Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 05.11.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 BREYTINGAR urðu á fréttastofu Stöðvar 2 um mánaðamótin í kjölfar uppsagna á 365 miðlum. Fram hefur komið að yfir 20 manns fengu upp- sagnarbréf hjá fyrirtækinu í heild og tilkynnt var um launalækkun. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var tveimur fréttamönnum m.a. sagt upp, þeim Heimi Má Pét- urssyni og Birni Þorlákssyni á Ak- ureyri, og sömuleiðis Þorsteini Gunnarssyni íþróttafréttamanni. Þá hefur útsendingum sjónvarpsfrétta Stöðvar 2 verið hætt í hádeginu. Eru fréttir áfram sendar út á Bylgjunni. Óskar Hrafn Þorvaldsson, frétta- stjóri Stöðvar 2, svaraði ekki skila- boðum Morgunblaðsins í gær en á mbl.is var haft eftir honum í fyrra- dag að þjóðfélagslegar aðstæður lægju að baki ákvörðun um að hætta með hádegisfréttir í sjónvarpi. „Þessi ákvörðun hefur verið tekin. Hún stendur meðan hún stendur,“ sagði Óskar Hrafn og bætti við að mögulega gætu skapast aðstæður síðar til að senda fréttirnar út að nýju í sjónvarpi. Áhyggjur af landsbyggðinni Björn Þorláksson sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðlunar á landsbyggðinni. Auk lokunar á Akureyrardeild Stöðvar 2 hefði t.d. Morgunblaðið dregið verulega úr starfsemi sinni þar í bæ, sagt upp blaðamanni sínum á Austurlandi og þá hefði RÚV dreg- ið saman seglin á svæðisstöðvum sín- um á Ísafirði og Egilsstöðum. Björn sagðist nú þegar hafa orðið var við háværar óánægjuraddir Ak- ureyringa með ákvörðun Stöðvar 2. Ef einhvern tímann hefði verið þörf fyrir kraftmikla fjölmiðlun af lands- byggðinni þá væri það nú; eftirspurn eftir fréttum af þeim landshluta hefði aukist þegar útrásarævintýrin væru úti og byggja þyrfti landið upp aftur á grunnatvinnuvegunum. bjb@mbl.is Uppsagnir og hádegisfréttum hætt í sjónvarpi Breytingar á fréttastofu Stöðvar 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Samdráttur Fréttastofa Stöðvar 2 ætlar að draga saman seglin í kreppunni. , , Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Ný peysusending frá • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Þunnar peysur í mörgum litum Jólabæklingurinn kemur út með Morgunblaðinu á morgun Fullur af fallegum barnafatnaði á ótrúlega góðu verði. Ekki missa af! KRINGLUNNI - SMÁRALIND 249 0.- 990.- Laugavegi 63 • S: 551 4422 PEYSUÚRVAL JAKKAPEYSUR merino/kasmir ULLARPEYSUR viscose/silkipeysur, blússuúrval SKOÐIÐ SÝNISHORN Á LAXDAL.IS Hanskadagar Skólavörðustíg 7, 101 Reykjavík, Sími 551 5814, www.th.is 30% AFSLÁTTUR AF BRÚNUM HÖNSKUM Í 3 DAGA frá fimmtudegi til laugardags! M b l1 06 24 68 Krúttleg barnataska full af barnavörum Slakandi lavenderolía og lavenderbað notaleg gjöf Handáburður og fótakrem nytsöm jólagjöf. Nytsamar jólagjafir Útsölustaðir: Apótek, Heilsuverslanir, Barnaverslanir og Heilsuvörudeildum stórmarkaða Venadoron Fótagel fyrir þreyttar fætur, styrkir æðar og losar bjúg, gott við fótapirringi Footbalm Fótakremið fyrirbyggir sveppamyndun er mýkjandi og dregur úr fótraka og eyðir lykt Skin food Græðandi alhliða krem, gott á útbrot, sprungnar fætur og hendur, krem sem hægt er að mæla með Að hugsa um sjálfan sig með einföldum aðferðum, er fyrirbyggjandi Apótek Heilsuverslanir, Barnaverslanir og í Heilsuvörudeildum stórmarkaða www.weleda.is Lífrænt ræktað án aukaefna HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2862 ST. 42-54

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.