Morgunblaðið - 05.11.2008, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2008
✝ Rangar upplýs-ingar slæddust
inn í formála minn-
ingargreina á útfar-
ardegi Margrétar
og við birtum því
formálann aftur.
Margrét Guðna-
dóttir fæddist í
Kirkjulækjarkoti í
Fljótshlíð 9. janúar
1930. Hún lést á
blóðlækningadeild
Landspítalans 24.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guðni Markússon,
trésmiður, bóndi og prédikari,
frá Kirkjulækjarkoti f. 23.7.
1893, d. 4.3. 1973, og Ingigerður
Guðjónsdótti, húsmóðir frá
Brekkum í Hvolhreppi, f. 1.5.
1897, d. 19.2. 1984. Systkini henn-
ar eru: Guðni, f. 30.7. 1918, d.
17.7. 2006, Magnús, f. 25.9. 1919,
d. 23.12. 1999, Markús Grétar, f.
9.2. 1921, d. 3.4. 2001, Guðrún, f.
14.5. 1922, Guðbjörg Jónína, f.
30.4. 1924, búsett í Flórída,
Oddný Sigríður, f. 12.4. 1926,
Þuríður, f. 19.4. 1936, d. 13.7.
1999 og Guðný, f. 12.4. 1937.
Margrét giftist 23. júlí 1953
Gísla Jónssyni, f. í Reykjavík 6.6.
1929, d. 22.2. 1999. Foreldrar
hans voru Jón Guðnason, tré-
smiður og síðar bifreiðasmiður, f.
á Kolviðarhóli 2.1. 1896, d. 28.7.
1974 og Elín Gísladóttir, f. í Holti
í Kjalarneshreppi
30.11. 1900, d. 24.8.
1966. Börn Mar-
grétar og Gísla eru:
1) Elín grunnskóla-
kennari f. 19.2.
1956, gift Gunnari
Linnet tölv-
unarfræðingi, f.
1955, og eru börn
þeirra: a) Eyrún, f.
1979, sambýlis-
maður Jósef Þeyr
Sigmundsson. Börn
þeirra eru Ásdís og
Birkir, f. 2005. b)
Margrét, f. 1982, sambýlismaður
Jón Kjartan Björnsson. c) Ingvar,
nemi f. 1987, d) Fríða Rakel, f.
1990, e) Agnes, f. 1992 og f) Hans
Adolf, f. 1996. 2) Guðni innanhús-
arkitekt og ritstjóri, f. 16.10.
1957, kvæntur Kristjönu Þórdísi
Ásgeirsdóttur tónmenntakenn-
ara, f. 1957. Börn þeirra eru: a)
Gísli, f. 1979, b) Kristján, f. 1981,
sambýliskona Aðalheiður Millý
Steindórsdóttir. Dóttir þeirra er
Emelía Ósk, f. 2005. c) Jakob, f.
1986, d) Smári, f. 1988, e) Jón, f.
1996, og f) Vignir f. 2001. 3) Ing-
unn, f. 26.6. 1967, gift Halldóri J.
Ágústssyni rafeindavirkja, f.
14.3. 1968. Börn þeirra eru: a)
Hafdís, f. 1988, b) Helena, f. 1994
og c) Hildur Ýr, f. 2007.
Útför Margrétar var gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði 31.
október.
Magga frænka var alltaf stór
hluti af mínu lífi þar sem hún var
ein af systrum mömmu og nánara
samband milli systra er vandfund-
ið. Það var alltaf eins og þær ættu
öll börnin saman, svo náið var sam-
bandið. Stundirnar í sveitinni á
sumrin þegar þær voru saman-
komnar með alla ungana sína í litla
húsinu hjá ömmu og afa eru
ógleymanlegar. Þá var oft þröng á
þingi en hjartarúmið var svo mikið
að það var alltaf nóg pláss og eng-
inn kvartaði. Partur af þessum
ágæta systra- og frænkuhóp fór í
eftirminnilega ferð til Flórída í
febrúar og ekki lét Magga sig
vanta og gladdi það okkur mikið að
hún skyldi geta komið. Gaf hún
okkur sem yngri erum ekkert eftir
í búðarápi eða öðru rápi þó svo að
kraftarnir væru litlir og aldrei
kvartaði hún.
Stórt skarð er höggvið í þennan
hóp við fráfall elsku Möggu og er
tómarúmið mikið í hjarta mínu.
