Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 05.11.2008, Síða 21
Daglegt líf 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Veldu það besta fyrir þitt heimili! Við óskum Gunnari Guðjónssyni málara til hamingju með árangur sinn í keppni iðnnema í húsamálun á þingi norrænna málarameistara sem fram fór í Helsinki í ár. Gunnar valdi TEKNOS Futura lakk til að vinna verkefni sitt með góðum árangri. Paint with Pride ÍSLANDS MÁLNING Skútuvogi 13 - Sími 517 1500 LI T LA P R E N T Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁSÓKN í störf sem oft reynist erfitt að manna í góðæri hefur aukist mjög undanfarnar vikur. Störf með börn- um, fötluðum og við aðhlynningu aldraðra eru meðal þeirra sem oft hefur reynst erfitt að ráða í, en nú horfir öðruvísi við. Hjá leikskólum borgarinnar eru nú aðeins um 10 stöðugildi laus. „Síð- ustu vikur höfum við fengið 195 um- sóknir um störf á leikskólum borg- arinnar,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leik- skólasviðs. Hefur borgin tekið út um- sóknareyðublöð af vef sínum, enda verið að vinna úr umsóknum sem fyr- ir liggja. Ragnhildur Erla segir að góður hópur fólks hafi sótt um lausar stöður og margir með menntun í fag- inu. „Núna hafa líka sótt um við- skiptafræðingar, en annars hafa þetta m.a. verið grunn- og leikskóla- kennarar,“ segir hún. Helst sé sóst eftir leikskólakennurum en fengur sé að öllu góðu starfsfólki. Tölur um nýtingu plássa í leikskól- unum segi vel til um hversu marga vanti til starfa. Núna sé tæplega 98% nýting á plássunum „og ég veit að mjög mörg börn eru að fara inn í leik- skólann. Því styttist í að þeir verði fullnýttir,“ segir Ragnhildur. Ragn- hildur segir að hjá dagforeldrum líti út fyrir að börnum hafi eitthvað fækkað. Það kunni að skýrast af því að fleiri börn komist inn í leikskóla en fyrr, vegna betri mönnunar þar. Dag- foreldrum í borginni hafi ekki fækk- að, en þeir eru tæplega 190 talsins. Fólk kannar möguleika sína Vel hefur gengið að manna stöður í grunnskólum borgarinnar að und- anförnu, samkvæmt upplýsingum Reykjavíkurborgar. Að sögn Hreiðars Sigtryggssonar, skólastjóra í Langholtsskóla, hafa margir spurst fyrir um stöður við skólann nýlega, þótt þær hafi ekki verið auglýstar. „Ég auglýsti eftir kennara fyrir þó nokkru og það bár- ust margar umsóknir frá kenn- aramenntuðu fólki og einnig fólki sem hafði verið leiðbeinendur í skól- um,“ segir hann. Þá hafi fólk haft samband við skól- ann síðastliðnar vikur, sem sé í ann- arri vinnu, en hafi áhyggjur af at- vinnumissi og vilji kanna möguleika sína. Fólk með ýmsan bakgrunn hafi verið ráðið og dæmi séu um að fólk fáist til tímabundinna starfa þótt það hafi menntun á allt öðru sviði en kennslu. Hreiðar bendir einnig á að á upp- gangstímum hafi margir kennarar leitað í önnur störf í samfélaginu. Nú fari fólk að svipast um á slóðum þar sem það þekki til og njóti atvinnu- öryggis. Staðan á hjúkrunarheimilum hefur breyst mikið undanfarið. „Þetta hef- ur ekki litið jafnvel út í langan tíma,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, for- stöðumaður á Droplaugarstöðum. Hún segir fullmannað þar, en um 130 manns vinna á heimilinu. Ingibjörg segir að umsóknum um störf hafi fjölgað mikið síðustu tvær vikurnar. Bæði Íslendingar og út- lendingar sæki um, en umsóknum frá Íslendingum hafi fjölgað. „Við höfum fengið fólk með mismunandi reynslu,“ segir hún. Magnea Símonardóttir, sem vinn- ur við starfsmannamál hjá Hrafnistu í Reykjavík, segir að þar sé búið að ráða þá sem þarf. „En þetta er 1.000 manna vinnu- staður og því alltaf einhver hreyfing. En við erum með margar umsóknir