Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.2008, Blaðsíða 29
Mér brá þegar ég frétti af andláti Ívars. Ég hafði reyndar ekki séð hann í einhver ár, en gerði alltaf ráð fyrir að hitta hann og Sollu aftur á vellinum. Þau hjón voru eldheitir stuðningsmenn Skagamanna og fóru vítt og breitt um landið til að fylgja þeim eftir. Oftar en ekki var Rúnar sonur þeirra með þeim og fékk ég úlpu hjá þeim feðgum sumarið 1994 merkta okkar liði og á ég hana enn. Við sátum iðulega saman á vellinum og höfðum hátt og sit ég enn á staðn- um okkar í stúkunni á Skaganum. Árin 1992-1996 voru okkar tími sam- an og á þessum árum vann Skaginn Íslandsmeistaratitla öll árin. Við hvöttum okkar lið og á þeim árum var sko gaman að vera til og tilheyra Skaganum. Trallað og sungið hvern leikinn á eftir öðrum og eru þeir ekki margir sem geta yfirgnæft mig á vell- inum, en Ívar komst nálægt því. Við Ívar vorum sammála um að fátt væri skemmtilegra en góður bikarúrslita- leikur og að sjálfsögðu var þar með- talið að við fengjum bikarinn heim á Akranes. Þau hjón voru ekki Skagamenn í þeim skilningi að vera fædd þar eða hafa búsetu þar, en í öllum öðrum skilningi voru þau svo sannarlega Skagamenn. En nú er komið að leið- arlokum og ég bæði persónulega og fyrir hönd Knattspyrnufélags ÍA þakka Ívari samfylgdina og stuðning hans við félagið í áranna rás. Sollu og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð, og bið algóðan Guð að gefa þeim styrk. Megi minningarnar verða ljós í lífi ykkar og milda sökn- uðinn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sigrún Ríkharðsdóttir, formaður Knattspyrnufélags ÍA. Elsku hjartans frændi. Við minnumst þín, það eru góðar minningar. Alltaf svo stutt í hláturinn og augun þín brúnu sem iðuðu af lífi. Nú hefur þú lygnt þeim aftur, ert kominn á annan stað, með fólkinu þínu sem þú naust svo að vera með. Ætli þið systkinin sitjið ekki með sagir, greiður og gítara og spilið og ætli amma standi ekki í miðjum hópnum og syngi og dansi, elsku vin- ur, við vonum það. Þú gafst okkur systrunum af gæðum þínum. Þú varst okkur dýrmætur frændi. Þú varst alltaf svo kátur og fullur af lífi, svo spenntur yfir lífinu. Þess vegna var svo gaman að vera nálægt þér. Það var svo gaman að hlæja með þér og það var svo gaman að segja þér eitthvað fyndið. Það var erfitt að sjá þig þjást, það var erfitt að vita af þín- um þrautum, það var samt alveg ótrúlegt hvað þú áttir mikinn styrk og æðruleysi. Hvernig þér tókst að gera gott úr öllu. Hvernig þér tókst að sjá ávallt fram á veginn. Það er skrýtin tilfinning að litli bróðir hans pabba sé dáinn. Litli bróðirinn sem pabbi átti að passa, vonandi hefur hönd fundið hönd og þið leiðist bræð- urnir í eilífðinni. Við vottum þér okkar dýpstu sam- úð, elsku Solla okkar, þú hefur ávallt staðið eins og klettur við hliðina á honum Íbba okkar og ávallt verið yndislegust. Elsku Þórarinn, Steindór, Sigur- jón, Guðrún, Rúnar, Kolla okkar og Bjössi, fjársjóðurinn er í ykkur börn- unum og barnabörnunum, í gegnum ykkur mun minning hans lifa. Nú bið ég, Drottinn, bænir mínar, sem barn ég krýp við fætur þína, gef þú að líf mitt vilji ég vanda, vera trúr til munns og handa, ver þú mér faðir, vinur, bróðir, ver þú mér systir og ástkær móðir, veit mér að lifa í heimi hér svo himna fái ég vist með þér. (O.H.) Megi drottinn blessa ykkur og varðveita í sorg ykkar. Megi bænin hennar ömmu okkar gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Laufey Brá og Edda Rún. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008 ✝ Ingi Jónssonfæddist í Reykja- vík 16. desember 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 27. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Anna Sigfús- dóttir, f. 26. desem- ber 1891, d. 28. nóv- ember 1960 og Jón Þórlindsson, f. 23. ágúst 1884, d. 23. október 1948. Ingi kvæntist 24. mars 1951 Elínu Guðmundsdóttur, f. 29. júní 1923, d. 27. febrúar 2003. Foreldrar hennar voru Þuríður Markúsdóttir, f. 24. nóvember 1900, d. 8. mars 1979 og Guð- mundur Eiríksson, f. 15. október 1902, d. 13. desember 1972. Þau hófu búskap sinn að Reynimel 24, en byggðu síðan hús að Skólagerði 15 í Kópavogi þar sem þau bjuggu þar til hún féll frá, en Ingi flutti þá í íbúð sína í Sunnuhlíð. Synir Inga og Elínar voru þrír: 1) Guðmundur, f. 21. júní 1951, d. 5. febrúar 2007, maki Sólfríður Guðmundsdóttir, f. 3. október 1951, börn þeirra eru: Elín, f. 1973, Pétur Ingi, f. 1974, dóttir hans er Sóldís Sara, f. 2000, Erla Dögg, f. 1982, sonur hennar er Gunnar Ingi, f. 2001, og Eva María, f. 1984. 2) Jón Ingi, f. 5. júlí 1953, maki Kristín Jónsdóttir, f. 19. jan- úar 1955, börn þeirra eru: Þuríður Anna, f. 1974, sambýlismaður Karl Ólafsson, dóttir þeirra er Tara Lovísa, f. 2007, og Ingi Mar, f. 1983, maki hans er Elín Al- exandersdóttir, synir þeirra eru Alexander Máni, f. 2003, Jón Ingi, f. 2008. 3) Markús, f. 10. febr- úar 1955, maki Oddný Hólmsteins- dóttir, f. 31. mars 1955, börn þeirra eru: Atli Már, f. 1980, maki hans er Jóhanna Ósk Jensdóttir, sonur þeirra er Ívar Ingi, f. 2007, og Linda Björk, f. 1986. Að lokinni skólagöngu stundaði Ingi ýmis störf, en árið 1946 hóf hann starfsferil sinn hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flugleiðum. Hann starfaði hjá fyrirtækinu til sjötugs er hann lét af störfum eftir 46 ára starf. Ingi gekk ungur til liðs við Frímúrararegluna þar sem hann var virkur þátttakandi. Ingi verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það er komið að kveðjustund því Ingi Jónsson er látinn, eða afi Ingi eins og þú varst kallaður á okkar heimili. Við eigum góðar minningar um þig og sjáum fyrir okkur mynd- arlegan, rólegan, duglegan og vænan mann sem hafði góð áhrif á okkur. Þú fórst á fætur eldsnemma á hverjum morgni til að fá þér göngutúr upp í Sundlaug Kópavogs áður en þú fórst í vinnuna. Þegar við komum í heimsóknir minnumst við þess hversu vel var tekið á móti okkur, fyrst í Skólagerð- inu eða í bústaðnum fyrir austan fjall, og svo í íbúðinni þinni í Sunnuhlíð eft- ir að Ella amma féll frá. Það var alltaf vel veitt og séð til þess að nóg væri til með kaffinu og mikið var spjallað og spekúlerað. Við minnumst sérstak- lega allra jólahátíðanna sem við átt- um saman þrír til fjórir ættliðir í faðmi fjölskyldunnar og við nutum samvistanna. Árlegt jólaball reglunn- ar sló líka í gegn hjá yngri kynslóð- inni, en þangað bauðst þú öllum barnabörnunum saman og þau skemmtu sér konunglega. Það gladdi okkur mikið hvað þið hjónin voruð dugleg að koma og dvelja hjá okkur eftir að við fluttumst til útlanda. Þá keyrðum við um allt til að skoða ýmsa staði og skemmta okkur saman. Síð- asta ferðin þín út haustið 2006 sýndi styrk þinn og væntumþykju, er þú sast við sjúkrabeð sonar þíns og styttir honum stundir og gafst okkur hressandi andblæ frá Íslandi. Það var ævinlega stoppað hjá þér þegar við komum úr Ameríkuflugi eldsnemma á morgnana, sömuleiðis var heimili þitt síðasta stoppistöðin áður en við flugum út aftur. Við þökkum yndislegar samveru- stundir og minning þín lifir. Guð blessi þig. Við þökkum öllu því fólki sem kom að hjúkrun Inga. F.h. fjölskyldu Guðmundar Inga- sonar (Gúnna), Elín, Pétur, Erla, Eva og Sólfríður. Kynni mín af Inga, tengdaföður mínum, og fjölskyldu hans hófust fyr- ir 36 árum en þá bjuggu þau Ella í Skólagerðinu. Þar var gott að koma og bar heimilið vott um mikinn myndarskap. Þaðan eigum við fjöl- skyldan margar góðar minningar, þar var alltaf komið saman á stórhá- tíðum og afmælum og þá var gleðin alltaf við völd. Ég sé Inga fyrir mér frá þessum tíma, háan og glæsilegan með silf- urgráa, liðaða hárið, húmoristann með hnyttnu tilsvörin sem ígrundaði alla hluti vel áður en hann fram- kvæmdi þá. Eftir því sem á kynni okkar leið sá ég sífellt betur hvað hann bjó yfir miklum mannkostum og var mikill heimsmaður. Börn okkar hjóna nutu þeirra for- réttinda að eiga afa og ömmu sem voru til staðar fyrir þau og var Þur- íður, dóttir okkar, um lengri tíma í pössun í Skólagerðinu og