Röddin hennar, hláturinn, fasið, allt
heyri ég þetta og sé fyrir mér og er
söknuðurinn sár. Alltaf var Magga
svo fín og hugguleg og á henni sást
vel hvað aldur er afstæður, svo vel
bar hún aldurinn. Hún lifði lífinu til
fulls þrátt fyrir veikindi sín, því-
líkur dugnaðarforkur var hún. Fór
á kóræfingar eins lengi og hún gat
og hafði krafta til, og á fundi og
mannamót fram á það síðasta en
hún var einstaklega félagslynd
kona og naut sín hvergi betur en
innan um hóp fólks. Magga var
mikil listakona. Saumaði, prjónaði
og málaði svo fátt eitt sé nefnt og
allt með þvílíkum listamannsbrag.
Elsku Magga mín, þakka þér fyrir
hvað þú varst alltaf yndislega góð
við mig eins og ég væri þín eigin
dóttir. Elsku Elín, Guðni, Ingunn
og fjölskyldur. Guð gefi ykkur
styrk á erfiðum tíma. Minningin
um góða konu mun alltaf lifa í
hjörtum okkar.
Ingigerður Sigmundsdóttir.
Elsku systir mín.
Með örfáum orðum ætla ég að
minnast þín. Mér fínnst svo sárt að
þú skulir vera farin frá okkur. Það
er svo stutt síðan að við fylgdum
elsku bróður okkar og mágkonu til
grafar, ekki datt mér í hug að þú
yrðir næst.
Ég stóð alltaf fast á því að Guð
myndi lækna þig en hann hafði
aðra áætlun fyrir þig. Elsku Magga
mín nú ert þú laus við þær þján-
ingar sem fylgdu þeim sjúkdómi
sem þú varst með. Þú barðist á
móti veikindum þínum með ótrú-
legum krafti alla daga og aldrei
heyrði ég þig tala um hvað þú vær-
ir veik.
Það var í febrúar í fyrra sem við
vorum saman úti í Flórída hjá
Böggu systur. Ég fór á undan þér
og eftir u.þ.b. mánuð ákvaðst þú að
koma út til okkar. Hlökkuðum við
til að fá þig og eiga skemmtilegar
stundir saman sem við og áttum
svo sannarlega fyrstu dagana. En
það fór síðan á annan veg. Við
sáum fljótt að það var eitthvað að.
Þú varst svo þreytt og þurftir að
leggja þig eftir að þú labbaðir stig-
ann sem er nú ekki langur. Við töl-
uðum okkur saman um að þú yrðir
að fara til læknis. Þegar læknirinn
lagði þig strax inn og þú varst lögst
í rúmið á spítalanum sá ég þig tár-
ast. Þú varst fljót að hressast þar
sem við sögðumst verða komnar
snemma um morguninn og yrðum
hjá þér alla daga og öll kvöld sem
við stóðum við. Eina sem komst að
hjá þér var að komast heim til Ís-
lands og eftir sex daga varstu kom-
in heim. Þegar heim var komið
tóku við reglulegar blóðgjafir, þar
sat ég stundum með þér og dáðist
að því hvernig þú tókst á við þetta.
Þú gast ekki verið iðjulaus frekar
en aðrar stundir, þannig að þú
saumaðir út eða prjónaðir á meðan
blóðgjöfín stóð yfir, þú varst
ábyggilega sú eina sem varst með
handavinnu. Ekki stoppaðir þú þótt
þú værir orðin þetta veik heldur
fórstu í alla þá iðju sem þú komst
yfir, t.d. söngtíma, málaratíma,
danstíma, föndurtíma og örugglega
eitthvað meira, sem ég veit ekki
um. Allt lék í höndum þér heima
fyrir, prjónaskapur og saumar, og
hélt það áfram þrátt fyrir mikil
veikindi.
Elsku Guðni, Elín og Ingunn, ég
bið algóðan Guð að styrkja og
hugga ykkur, einnig börn ykkar og
barnabörn á þessari sorgarstundu.
Elsku systir mín, ég á eftir að
sakna þín sárt. Hafðu þökk fyrir
allar okkar stundir saman. Þín
systir
Oddný.
Elsku Magga.
Ég minnist þín með söknuð í
hjarta. Það var svo gott að vera í
návist þinni og við áttum margar
yndislegar stundir saman, ekki síst
eftir að ég tók við að stjórna kórn-
um sem þú söngst í.
