Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
Á SAMDRÁTT-
ARTÍMUM eru fram-
kvæmdir á vegum hins
opinbera mikilvægari
en í annan tíma. Suð-
urlandsvegur milli
Hveragerðis og Ár-
borgar og yfir Ölfusá
austan Selfoss er dæmi
um verkefni sem skynsamlegt er að
hrinda sem fyrst í framkvæmd.
Rökin er mörg. Framkvæmdin
skapar fjölmörg störf í þeim at-
vinnugreinum sem hvað mest eiga
undir högg að sækja á samdrátt-
artímum auk ýmissa afleiddra
starfa í iðnaði, verslun og þjónustu.
Að framkvæmd lokinni auka mann-
virkin ekki rekstrarkostnað frá því
sem nú er, nema síður sé. Viðhald
nýs og betri vegar yrði minna en á
slitnum og úr sér gengnum vegi.
Nýr vegur eykur öryggi þeirra sem
um hann fara og mannslíf verða
ekki metin til fjár. Suð-
urlandsvegur milli
Reykjavíkur og Ár-
borgar er fjölfarinn all-
an ársins hring, fólk
sækir nám og vinnu til
beggja átta, vöruflutn-
ingar eru geysilega
miklir, íbúar stærsta
frístundabyggðarlags
landsins koma flestir
um þennan veg á leið
sinni í uppsveitir Ár-
nessýslu. Ferðaþjón-
usta hefur verið í mikilli
sókn á Suðurlandi og víst
að núverandi Suðurlandsvegur er
tálmi á leið þeirra sem sækja hina
fjölmörgu athyglisverðu staði sem
eru hér austan fjalls. Nýr Suður-
landsvegur hefur mikið að segja
fyrir atvinnulíf og fyrirtækja-
rekstur á Suðurlandi. Á næstu árum
mun fræða- og þekkingarstarfsemi
vaxa í Árborg og nágrenni. Greiðar
og öruggar samgöngur milli höfuð-
borgar og Árborgarsvæðisins munu
þjóna hagsmunum margra og skila
sér í fjölbreyttara og öflugra at-
vinnulífi og betri lífsskilyrðum
fólksins á svæðinu.
Almenningssamgöngur
Aukin aðkoma ríkisins að al-
menningssamgöngum er mikilvægt
mál, ekki síst á tímum efnahags-
þrenginga eins og nú eru. Fjöl-
margir íbúar í Árborg og nágrenni
sækja daglega vinnu og nám inn á
höfuðborgarsvæðið. Og margir af
höfuðborgarsvæðinu keyra austur
af sömu ástæðum.
Ekki þarf að tíunda hversu
hættulegur núverandi Suðurlands-
vegur er og það álag sem fylgir því
að þurfa að fara um hann. Árborg
og Hveragerðisbær vinna nú sam-
eiginlega að því að koma á fót
strætisvagnaferðum milli Reykja-
víkur og Selfoss og hafa í þeim til-
gangi fengið sérleyfi frá Vegagerð-
inni fyrir þessa leið.
Framlag ríkisins til verkefnisins
er lítið miðað við áætlaðan heild-
arkostnað og þarf að hækka veru-
lega. Þetta er stórt verkefni en gríð-
arlega mikilvægt. Það er fjárhags-
lega mjög mikilvægt fyrir þá sem
reglulega ferðast þarna á milli en í
dag kostar 1.350 kr. með rútu frá
Selfossi til Reykjavíkur. Þennan
kostnað þarf að lækka a.m.k. um 60-
70% fyrir þá sem oftast eru á ferð-
inni. Á erfiðleikatímum sem nú
blasa við eru það augljósir hags-
munir íbúanna að geta komist til og
frá vinnu og námi á ódýrari og
öruggari máta en nú er.
Tilkoma strætisvagnaferða aust-
ur fyrir fjall dregur úr umferð og
þar með slysahættu og mengun. Þá
munu slíkar ferðir skapa ýmis tæki-
færi á sviði menntunar, menningar
og ferðaþjónustu en þar liggja ýmis
sóknarfæri á þeim nýju tímum sem
við erum nú að ganga inn í.
Ég vil því skora á ríkisstjórnina
og Alþingi að samþykkja mynd-
arlega aðkomu ríkisins að rekstri al-
menningssamgangna. Slík ákvörð-
un mun styrkja og efla íbúa og
byggðarlög á þeim tímum sem
framundan eru.
