Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ítiltektinni eft-ir hrun banka-kerfisins leik-
ur ríkisvaldið stórt
hlutverk. Úrslit
margra mála, sem
fyrir nokkrum vikum hefði ver-
ið gert út um á frjálsum mark-
aði, eru nú í höndum fulltrúa
ríkisvaldsins. Það sama má
segja um fjárhagsleg örlög fyr-
irtækja og einstaklinga.
Við þessar kringumstæður
er gífurlega mikilvægt að allar
ákvarðanir séu teknar með eins
gegnsæjum hætti og mögulegt
er og almenningi veittar allar
þær upplýsingar, sem hann á
rétt á. Annars er hætta á að
ásakanir vakni um spillingu; að
fulltrúar ríkisvaldsins hygli út-
völdum og láti persónuleg eða
pólitísk tengsl ráða ákvörð-
unum – eins og einu sinni gerð-
ist á Íslandi. Við eigum að hafa
lært nógu mikið af þeirri
reynslu til að láta slíkt ekki
endurtaka sig.
Almenningur á Íslandi er
fullur tortryggni út í valda-
stofnanir samfélagsins þessa
dagana. Þeim mun mikilvæg-
ara er að þær starfi fyrir opn-
um tjöldum eins og mögulegt
er og hafi góð rök fyrir ákvörð-
unum sínum. Annars byggja
menn ekki upp það traust, sem
þarf að ríkja.
En hvernig halda nú til
dæmis hinir nýju ríkisbankar,
sem starfa í umboði stjórn-
valda, á málum?
Undanfarna daga hafa komið
upp mál, sem vekja spurningar
um það hvort skuldarar séu
jafnsettir gagnvart ríkis-
bönkunum. Hverjir fá fyrir-
greiðslu og hverjir ekki?
Hverjir fá að kaupa eignir út úr
illa stöddum fyrirtækjum og
halda rekstrinum áfram og
hverjir ekki? Hverjir fá eft-
irgjöf skulda og hverjir ekki?
Hvernig starfa hinir nýju
ríkisbankar? Í krafti ríkis-
væðingar og neyðarlaga hafa
einstakir starfsmenn þeirra
mikil völd. Hver hefur eftirlit
með því hvernig þeir beita
valdi sínu? Getur hugsazt, að
starfsmenn gömlu einkabank-
anna, sem nú starfa í nýju
ríkisbönkunum, styðjist að-
allega við sín gömlu tengsl og
átti sig ekki á að nú eru þeir
umboðsmenn ríkisvaldsins og
verða að hafa útskýringar á
reiðum höndum, ef sú gagnrýni
kemur fram að skuldurum sé
mismunað?
Annað afar óþægilegt mál
fyrir tvo af ríkisbönkunum,
Nýja Glitni og Nýja Kaupþing,
eru fréttir um að hugsanlega
verði ekki gengið að starfs-
mönnum bankanna, sem tóku
lán fyrir hlutabréfakaupum,
með sama hætti og við-
skiptavinum, sem hafa fengið
sams konar lán. Morgunblaðið
sagði frá því í gær að stjórn-
endur í Kaupþingi hefðu ekki
þurft að greiða
bréf, sem þeir
skráðu sig fyrir ár-
ið 2004 og fengu
lánað fyrir hjá fé-
laginu. Í blaðinu í
dag kemur fram að ákvörðun
um þetta hafi verið tekin seint í
september, rétt fyrir banka-
hrunið. Í Glitni var því heitið á
starfsmannafundi að „komið
yrði til móts við“ starfsmenn
sem tóku lán fyrir hlutabréf-
um. Í Landsbankanum var
stjórnendum og öðrum starfs-
mönnum hins vegar ekki lánað
fyrir hlutabréfakaupum.
Burtséð frá orsökum þess,
að þessi staða er komin upp í
tveimur bönkum, er algerlega
óviðunandi fyrir almenning ef
hinir nýju ríkisbankar ætla að
sleppa stjórnendum við að
greiða lán til baka, en ganga að
almennum viðskiptavinum í
sömu stöðu.
Nú er ekki þar með sagt að
þetta sé leiðin, sem bankarnir
ætla að fara. Það er hins vegar
ekki traustvekjandi hversu illa
hefur gengið að fá upplýsingar
um hvernig verði staðið að upp-
gjöri við stjórnendur í bönk-
unum. Morgunblaðið hefur
leitað eftir slíkum upplýsingum
dögum og vikum saman, en það
er fyrst núna sem tekizt hefur
að toga eitthvað út úr bönk-
unum.
Á aðalfundi Landssambands
íslenzkra útvegsmanna í síð-
ustu viku kom fram í máli Geirs
H. Haarde forsætisráðherra að
sjávarútvegsfyrirtæki hefðu
tapað 25-30 milljörðum króna á
framvirkum samningum, sem
gerðir hefðu verið til að verja
sjóðsstreymi fyrirtækjanna.
Tapið myndaðist þegar krónan
féll, en fyrirtækin höfðu ætlað
að verjast hækkun hennar.
