Morgunblaðið - 05.11.2008, Page 10
10 FréttirHALLDÓR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Nýjustu vendingar í fjölmiðla-málum voru ræddar á Alþingi í
gær og var Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra ómyrk í máli.
Einn maður getur nú öðlast yfir-ráð yfir nær öllum fjölmiðlum á
landinu að ríkisútvarpinu undan-
skildu,“ sagði Þorgerður Katrín í
umræðunum og átti við Jón Ásgeir
Jóhannesson.
„Þetta er auðvit-
að grafalvarlegt
mál og kallar á
margar spurn-
ingar. Þar ber
fyrst að nefna þá
undarlegu stað-
reynd að svo
virðist að banki,
sem nú er í eigu
ríkisins, hafi átt
frumkvæði að
þessum gjörningi ef marka má um-
mæli framkvæmdastjóra 365 í fjöl-
miðlum.“
Morgunblaðið studdi á sínumtíma setningu fjölmiðlalaga til
þess að koma í veg fyrir sam-
þjöppun í fjölmiðlun. Komið var í
veg fyrir að þau lög næðu fram að
ganga.
Síðar skapaðist samstaða um aðsetja bæri fjölmiðlalög. Tekin
var saman skýrsla um stöðuna á
fjölmiðlamarkaði og kynntar hug-
myndir um hvernig mætti tryggja
heilbrigt umhverfi fyrir fjölmiðla
með lagasetningu. Þær hugmyndir
gufuðu allar upp og ekkert varð af
setningu fjölmiðlalaga.
Nú er mikli ólga í kringum fjöl-miðla í landinu. Afstaða
Morgunblaðsins er enn sú að ekki
sé hollt fyrir samfélagið að allir
fjölmiðlar í landinu safnist á fáar
eða jafnvel eina hendi.
Svo er önnur spurning hvernigríkisbanki beitir valdi sínu til
að móta það samfélag sem á að rísa
úr rústum bankahrunsins.
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Fjölmiðlamál hin nýju
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
" "
"
#
$$ %
#%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
&
&!
&
&!
&!
&
&
&
& !&
&
!
&
&!
&!
&
&
*$BC
!
"#
$
%& #
'
( )
*
*!
$$B *!
'( )$ $ $ *+
<2
<! <2
<! <2
' ) $, %-$. /
D! -
*
B
+ #
# , &- # # "#
$
' -
<
,!
# #
'
*
01 $($22
$* ($3 *$, %
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
JÓRUNN Frímannsdóttir, formaður velferðar-
ráðs Reykjavíkur, segir engin áform uppi um að
selja Droplaugarstaði. Verið sé að fara yfir rekst-
ur hjúkrunarheimilisins en sala þess hafi ekki ver-
ið rædd.
Í frétt Morgunblaðsins í gær neitaði Hrólfur
Jónsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og
eignasviðs borgarinnar, því ekki að sú hugmynd
hefði komið til tals að selja Droplaugarstaði. Það
yrði þó ekki gert nema þjónustustig væri tryggt.
Jórunn segist ekki hafa heyrt þessa hugmynd
áður og hún því ekki verið í umræðunni. „Við erum
að fara yfir stöðu Droplaugarstaða og hallarekst-
ur þeirra. Í því erum við að leita leiða til að tryggja
aukið fjármagn frá ríkinu eða hvort einhver annar
geti komið að rekstri Droplaugarstaða. En það
eru engin áform um sölu á þessu stigi.“
En er þá stefnt að einkavæðingu? „Nei, það er
ekkert komið á neitt slíkt stig,“ svarar Jórunn.
Hún segir líka undarlegt orðalag að tala um að
svið borgarinnar séu rekin sem fyrirtæki. „Þú get-
ur ímyndað þér hvort velferðarsvið sé rekið sem
fyrirtæki núna. Ég get ekki séð hvernig það ætti
að vera því fyrirtæki gæti ekki rekið alla þá vel-
ferðarþjónustu sem við höfum með höndum og lát-
ið það ganga upp. Auðvitað er verið að reyna að
hafa gegnsæjan rekstur og breyta svolítið vinnu-
lagi hvað það varðar.“
Hafist var handa við byggingu Droplaugarstaða
árið 1979 og var upphaflega gert ráð fyrir að í hús-
inu yrði dvalarheimili fyrir aldraðra. Árið 1981 var
þriðju hæð hússins breytt í hjúkrunarheimili og
árið 1996 var sú starfsemi tekin upp í öllu húsinu.
Droplaugarstaðir ekki seldir
Formaður velferðarráðs segir leiða leitað til að tryggja fjármagn til rekstursins
NÝR lóðs- og dráttarbátur Faxa-
flóahafna sf. sigldi inn í gömlu höfn-
ina í Reykjavík í fyrradag. Báturinn
heitir Jötunn og leysir hann af hólmi
eldri Jötunn en sá bátur var fyrir um
ári seldur til Þorlákshafnar.
Nýi Jötunn var smíðaður í Hol-
landi hjá Damen Shipyards en Faxa-
flóahafnir sf. eiga fyrir þrjá lóðs- og
dráttarbáta, sem allir eru af Damen-
gerð.
Nýr Jötunn er með 24 tonna tog-
kraft og bætir verulega öryggi skipa
sem koma til Faxaflóahafna sf. og
nágrannahafna og þurfa á þjónustu
dráttarbáta að halda. Heildarkostn-
aður við smíði bátsins var 2,4 m. evr-
ur. Áður fyrr þóttu minni bátarnir
vera hin prýðilegustu verkfæri. Síð-
an hafa þau skip sem koma til Faxa-
flóahafna sf. stækkað verulega og
því óhjákvæmilegt annað en að
mæta því með öflugri dráttarbátum.
sisi@mbl.is
Stærðarmunur Allur floti Faxaflóahafna saman kominn í Reykjavíkurhöfn.
Nýr og öflugur drátt-
arbátur bætist í flotann
Í HNOTSKURN
»Allir lóðs- og dráttarbátarFaxaflóahafna sf. eru af
„Damen-fjölskyldunni“
»Magni er með 40 tonnatogkraft, Jötunn er með 24
tonna togkraft, Leynir með 14
tonna togkraft og Þjótur er
með 6 tonna togkraft.