Samgöngur og velferð
Ragnheiður Her-
geirsdóttir skorar á
ríkisstjórn og Al-
þingi að flýta lagn-
ingu Suðurlands-
vegar
» Aukin aðkoma rík-
isins að almennings-
samgöngum er mik-
ilvægt mál, ekki síst á
tímum efnahagsþreng-
inga eins og nú eru.
Höfundur er bæjarstjóri í Árborg.
Ragnheiður
Hergeirsdóttir
Sl. þriðjudag voru
stýrivextir Seðlabank-
ans hækkaðir í 18%.
Þeir hagfræðingar
sem kunna fræðin vel,
en tengja þau ekki
endilega við stað-
reyndir hins daglega
lífs, börðu sér á brjóst
og sögðu þessa hækk-
un ekki koma á óvart.
Aðrir sem hafa orðið
varir við, að í þessu landi býr fólk,
fjölskyldur og að hér eru rekin fyr-
irtæki sem veita þessu fólki atvinnu,
þeir fölnuðu á vangann.
Það er markvisst verið að keyra
fyrirtækin í gjaldþrot og heimilin
með.
Margar raddir skynseminnar
heyrast innan um hjáróma og ótrú-
verðugar raddir þeirra sem standa í
stafni þessarar löskuðu skútu okkar.
Þessir ráðamenn geta auðvitað ekki
þegið góðra manna ráð, jafnvel þó að
þau komi frá samflokksmönnum og
samstarfsmönnum sem þekkja bet-
ur til hins daglega lífs, gera sér
grein fyrir að hjól atvinnulífsins
verða að snúast til að allt annað í
samfélaginu virki.
Það er nokkuð ljóst, að hæfni
þeirra sem stjórna þessu landi er
eitthvað snúin, sama hvort litið er til
bankastjóra Seðlabankans, ráð-
herranna eða alþingismannanna.
Það er ekki hægt að trúa því, að
fyrst andvaraleysi og aðgerðarleysi,
en síðan röð mistaka og þau ekki af
ódýrari sortinni, séu með ráðum
gerð eða í algjörri blindni á það hvað
er rétt og hvað er verra en vitlaust.
Það má líka benda á, að verðbólga
og verðbótaþáttur lána eru ekki
stærðir greyptar í stein. Þetta eru
reiknaðar stærðir og það er löngu
orðið tímabært að skoða grunninn
sem þær eru byggðar á, hann er ein-
faldlega út úr korti og hefur verið
svo í um tvö ár. Það ætti með réttu
að endurreikna öll verð-
tryggð lán upp á nýtt,
að minnsta kosti tvö ár
aftur í tímann.
Það er eins og það
hafi gleymst, að of-
urháir vextir Seðla-
bankans, sem keyra
áttu niður ímyndaða
verðbólgu, opnuðu fyrir
gjaldeyrisflóð sem
tæmdi alla sjóði og eiga
stóran þátt í þeim vanda
sem enginn virðist ráða
við.
Gengisskráningin verður bara eitt
rugl á meðan niðurrifsstefnu er
haldið.
Fyrirtæki og fjölskyldur hafa ekki
úthald í nokkra mánuði, ekki heldur
í nokkrar vikur. Það þarf að lækka
vexti verulega núna, verðbótaþáttur
lána verður að vera einhver föst
stærð, taka má til dæmis mið af
stærð hans fyrir tveimur árum, á
meðan verið er að endurskoða ræki-
lega viðmiðunargrunninn. Það sama
verður að gera við erlendu lánin, það
þarf að miða við gengisskráningu
eins og hún var t.d. um síðustu ára-
mót.
Það er ljóst að nýir eigendur
bankanna vissu ekki að þeir þyrftu
veltufé, en það þarf að bæta úr því.
Annað sem ég tel að fólk eigi að
velta fyrir sér í ljósi reynslu síðustu
vikna og mánaða. Þarf ekki að vanda
betur val á þingmönnum og dugar
okkur ekki ágætlega að hafa þá svo
sem eins og 43 og án aðstoð-
armanna?
Við þolum enga bið
María Elínborg
Ingvadóttir
María E. Ingvadóttir
» Fyrirtæki og fjöl-
skyldur hafa ekki út-
hald í nokkra mánuði,
ekki heldur í nokkrar
vikur.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
ATHAFNA-
FRELSI hvers ein-
staklings og fyrirtækis
hefur næstum verið
heilagt á Vesturlöndum
á 21. öldinni – svo lengi
sem frelsið bitnar ekki
sannanlega á öðrum.