„Þessa stöðu þarf að leysa og
um það hafa verið viðræður
milli bankanna, hagsmunaaðila
í sjávarútvegi og stjórnvalda
en endanlegar ákvarðanir
liggja ekki fyrir frekar en í
mörgum öðrum brýnum úr-
lausnarefnum sem tengjast
hruni bankanna,“ sagði Geir H.
Haarde.
Þetta er eitt af þeim málum,
sem þarf að leysa fyrir opnum
tjöldum. Vonandi dettur eng-
um í hug að fara öðruvísi með
tap sjávarútvegsfyrirtækja en
annarra, sem töpuðu á fram-
virkum samningum. Sú tíð er
liðin, að sumum fyrirtækjum í
sumum atvinnugreinum sé
hjálpað, en öðrum ekki.
Nú er unnið að „hvítbók“ um
hvað fór úrskeiðis í aðdraganda
bankahrunsins, hvort lög og
reglur voru brotin o.s.frv. Nú
þarf ríkisvaldið og hinir nýju
starfsmenn þess í bönkunum
að leggja sig fram um að halda
þannig á málum að ekki þurfi
líka að skrifa hvítbók um
hvernig greitt var úr flækj-
unni.
Hætta er á að
ásakanir vakni
um spillingu}
Óspillt traust?
É
g viðurkenni að hafa verið einn af
þeim sem voru bara nokkuð
ánægðir með árangur forystu-
fólks í atvinnulífinu undanfarin
ár. Mér fannst jákvætt að und-
irstöður íslensks efnahagslífs yrðu fjölbreyttari.
Mér fannst mikill ávinningur felast í því fyrir al-
menning að hér voru byggð upp stór fyrirtæki
sem sóttu á nýjar lendur viðskiptalífsins.
Ég jafnvel mærði útrásina og taldi fram-
göngu athafnamanna heima og erlendis skapa
ný tækifæri fyrir fólk á öllum aldri. Gott ef ég
fullyrti ekki að við nytum öll góðs af því í betri
lífskjörum!
Lífsskoðun mín fólst nefnilega í því að ef ein-
staklingar fengju svigrúm til athafna myndu
þeir nýta það sér til hagsbóta og vinna um leið
að hag allra annarra. Þetta var bara gamli góði
Adam Smith að verki, sem sósíalistar hér á landi voru
jafnvel farnir að meðtaka. Um leið og ríkið drægi sig
meira í hlé myndi allt atvinnulíf á Íslandi springa út.
Ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi að geta tekið áhættu
og hagnast ef vel gengur. Við erum misáhættusækin og
eðlilegt að verðlauna þá sem stökkva á ónýtt tækifæri. Fá-
ar hugmyndir lifa á meðan þúsundir ganga ekki upp. Þetta
er hluti af framþróuninni.
Á sama hátt eiga þeir sem taka áhættu að bera kostn-
aðinn ef illa gengur. Það á ekki að vera hægt að velta
kostnaði við mistök sín yfir á aðra sem engan hlut eiga að
máli.
Þá má spyrja núna af hverju blásaklaust
fólk þarf að standa undir skuldbindingum
annarra. Er það kannski vegna þess að stjórn-
völd heimsins skuldbundu þegnana til að
ábyrgjast innistæður? Er það kannski vegna
þess að ríkið tók að sér það hlutverk að vera
lánveitandi til þrautavara? Er það kannski
vegna þess að stjórnvöld skilgreindu fjár-
málafyrirtæki sem kerfislega mikilvægar
stofnanir og dældu í þau peningum?
Mér er sagt að ríkisvaldið verði að taka
þetta hlutverk að sér gagnvart bönkunum því
það eitt hafi heimild til að prenta peninga og
beita byssum! Ég velti þá fyrir mér hvort ekki
sé kominn tími til að afnema einokun ríkisins á
peningaprentun og takmarka heimildir þess
til valdbeitingar eins og kostur er.
Sagan sýnir að okkur farnast betur þegar
við erum frjáls en ófrjáls. Umfangsmikil ríkisafskipti
koma oft í kjölfar áfalla, sem einstaklingar reyna síðan að
brjótast út úr. Það mun líklega taka langan tíma.
Fremst í þeirri vegferð verður fólk sem sér tækifæri
sem aðrir koma ekki auga á. Það mun skapa Íslendingum
ný sóknarfæri sem bæta lífskjör okkar frá því sem nú er.
Við þurfum hugsandi fólk sem er tilbúið að taka áhættu og
framkvæma hlutina.
Í einstaklingshyggjunni felst að við getum ekki velt
ábyrgð á okkar eigin gjörðum yfir á aðra. Í uppbyggingu
framtíðarinnar er mikilvægara en áður að hafa það í huga.
Og að ríkið skuldbindi ekki saklaust fólk. bjorgvin@mbl.is
Björgvin
Guðmundsson
Pistill
Hver skuldbindur hvern?
