Morgunblaðið - 05.11.2008, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
303. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
Leikhúsin
í landinu >> 37
ALLT ANNAR BOND
HRISTA EÐA HRÆRA?
SKIPTIR EKKI MÁLI
DAGLEGTLÍF
Finnska leiðin var
skelfilega erfið
mbl.is95
ára
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
YFIRLÝSING um að hópur starfsmanna Kaupþings
yrði ekki gerður persónulega ábyrgur fyrir lánum bank-
ans til þeirra kom frá Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum
forstjóra Kaupþings, og var gerð í lok septembermán-
aðar samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stjórn
Kaupþings samþykkti gjörninginn. Bankinn féll skömmu
síðar.
Lánin voru veitt til starfsmanna Kaupþings svo þeir
gætu keypt hlutabréf í bankanum. Heildarlánveitingar
til þeirra voru samkvæmt efnahagsreikningi Kaupþings
rúmlega 50 milljarðar króna. Stærstu einstöku skuld-
ararnir voru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
Hreiðar Már og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórn-
arformaður Kaupþings. Þá vógu lán til annarra stjórn-
enda mjög þungt en almennir starfsmenn bankans tóku
einnig smærri upphæðir að láni til að kaupa sér hluti í
Kaupþingi.
Öllum lánasamningum fylgdu veðköll sem gerðu
Kaupþingi kleift að kalla eftir auknum tryggingum fyrir
lánunum ef hlutabréf í bankanum lækkuðu í verði. Þeim
veðköllum var aldrei beitt þrátt fyrir að gengi bréfa í
Kaupþingi hefði fallið mikið á síðasta rúma árinu.
Þess í stað hvöttu stjórn og stjórnendur Kaupþings
starfsmenn sína til að selja ekki bréfin sín til að veikja
ekki tiltrú markaðarins á bankanum. | 17
Forstjóri Kaupþings takmarkaði ábyrgðir í septemberlok
Felldar niður fyrir fall
JERRY Jean-Baptiste og Violet Baptiste voru í besta skapi eftir að hafa
greitt forsetaframbjóðandanum Barack Obama atkvæði í Flórída í gær.
Samkvæmt fyrstu útgönguspám var Obama spáð sigri í Vermont.
Að sama skapi var andstæðingi hans, John McCain, forsetaframbjóð-
anda repúblikana, spáð sigri í Kentucky. Í Indiana var staðan hnífjöfn.
Allt útlit var fyrir mestu þátttökuna í forsetakosningum í áratugi. | 18
AP
Gífurleg þátttaka í kosningunum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HEIMILT er að ráða samtals hátt í
250 héraðslögreglumenn til starfa í
lögregluumdæmum landsins sam-
kvæmt nýgerðri breytingu á reglu-
gerð um héraðslögreglumenn.
Eftir breytinguna er lögreglustjór-
anum á höfuðborgarsvæðinu heimilt
að ráða allt að 80 héraðslögreglu-
menn að fengnu samþykki ríkislög-
reglustjóra. Fyrir breytingu mátti
lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu, líkt og aðrir lögreglustjórar í öðr-
um embættum landsins, aðeins ráða
átta manns. Reglugerðin heimilar
lögreglustjóranum á Suðurnesjum að
ráða allt að 40 menn og lögreglustjór-
unum á Akureyri, Akranesi og Sel-
fossi að ráða allt að 16 manns. Lög-
reglustjórum í öðrum umdæmum er
eftir sem áður heimilt að ráða allt að
átta menn.
Samkvæmt skriflegu svari Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra er
að því unnið að endurskoða lögreglu-
lög. Bendir hann á að hann hafi kynnt
niðurstöðu umsagna um málið á fundi
sýslumanna í september sl. og þar
hafi komið fram að umsagnaraðilar
mæltu allir með því að farin yrði sú
leið til að styrkja lögregluna, ef leita
þyrfti út fyrir hinn fastráðna hóp, að
fjölga héraðslögreglumönnum. „Við
svo búið ákvað ég að breyta reglugerð
um þetta efni,“ skrifar Björn. Spurð-
ur hvort heimild fyrir fjölgun héraðs-
lögreglumanna standi í einhverjum
tengslum við ólguna sem margir
greini í samfélaginu skrifar Björn:
„Breyting á lögreglulögum og þessari
reglugerð var ákveðin áður en banka-
hrunið kom til sögunnar og er mjög
langsótt ef ekki ómögulegt að sjá þar
eitthvert samhengi.“
250 manna liðsauki
Dómsmálaráðherra hefur heimilað
ráðningu héraðslögreglumanna
Í HNOTSKURN
»Hlutverk héraðslögreglu-manna er, samkvæmt
reglugerð um þá, að gegna al-
mennum löggæslustörfum
þegar á þarf að halda, þar á
meðal að halda uppi reglu á
mannfundum.
»Lögreglustjóra er heimiltað kalla héraðslög-
reglumenn til aðstoðarstarfa
þegar vinnuálag er mest, til
viðbótar þeim lögreglumönn-
um sem heimild er fyrir í
hverju umdæmi.
STAÐA Orku-
veitu Reykjavík-
ur er erfið um
þessar mundir.
Ekki hefur tekist
að fá lán erlendis
til fyrirhugaðra
framkvæmda á
næsta ári og eru
þær nú í upp-
námi.
Þá hafa skuld-
ir fyrirtækisins aukist á ógnar-
hraða síðustu þrjá mánuði. Nemur
hækkunin 40 milljörðum króna síð-
ustu þrjá mánuði, eða 440 millj-
ónum króna dag hvern. Skuldirnar
eru nær eingöngu í erlendri mynt.
Til stóð að taka 28 milljarða
króna lán hjá Evrópska fjárfest-
ingabankanum til að standa undir
framkvæmdum á næsta ári. Bank-
inn ákvað nýlega að fresta lánafyr-
irgreiðslunni. Aðrir lánamögu-
leikar hafa einnig lokast, t.d. hjá
Norræna fjárfestingabankanum,
Evrópubankanum og Þróun-
arbanka Evrópu. » 4
Skuldir OR vaxa um 40
milljarða á stuttum tíma
Orka Áform OR
eru í uppnámi.
SÍFELLT
verður algeng-
ara að fólk skipti
á fasteignum
þegar ekki bjóð-
ast lán á viðráð-
anlegum kjörum
eða þegar selj-
endur sætta sig
ekki við að lækka
verð eigna sinna
til að selja þær.
Þessi þróun varð síðast á tíunda
áratugnum. Fimmtíu kaupsamn-
ingum var þinglýst á höfuðborg-
arsvæðinu í síðasta mánuði þar sem
eignaskipti áttu sér stað. Lausafé
er líka tekið í skiptum fyrir fast-
eignir, svo sem bílar og bátar. » 8
Fólk skiptir á fasteignum
þegar lánin fást ekki
Hús Ganga ekki
kaupum og sölum.
FLEIRI hafa flust til landsins á
þessu ári en spáð var. 1. október sl.
var mannfjöldinn rúmlega 320.000
en ekki 313.000 eins og gert hafði
verið ráð fyrir.
Á fyrstu níu mánuðum ársins
fluttust til landsins 4.687 manns um-
fram þá, sem fóru, og er uppistaðan
útlendingar en íslenskum ríkisborg-
urum fækkaði um 261. » 4
Fólksfjölgun á árinu hef-
ur verið meiri en spáð var