Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Skipulagsauglýsing
Nýtt deiliskipulagi í landi Staðar, Borgarbyggð:
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur
sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi
Staðar, Borgarbyggð.
Um er að ræða deiliskipulag nýs lögbýlis þar sem ger verið ráð fyrir
íbúðarhúsi, hesthúsi og gestahúsi. Tillagan verður til sýnis frá og með
5. nóvember til 10. desember.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn frestur til að skila inn
skriflegum athugasemdum til 10. desember.
Athugasemdum skal skila til verkefnastjóra skipulagsmála í ráðhús
Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 Borgarnesi.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar.
FÉLAGSMIÐ-
STÖÐVAR ÍTR eru í
öllum hverfum borg-
arinnar. Með starf-
semi félagsmiðstöðva
er verið mæta þörfum
unglinga fyrir fjöl-
breytt frítímastarf og
samveru með jafn-
öldrum sínum. Rannsóknir hafa
sýnt að þátttaka í skipulögðu frí-
tímastarfi hefur mikið forvarn-
argildi og styrkir unglinga til virk-
ari þátttöku í samfélaginu.
Starfsemi félagsmiðstöðva miðar
að því að bjóða öllum unglingum
upp á valkost í frítímanum undir
handleiðslu hæfra starfsmanna.
Félagsmiðstöðvar eru því mik-
ilvægur vettvangur fyrir unglinga
og felur starf þeirra í sér mikið
forvarnar-, afþreyingar- og mennt-
unargildi sem skarast allajafnan í
starfseminni. Að eiga góðar stund-
ir með jafnöldrum án sýnilegs
markmiðs er mikilvægur hluti af
lífinu og nauðsynlegt að skapa
unglingum tíma og aðstöðu til af-
þreyingar undir þessum formerkj-
um. Einnig er mikilvægt að í frí-
tímanum fáist unglingar við
fjölbreytt og skapandi verkefni þar
sem lögð er áhersla á virkni, frum-
kvæði og sköpun. Þátttaka í slíkum
verkefnum færir unglingum
reynslu og þekkingu sem þeir búa
að og geta yfirfært á samfélagið. Í
félagsmiðstöðvastarfi er lögð
áhersla á fyrrnefnd atriði, ekki síst
í gegnum reynslunám og óformlega
menntun. Með því að bjóða ung-
lingum upp á jákvæð viðfangsefni
með sterkum fyrirmyndum aukast
líkur á því að þeir kjósi heilbrigðan
lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Í
félagsmiðstöðvastarfi er sérstök
áhersla lögð á forvarnir gegn tób-
aki, áfengi og öðrum vímugjöfum
en í þeim reglum sem gilda í starfi
félagsmiðstöðva er skýr afstaða
tekin gegn allri vímuefnaneyslu og
annarri neikvæðri hegðun.
Börn og unglingar hafa þörf fyr-
ir að tilheyra hópi, eiga í sam-
skiptum og njóta samverunnar við
jafningja en rannsóknir sýna mik-
ilvægi þess að börn og unglingar
geti litið til annarra fullorðinna,
auk foreldra sinna, sem fyr-
irmynda og myndað við þá tengsl.
Starfsmenn félagsmiðstöðva koma
þar inn sem mikilvægir aðilar. Þeir
gegna mikilvægu uppeldishlutverki
í starfi sínu og oft á tíðum gegna
þeir mikilvægu hlutverki í lífi
margra unglinga. Starfsmenn eru
fyrimynd unglinga sem þjónar oft
mörgum ólíkum hlutverkum í lífi
unglingsins, s.s. ráðgjafinn, fé-
laginn, stuðningsfulltrúinn, fræð-
arinn.
Fornvarnarstarf er rauði þráð-
urinn í gegnum allt starf fé-
lagsmiðstöðvanna en ýmis sértæk
forvarnarverkefni eru þar mik-
ilvægur þáttur. Þverfagleg teymi,
hverfarölt, athvarf og ýmis átaks-
verkefni tengd forvörnum spila
stórt hlutverk í starfinu ásamt
góðu samstarfi við aðra fagaðila í
hverfunum. Starf félagsmiðstöðva
ÍTR er í samræmi við þá stefnu
sem sett er fram í Forvarnarstefnu
Reykjavíkurborgar.
Markmið með starfsemi fé-
lagsmiðstöðva og þeim forvarn-
arverkefnum sem þær taka þátt í
er að unglingar fái sem mest út úr
veru sinni í félagsmiðstöðinni og að
starfið sem þau hafa kynnst þar
verði þeim leiðarvísir í átt til heil-
brigðs lífsstíls í framtíðinni. Fé-
lagsmiðstöðvar starfa samkvæmt
Starfsskrá skrifstofu tómstunda-
mála (ÍTR) frá 2007. Þar kemur
fram að með starfsemi fé-
lagsmiðstöðva er þörfum unglinga
fyrir fjölbreytt frítímastarf og
samveru með jafnöldrum mætt.