Efnahagsþrengingar
auka hættu á afbrotum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
V
erulega aukið atvinnu-
leysi og efnahagslegar
þrengingar geta leitt til
að afbrotum fjölgi. Sú
var a.m.k. reynsla Finna
þegar þeir gengu í gegnum djúpa en
skammvinna kreppu í upphafi tíunda
áratugar síðustu aldar. Helgi Gunn-
laugsson, prófessor í félagsfræði, seg-
ir að hættan aukist ef almenningur
telji sig hafa verið svikinn eða hafi á
tilfinningunni að sumum hafi með
undanbrögðum tekist að koma sér
undan afleiðingum efnahagshrunsins.
Nú stefnir í að atvinnuleysi hér á
landi verði um 7% í janúar sem er
gríðarleg breyting á mjög skömmum
tíma.
Helgi bendir á að þótt tengsl séu á
milli atvinnuleysis og afbrotatíðni sé
alls ekki svo að tíðni afbrota aukist í
réttu hlutfalli við aukið atvinnuleysi.
Ekki sé því ástæða til að búast við
margföldun afbrota vegna aukins at-
vinnuleysis.
Áhrif atvinnuleysis og versnandi
fjárhags séu margþætt. Fólk finni
fyrir spennu, sé áhyggjufullt og lík-
amleg heilsa getur versnað. Allt hafi
þetta áhrif, jafnt á fullorðna, börn og
unglinga. Helgi segir að áhrifin komi
fram á löngum tíma. „Þetta síast inn,“
segir hann. Verði fjöldaatvinnuleysi
langvinnt megi búast við að áhrifin
geti komið fram eftir 2-3 ár, ekki síst í
fjölgun auðgunar- og ofbeldisbrota,
þótt hún þurfi ekki að verða mikil.
Það dragi á hinn bóginn mjög úr
hættunni á auknum afbrotum ef fólk
líti svo á að öll þjóðin takist á við
vandann saman og að réttlætis sé
gætt. „Það skiptir svo miklu máli að
viðbrögðin og uppgjörið séu þannig
að við tökum á þessu saman,“ segir
hann.
Fíkniefnaneysla gæti aukist
Ætla mætti að efnahagsþrenging-
arnar leiddu til minni fíkniefnaneyslu
því færri eiga nú peninga til að eyða í
þá hít. Þá hljóti fíkniefni að hækka í
verði með lækkandi gengi krónunnar.
Það er þó alls ekki víst að þetta gangi
eftir.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, telur þvert á móti
hættu á að neyslan aukist og neyt-
endahópurinn stækki, enda bendi
flestar kenningar í afbrotafræði til
þess. Minni fjárráð gætu leitt fíkni-
efnaneytendur út í afbrot því þeir
hafa færri möguleika á að fjármagna
neyslu sína. „Ég tel líklegt að við
munum sjá fjölgun innbrota og þjófn-
aða, þannig munu fíklar reyna að ná í
verðmæti,“ segir hann. Þá megi búast
við að sterk fíkniefni, s.s. kókaín og
amfetamín, verði í auknum mæli
drýgð með íblöndunarefnum.
Á undanförnum árum hefur
neyslumynstur fíkla breyst og Karl
Steinar telur líklegt sé að sú þróun
haldi áfram. Fíkniefnaneytendur hafi
í auknum mæli snúið sér að mari-
júana og einnig hafi neysla amfeta-
míns stóraukist. Marijúanafram-
leiðslan hér á landi sé svo
umfangsmikil að hún standi undir
innanlandsneyslunni. Búast megi við
að fleiri muni reyna fyrir sér í maríjú-
anarækt og einnig muni fleiri gera til-
raunir til að framleiða amfetamín.
Dýr fíkniefni hér á landi
Verð á fíkniefnum hér á landi er
enn margfalt hærra en í flestum öðr-
um löndum Vestur-Evrópu.
Nái innlendur aðili tökum á fram-
leiðslu amfetamíns og komist hjá
handtöku, má ætla að framboð efnis-
ins aukist og verðið lækki.
Morgunblaðið/Júlíus
Eitur Lögregla hefur nokkrum sinnum komið upp um afmetamínfram-
leiðslu hér á landi. Líklegt er að tilraunum til framleiðslu fjölgi.
Á sunnudaginn lagði lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu hald á um 60
kannabisplöntur og 30 græðlinga í
heimahúsi í Garðabæ. Einn var
handtekinn á staðnum en hinn var
fjarri góðu gamni því hann var
staddur í Kaupmannahöfn. Von var
á honum til Keflavíkur með síðustu
flugferð aðfaranótt mánudags og
þar beið lögregla hans. Kaup-
mannahafnarfarinn var umsvifa-
laust handtekinn við komuna til
landsins og þá kom í ljós að hann
hafði ekki látið heimaræktunina
duga, heldur hugðist hann smygla
100 grömmum af kókaíni. Efninu
hafði hann stungið upp í endaþarm-
inn á sér.
Mennirnir eru á þrítugs- og fer-
tugsaldri og hafa, að sögn Karls
Steinars Valssonar, yfirmanns
fíkniefnadeildarinnar, báðir komið
við sögu lögreglu áður. Þeim var
sleppt að loknum yfirheyrslum.
RÆKTA OG
SMYGLA
››