Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 Engu að leyna Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ræddi við fjölmiðlamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Það er margt sem þarf að ræða á ríkisstjórnarfundum, en ekki er hægt að upplýsa um allt. Sjálfsagt hefur einhverjum leikið forvitni á að vita hvaða papíra Björgvin var með í hendinni. Kristinn Gunnar Th. Gunnarsson | 4. nóvember Það verður að gæta jafnræðis ... Ef íbúðalánasjóður á að kaupa hlut í fast- eignum hjá almenningi, hvernig eiga þá reglurnar að verða? Sjálfur tók ég húsnæðislán fyrir nokkr- um árum og taldi mig í ágætum málum, en höfuðstóllinn hefur hækkað hratt á undanförnum mán- uðum og ofan á greiðslur af láninu bætast fasteignagjöld, hússjóður, hiti og rafmagn (ég bý á hitaveitulausu svæði) samtals um 450 þúsund kr. á ári. Ég væri alveg til í að íbúðalánasjóð- ur keypti eins og helminginn í íbúðinni minni og leigði mér svo bara þann hluta fyr slikk. En ég geri mér samt grein fyrir því að einhver væri þá að borga fyrir mig mína eigin velferð. Sennilega þýddi þetta skattahækkanir. Sjálfsagt verður aðstoð af því tagi, sem félagsmálaráðuneytið er að skoða, tekjutengd. En fjárhagsleg vandræði fólks eru oft jafn-alvarleg, hvort sem tekjurnar eru 200 þús. á mánuði eða 400 þúsund hjá einstaklingum. ... Meira: gthg.blog.is Guðjón Jensson | 4. nóvember Traust og vandað ríkisútvarp Þegar fjölmiðla- frumvarpið var í deiglunni á sínum tíma, var á döf- inni einkavæðing Rík- isútvarpsins. Þúsundir Ís- lendinga vildu slá skjaldborg um það og bentu á að Ríkisútvarpið hefur fyrst og fremst þjónustuhlutverk í samfélaginu. Þessu fyrirkomulagi vildum við ekki breyta og Ólafur Ragnar tók þá ákvörðun að neita undirskrift þessara laga. Davíð Oddsson fór hamförum enda var rök- stuðningur hans m.a. sá að hættulegt væri samfélaginu ef vissir menn næðu meirihluta í mikilvægustu fjölmiðl- unum. ... Meira: mosi.blog.is Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 4. nóv. Um mismunun vegna tungumálakunnáttu Samkvæmt Mannrétt- indasáttmála Evrópu er bannað að mismuna fólki eftir tungumálakunnáttu. Þetta þýðir að kalla þarf til túlk þegar verið er að ræða eða taka ákvarðanir í mikilvægum málum. Eftir þessu er farið víðast hvar á Norðurlöndunum, en því miður virðist ekki alltaf vera farið eftir þessum reglum hér á Íslandi. Þannig veit ég dæmi þess að túlkar hafa ekki verið kallaðir til þegar mjög mikilvæg mál er snertu heilsu eða eigna- rétt voru í gangi. Oft gera Íslendingar bara ráð fyrir því að allir kunni ensku en svo er alls ekki. … Meira: ingibjorgelsa.blog.is NÚ ÞEGAR ríkisstjórn Íslands hefur tekið ákvörðun um að leita að- stoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í íslensku efnahagslífi blasir við ný staða hér á landi. Staða þjóð- arbúskaparins er allt önnur og verri en hún var fyrir ekki lengri tíma en mánuði síðan. Allar áætlanir í rekstri ríkis, sveitarfélaga, fyrir- tækja og fjölskyldna eru í uppnámi. Nú er nauðsynlegt að stokka spil- in upp á nýtt og taka ákvarðanir um það hvernig leysa beri úr þeim vanda sem við blas- ir og hvernig haga eigi því uppbyggingastarfi sem framundan er. Hamfarir Hagfræðiprófessorarnir Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson bentu á í grein sinni í Morgunblaðinu á mánudag að líkja megi þeim ósköpum sem hér hafa dunið yfir á síðustu vikum við náttúruhamfar- ir. Undir þá lýsingu er óhætt að taka. Fjármála- kerfið er hrunið. Gengi gjaldmiðilsins er hrunið. Vextir eru himinháir. Verðbólga líka. Eignir Ís- lendinga brenna upp. Sparnaður hefur tapast. Fasteignaverð fellur. Viðskipti okkar við önnur lönd eru í uppnámi. Ísland á í milliríkjadeilu við Breta. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna. Náms- menn eru í kröggum og svo mætti lengi telja. Allt hefur þetta gerst á ógnarskömmum tíma. Það er engin ástæða til að draga fjöður yfir það að eitthvað mikið hefur farið úrskeiðis. Erfiðir tímar framundan Það eru erfiðir tímar framundan og engin ástæða til að leggjast í sjálfsafneitun og loka aug- unum fyrir vandanum eins og hann er. Á næstu misserum og árum er fyrirséð að þær byrðar sem þjóðin þarf að bera verða þyngri en áð- ur. En þær byrðar eiga fólkið í landinu og fyr- irtækin ekki að bera ein. Ríkið og sveitarfélögin þurfa ekki síður að leggja sitt af mörkum. Þó svo að halda megi því fram með góðum rök- um að ýmsir aðilar hafi gengið of hratt um gleðinn- ar dyr í góðærinu þá eru hvorki ríki né sveit- arfélög saklaus af því að hafa tekið þátt í gleðinni. Aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kallar á nýja efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisfjármál þarf að endurskoða nánast frá grunni. Tekjur rík- isins munu dragast verulega saman. Því er ljóst að til aðgerða þarf að grípa til þess að endar nái sam- an í ríkisfjármálum. Þar eru tvær leiðir einkum nefndar. Önnur er sú að hækka skatta á fólk og fyrirtæki til þess að standa undir útgjöldum ríkissjóðs. Hin er sú að draga úr útgjöldum ríkisins. Skattahækkanir? Sjálfum hugnast mér síður að við fyrirséðu tekjutapi ríkissjóðs verði brugðist með því að hækka skatta á almenning og fyrirtæki. Ég fæ ekki séð að það sé mögulegt að bæta auk- inni skattheimtu á fólk og fyrirtæki ofan á yfirvofandi tekjufall, atvinnu- leysi, gjaldþrot, háa vexti og verð- bólgu. Nóg er nú samt. Og það má halda því fram með góðum rökum að sú kjaraskerðing sem þegar hefur orðið vegna verðbólgu feli í sér ígildi skattahækkunar. Niðurskurður ríkisútgjalda Að mínu mati væri miklu skynsamlegra að draga verulega úr ríkisútgjöldum á flestum eða öllum sviðum. Eins og áður segir eru hvorki ríki né sveitarfélög saklaus af því að hafa verið þátttak- endur í góðærinu. Þó verður að halda því til haga að ríkið greiddi upp skuldir sínar meðan vel gekk, sem er lofsvert. Engu að síður hefur opinberum starfsmönnum fjölgað og stjórnsýslan þanist út. Laun hafa hækkað og ráðist hefur verið í ýmis kostnaðarsöm gæluverkefni. Ofan af þessu þarf að vinda. Það þarf að draga saman í ríkisbúskapnum á flestum eða öllum sviðum og forgangsraða út- gjöldum með skynsamlegum hætti í þágu þeirrar grunnþjónustu sem veita þarf almenningi og þeirra grunnstoða sem byggja skal þjóðfélagið á til framtíðar. Lúxusinn þarf hins vegar að setja á ís. Ég tel að niðurskurður útgjalda ríkisins eigi að bera það með sér að ríkið ætli að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna með afdráttarlausum hætti að það ætli að skera niður í eigin ranni svo fólkið og fyrirtækin í landinu sjái svart á hvítu að þeim verður ekki einum ætlað að bera allar byrð- arnar. Þar á ekkert að vera undanskilið og skila- boðin verða að vera skýr. Að mínu mati á til dæmis að fækka ráðuneytum og undirstofnunum þeirra. Starfslið hins opinbera má ekki vera fjölmennara en nauðsyn krefur. Alþingismenn sem hafa ráðið sér aðstoðarmenn verða að sætta sig við að sjá á bak þeim. Auka þarf sveigjanleika á opinberum vinnumarkaði og veita yfirmönnum fyrirtækja rík- isins og stofnana aukið aðhald. Launakjör og önn- ur réttindi opinberra starfsmanna, hvort sem er í stjórnsýslunni, hjá fyrirtækjum ríkisins eða stofn- unum, þurfa að taka mið af efnahagsástandinu. Risnukostnað ríkis og sveitarfélaga og öll hugs- anleg fríðindi starfsmanna