Morgunblaðið - 05.11.2008, Page 20
20 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
®
Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
SIGURBJÖRG Árnadóttir bjó í
hálfan annan áratug í Finnlandi og
var einmitt búsett þar þegar harka-
leg kreppa skall á í upphafi tíunda
áratugarins. Hún segir það mikinn
misskilning, sem haldið hafi verið
fram hérlendis upp á síðkastið, að
Finnar hafi verið mjög fljótir að
vinna sig út úr vandanum og að
„finnska leiðin“ sem svo er kölluð
hafi að öllu leyti verið mjög góð.
„Ég hef hlustað á misvitra pólitík-
usa og háskólaprófessora tala eins
og Finnar hafi verið atvinnulausir í
dagpart á sínum tíma!“ sagði hún við
Morgunblaðið í gær.
Sigurbjörg segir ástæðu krepp-
unnar í Finnlandi aðallega neyslu-
fyllirí, eins og Íslendingar hafi verið
á síðustu ár. „Síðan hrundi allt eins
og spilaborg; bankar fóru á hausinn,
lentu í umsjá Seðlabankans og voru
sameinaðir öðrum. Ef allt hefði verið
í lagi hjá Finnum hefðu þeir fundið
fyrir þrengingum en kreppan ekki
orðið jafn slæm og hún varð. En
finnska leiðin var í upphafi alveg
eins og mér sýnist íslenska leiðin
vera – ekkert var gert!“
Allt var í raun óbreytt þar til
Finnar gengu í Evrópusambandið
og urðu að bregðast við ástandinu,
segir hún. Hrun Sovétríkjanna átti
sinn þátt í kreppunni vegna þess að
vöruskiptaverslun við Sovétmenn
þurrkaðist nánast út. „En Rússar
áttu líka stóran þátt í að halda uppi
verslun og ferðaþjónustu í Suður- og
Austur-Finnlandi eftir að kreppan
skall á; nýríkir Rússar flæddu þar
inn og keyptu allt sem hönd á festi.“
Atvinnuleysi fór mest í 30% í
Finnlandi og var yfir 50% í þeim
héruðum sem voru verst sett.
Finnar gengu í ESB 1995 en Sig-
urbjörg segir að atvinnuleysi hafi
enn verið hátt í 20% árið 1998. Að
hennar mati gerðu Finnar mistök
sem alls ekki megi eiga sér stað hér
á landi. „Þeir féllu í þá gryfju að
hrúga fólki á atvinnuleysisbætur en
ég held að enginn glæpur sé verri en
að slá á vinnandi hönd. Það á að
leyfa fólki að vinna; atvinnubóta-
vinna er betri en atvinnuleysi. Allt
er betra en atvinnuleysi.“
Henni fannst finnsk stjórnvöld
allt of sein að taka við sér; allt of
margir hafi verið dottnir ofan í
brunninn áður en hann var byrgður;
„áður en félagsmálakerfið var sveigt
að þörfum fólks og því rétt hjálp-
arhönd í stað þess að láta fjölskyldur
fara á hausinn.“
Sett voru lög þess efnis að sá sem
verið hefur atvinnulaus í 500 daga
fær „aumingjabætur“ eins og hún
kallar það; fer af atvinnuleysisbótum
en þiggur þess í stað lægstu upphæð
sem á að duga til framfærslu. „En
reyndin er sú að hverfandi líkur eru
á því að einhver sem hefur verið at-
vinnulaus í 500 daga fari nokkurn
tíma aftur út á vinnumarkaðinn – og
hætta er á því að börn þessa fólks
verði einnig atvinnuleysingjar. Eitt
af því skelfilega sem kreppan skildi
eftir sig eru einmitt börnin sem
ganga um með byssur í dag og slátra
fólki; það eru börn þeirra sem fóru á
„aumingjastyrkinn“ á sínum tíma.“
Fólk svalt í Finnlandi í kreppunni.
Ótrúlegt en satt. „Um það leyti sem
Finnar gengu í Evrópusambandið
voru stofnuð Samtök hungraðra
Finna og þau eru enn við lýði.
Hún segist hafa séð fólk þola nið-
urlægingu; fólk missti góð störf og
þurfti fljótlega að standa í biðröð
fyrir utan Hjálpræðisherinn eða
kirkjuna til þess að fá met. „Þar
voru kílómetralangar biðraðir!“
Sigurbjörgu segir rangt sem hér
sé gjarnan haldið fram að Finnar
hafi lagt gríðarlega áherslu á skóla-
starf í kreppunni: „Þeir lokuðu sjö-
unda hverjum grunnskóla í landinu á
árunum 1992-94 þegar kreppan var
dýpst. Skólarnir voru færðir yfir til
sveitarfélaganna 1992 og þau voru
misvel í stakk búin til að takast á við
að reka skólana. Þetta bitnaði líka á
byggðaþróun því mörgum litlum
skólum úti á landi var lokað og fólks-
flótti varð úr strjálli byggðum.“
Það sama átti sér stað í heilbrigð-
isþjónustunni, segir Sigurbjörg.