Fyrstu kynni mín af þér voru
þegar Guðni kynnti mig fyrir for-
eldrum sínum, það var á sunnudegi
í júní og þið voruð að drekka úti.
Það voru gestir í heimsókn, og ann-
ar gestanna sagði „þú“ og ég end-
urtók það. Þar var systir tengda-
pabba, en við höfðum verið saman í
Vínarborg árinu áður. Það hjálpaði
þó nokkuð að kannast aðeins við
nánustu ættingja kærastans.
Eins og ég sagði var alltaf gott
að koma til þín, þú varst alltaf
reiðubúin að passa þegar á þurfti
að halda, hvort heldur var heima
hjá þér eða að koma og sitja hjá
barnabörnunum þínum fimmtán.
Undanfarin ár höfum við farið á
blettinn þinn austur í „Kot“ og
slegið tún og sett niður tré, þar
tókst þú þátt í heyskapnum og rifj-
aðir upp gamla takta við að raka í
garða og fleira og nokkrum sinnum
skemmtum við okkur saman um
verslunarmannahelgi ásamt frænd-
fólki þínu í móðurætt og þá var etið
og sungið fram eftir nóttu.
Elsku Magga mín, megi góður
Guð vera hjá þér. Mig langar að
deila þessari bæn með þér, sem við
Vignir, næstyngsta barnabarnið
þitt, förum alltaf með á kvöldin.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson)
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir.
Með trega og söknuði kveð ég
móðursystur mína Margréti Guðna-
dóttur. Magga eins og hún var allt-
af kölluð háði baráttu við illvígan
sjúkdóm með mikilli reisn og æðru-
leysi svo eftir var tekið. Allt fram á
síðasta dag bar hún sig vel og aldr-
ei kvartaði hún.
Magga ólst upp í stórum syst-
kinahópi í Fljótshlíð í Rangárvalla-
sýslu og þar af voru systurnar sex.
Mikill kærleikur var á milli þeirra
systra sem og samgangur. Komið
var saman við ýmis tækifæri og var
oft mikið fjör.
Ég minnist glæsilegra boða í
Hafnarfirðinum á heimili þeirra
Gísla þar sem þau bjuggu mest-
allan sinn búskap. Heimili þeirra
bar vott um myndarskap Möggu.
Veisluborðið svignaði af glæsileg-
um veitingum og var greinilegt að
þar var hússtjórnarlærð húsmóðir
á ferð. Einnig átti ég notalegar
stundir hjá þeim þegar ég gisti hjá
Ingunni dóttur þeirra. Það var mik-
il ró og friður á heimilinu og ég
minnist þess að hafa hugsað í
barnslegri einlægni að ef ég yrði
munaðarlaus þá myndi ég vilja fá
að búa hjá Möggu og Gísla.
Þegar ég lít til baka finn ég
hversu mikið traust og kærleik ég
bar til Möggu. Hún var mér alla tíð
svo góð og þegar móðir mín féll frá
fyrir tæpum tíu árum gekk hún,
eins og hinar móðursystur mínar,
mér nánast í móðurstað. Bæði var
gott að tala við hana og einnig líkt-
ist hún í útliti móður minni.
Ég sendi Ingunni, Elínu og
Guðna og öðrum aðstandendum
Möggu mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Minningin um sterka,
skemmtilega og jákvæða konu lifir.
Ég kveð Möggu með vísu Skáld-
Rósu.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Vigdís Sjöfn Ólafsdóttir.
Nú þegar þetta yndislega sumar
er liðið og fuglarnir flognir til ann-
arra landa kveður góð vinkona
þetta jarðríki og fer til æðri heima.
Aldrei kvartaði hún, þó vissi
maður að henni leið ekki alltaf vel.
Hún tók veikindum sínum með því-
líku æðruleysi að maður dáðist að
henni. Þvílík hetja. En svo fór að
sjúkdómurinn náði yfirhöndinni,
tók völdin.
Magga, Gísli og við Haddi vorum
búin að þekkjast yfir 50 ár og átt-
um góðar og skemmtilegar stundir
saman alla tíð og aldrei fallið
skuggi á vináttu okkar. Það er svo
margt sem kemur upp í hugann
þegar ég lít til baka. Við Magga
áttum mjög góðar stundir saman,
gerðum margt skemmtilegt.
Ég sakna þín Magga mín, en
svona er lífið, stundum erfitt.