Viðskiptafrelsið hefur
verið allraheilagast og
um það má ekkert
mæla nema í lofs-
yrðum.
Áður fólst baráttan í því að mega
hugsa, segja og gera það sem manni
bjó í brjósti í friði fyrir veraldlegum
og andlegum höfðingjum. Und-
anfarið hefur ekkert mátt segja nema
í því felist krafa um enn meira frelsi.
Á hverjum tíma þarf að koma sér
upp vörnum til að verjast ofríki
ríkjandi skoðana og tilfinninga eins
og John Stuart Mill myndi sennilega
orða það. Hann skrifaði í rit sitt
Frelsið: „Þjóðfélagið reynir án við-
lagðra refsinga að þröngva hug-
myndum sínum og háttum að þeim,
sem ekki eru sama sinnis […] Það
steypir alla menn í eitt og sama mót.“
(38). Þessi þjóðfélagstilraun var gerð
á Íslandi núna í byrjun 21. ald-
arinnar.
Hver og einn ber ábyrgð á athöfn-
um sínum sem varða aðra. Ein-
staklingurinn hefur aðeins frelsi í
eigin málum sem koma öðrum ekki
við. Frelsið er ævinlega háð sam-
félaginu. Frelsið skapar ekki farsæld
fyrir þjóð nema þar ríki jafnrétti,
réttlæti og jafnræði í umræðum.
Frelsi bankanna virtist ekki vera tak-
mörk sett. Frelsi þeirra smaug í
gegnum um eftirlit og ríkisstjórnir.
Frelsi bankanna mátti aldrei bitna á
þjóðinni, aðeins á þeim sjálfum. Þeir
hættu að hugleiða það sem lá í augum
uppi: Frelsi þeirra tróð þjóðina undir
hælnum. Sá sem býr við alfrelsi
skeytir ekki um afleiðingar gjörða
sinna. Banki ber ábyrgð á þeim at-
höfnum sínum sem skaða samfélagið.
Við lærum af reynslunni og rök-
ræðum. Eða hverju er hægt að glata
með því að kynna sér ólík viðhorf og
sjónarhorn? Ef til vill rangri skoðun?
Ef til vill virðingunni fyrir öðrum?
Sannfæring eins manns eða hóps er
aldrei nema brot af heildarmynd.
Áföll og þungbær reynsla afhjúpar
ranga stefnu og skoðanir í einu vet-
fangi. Viðtekinn íslenskur málsháttur
sem hver kynslóð hefur lært verður á
svipstundu knýjandi og beittur sem
hnífur: „Kapp er best
með forsjá.“
Mælikvarðinn á rétta
hegðun og ranga hefur
falist í því að kanna
hvort hún skaði aðra.
Engum blöðum er um
það að fletta, enga hvít-
bók þarf að skrifa, til að
skilja að aðferðafræðin
á bak við nýfengið
bankafrelsið var röng.
Við gætum þrætt um
eitt og annað og týnt
okkur í hártogunum en
niðurstaðan breytist ekki: gjaldþrot.
Frelsið er dýrmætt og þjóð sem
vill höndla það þarf að þekkja sam-
ábyrgð sína á jörðinni. Sá sem öðlast
þarf að gæta þess að tapa ekki ein-
hverju öðru. Það er alþekkt stað-
reynd eða reynsla að sá sem býr við
frelsi hættir að rétta öðrum hjálp-
arhönd, sá sem býr við frið skeytir
ekki um stríð í öðrum löndum, sá sem
býr við ríkidæmi sofnar á verðinum.
Sljóleiki og syfja er hættuleg. Sam-
ábyrgð er aftur á móti dyggð sem
næsta kynslóð þarf að tileinka sér til
að hún geti öðlast virðingu í sam-
félagi þjóðanna.
Forustan tíndi þjóð sinni. Hún
skrúfaði niður í röddum sem vissu og
hækkaði upp í röddum sem vissu
ekki. Þroskuð forusta myndi aftur á
móti fagna ábendingum og jafnvel
ávirðingum, hún myndi vilja sem
flest sjónarhorn í stað þess að velja
sér einsleitan hóp ráðgjafa.
Lærdómurinn felst í ásetningi um
að falla ekki í sömu gryfjur. Byrja
aftur á jafnræðisgrunni þar sem fyrr-
um ríkjandi raddir og áður víkjandi
raddir hafa samráð um leiðir og að-
ferðir. Lærdómurinn felst einnig í
samráði kynjanna í stað lýðræðis
karllægra gilda.