fyrirliggjandi,“ segir hún. Hún segir að umsóknum um störf hafi fjölgað í lok október. Fólkið sem nú sæki um störf hjá Hrafnistu hafi ýmiss konar bakgrunn. „Oft er þetta fólk sem hefur unnið áður við umönn- un og er að koma aftur, en hefur und- anfarin ár unnið við verslunar- og skrifstofustörf,“ segir hún. Töluvert margar umsóknir berist frá fólki sem nýlega hefur verið sagt upp annars staðar. Mjög margir sóttu um Á Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Reykjanesi hefur mikið breyst í ráðningarmálum síðustu vikurnar. „Okkur berast miklu fleiri umsóknir og við sjáum fram á að það verði full- mannað á næstunni,“ segir Sólrún Hjaltested, starfsmannastjóri SMFR. „Þetta hefur ekki alltaf litið svona vel út og hér hefur oft vantað fólk,“ bætir hún við. Sólrún tekur sem dæmi starf full- trúa hjá skrifstofunni sem auglýst var nýlega. Mjög margir hafi sótt um stöðuna og sé langt síðan slíkur fjöldi umsókna hafi sést. Viðskiptafræðingar sækja um í leikskólum Vel mannað í störf sem færri sækja um á uppgangstímum „ÞAÐ sótti fullt af fólki um þessa stöðu,“ segir Hjalti Steinn Sigurðarson, sem hóf störf sem leið- beinandi á leikskólanum Regnboganum í Reykja- vík síðastliðinn föstudag. Hann hefur áður unnið á frístundaheimili og telur ástæðu þess að hann fékk starfið þá að „ég kann á gítar og hef mjög gaman af því að vinna með börnum á leik- skólaaldri“, segir hann. Hjalti Steinn segist hafa heyrt að enn sé fólk að sækja um starfið, þar á meðal „sprenglært fólk sem hefur misst vinnuna“. Hjalti Steinn er ánægður með að hafa landað vinnunni á Regnboganum eins og atvinnuástandið er. „Mér finnst ég mjög heppinn,“ segir hann. „Það sótti fullt af fólki um þessa stöðu“ Hjalti Steinn Sigurðarson Morgunblaðið/Golli Umsóknir Staðan í ráðningarmálum hjá leikskólum og hjúkrunarheimilum hefur gjörbreyst undanfarið. Stefán Friðbjarnarson yrkir bragundir yfirskriftinni: „Ó, MY DARLING, MR. BROWN“: Neðstu traðar púka-prettir „prýða“ skúrkinn, Mr. Brown. Bretar væru betur settir bjöllusauðsins þvera án. Þú ert stanzlaust út’ að aka, utan vegar, Mr. Brown. Taktu allt þitt bull til baka breyski lyga „kapelán“. Herra Darling aldrei aftur átt’ að ljúga að Mr. Brown. Þú ert falskur fúaraftur, fylgir slíkum aldrei lán. Lýður hress á landi ísa lítils virðir Mr. Brown. Megi forsjón veg hans vísa, vel og öruggt, þráðbeint down. Taki Bretlands frægð að falla, fagnar lítil, rúin þjóð svo heyra má um heimsbyggð alla hennar nýja sigurljóð. Jóhannes í Syðra-Langholti: Um bankana í British Town berast fréttir ljótar. Garmurinn hann Gordon Brown geiflar sig og hótar. Þú ert falsk- ur fúaraftur VÍSNAHORN pebl@mbl.is VÍSINDAMENN við Glam- organ-háskóla í Cardiff í Wales hafa komist að þeirri niðurstöðu að hreyfing svip- uð hópleikjum skólabarna geti haft jafnjákvæð áhrif á heilsu fullorðinna og hefð- bundin líkamsrækt, skokk eða hjólreiðar. Áhrif mismunandi hreyf- ingar voru rannsökuð um nokkurra ára bil. Niðurstað- an er sú að sex stuttir sprettir, allt að hálfrar mínútu langir, sem hlaupnir eru þrisvar sinnum í viku, geti bætt heilsuna jafn mikið og stuðlað að jafnmiklu þyngdartapi og skokk eða hjólreiðar í allt að 45 mínútur nokkrum sinnum í viku. Frá þessu er sagt á fréttavef BBC. Svona þjálfun þótti líka veita góða vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum, auk þess sem það var mun auðveldara að fá of þung börn til þess að stunda slíka þjálfun. Það er svo annað mál hvort full- orðnir treysti sér í útileiki þegar aðr- ir sjá til. onundur@mbl.is Útileiki frekar en skokk Brennó Kannski betra en skokk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.