Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Skipulagsauglýsing
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur
sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi
Húsafells.
Um er að ræða upptöku á deiliskipulag fyrir svæðið Stuttárbotnar þar sem
gert er ráð fyrir einni 44 ha. lóða að stærð með 162 byggingarreitum, einni lóð
fyrir íbúðarhús, lóð fyrir verslun og þjónustu, lóð fyrir athafnasvæði, lóð
skilgreinda sem iðnaðarsvæði og er ætluð fyrir sorpmóttöku og flugbrautar-
stæði. Með gildistöku þessa deiliskipulags fellur eldar skipulag úr gildi.
Tillagan verður til sýnis frá og með 5. nóvember til 10. desember. Þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn frestur til að skila inn skriflegum
athugasemdum til 10. desember. Athugasemdum skal skila til verkefnastjóra
skipulagsmála í ráðhús Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 Borgarnesi. Þeir
sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar.
RJÚPNAVEIÐILEYFI í landi Skóg-
ræktar ríkisins í Haukadal seldust
upp á nokkrum dögum. Um var að
ræða 72 leyfi eða fjögur leyfi á
hverjum leyfðum veiðidegi rjúpna í
þessum mánuði. Hvert dagsleyfi
kostaði 4.000 krónur.
Fyrirtækið Skógráð ehf. á Egils-
stöðum hóf sölu rjúpnaveiðileyfa á
vefnum rjupa.is 24. október sl. en
veiðitímabilið hófst 1. nóvember.
Auk Haukadals var í boði veiði í
landi Bakkasels í Fnjóskadal og Haf-
ursár-Gilsárdals á Hallormsstað.
Síðar bættist við Stóra-Sandfell í
Skriðdal. Enn eru laus veiðileyfi á
síðasttöldu svæðunum.
Christoff Wöll, starfsmaður
Skógráðs ehf., sagði mjög æskilegt
að fá fleiri veiðilendur á Suðurlandi
og Vesturlandi nálægt höfuðborg-
arsvæðinu. Hann kvaðst vona að
fleiri landeigendur á þessu svæði
efndu til samstarfs við Skógráð ehf.
og nýttu rjúpnaveiðihlunnindi á
jörðum sínum.
Sölukerfið rjupa.is var hannað af
Skógráði ehf. og Austurneti ehf. í
samvinnu við Skógrækt ríkisins. Á
vefnum eru upplýsingar um stærð
og mörk veiðisvæðanna og er m.a.
hægt að hlaða upplýsingunum niður
í GPS-tæki. Fjöldi leyfa á hverju
svæði er takmarkaður.
Þorbergur Hjalti Jónsson, skóg-
arvörður hjá Suðurlandsdeild Skóg-
ræktar ríkisins, vissi ekki hvernig
veiðar gengju í landi Haukadals
fyrstu helgina. Hann sagði að veiði-
svæðið í Haukadal væri takmarkað
við heiðarbrúnina og heiðina þar inn
af. Áfram væri bannað að veiða í
sjálfum skóginum. Rjúpnaveiðarnar
ættu því ekki að valda hættu fyrir
göngufólk sem á leið um skóginn.
gudni@mbl.is
Rjúpnaveiðileyfi boð-
in til sölu á netinu
Morgunblaðið/Sverrir
Karri Nú geta veiðimenn keypt
veiðileyfi á skógræktarjörðum.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÖLGERÐIN hefur fengið vilyrði frá
Nýja Kaupþingi um fjármögnun á
áframhaldandi framkvæmdum við
nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins á
Grjóthálsi, sem byrjað var á fyrr á
árinu. Um nærri þriggja milljarða
króna fjárfestingu er að ræða. Ís-
lenskir aðalverktakar (ÍAV) reisa
húsið og að meðtöldum undirverk-
tökum starfa við verkið að jafnaði 50
til 60 manns.
Andri Þór Guðmundsson, for-
stjóri Ölgerðarinnar, segir það mik-
ið ánægjuefni að tekist hafi að fá
áframhaldandi fjármögnun. Allt
verði nú sett á fullt og búist er við
að áætlun standist nokkurn veginn
um að öll starfsemi fyrirtækisins
verði komin undir eitt þak í mars
eða apríl á næsta ári. Búist er við að
vöruhúsið komist í notkun að hluta í
febrúar.
Í dag fer starfsemi Ölgerðarinnar
fram á átta stöðum í borginni, í
flestum tilvikum í leiguhúsnæði.
12.500 fermetrar
„Með því að flytja í eitt húsnæði
náum við mikilli arðsemi af verkefn-
inu. Við erum með lager á fimm
stöðum í Reykjavík og framleiðslu á
tveimur stöðum ásamt þjónustu-
deild. Hagræðingin er því gríðarleg
að geta dreift vörum okkar frá ein-
um stað,“ segir Andri Þór en nýja
byggingin er alls 12.500 fermetrar
að flatarmáli. Að stærstum hluta er
það vöruhús en einnig skrifstofu-
bygging upp á 3.000 fermetra. Eldri
hús við Grjótháls, sem áfram verða
notuð, eru alls um 7.500 fermetrar
að stærð.
„Með þessu erum við komin með
hagkvæmustu eininguna í sölu og
dreifingu á matvöru hér á landi.
Þetta er ein leið í áttina að því að
lækka vöruverð og standa okkur
betur í samkeppninni. Það vinnur að
vísu á móti okkur að fá 6% vaxta-
hækkun en við skulum vona að það
sé tímabundið,“ segir Andri.
Uppsteypu við bygginguna er að
ljúka og að sögn Höskulds Tryggva-
sonar, verkefnisstjóra ÍAV, verður
fljótlega farið í að reisa þakbita og
klæða húsið að utan. Býst Hösk-
uldur við að starfsmönnum muni
fjölga á næstu vikum og mánuðum
en sem fyrr segir hafa að jafnaði
verið 50 til 60 manns á svæðinu.
Morgunblaðið/Golli
Nýbygging Framkvæmdir ÍAV við nýjar höfuðstöðvar Ölgerðarinnar eru í fullum gangi á Grjóthálsi.
Fjármögnun tryggð
Framkvæmdir halda áfram við nýjar höfuðstöðvar Ölgerð-
arinnar á Grjóthálsi Fjárfesting upp á tæpa þrjá milljarða
Höfuðstöðvar
Tölvumynd af norðurhlið
byggingar Ölgerðarinnar.
MATTHÍAS Halldórsson hefur verið settur landlæknir
frá 1. nóvember sl. til 1. febrúar 2009. Kristján Odds-
son verður aðstoðarlandlæknir sama tímabil. Þessi
skipan verður höfð á uns embætti landlæknis verður
auglýst laust til umsóknar.
Matthías hefur verið aðstoðarlandlæknir sl. 18 ár en
tekur nú við embætti landlæknis tímabundið. Hann
hefur áður gegnt starfi landlæknis um eins árs skeið í
fjarveru Sigurðar Guðmundssonar. Sigurður lét af
starfi sem landlæknir eftir tíu ár í embætti 1. nóv-
ember sl. Hann er nú forseti nýstofnaðs heilbrigðisvís-
indasviðs í HÍ.
Nýr landlæknir
tímabundið
Matthías Halldórsson settur landlæknir
Matthías
Halldórsson