Orðspor þjóðarinnar ræðst ekki,
þegar til lengdar lætur, af tíma-
bundnum ofmetnaði útvalinna heldur
af manngildi þegnanna.
Að byrja aftur
á jafnræðisgrunni
Gunnar Hersveinn
skrifar um frelsið
Gunnar Hersveinn
» „Orðspor þjóð-
arinnar ræðst ekki,
þegar til lengri tíma
horfir, af tímabundnum
ofmetnaði útvalinna
heldur af manngildi
þegnanna.“
Höfundur er rithöfundur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Dalvíkingar unnu
afmælismótið í Siglufirði
Hákon Sigmundsson og Kristján
Þorsteinsson frá Dalvík sigruðu á af-
mælismóti Bridsfélags Siglufjarðar
sem fram fór um helgins. Alls mættu
27 pör víðsvegar að af landinu á mót-
ið. Bridsfélag Siglufjarðar varð 70
ára fyrr á þessu ári og var mótið
haldið í tilefni þessara tímamóta. Fé-
lagið mun vera elsta Bridsfélag á
landinu. Aðalhvatamaður að stofnun
þess var Sigurður Kristjánsson
sparisjóðsstjóri.
Þeir Hákon og Kristján sem hlutu
1156,3 stig þurftu að hafa fyrir sigr-
inum því hörð baraátta var milli
efstu paranna í lokin.
Röð efstu para var eftirfarandi.
Ólafur Jónsson og Jón Sigur-
björnsson, Siglufirði 1136.2
Ari Már Arason og Óttar Ingi
Oddsson, Reykjavík 1129.2
Anton og Bogi Sigurbjörnssynir,
Siglufirði 1117.6
Ingvar P. Jóhannsson og Jóhann-
es Jónsson, Dalvík 1080.9 .
Veitt voru vegleg peningaverð-
laun og bikarar fyrir fimm efstu sæt-
in. Keppnisstjóri var Björgvin Már
Kristinsson.
Arnar Geir og Björn Theo-
dórss. Íslandsmeistarar
Arnar Geir Hinriksson og Björn
Theodórsson eru Íslandsmeistarar
eldri spilara í tvímenningi 2008 en
mótið fór fram um helgina.
Þeir skutust á toppinn í 3ju síð-
ustu umferð og héldu til loka.
Guðlaugur Sveinsson og Magnús
Sverrisson enduðu í 2. sæti, jafnir
Friðþjófi Einarssyni og Guðbrandi
Sigurbergssyni. Guðlaugur og
Magnús unnu innbyrðis viðureign
milli paranna og teljast því í 2. sæti.
Föstudagsbrids á Suðurnesjum
Síðastliðinn föstudag 31.október
var spilaður eins kvölds tvímenn-
ingur og verður tvímenningur spil-
aður áfram til áramóta og endur-
skoðað þá. Miðað við aukninguna
sem er bendir allt til þess að þessi
spilamennska verði áfram.
Staða efstu para föstudaginn 31.
október var þessi:
Svavar Jensen – Garðar Garðarss. 64,3%
Guðl. Sveinss. – Sveinn Þorvaldss. 58,3%
Halldór Þorvalds. – Magnús Sverris. 56,5%
Oddur Hannesson – Eyþór Jónss. 51,8%
Spilarar af Reykjavíkursvæðinu
eru farnir að mæta hjá okkur sem
er ánægjulegt. Við hvetjum alla,
byrjendur sem lengra komna til að
nýta sér þetta. Spilað er í félags-
heimili okkar að Mánagrund kl.
19.30.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 21. október var
spilað á 18 borðum. Meðalskor var
312. Úrslit urðu þessi í N/S
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 379
Albert Þorsteinss. – Bjarnar Ingimarss.
348
Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 340
A/V
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 382
Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldss. 367
Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 362
Föstudaginn 24. október var spil-
að á 15 borðum. Úrslit í N/S
Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 362
Bjarnar Ingimarss. – Ármann Láruss. 351
Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 349
A/V
Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsd. 401
Nanna Eiríksd. – Björn Björnss. 386
Haukur Guðmss. – Ólafur Ólafss. 370
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud. 30.10.
Spilað var á 11 borðum. Með-
alskor 216 stig. Árangur N-S
Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímss. 251
Magnús Oddsson - Oliver Kristóferss. 244
Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 243
Árangur A-V
Skarphéðinn Lýðss. - Eiríkur Eiríkss. 282
Ólafur Kristinss. - Vilhj. Vilhjálmss. 269
Eyjólfur Ólafss. - Bent Jónsson 244
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600