Áhersla er lögð á að þjálfa sam-
skiptafærni, auka félagsfærni,
styrkja sjálfsmynd og efla sam-
félagslega virkni og þátttöku hjá
öllum unglingum sem stöðvarnar
sækja. Hugmyndafræðin sem fé-
lagsmiðstöðvastarfið byggist á er
unglingalýðræði. Sú hugmynda-
fræði er notuð til að tryggja áhrif
unglinganna á starfið, að þátttaka
þeirra, hugmyndir og skoðanir séu
tryggðar í starfsemi félagsmið-
stöðvanna. Mikilvægt hlutverk
unglinganna er þátttaka í ráðum
og nefndum og að virkja sem flesta
aðra unglinga til þátttöku í starfi
félagsmiðstöðvarinnar. Meg-
instarfsþættir stöðvanna eru opið
starf og hópastarf. Opið starf felur
í sér ýmis frístundatilboð sem
standa öllum unglingum til boða.
Unglingar geta komið og nýtt að-
stöðu félagsmiðstöðvarinnar þegar
hún er opin. Undir opna starfið
fellur einnig formleg og óformleg
fræðsla, viðburðir og styttri og
lengri ferðir. Hópastarf gefur ung-
lingum aftur á móti möguleika á að
starfa í minni hópum að áhuga-
tengdum verkefnum með aðstoð
starfsmanns. Í hópastarfi skapast
persónulegri tengsl og tækifæri
gefast fyrir beina og óbeina
fræðslu ásamt umfjöllun um ýmis
unglingatengd málefni.
Dagskrá félagsmiðstöðvardags-
ins er eitt af þeim verkefnum sem
starfsmenn og unglingar hverrar
félagsmiðstöðvar hafa gert í sam-
einingu þar sem undirbúningurinn
fyrir daginn hefur hvílt á unglinga-
ráðum og unglingunum sjálfum
ásamt starfsmönnum. Dagskráin er
breytileg milli félagsmiðstöðva en
það verður vel tekið á móti öllu
gestum með skemmtiatriðum, sýn-
ingum, leikjum, veitingum og um-
fram allt glaðlegu viðmóti. Allar
nánari upplýsingar um dagskrá fé-
lagsmiðstöðvadagsins er að finna á
heimasíðum félagsmiðstöðvanna.
Hlekki á síður félagsmiðstöðvanna
er að finna á www. itr.is.
Við hvetjum alla borgarbúa til að
koma og heimsækja okkur í dag.
Félagsmiðstöðvar
– gildi þeirra og tilgangur
Kristrún Lilja
Daðadóttir og Sig-
urbjörg Kristjáns-
dóttir segja frá
starfsemi fé-
lagsmiðstöðva
»… þátttaka í skipu-
lögðu frítímastarfi
hefur mikið forvarn-
argildi …
Kristrún Lilja
Daðadóttir
Höfundar eru deildarstjórar ung-
lingastarfs ÍTR.
Sigurbjörg
Kristjánsdóttir
EITT af mörgum
nýmælum nýrra vaxta-
laga frá 2001 var að
festa reglu um að
Seðlabanki Íslands
skuli ákveða drátt-
arvexti, þannig að þeir
séu til jafnaðar 11%
hærri en algengustu
vextir Seðlabankans.
Til skamms tíma voru
þeir vextir 15,5% og
dráttarvextir því 26,5%. Ég ætla að
ekki finnist hærri lögbundnir van-
skilavextir í öðrum þróuðum löndum.
Nú blasir við að þessir vextir hækki í
allt að 29%. Sú niðurstaða er ótæk.
Sem betur fer hefur Seðlabankinn
svigrúm skv. lögunum og getur lækk-
að álagið niður í 7%. Hann þarf því
ekki að hækka dráttarvextina og
auka með því neyð fyrirtækja og ein-
staklinga sem nú takast á við afleið-
ingar af falli banka- og gjaldeyr-
iskerfisins. Hækkun stýrivaxtanna er
rökstudd með því að háir innláns-
vextir muni styðja við gengi krón-
unnar. Það kann vel að vera rétt. Þau
rök kalla þó ekki á hækkun drátt-
arvaxta því hvorki erlendir né inn-
lendir fjárfestar halda fé sínu hér á
landi í vanskilakröfum. Annað ný-
mæli vaxtalaganna var að fella út sér-
ákvæði um dráttarvexti af kröfum í
erlendri mynt og bera nú erlend lán
sem fara í vanskil 26,5% vexti. Munu
hvergi á byggðu bóli fáanlegir hærri
vextir á svissneska franka eða jap-
önsk jen, bankavextir á þessum
gjaldmiðlum eru í námunda við 1%. Í
lánssamningum er algengt að kveðið
sé á um álag á samningsbundna vexti,
ef dráttur verður á greiðslu. Algengt
álag er 4-5 prósentustig.
Fram til 2006 voru gefnir út sér-
stakir dráttarvextir fyrir skuldir í er-
lendri mynt, sem tóku þá mið af
grunnvöxtum viðkomandi mynta.
