10 Að mati Sæbjörns Valdimarssonar er hryllingsmyndin Quarantine bæði ógnvekjandi og óvænt. » 41 KVIKMYNDIR» Hrottaleg og spennandi TÓNLIST» Sjarmaborgin fær þrjár og hálfa stjörnu. » 37 Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð verður haldin með breyttu sniði og kanónur úr bransanum flytja tölu. » 38 KVIKMYNDIR» Metnaðar- full hátíð FÓLK» Búningabrjálæði á hrekkjavöku. » 39 FÓLK» Ashlee Simpson er alltaf heitt. » 42 Menning VEÐUR» 1. Vill gefa Íslendingum 300 millj. 2. Félag Jóns Ásgeirs keypti … 365 3. Löngu ákveðin hlutafjáraukning 4. Andlit blaðsins ÞESSI átta ára strákur, Bjartur Geir Gunnarsson, hafði gaman af því að skoða stjórnklefa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, í Flugsafni Íslands á laugardaginn. Sagðist þó aðspurður ekki stefna að því að verða flugmaður í framtíðinni og lítinn áhuga hafa á flugi. „Þetta er stórmerkilegur safn- gripur,“ sagði Svanbjörn Sigurðsson safnstjóri um stjórnklefann, þegar hann tók formlega við gripnum til varðveislu frá velunnurum safnsins. | 12 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ungur stjórnandi í fyrstu þotunni Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LAGIÐ Hoppípolla af fjórðu plötu Sigur Rósar, Takk, hljómar í stiklu fyrir nýjustu kvikmynd breska leik- stjórans Dannys Boyle, Slumdog Millionaire. Myndin fjallar um ungan Indverja sem tekur þátt í sjónvarps- þættinum Viltu vinna milljón? til þess að reyna að ná sambandi við æskuástina. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í næstu viku, en hún hefur þegar verið sýnd á nokkrum kvik- myndahátíðum og hlotið mjög góða dóma. Danny Boyle er hvað þekktastur fyrir kvikmynd- irnar Trainspotting og 28 Days Later, en tónlistin úr þeirri fyrrnefndu varð gríðarlega vinsæl á sínum tíma. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlist Sigur Rósar er notuð í tengslum við erlendar stórmyndir. Þannig hljómaði til að mynda lagið Svefn-G-Englar í Vanilla Sky sem gerð var árið 2001 og skartaði Tom Cruise í aðalhlutverkinu, auk þess sem síðasta lagið af nafn- lausri plötu sveitarinnar, sem gjarnan er nefnt Popp- lagið, hljómaði undir stiklu fyrir stórmyndina The In- vasion sem gerð var í fyrra og skartaði Nicole Kidman og Daniel Craig í aðalhlutverkum. Morgunblaðið/Golli Vinsælir Tónlist Sigur Rósar hefur náð gríðarlegum vinsældum um allan heim. Lagið Hoppípolla í stiklu fyr- ir nýjustu kvikmynd breska leikstjórans Dannys Boyle Sigur Rós í milljónamynd FRAMBOÐ á sumarbústöðum hefur aukist síðustu vikur, að sögn Magn- úsar Leópoldssonar á Fasteigna- miðstöðinni. Síðustu vikur hefur þó ekki verið mikið um sölur á sum- arbústöðum frekar en almennt á fast- eignamarkaðnum. „Það er byrjað að kreppa að og þá vilja menn fyrst losa sig við sum- arbústaði,“ segir Magnús. „Ég er því miður hræddur um að eitthvað af bú- stöðum fari fyrst í gegnum banka- kerfið áður en þeir koma í sölu hjá fasteignasala,“ segir Magnús. Hann bendir á að algengt hafi verið að bústaður fyrir 20 milljónir króna hafi að mestu verið fjármagnaður með erlendu láni. Bústaðurinn hafi ekki hækkað, en það hafi lánið gert svo um munar í mörgum tilvikum. aij@mbl.is Aukið fram- boð á sumar- bústöðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.