Þú varst einstaklega flink í hönd-
um, m.a. saumaðir þú nokkra brúð-
arkjóla, fyrir utan allt annað. Þér
var svo margt til lista lagt, þú varst
kraftmikil og komst svo mörgu í
verk, fljótvirk og vandvirk. Mér
dettur stundum í hug það sem
mamma þín sagði: „Ég vildi nú að
hún Magga mín væri komin með
baunina sína.“
Þetta sagði svo margt, þú gast
gert svo mikið úr litlu.
Í september síðastliðnum fórum
við Magga í Grasagarðinn, gengum
um í yndislegu veðri, fengum okkur
kaffi og áttum góða stund saman
og nutum tilverunnar.
Magga mín ég þakka allar góðu
stundirnar sem við áttum saman,
ég sakna þeirra og ég sakna þín.
Ég vona að þér vel núna. Ég votta
börnum þínum, barnabörnum og
allri fjölskyldunni mína dýpstu
samúð. Minningin um góða móður,
ömmu og langömmu mun lifa.
Guð veri með ykkur. Þess óskar
Valborg (Stella).
Kveðja frá Inner Wheel
umdæminu á Íslandi
Á kveðjustund við lífsins leiðaskil
og litið yfir gengnar ævislóðir.
Og þótt að ríki hryggð og harmaspil
er hlýtt og bjart við minninganna glóðir.
(Þorfinnur Jónsson)
Við í stjórn Inner Wheel-um-
dæmis á Íslandi nr. 136 fengum
þær fregnir í gær að látist hefði
mæt félagskona úr klúbbnum í
Hafnarfirði, Margrét Guðnadóttir.
Hún var ein af stofnendum Inner
Wheel Hafnarfjörður. Við vissum
að Margrét gekk ekki heil til skóg-
ar en alltaf er jafn sárt að sjá á bak
góðum vinum. Hún sótti fundi þrátt
fyrir veikindi sín og lét ekki bugast
á hverju sem gekk. Hana hitti ég
síðast þegar ég heimsótti klúbbinn
okkar sem umdæmisstjóri hinn 8.
október síðastliðinn.
Margrét var glæsileg kona og
mikil reisn var yfir henni. Glað-
værð einkenndi allt hennar fas.
Þrátt fyrir að missa eiginmann sinn
fyrir aldur fram lét hún ekki bug-
ast og var hress og kát og lifði líf-
inu lifandi. Hún var alltaf tilbúin að
láta gott af sér leiða og er búin í
gegnum tíðina að vinna mikið að
framgangi samtaka okkar. Margrét
var umdæmisgjaldkeri Inner
Wheel 1992-1993 og vann við það
sem hún tók að sér af nákvæmni og
trúmennsku. Erfitt er að sjá eftir
mikilhæfri konu en minning hennar
lifir. Fyrir hönd stjórnar umdæmis
Inner Wheel á Íslandi vottum við
börnum Margrétar, tengdabörnum
og barnabörnum okkar innilegustu
samúð og biðjum Guð að blessa
ykkur öll á erfiðri stund.
Svíður í sárum,
sorg drúpir höfði,
góður er genginn á braut.
Minningar mildar
mýkja og lýsa
og leggja líkn við þraut.
(Hörður Zóphaníasson.)
Gerður S. Sigurðardóttir
umdæmisstjóri.
Kæra vinkona. Nú skiljast vegir.
Þú ert komin á mér ókunnuga
braut, en ég er enn hér á þeirri
jarðnesku. Frá því að ég ásamt
fjölskyldu settist að í Hafnarfirði
hefur þú og þitt fólk verið mér og
mínum traustir vinir. Upp í minnið
koma ferðir í Hellisgerði með börn-
um okkar, drekka þar og borða
nesti, eða þegar við fórum í ágúst-
lok að tína ber í Heiðmörk, o.m.fl.
Þú varst listamaður í höndunum,
marga kjóla saumaðir þú fyrir
árshátíðirnar og sama hvað þú
tókst þér fyrir hendur; mála, gler-
list, skartgripi og svo framvegis,
allt lék þér í höndum. Nú höfum við
um skeið báðar búið á Herjólfsgötu
36 í Hafnarfirði. Nú ert þú farin á
undan mér. Takk fyrir samferðina.
Thorgerd Mortensen.
Í dag er til moldar borin ástsæll
félagi okkar Margrét Guðnadóttir.