Þessi sérregla um dráttarvexti af
kröfum í erlendri mynt var afnumin
með svofelldum rökstuðningi í frum-
varpi til vaxtalaga: „Ástæðan fyrir
þessari sérreglu virðist sú að um ára-
bil fyrir gildistöku vaxtalaga hafði ís-
lenska krónan rýrnað í verði gagn-
vart flestum erlendum gjaldmiðlum,
einkum vegna geng-
isfellinga. Almennt var
litið á það sem eins kon-
ar verðtryggingu pen-
ingakrafna ef þær voru í
erlendri mynt. Þessar
aðstæður eru ekki leng-
ur fyrir hendi og rökin
fyrir því að hafa sér-
reglu … því ekki lengur
til staðar.“ Frá áramót-
um hefur verð á jap-
önsku jeni hækkað um
113% og svissneskum
franka um 87%. Á sama
tíma hefur neysluverðs-
vísitalan hækkað um rúm 14%. Hafi
vanskil orðið á kröfu í svissneskum
frönkum að fjárhæð 10 milljónir stað-
ið frá áramótum, hefur höfðustóllinn
hækkað um kr. 8,7 milljónir auk
dráttarvaxta að fjárhæð kr. 3.975
þús. Jafnhár höfðustóll verðtryggðs
láns hefði á sama tíma hækkað um
1.433 þús og dráttarvextir fyrir sama
tímabil næmu kr. 2.430 þús. Erlenda
lánið hefur því hækkað um tæpar
12,7 milljónir en það verðtryggða um
innan við 3,9 milljónir króna, í báðum
tilvikum að meðtöldum drátt-
arvöxtum. Forsendan fyrir því að
setja innlenda dráttarvexti á erlend
lán var stöðugt gengi sem menn
trúðu sýnilega árið 2000 að yrði til
frambúðar. Svo hefur ekki reynst. Nú
þarf Alþingi því að bregðast skjótt við
og leiðrétta fyrir þessum brostnu for-
sendum, þannig að dráttarvextir á er-
lendar kröfur taki mið af undirliggj-
andi vöxtum í erlendri mynt, með
hóflegu álagi eins og var hér á landi
áratugum saman og er almenn regla
um allan heim. Núgildandi ákvæði
eru beinlínis til vansa og gera vonda
stöðu lántakenda verri en nokkur rök
fá varið.
Vaxtalög til vansa
Þórarinn V. Þór-
arinsson skrifar
um dráttarvexti
Þórarinn V.
Þórarinsson
» Seðlabankinn á ekki
að hækka dráttar-
vexti enda styðja þeir
ekkert við krónuna.
Gengishrunið kallar á
lagabreytingu um drátt-
arvexti í erlendri mynt.
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
SIGTRYGGUR Sig-
tryggsson, blaðamaður
Morgunblaðsins, skrif-
aði ansi góða grein 29.
okt. um verðmætar
ríkislóðir. Er þar
mest talað um lóðir
Glitnis og Lands-
bankans við Kirkju-
sand og Geirsgötu.
Eftir hrun bankageir-
ans má vera ljóst að fyrri skipulag
þeirra lóða er fyrir bí. Haft er eft-
ir Júlíusi Vífli Ingvarssyni, for-
manni skipulagsráðs Reykjavíkur,
að þau mál muni ekki skýrast al-
veg á næstunni. Fyrirséð er því að
lóðirnar standi óhreyfðar næstu
misseri þangað til áhugi fyrir
framkvæmdum þar verður aftur
fyrir hendi.
Hvað á þá að gera við lóðirnar á
meðan? Falast var eftir því við
forsvarsmenn Glitnis í vor hvort
nýta mætti malbikið á Kirkjusandi
undir ökukennslu og próf, og jafn-
vel sem hálkubraut þar sem not-
ast yrði við svokallaða skrikbíla til
kennslu. Ekki var vel tekið í þær
umleitanir þrátt fyrir að engin
starfsemi væri á svæðinu. Nú
horfir hins vegar öðruvísi við þar
sem lóðin er komin í eigu þjóð-
arinnar, fólksins sem þarf að taka
þessi próf hvað sem öðru líður.
Því spyr ég og beini orð-
um mínum beint til sam-
gönguráðherra, Krist-
jáns L. Möller, hvort
ekki megi nota lóðina
undir kennslu sem
þessa á meðan ekki er
önnur starfsemi á
svæðinu. Þar er hægt
að kenna akstur í
ökugerði og hálku-
akstur með lítilli fyr-
irhöfn og tilkostnaði,
og opna þannig aftur
möguleikann á þess
háttar kennslu, sem lengi hefur
vantað hérlendis. Auðvitað er ekki
verið að horfa hér til langframa
heldur bara að nýta þessar eignir
meðan þetta ástand gengur yfir. Á
meðan munu menn að sjálfsögðu
halda áfram með fyrirætlanir um
ökugerði samkvæmt væntanlegri
reglugerð þar að lútandi.
Þjóðnýting fyrrum
bankalóða
Njáll Gunnlaugsson
vill nýta bankalóðir
fyrir æfingaakstur
Njáll Gunnlaugsson
»Nýta má stóra mal-
biksplanið við
Kirkjusand undir öku-
kennslu og hálkuakstur
á meðan engin önnur
starfsemi er þar fyrir
hendi.
Höfundur er ökukennari.