Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 2

Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,- Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUNPatti lagersala Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HÁTT í 300 manns hafa skráð sig á námskeið sem Norræna félagið hefur boðað til um flutning til Norðurlandanna. Námskeiðunum, sem haldin hafa verið u.þ.b. árlega síðan 2001, hefur nú verið fjölgað úr tveimur í átta en eftir sem áður er fullbókað á þau öll og eftirspurnin vel umfram framboðið. „Aðsóknin er miklu meiri en áður og það er merki um hve atvinnuástandið er slæmt hér. Við þurftum að bæta við fleiri námskeiðum en nú getum við ekki skráð fleiri,“ segir Alma Sigurðardóttir, verkefn- isstjóri hjá Norræna félaginu. Á námskeiðunum er farið yfir helstu atriði sem fylgja því að flytja á milli landa, s.s. varðandi atvinnu og húsnæði auk upplýs- inga um hvernig regluverkið virkar og hvaða rétt- indi og skyldur eiga við. Upphaflega stóð til að halda eitt námskeið þar sem fjallað væri um Noreg og Svíþjóð og annað þar sem Danmörk væri tekin fyrir, en nú hefur verið ákveðið að halda aðskilin námskeið fyrir hvert land auk við- bótarnámskeiðs þar sem stiklað er á stóru um öll löndin. Öll námskeiðin eru uppbókuð og óljóst um framhaldið. „Við vildum gjarnan geta annað eft- irspurn en sjáum ekki fram á það í bili, en vonandi getum við endurtekið leikinn eftir áramót.“ Fólk úr öllum áttum sækir fundina Að sögn Ölmu virðist hópurinn sem sækir nám- skeiðin vera mjög fjölbreyttur, allt frá 17 ára ung- mennum til ellilífeyrisþega. Sumir stefndu út áður en ástandið tók að versna og hafa þegar fengið vinnu eða skráð sig í skóla, aðrir eru einfaldlega að kynna sér möguleika sína og þreifa fyrir sér. „Þetta er bara þversnið úr þjóðfélaginu, fólk úr öllum áttum og á mismunandi menntunarstigi, í rauninni öll flóran.“ Alma bendir á að námskeiðin í ár hafi fengið meiri kynningu en áður sem geti að hluta skýrt þessa met- aðsókn. Hún leggur þó áherslu á að tilgangur nám- skeiðanna sé aðstoð og upplýsingagjöf, þeim sé ekki ætlað að vera áróðursnámskeið. „Okkar hlutverk er ekki að hvetja fólk til að fara úr landi heldur að leið- beina því hvert er best að snúa sér og gera því grein fyrir hversu mikið, eða lítið, mál það er að flytja. Það er misjafnt hvað hverjum og einum finnst.“ Morgunblaðið/Ómar Kynning Alma Sigurðardóttir verkefnastjóri fór yfir helstu atriði búferlaflutninga á fyrsta námskeiðinu í gær. Norðurlöndin vinsæl  Óvenjumargir hafa skráð sig á námskeið um flutning til Norðurlanda vegna slæms atvinnuástands hér á landi SNARPUR jarðskjálfti varð vestur af Grindavík skömmu fyrir kvöldmat í gær. Skjálftinn mældist um 4 á Richt- er og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fylgdu engir eft- irskjálftar í kjölfarið. Að sögn veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofunni voru upptök skjálftans tæpa fjóra kílómetra vestur af Grindavík, þar sem Reykjaneshrygg- urinn gengur á land nálægt Reykja- nesvita. Skjálftans varð víða vart á Reykjanesi. „Þetta er með snarpari skjálftum sem við höfum fengið hér, en það skýrist af því að upptökin eru svo ná- lægt bænum. Við verðum oft vör við kippi, en þeir eru yfirleitt miklum mun minni en þetta,“ segir Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, sem sæti á í almannavarna- nefnd Grindavíkur. Sigurður var ný- kominn heim úr vinnunni þegar skjálftinn reið yfir. Húsið hristist í hálfa mínútu „Þetta var eins og sprenging og síð- an hristist húsið í allt að hálfa mín- útu,“ segir Sigurður og tekur fram að þótt húsið hafi gengið mikið til og hlutir færst til hafi ekkert dottið úr hillu. Spurður hvort hann vissi til þess að skjálftinn hefði valdið einhverjum skemmdum sagðist Sigurður ekki hafa fengið neinar tilkynningar þess efnis. „Raunar virðist fólk hafa tekið skjálftanum af mikilli yfirvegun,“ seg- ir Sigurður. silja@mbl.is Mældist ríflega 4 á Richter Snarpur jarðskjálfti vestur af Grindavík              !" #$$%  & %  Stormasamt vestanlands