eru enn í minnum hafðir fimmtudagarnir þar á bæ en þá var silfrið pússað og versl- unarferðirnar á föstudögum með vasapeningum en alla morgna fyrir vinnu fór heimilisfaðirinn í sund. Allt var þar í sínum föstu skorðum. Á þessum árum ferðuðust Ingi og Ella mikið til útlanda sem ekki þótti eins sjálfsagt og í dag, þá var nú oft mikill spenningur að sjá það sem upp úr töskunum kom og alltaf var lumað á einhverju góðgæti. Þau hjón áttu einnig margar ánægjustundir í sum- arbústaðnum í Grímsnesinu sem í raun varð Inga stöðugt hjartfólgnari með árunum og þá ekki síður landið sjálft. Hann átti sér þann draum að þar yrði griðastaður fjölskyldunnar um ókomin ár. Ingi fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast hjá Flugleiðum og bar sterkar taugar til gamla vinnustað- arins alla tíð enda starfsævin þar löng og falleg var kveðjan og um- sögnin sem hann fékk þaðan við starfslok og bar honum fagurt vitni. Kannski urðu samskipti okkar Inga aldrei meiri en eftir að Ella kon- an hans dó árið 2003. Oft voru rifj- aðar upp gamlar endurminningar, sumar af Freyjugötunni og frá Vil- bergi æskuvini hans en vinátta þeirra hélst til æviloka og aðrar kannski frá því þegar Ingi kynntist henni Ellu sinni á Hótel Borg og þá ákváðum við bara að skella okkur á Borgina. Oft var farið austur fyrir fjall en þar var endalaust hægt að spá í bústaða- byggingar og fallegar lendur eða bara vera heima við og þegar ég var að hafa til kaffið rifjaði Ingi stundum upp söguna af manninum sem sagði: „Ég hef svo gaman að vinnu, ég get endalaust horft á fólk vinna.“ Ekki var síður gott að koma í kaffi í Sunnu- hlíðina til Inga, hann var höfðingi heim að sækja og átti endalaust til með kaffinu. Stundum endurtekur sagan sig og fannst Inga það skemmtileg tilviljun þegar sonur okkar Ingi eignaðist konu sem heitir Elín og ekki síðra að þau nú fyrir stuttu eignuðust soninn Jón Inga. Fyrir rétt rúmu ári datt Ingi og brotnaði. Hann náði aldrei fullri heilsu og komst ekki heim til veru, hann gat ekki sætt sig við hlutskipti sitt, að verða öðrum háður með alla hluti, en það hafði ómetanlegt gildi fyrir hann að geta boðið sínu fólki kaffisopa á Grund. Ingi afi, stundir okkur fjölskyld- unnar með þér, eru okkur ómetanleg- ar og gera okkur ríkari en ella. Hafðu þökk fyrir allt. Kristín og fjölskylda. Ingi Jónsson ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS PÁLSSONAR kennara, Blönduósi, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðjudaginn 21. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunarinnar fyrir frábæra umönnun. Guðný Pálsdóttir, Páll Kristinsson, Ása Bernharðsdóttir, Hjálmfríður Kristinsdóttir, Ólafur G. Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður og tengdamóður, SIGRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR kennara. Ragnar Kærnested, Valgerður Guðmundsdóttir, Bylgja Kærnested, Gizur Bergsteinsson, Örvar Kærnested, Harpa Ævarsdóttir, Dröfn Kærnested, Kristinn Guðjónsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls MARTEINS SVERRISSONAR, Langatanga 2, Mosfellsbæ. Hrefna Kjartansdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR SVANHVÍTAR STEINDÓRSDÓTTUR, Borgarheiði 17h, Hveragerði. Sigurbjörg Gísladóttir, Hannes Kristmundsson, Magnea Ásdís Árnadóttir, Svanhvít Gísladóttir, Reynir Gíslason og fjölskyldur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍANA VALTÝSDÓTTIR, lést mánudaginn 3. nóvember á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Árni J. Larsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Sveinn B. Larsson, Þórunn Hjartardóttir, Gunnar Larsson, Valdís S. Larsdóttir, Valgeir Berg Steindórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR LÁRUSSON, Klapparhlíð 20, Mosfellsbæ, sem lést á heimili sínu föstudaginn 31. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.00. Úlfhildur Hermannsdóttir, Þóranna Halldórsdóttir, Magnús H. Sólmundsson, Lárus Halldórsson, Anna Þóra Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.