Hún var einn af stofnendum Inner
Wheel-klúbbs Hafnarfjarðar, árið
1976. Hún sinnti klúbbstarfinu alla
tíð af miklum áhuga og gegndi þar
öllum helstu embættum í gegnum
tíðina af stakri prýði. Margrét átti
við veikindi að stríða sl. eitt og
hálft ár, en hún lét það ekki stoppa
sig í að mæta á alla fundi og
skemmtanir. Mætti hún þar alltaf
með bros á vör, þar með á síðasta
fund sem var haldinn um miðjan
október sl. Hennar helstu einkenni
voru léttleiki, bjartsýni og góð nær-
vera.
Í félagsskap sem hefur vináttu
og mannleg samskipti að markmiði
átti Margrét vel heima. Hún skilur
eftir sig stórt skarð í okkar fé-
lagsskap og verður hennar sárt
saknað.
Inner Wheel-félagar kveðja Mar-
gréti með þakklæti og virðingu og
senda fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Elín Ragna Sigurðardóttir,
forseti Inner Wheel, Hafn-
arfjörður.
Þegar leiðir skilur leitar hugur-
inn sjálfkrafa aftur í tímann, að
minningum um góðar stundir. Eftir
langan tíma er margs að minnast
enda liðin hartnær hálf öld síðan
leiðir okkar og Margrétar Guðna-
dóttur, eða Möggu á Holtinu eins
og hún var kölluð á okkar heimili,
lágu saman. Faðir okkar og Gísli
Jónsson, maður Margrétar, voru
skólafélagar bæði í menntaskóla og
eins að hluta í verkfræði. Vinátta
þeirra hélst ævilangt og áttu þeir
samleið um margt en voru á önd-
verðum meiði um annað. Samgang-
ur var mikill milli heimilanna og
sérstaklega munum við það frá
barnæsku okkar. Margrét og Gísli
byggðu sér heimili við Brekku-
hvamm á Hvaleyrarholti sem þá
var í uppbyggingu. Við áttum
heima í hinum enda bæjarins.
Frá barnæsku lifa í minningunni
sunnudagsheimsóknir, afmælis-
veislur, fermingarveislur, berja-
ferðir í Heiðmörk og fleira af því
tagi. Einnig tók Margrét að sér að
gæta okkar af ýmsu tilefni bæði á
heimili þeirra og okkar. Því fór
ekki hjá því að við kynntumst
manneskjunni Margréti nokkuð vel
og mynduðum okkur skoðun á
henni. Það eru undantekningar-
laust góðar og kærleiksríkar minn-
ingar. Margrét reyndist okkur í
alla staði vel og horft um öxl vekur
það spurningu hvernig það mátti
vera að hún hefði svona mikinn
tíma fyrir okkur, hún sem sjálf átti
börn og var að byggja hús. Hún
var meistari í höndunum og saum-
aði alla skapaða hluti, einnig á okk-
ur, eða gerði við gamalt, eða
breytti gömlu þannig að nota mætti
það aftur. Þetta var okkar heimili
notadrjúg hjálp á tímum þegar öll
kjör voru knappari en nú er. Mar-
grét brást alltaf vel við þegar hún
var beðin og hún var ekki aðeins
vandvirk og gerði hlutina vel, hún
var einnig fljót. Niðurstaðan var
því oft komin fyrr en varði. Glað-
lyndi einkenndi hana og hlátrinum
gleymir maður ekki. Það var bjart
yfir henni og henni fylgdi jákvæður
uppbyggjandi blær.
Þegar við uxum úr grasi og flutt-
um að heiman fór ekki hjá því að
við sæjum minna af Margréti, þótt
alltaf bærust fréttir. Því var það
gleðilegt að hitta aftur fyrir gömlu
góðu Möggu á Holtinu þegar þær
fluttu í sama hús á Herjólfsgötunni,
móðir okkar og Margrét, þegar
báðar höfðu misst mennina sína.
Þær bjuggu hvor á sinni hæðinni í
sama stigahúsi og höfðu félagsskap
hvor af annarri. Það er söknuður á
kveðjustund en gleðjast ber yfir
góðu og gæfuríku lífshlaupi, sam-
eiginlegum stundum og minningin
um Margréti Guðnadóttur er ljós á
lífsleið okkar sem ekki slokknar.
Við sendum börnum hennar, Elínu,
Guðna og Ingunni, og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þórður, Daníel, Hallur
og Kristín.
Margrét Guðnadóttir