LEIÐINDAVEÐUR með hvass- viðri og úrhelli var á vesturhluta landsins í gær og nótt. Stormurinn tók sig upp með vesturströndinni þegar leið á daginn og fram eftir nóttu. Veðurstofan gerði í gær- kvöldi ráð fyrir suðaustan- og síðar sunnanátt með 15-23 metrum á sekúndu, hvassast með vest- urströndinni en öllu hægari norð- austantil. Í dag má vænta þess að dragi úr vindi og úrkomu og verður sunn- anátt með 5-15 m/s í kringum há- degi, sem fyrr hvassast vestan- lands. Væta sunnan- og vestan- lands en léttskýjað norðaustantil. Hiti 4-10 stig. SKILANEFND Kaupþings rann- sakar hvort hundrað milljarðar króna hafi verið millifærðir inn á er- lenda bankareikninga úr sjóðum Kaupþings rétt áður en bankinn var þjóðnýttur í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í fréttinni sagði að millifærslurnar hefðu vakið athygli starfsmanna skilanefndarinnar vegna tímasetn- ingarinnar og þess hve háar þær voru. Engar skýringar hefðu legið að baki millifærslunum. Morgunblaðið reyndi að fá þessa frétt staðfesta í gærkvöldi en án ár- angurs. Fulltrúi í skilanefndinni, sem náðist í, vildi ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í stjórnendur gamla Kaupþings. Jónas Sigurgeirsson, forstöðu- maður upplýsingasviðs Kaupþings, hafði ekki heyrt um málið. Það yrði kannað og væntanlega kæmi yfirlýs- ing frá bankanum. Milljarðar yfirfærðir til útlanda? „AUÐVITAÐ eru erfiðir tímar í út- gáfumálum en það er algjörlega nauðsynlegt fyrir þjóðina að hafa frjálsa fjölmiðla í landinu, að þetta sé ekki allt ríkis- rekið eða í eigu bankanna. Það er nú það sem mér gengur til,“ segir Hreinn Loftsson hæstaréttarlög- maður en félag í hans eigu, Austur- sel ehf., keypti í gær útgáfufélagið Birtíng sem gefur m.a. út DV og ým- is tímarit. Austursel hefur átt hlut í Birtíngi um nokkurt skeið og segist Hreinn þekkja orðið vel til rekstrarins. Spurður um eignatengsl við Baug svarar Hreinn: „Ég er stjórnarmað- ur í Baugi þannig að auðvitað hef ég tengsl við Baug. En Birtíngur er annað félag, þar eru engin eigna- tengsl á milli svo þetta er ekki eitt af Baugsfyrirtækjunum. una@mbl.is Hreinn kaupir Birtíng Hreinn Loftsson Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Á VEGUM Vinnueftirlitsins og byggingarfulltrúa sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu er nú verið að kortleggja hættuleg svæði þar sem framkvæmdum hefur verið hætt. Reikna má með að húsgrunnar og hálfkaraðar byggingar sem hætta getur stafað af skipti tugum á þess- um svæðum og muni fjölga á næstunni. „Við viljum tryggja að frá svona byggingum og svæð- um verði gengið á öruggan hátt, þannig að börnum og unglingum og öðrum óviðkomandi stafi ekki hætta af,“ sagði Steinar Harðarson, umdæmisstjóri hjá Vinnueft- irlitinu, í gær. Farið var yfir þessi mál á fundi á mánudag- inn og verður byrjað á því að kortleggja hvar verkefni hafa verið sett á ís tímabundið eða framkvæmdaaðili komist í þrot. „Þar sem á annað borð eru framkvæmdir í gangi ganga starfsmenn Vinnueftirlits eftir því að tryggilega sé geng- ið frá girðingum og öðrum öryggisatriðum. Þegar fram- kvæmdir hins vegar liggja niðri og ekki finnst forráða- maður fer málið á borð byggingarfulltrúa. Ég óttast að slíkum málum fjölgi verulega við þessar aðstæður,“ sagði Steinar. Gísli Norðdahl, byggingarfulltrúi í Kópavogi, segir að víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu séu hálfköruð vinnu- svæði og jafnvel hættulegir grunnar og byggingar. Í september hafi byrjað að hægja á og síðan hafi starfs- menn byggingarfulltrúans verið á tánum og fylgt því eft- ir að tryggilega væri gengið frá öryggisatriðum á vinnu- svæðum. Í sumum tilvikum gæti kostnaður við girðingar og frá- gang fallið á sveitarfélög. Til dæmis þegar ekki væri hægt að innheimta kostnað vegna gjaldþrots fyrirtækis. Tryggja öryggi á hættu- legum vinnusvæðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Rólegt Vinnusvæði við Skógarlind í Kópavogi er meðal byggingastaða sem vel hefur verið fylgst með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.