þeirra þarf að skera við nögl. Það þarf með öðrum orðum að skera alla þá fitu sem fyrirfinnst í ríkisrekstrinum burt. Þar fyrir utan er auðvitað nauðsynlegt að end- urskoða umfang, verkefni og umsvif ýmissa ráðu- neyta. Utanríkisþjónustuna þarf að end- urskipuleggja. Ríki sem þarf á aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að halda er ekki aflögu- fært um að veita öðrum ríkjum þróunaraðstoð. Við höfum ekki efni á því nú um stundir að bora jarð- göng víðs vegar um land og verðum að fara var- lega í að ráðast í rándýrar byggingaframkvæmdir. Byggingu hátæknisjúkrahúss þarf að fresta. Mý- mörg önnur dæmi má nefna. Niðurskurður eins og sá sem hér er nefndur verður ekki sársaukalaus. Hann verður mjög erf- iður. En hjá honum verður ekki komist. Hið op- inbera verður að sníða sér stakk eftir vexti við þær aðstæður sem nú eru uppi. Við höfum því miður ekki efni á öðru. Atvinnustarfsemi, auðlindir og nýsköpun Samhliða þessum niðurskurðaraðgerðum er mikilvægt að stjórnvöld hugi vel að þeim atvinnu- rekstri sem eftir stendur eftir hrun fjármálakerf- isins. Hinar krafmiklu útflutningsgreinar þjóð- arinnar, sjávarútvegur og stóriðja, ásamt ferða- þjónustu, munu gegna lykilhlutverki við að afla þjóðarbúinu tekna í framtíðinni. Þær þarf að vernda. Jafnframt þarf að auka framleiðslu innan- lands til að afla aukinna tekna og leita allra leiða til þess að efla erlenda fjárfestingu í landinu. Það verður meðal annars gert með því að nýta þær auðlindir landsins sem í dag standa ónýttar svo þær skili þjóðarbúinu tekjum. Það þarf að virkja þann sköpunarkraft og þekkingu sem býr í fólkinu í landinu og efla nýsköpun til nýrrar atvinnusókn- ar á öllum sviðum. Meginverkefnin Nú er mikilvægt að halda vel á spöðunum og ígrunda vel og vandlega með hvaða hætti stjórn- völd eigi að leysa úr þeim viðfangsefnum sem við blasa. Meginverkefnið hlýtur að vera að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem hér starfa, end- urreisa fjármálakerfið, koma á eðlilegum við- skiptum við önnur lönd, standa vörð um hag al- mennings, verja heimilin, efla verðmætasköpun í landinu, verja störf og koma í veg fyrir að ungt og vel menntað fólk finni kröftum sínum farveg í öðr- um löndum. Slíkt verður ekki gert með því að hækka skatta á fólkið okkar og fyrirtækin okkar. Lánist þjóðinni að standa samhent í því að leysa úr þessum viðfangsefnum munum við komast standandi út úr þeim þrengingum sem nú dynja yfir og getum litið bjartsýnum augum til framtíð- arinnar. Eftir Sigurð Kára Kristjánsson »Nú er mikilvægt að halda vel á spöðunum og ígrunda vel og vandlega með hvaða hætti stjórn- völd eigi að leysa úr þeim við- fangsefnum sem við blasa. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hverjir eiga að bera byrðarnar? BLOG.IS Haukur Nikulásson | 4. nóvember Er tortryggni óeðlileg í ljósi þjóðargjaldþrots? Stjórn er heiti þeirra sem hér ráða ríkjum í þessu landi. Ef hún lætur efna- hag þjóðarinnar og pen- ingamálastefnu reka stjórnlaust og eftirlits- laust í þjóðargjaldþrot er enn þá hægt að kalla það stjórn? Stjórnin á að segja af sér. Hún er getulaus, rúin trausti og það er ekkert trúverðugt við „björgunaraðgerðir“ hennar. Óheiðarleikinn í neyðarlögunum með tilheyrandi kennitöluflakki á eftir að verða þessar þjóð dýrkeyptari en ég kæri mig um að hugleiða of djúpt. Við þessar aðstæður er tortryggni bara það að nálgast örlítið óþægilega sannleikann varðandi hið séríslenska hrun bankanna og efnahagskerfisins … Stjórn sem stjórnar ekki er ekki bara þarflaus, hún er hreinræktaður þjóð- arskaðvaldur. Meira: haukurn.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.