„Þar var gríðarlegur niðurskurður.
Þeir sem voru á geðsjúkrahúsum
eða heimilum fyrir þroskahefta ann-
ars staðar en í sínu sveitarfélagi
voru sendir heim á sína sveit. Ekki
voru alls staðar til stofnanir til að
taka við fólkinu, jafnvel enginn til
þess að annast það og dánartíðni
jókst skuggalega í þessum hópum.“
Sigurbjörg, sem er búsett á Ak-
ureyri, rekur eigið fyrirtæki og hef-
ur síðustu ár unnið mikið innan
ferðaþjónustunnar. Hún telur gríð-
arlega mikilvægt að hlúa að litlum
sprotafyrirtækjum eins og gert var í
Finnlandi eftir að menn brettu loks
upp ermarnar. Lappland er gott
dæmi. „Atvinnuleysið var 50% og
menn stóðu frammi fyrir því hvort
hreinlega ætti að loka svæðinu.“
Ráðuneyti, náttúruvernd-
arsamtök og sveitarfélög réðust
sameiginlega í það verkefni að efla
ferðaþjónustuna þar og hún
blómstrar í dag. Svæðið er álíka
stórt og Ísland, íbúarnir um 200 þús-
und og ferðamenn um þrjár milljónir
árlega. „Ímynd Lapplands var seld;
hin hreina og ósnortna náttúra. Ég
þekki málið mjög vel vegna þess að
sumt af því sem var gert var skrifað
á tölvuna mína; fyrrverandi mað-
urinn minn stjórnaði nefnilega þessu
átaki!“
Reuters
Afleiðing kreppunnar? Ungir Finnar virða fyrir sérkerti sem tendruð voru í smábænum Kauhajoki í september síðastliðnum , eftir að 22 ára námsmaður skaut 10 manns til bana í eigin skóla.
Ástand í Finnlandi var skelfilegt
Finnar ekki jafn fljótir út úr kreppunni og sagt er Ein afleiðing kreppunnar var að neysla eitur-
lyfja margfaldaðist Fólk svalt og beið í löngum röðum við kirkjur og Hjálpræðisherinn til að fá mat
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Finnska leiðin „Held að enginn glæpur sé verri en að slá á vinnandi hönd.“
EITURLYFJANEYSLA margfald-
aðist í Finnlandi í kjölfar krepp-
unnar, að sögn Sigurbjargar. „Í
litla, friðsæla bænum mínum og
sveitunum þar í kring var enginn
grunnskóli án eiturlyfjaneytanda.“
Hún sagði ástandið hryllilegt:
„Yngsti sprautufíkillinn á torginu
hjá mér var sjö ára gamall. Ég sá
hann stundum sprauta sig með að-
stoð systur sinnar, sem var 12 ára!
Pabbinn og mamman voru at-
vinnulaus, löngu dottin ofan í
brunninn og gátu ekki sinnt börn-
unum sínum.“
Sigurbjörg segir það hafa bjarg-
að lífi margra barna í Finnlandi að
þar væri áratuga hefð fyrir þriggja
rétta máltíð í skólum, „en í sum-
arfríinu stóðu bekkjarsystkini
barnanna minna í biðröð fyrir utan
Hjálpræðisherinn og kirkjuna til að
fá að borða. Mér fannst allt annað
en þægilegt að horfa á þau.“
„Yngsti sprautufíkillinn á torginu var sjö ára“
Eftir Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | „Þetta er bara gaman,“
segir Patrekur Gunnlaugsson sem
fer með hlutverk Emils í Kattholti í
uppsetningu Leikfélags Húsavíkur
á samnefndu leikriti. Ragnheiður
Diljá Káradóttir er sama sinnis og
Patrekur en hún fer með hlutverk
Ídu, systur Emils.
Ragnheiður Diljá, sem er níu ára,
er að stíga sín fyrstu spor á leik-
sviði en Patrekur, sem er tólf ára,
er öllu sviðsvanari. „Þetta er í
fimmta skipti, held ég, en aldrei áð-
ur í svona stóru hlutverki,“ segir
hann aðspurður hve oft hann hafi
verið á sviði í gamla Samkomuhús-
inu.
Halla Rún Tryggvadóttir, for-
maður LH, segir mikla eftirvænt-
ingu á meðal bæjarbúa. Bæði meðal
ungra sem aldinna enda prakkarinn
Emil vinsæll nú sem fyrr. „Það hef-
ur verið svo mikil eftirspurn að við
hófum miðasölu síðasta mánudag en
frumsýning er nk. laugardag,“ sagði
Halla Rún.
Það er Sigrún Valbergsdóttir sem
leikstýrir sýningunni en 23 leikarar
ásamt 2 tónlistarmönnum gera æv-
intýrið um Emil að veruleika á fjöl-
um gamla Samkomuhússins.
Emil og Ída í gamla Samkomuhúsinu
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Emil og Ída eru leikin af Ragnheiði Káradóttur og Patreki Gunnlaugssyni.